Forseti lýðveldisins ber að vera öryggisventill þjóðarinnar

Guðmundur Franklín er ekkert annað en SIGURVEGARI forsetakosninganna. Að ná að bjóða sig fram og fá þúsundir atkvæða gegn öflugri kosningavél Rúv sem studdi háttvirtann forseta okkar einarðlega.

Framboð og kosningabarátta Guðmundar Franklín Jónssonar mun hafa til lengdar jákvæð áhrif á pólitíkina hérna. Mikið af því sem hann hefur bent á að miður fari í þjóðfélaginu og hættur sem að þjóðinni steðjar vegna spillingar og framsali valda með þjóðarauðlindum til ESB er komið meira upp á yfirborðið og verður ekki svo auðveldlega þaggað niður eftir þessa baráttu hans. Hans málefni í þessari baráttu voru líka svo langt frá því að vera einhverjar öfgar heldur þvert á móti var verið að feta í fótspor fyrrverandi forseta Ólafs Ragnars.

Stóri sigurvegari þessara kosninga er samt lýðræðið sjálft sem ekki er hægt að setja verðmiða á. Fólkið ræður og er stolt af því að geta kosið og látið með því vilja sinn í ljós. Vitið til Íslendingar ekki grenja þegar Orkupakka 4 og 5 verður troðið ofan í okkur, orkan hirt og reikningarnir hækka. Þá getur "fávís lýðurinn", nagað sig í handarbökin og grátið krókódílatárum. Guðmundur Franklín verður ekki til staðar sem öryggisventill þjóðarinnar sem hann talaði um heldur háttvirtur forseti okkar Guðni Th. sem samþykkir allt sem frá lögþinginu kemur. Á ég þar við orkupakkana auk landsréttarmálsins og hin sorglegu lög um fóstureyðingar að 22 viku. (Hann getur auðvitað bætt um betur næsta kjörtímabil og samþykkt ekki orkupakka 4 og 5 og ýmislegt annað sem kann að koma upp á sem brýtur á móti almennu siðferði.)

Auðmjúkur forsetaframbjóðandi hann Guðmundur, hann kemur vel fyrir og geislar af honum kærleikurinn. Maður sem vildi láta gott af sér leiða en var rakkaður niður alls staðar. Heldur einhver að Guðmundur hafi ekki vitað að hann væri að fara í hakkavél með þessu framboði. Því meira af árásum á persónu frambjðóenda en ekki málefni hans verða til þess að við fáum ekki okkar besta fólk í framboð. Takk Guðmundur fyrir að gefa kost á þér, lýðræðið er mikilvægt tæki fyrir þjóðina og það er fallegt að jafnvel venjulegt fólk geti boðið sig fram til forseta í þessu fallega landi okkar.

Þrátt fyrir allt segi ég: Til hamingju Guðni TH. Jóhannesson!


mbl.is Lokatölur liggja fyrir: Guðni fær 92,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flott grein hjá þér.

Sigurður I B Guðmundsson, 28.6.2020 kl. 13:07

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér kærlega Sigurður.

Steindór Sigursteinsson, 28.6.2020 kl. 13:49

3 identicon

Öryggisventill þjóðarinnar en ekki háværs hóps bloggara og innhringenda á útvarpi sögu sem ekki geta safnað nema 3% undirskrifta kjósenda á mótmælaplagg. Öryggisventill þjóðarinnar en ekki fámenns hóps öskrara sem sætta sig ekki við það sem mikill meirihluti þjóðarinnar velur. Öryggisventill þjóðarinnar en ekki einræðisherra sem stjórnast af persónulegum pólitískum stefnumálum.

Framboð og kosningabarátta Guðmundar Franklín Jónssonar til einræðisherra mun ekki hafa nein áhrif á pólitíkina hérna. Framboð pólitísks viðrinis með einræðistilburði er eins og hvert annað rugl. Grínframboð sem enginn tekur mark á eða hefur fyrir því að muna eftir. Einhverjir rasistar, nasistar og þess háttar ruglukollar munu áfram dæla út lýðskrumi, þvælu og draumum um sterkan leiðtoga sem leiði þá til mikilleika á útvarpi sögu. En þjóðin lætur ekki blekkja sig svo auðveldlega að einhverra áhrifa gæti.

Vagn (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 00:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

GUðmundur Franklin er ekki banginn þegar þjóð hans þarfnast virkilega að heyra sagt upphátt hvernig Alþjóðasinnar (ESB)koma sér fyrir í öllum ráðuneytum, ræður fólk í létta inni vinnu,um 70þús-?,manns að breiða út rétttrúnaðinn,og nota ríkisútvarpið sem allir vinnandi menn borga í eins og einkastöð. Héðan í frá vakna upp fleiri réttlátir sem una ekki grófri spillingu.Það er ekki langt í kosningar og menn geta lært af Guðmundi,sem vonandi heldur áfram að verja lýðveldið Ísland. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2020 kl. 03:51

5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Forsetinn okkar vissi vel að það voru fleiri á móti innleiðingu orkupakka 3 en þessi 3000 sem skrifuðu undir. Það voru gerðar skoðanakannanair á þessum tíma sem sýndu ótvíræða óánægju almennings með þessa innleiðingu orkubjálks ESB. Viðskiptablaðið birti 14. maí. 2018. niðurstöðu könnunar sem sýndi að 80,5% landsmanna væru á móti því að vald yfir orkumálum væri fært til evrópskra stofnana en 8,3 voru hlynnt því. Mbl birti einnig niðurstöður þessar könnunar. 

Það að Guðmundur Franklín sagðist vilja vera öryggisventill þjóðarinnar eru ekki einræðistilburðir. Það er skammt að minnast þess að Ólafur Ragnar nýtti sér einmitt þennan rétt varðandi fjölmiðlalögin og Icesafe. Guðmundur sagðist aðeins vilja halda áfram á sömu braut og Ólafur gerði yrði hann forseti að nýta málskotsréttinn gerðist þess þörf.

Steindór Sigursteinsson, 29.6.2020 kl. 08:12

6 identicon

Skoðanakannanir þar sem ekki er spurt um orkupakka 3 eru ekki marktækur mælikvarði á andstöðu við orkupakka 3. Allflestir eru á móti því að vald yfir orkumálum væri fært til evrópskra stofnana, en það er ekki orkupakki 3 og ekki í orkupakka 3. Stjórnvöld og orkufyrirtækin hafa starfað að mestu eftir orkupakka 3 í nær áratug án vandræða. Innleiðing hans var formsatriði en hann var eitthvað sem mátti nota með lýðskrumi og rangfærslum gegn sitjandi ríkisstjórn, Evrópusamstarfinu og árangri okkar í efnahagsmálum og neitendamálum síðasta aldarfjórðunginn. Hann mátti nota til skemmdarverka og til að skapa sundrung. 

Það að Guðmundur Franklín sagðist vilja vera öryggisventill þjóðarinnar eru ekki einræðistilburðir. En að segja eitt og boða annað er stíll Guðmundar. Það að Guðmundur Franklín boðaði valdarán með því að taka völdin af Alþingi og segja því fyrir verkum eftir egin geðþótta eru einræðistilburðir. Guðmundur boðaði að hann mundi ekki vilja halda áfram á sömu braut og Ólafur gerði, Guðmundur bauðst til að ganga lengra en Ólafur og töluvert lengra en stjórnarskrá heimilar. Guðmundur Franklín lofaði því að verða sterki leiðtoginn sem tæki völdin af hinu spillta Alþingi, elítunni sem gerir annað en hlustendur útvarps sögu vilja. Lýðræðislega kosnir fulltrúar okkar áttu að lúta hans stjórn og gera eins og hann vildi. Það eru einræðistilburðir.

Vagn (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 10:07

7 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Fjölmargir þingmenn á alþingi ma Sigmundur Davíð ásamt fjölda lögfræðinga og álitsgjafa innlendra sem erlendra bentu á það á sínum tíma að innleiðing orkupakka 3 mundi fela í sér að raforkukerfið gæti færst í hendur einkaaðila. Og yrði sæstrengur lagður mundi raforkulögjöf ESB verða virk hér á landi. Raforkuverð yrði háð duttlungum markaðarins og mundi snarhækka.

Steindór Sigursteinsson, 29.6.2020 kl. 10:59

8 identicon

Að raforkukerfið gæti færst í hendur einkaaðila hefur aldrei tengst orkupakka 3. Sá möguleiki hefur ætíð verið til staðar og þar hefur ekkert breyst. Ákveði Alþingi að selja ríkiseignir þá gerir það það og hefur gert. Sama með sæstrenginn, samþykki stjórnvalda þarf eftir sem áður og engin breyting hefur þar heldur orðið. Sigmundur Davíð ásamt lögfræðingum Miðflokksins og álitsgjafa Miðflokksins innlendra sem erlendra bentu ekki á það á sínum tíma að möguleikinn væri fyrir hendi þó ekki kæmi til innleiðingu orkupakka 3. Sigmundur Davíð er í stjórnarandstöðu og telur það sitt helsta hlutverk að sá tortryggni, stunda skemmdarverk og vera ríkisstjórninni til vandræða, eða eins og hann segir í tölvupósti til sinna manna 16 . apríl en slapp óvart út:  "Því  fleiri óumdeild stjórnarmál sem andstaðan skemmir fyrir í núverandi ástandi, hvað sem gagnsemi þeirra líður, þeim mun betra fyrir mig og mína."

Vagn (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband