Franklín þurfti að glíma við ríkisrekið fjölmiðlabáknið RUV ofan á baráttu við Guðna

Það hefur komið betur í ljós hvað fjölmiðlar og valdið í landinu er tengt. Það leikur sér að því að stúta hvaða málstað sem er.
Guðmundur Franklín Jónsson kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er heiðarlegur og einlægur.
Fréttamenn og Guðni missa sig alveg og verða taugahrúgur vegna þess að þau hafa mætt ofjarli sínum. Ég kýs Guðmund Franklín Jónsson vegna mannkosta hans, hann hefur eiginleika sem ekki allir geta státað af.
Fjölmiðlalög hafa verið îtrekað brotin á Guðmundi Franklín . Þar er kveðið á um hlutleysi gagnvart frambjóðendum. Það hefur alls ekki verið gert . Fjölmiðlar og fréttamenn með Ruv fremst í flokki hafa gengið harðast fram í þessu. Hann fær mikið minni umfjöllun og rými. Einelti og hreint andlegt ofbeldi og mismunun hefur átt sér stað í ríkum mæli. Það er hægt að kæra þetta allt saman en til þess þarf pening og orku sem kannski ekki er fyrir hendi hjá öllum. Ég er inni í þessu og hef fylgst með og veit hvað ég er að segja og sko ekki einn um það. Ekki eins og ég sé á einhverjum prósentum við að tala fyrir þessu. Nei við stuðningsmenn Guðmundar sjáum þetta vel og margir aðrir. Fólk Þarf líka að vera inni í pólitík til að skilja hvað núverandi forseti og stjórnvöld eru að fara með þessa þjóð. Það verður gaman að heyra í fólki þegar orkureikningurinn þeirra hækkar þegar búið er að einkavæða allt dótið, koma okkur inn í ESB þar sem okkur verður skipað fyrir um flestalla hluti frá Brüssel. Því miður þá eru bara alltof fáir sem láta sig þessi mál varða. Hversu mikill Guðna maður sem ég væri hefði ég ekki samvisku til að kjósa hann eftir þessa meðferð á manninum, ég myndi skila auðu... Ég gæti ekki tekið þátt í þessu ranglæti. Guðmundur Franklín fær mitt atkvæði enda vill hann berjast gegn spillingunni sem hér ríkir og koma á beinu lýðræði þ.e. þjóðaratkvæðinu sem Guðni hefur tekið burt. Hvað er með fólk sem ekki vill þetta? Maður spyr sig??


mbl.is Guðni og Guðmundur mættu snemma á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið varðandi Fréttastofu Rúv er, að fólkið þar hagar sér alveg eins og hún sé deild í stjórnarráðinu eða jafnvel stjórnmálaflokkur en ekki hluti af þjónustustofnun, og starfsmennirnir haga sér eftir því. Svipað er með Stöð2. Fréttastofa Rúv er þó verri. Guðni er nú eins og hann er, enda þykir mér hann leiðinlegur, og versnaði eftir að Fréttastofa Rúv gerði hann að forseta. Það er ömurlegt að fylgjast með fréttamönnum Rúv á þessum dögum og þessum skilaboðum, sem Rúvarar eru að senda kjósendum í formi skoðanakannanna á fylgi frambjóðenda. Þeir gera sér ekki grein fyrir, hvað þetta er hjákátlegt í rauninni, að sama skapi ömurlegt. Þeir gætu líka allt eins sett beina auglýsingu um að kjósa Guðna, eins og að vera að flagga síðfellt þessum dulbúnu auglýsingum í heimatilbúnum skoðanakönnunum, þar sem Guðni hefur yfirburði yfir Guðmund. Ég kaus ekki Guðna síðast, bæði vegna þess, að ég hafði ekki trú á honum í þetta embætti, og fannst hann ekkert hafa í það að gera, en ekki síður vegna þess sem hann skrifaði um landhelgisdeilurnar og níddi niður sjómennina, karlana mína og föður míns, fyrsta formanns Sjómannasambands Íslands. Þeir hafa haldið þessu þjóðfélagi okkar uppi til þessa, og eiga allt hið besta skilið. Ég styð Guðmund Franklín, ekki spurning.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2020 kl. 10:58

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér fyrir góð orð Guðbjörg. Fjölmiðlamönnum Rúv og jafnvel stöðvar 2 virðist vera í nöp við Franklín og skoðanir hans og reyna að niðurlægja hann. Það gustar af Guðmundi Franklín. Hann berst fyrir fullveldi Íslands eins og Jón Sigurðsson forseti gerði. Og fullveldið er hálft okkar líf annars værum við ekki neitt.

Steindór Sigursteinsson, 27.6.2020 kl. 12:22

3 identicon

Guðmundur Franklín Jónsson kemur ekki til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er ekki heiðarlegur og einlægur. Hann er ekki heimskur og fávís maður sem skilur ekki stjórnarskrána og vald forseta. En hann kýs að láta sem hann geti gert hluti sem stjórnarskráin bannar. Það gengur vel í vissan hóp fólks. Það er lýðskrum og blekking af verstu sort að lofa hlutum sem eru ekki á valdi forseta.

Fjölmiðlalög hafa ekki verið brotin á Guðmundi Franklín. Þar er ekki kveðið á um hlutleysi gagnvart frambjóðendum. Fjölmiðlar og fréttamenn hafa gengið hart fram í því að afhjúpa rangfærslur, blekkingar og pöpulisma Guðmundar, eins og þeim ber og er fyllilega samkvæmt öllum reglum og lögum.

Guðmundur Franklín vill ekki berjast gegn spillingunni sem hér ríkir, það er ekki á valdi forseta. En þessi mikli kapítalisti og ákafi hægrimaður vill stjórna og taka þátt í henni. Hann vill fá að ráða eins og Trump og Putin, vera sterki leiðtoginn sem öllu ræður eins og Il Duce og Der Fuhrer forðum.

Guðmundur Franklín vill ekki koma á beinu lýðræði þ.e. þjóðaratkvæðinu, það er ekki á valdi forseta. Þó hann geti neitað að skrifa undir lög og með því sett þau í þjóðaratkvæði þá er það ekki beint lýðræði. Lagasetning er aðeins hluti af því sem gert er og lýðræðið snýst um. Hvað er með fólk sem heldur að forseti geti verið alráður og einvaldur?

Guðmundur Franklín Jónsson berst ekki fyrir fullveldi Íslands. Ást hans á fullveldinu og Íslandi var ekki meiri en svo að hann flúði fullveldið tvisvar til að helga ESB ríki starfskrata sína. Honum þótti meira um vert að afrakstur vinnu hans skilaði hagsæld innan ESB heldur en á Íslandi.

Guðmundur Franklín Jónsson berst fyrir því að Guðmundur Franklín Jónsson komist í þægilegt starf næstu fjögur árin sem gefur honum góð laun til æviloka. Sem maður sem hefur ekki skilað nema litlum hluta sinnar starfsæfi á Íslandi ætlar hann ekki að lifa á skertum ellibótum frá Tryggingastofnun nú þegar elliárin nálgast.

Vagn (IP-tala skráð) 27.6.2020 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband