Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
Fullveldi landsins borgið.
30.5.2015 | 10:13
Það voru miklar gleðifréttir sem bárust í gær að Evrópusambandið hafi tekið Ísland af lista sínum yfir umsóknarríki að sambandinu. Eins og kunnugt er þá voru ESB viðræðunum eða réttara sagt ESB-aðlögunarferlinu siglt í strand áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Þetta var það besta sem Gunnar Bragi gat gert í stöðunni, að senda bréf frá Ríkisstjórninni til Ráðherraráðs ESB, og slá þetta mál endanlega út af borðinu. Það virtist vera að ESB ætlaði að virða þetta bréf að vettugi og halda umsókninni opinni en að lokum hefur sambandið brugðist rétt við þessu bréfi utanríkisráðherra.
Næsta mál á dagskrá ætti að vera að Ísland dragi sig út úr EES samningnum, en það eru margar raddir sem halda því fram að EES samningurinn sé ekki til hagsbóta fyrir Ísland. Það er mikið reglugerðafargan sem sífellt er verið að samþykkja vegna EES samningsins og það fer vaxandi. Margar þessar reglur eru íþyngjandi fyrir Ísland og hinn almenna neytanda og eiga ekkert erindi til okkar Íslendinga. Eins og bannið við glóperum og reglur sem verið var að ræða um nýlega; að takmarka eigi kraft ryksugna og hárblásara. Margar reglur hafa verið samþykktar sem vel hefði mátt hafna.
Kær kveðja.
Ísland af lista yfir umsóknarríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Franska þingið samþykkir lagafrumvarp sem bannar matvöruverslunum að henda ætum mat.
25.5.2015 | 11:56
Samkvæmt frétt á Mbl.is samþykkti franska þingið á fimmtudaginn sl. lagafrumvarp sem bannar matvöruverslunum að henda ætum mat. Eiga verslunareigendur að sjá til þess að maturinn fari til góðgerðarsamtaka eða verði seldur sem dýrafóður. Skylda lögin stærri matvöruverslanir til þess að hefja samstarf við góðgerðarsamtök um að koma matvælunum þangað sem þeirra er mest þörf.
Mig langar til að segja að mér finnst þetta vera gott framtak franskra stjórnvalda til að minnka sóun á mat og einnig til að koma til móts við þarfir fátæks fólks í Frakklandi. Lögin kveða einnig á um að matvöruverslunum sé óheimilt að henda mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag sé hann óskemmdur og að óheimilt sé að skemma ætan mat sem fjarlægður er úr hillum. Ég hef oft sannreynt það að það er oft í lagi með mat sem er komin fram yfir síðasta söludag. Mjólk er oft í góðu lagi þótt hún sé komin nokkra daga fram yfir síðasta söludag og ýmsar aðrar mjölkurvörur eins og jógúrt, skyr, engjaþykkni ofl er oft ljúffengt jafnvel 1 viku eða lengur eftir síðasta söludag. Og þurrar vörur eins og kex, pasta, hveiti, hrísgrjón og sykur geymst jafnvel í marga mánuði eftir síðasta söludag. Finnst mér að vörum úr bakaríum; Brauði, kökum ofl.sé hent alltof fljótt. Brauði er jafnvel hent daginn eftir að það eru búið til
Það er mjög jákvætt þegar Íslenskar matvöruverslanir selja matvörur sem eru á, eða að nálgast síðasta söludag á niðursetti verði. Ég hef oft gert kjarakaup á kjötvörum sem eru komin á síðasta söludag. ég keypti í vetur marga pakka af nautahakki á 199 kr. pakkinn í Bónus Selfossi. Í sömu verslun var stór stæða af hafrakexi seld á 69 kr. stk. sem var að komast á síðasta söludag, keypti ég 9 pakka.
Ég vil hvetja Íslensk stjórnvöld til að feta í fótspor franska þingsins að leggja fram svipað lagafrumvarp og franska þingið gerði og samþykkja það. Mundu slík lög stuðla að minni matarsóun í landinu. En það er alþekkt að matarsóun er gríðarleg á heimsvísu, sérstaklega á meðal auðugri ríkja. Er talað um 30% í því sambandi eða meira. Á Íslandi eru eins og kunnugt er reknar hjálparstofnanir eins og Fjölskylduhjálpin, Samhjálp, Rauði krossinn ofl. Mundu umrædd lög auðvelda hjálparstofnunum á Íslandi starf sitt verulega og auka við þá hálp sem þau gætu veitt. Ég vil minnast þess að verslanir hafa verið duglegar að gefa matvæli til hjálparstofnana. Ég vil líka minnast á það að á Suðurlandi er rekin verksmiðja sem framleiðir dýrafóður, eitthvað af þeim matvælum sem annars væru hent gætu nýst þar.
Guðs Orð segir að við eigum að minnast þeirra bágstöddu, þeirra sem ekki hafa mikið handa á milli og hafa ekki ofan í sig og á. Höfundur Hebreabréfsins ritaði: "En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar". (Heb 13,16) Og í Orðskviðunum stendur: "Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans". (Orð.17,19) Mættum við öll Íslendingar sem og fyrirtæki í matvælaiðnaði og matvöruverslanir vera líknsöm og örlát við fátæka og alla sem á því þurfa að halda.
Kær kveðja.
Matvöruverslunum bannað að henda mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 26.5.2015 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikilvægasta bók heimsins
23.5.2015 | 12:07
Þýðingarmesta bók veraldar er Biblían. Hún hefur verið sá steðji sem gagnrýnendur hafa eytt sleggjum sínum á. Sumir gagnrýnendur halda því fram að Biblían sé morandi af fölsunum, lygum og spádómum sem ekki hafa rætst. En það er hughreystandi að íhuga að fornleifarannsóknir staðfesta frásagnir Ritningarinnar frekar en hitt. Frá sjónarhóli vísindanna stendur sá sem trúir á Biblíuna á miklu straustari grunni en fyrir 50 árum. Trú okkar, sem er allsendis óháð mannlegri þekkingu og framförum í vísindum, hefur samt sem áður unnið stórkostlegan sigur frammi fyrir dómstóli mannlegrar þekkingar. Biblían, mesta skjal mannkyns, er og mun alltaf verða varnarvirki þjóðfélagslegs, persónulegs og andlegs frelsis.
Biblían til eftirbreytni. Fyrrverandu rektor Yaleháskólans, William Phelps, sem hefur verið nefndur ástsælasti prófessor Bandaríkjanna, hefur lýst gildi Biblíunnar á eftirfarandi hátt: "Ég hef mikla trú á háskólamenntun fyrir bæði karla og konur en ég tel að biblíufræðsla án skóla sé betri en skóli án biblíufræðslu." Þúsundir manna um allan heim eru sammála Phelps í þessu efni. "Hefur minnkandi þekking á Biblíunni haft neikvæð áhrif á siðferði okkar? spyrja sumir. Já, það skal vera satt og víst! "Mun hin siðferðislega staða batna ef mennirnir snúa sér enn meir að Biblíunni?" Já, það er alveg áreiðanlegt. Sagan hefur sannað það oftar en einu sini. Sú staðreynd að Biblíur safna oft ryki er ekkert gamanmál þó það sé oft haft í flimtingum. Lítil stúlka sagði prestinum sínum frá því að nú vissi hún loksins um allt sem væri í Biblíunni. "Mynd af kærasta systur minnar, uppskrift að húðsmyrslum móður minnar, hárlokkar af mér frá því ég var lítil og ábyrgðarskírteini að úrinu hans pabba. Allt þetta er í Biblíunni!" Við getum brosað að barninu en þetta er sorglegur harmleikur.
Gagnrýnendur Biblíunnar Hversu oft höfum við ekki heyrt þessi orð: "Uss, Biblían er full af mótsögnum." Fæstir þeirra sem þessi orð mæla hafa lesið Biblíuna að einhverju ráði. Það minnsta sem krafist verður af gagnrýnanda er að hann hafi lesið Biblíuna rækilega. Þar að auki ætti hann að afla sér þekkingar á því hvernig Biblían varð til og öllum þeim kraftaverkum sem tengjast henni. Ef þú hefur í hyggju að gerast gagnrýnandi er það skylda þín að kynna þér báðar hliðar málsins. Það er átakanlegt hversu fáir af gagnrýnendum Biblíunnar hafa kært sig um að lesa þær bókmenntir sem sýna fram á sannleiksgildi Biblíunnar. Þegar ég verð var við slík vinnubrögð leyfi ég mér að gagnrýna gagnrýnandann. Biblían hefur verið og mun alltaf verða kjarni baráttunnar. Biblían hefur verið ofsótt öldum saman. Hún hefur verið brennd á báli. Það finnast jafnvel Biblíur í dag sem hafa verið bakaðar inn í brauð, svo þær yrðu ekki guðsafneiturum að bráð, sem höfðu það að markmiði að fjarlægja og eyðileggja Orð Guðs.
Jesús Kristur Boðskapur Biblíunnar er Jesús Kristur. Saga Ísraelsþjóðarinnar og siðfræðilegt hugmyndakerfi Biblíunnar falla í skuggann af honum. Biblían er fyrst og fremst saga hjálpræðisáætlunar Guðs sem opinberast í Jesú Kristi. Ef þú lest Ritninguna og kemur ekki auga á hjálpræðisboðskapinn þá hefur þú farið á mis við hinn eiginlega boðskap hennar. Þeir sem hafa lesið Biblíuna og eingöngu leitað að Jesú í henni hafa komist að þessu:
Í fyrstu Mósebók er hann friðþægingarfórnin. Í 4. Mós. er hann kletturinn sem var sleginn. Í 5. Mós. er hann spámaðurinn. Í Jósúabók er hann fyrirliðinn fyrir hersveit Drottins. Í Dómarabókinni er hann bjargvætturinn. Í Rutarbók er hann hinn himneski lausnarmaður. Í Kroníkubókunum er hann hinn fyrirheitni konungur. Í Nehemíabók er hann sá sem endurreisir lýðinn. Í Esterarbók er hann talsmaðurinn. Í Jobsbók er hann endurlausnarinn. Í Sálmunum er hann mitt allt og í öllum. Í Orðskviðunum er hann fyrirmynd mín og lífsmunstur. Í Prédikaranum er hann takmark mitt. Í Ljóðaljóðunum er hann sá sem gefur mér lífsfyllingu.
Hjá spámönnunum er hann friðarhöfðinginn sem koma skal. Í guðspjöllunum er hann Kristur sem er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Í Postulasögunni er hann hinn upprisni Kristur. Í bréfunum er hann Kristur sem situr við hægri hönd föðurins. Í Opinberunarbókinni er hann Kristur sem mun koma á ný og sá sem stjórnar og stýrir.
Sagan sem Biblían fjallar um. Boðskapurinn um Jesú Krist frelsara okkar er sú saga sem Biblían fjallar um. Það er sagan um frelsi, sagan um líf og frið, eilífð og himin. Allur heimurinn ætti að þekkja sögu Biblíunnar. En ef fagnaðarerindið er hulið einhverjum í landi okkar í dag er það vegna þess, að þeir hafa aldrei opnað Biblíuna sína, eða vegna þess, að þeir hafa véfengt allt og gagnrýnt í stað þess að leita að sannleikanum.
Saga Ritningarinnar er sagan um hjálpræði þitt og mitt fyrir Jesú Krist. Ritningin kennir okkur að Kristur kom ekki eingöngu til að boða fagnaðarerindið. Jesús Kristur er fagnaðarerindið! Dauði Krists, greftrun og upprisa er saga fagnaðaerindisins og án hennar ert þú glataður og dæmdur. Biblían segir að það sé aðeins ein leið fyrir syndarann að byggja brú milli mannsins og Guðs, og það sé gegnum Jesú Krist. Jesús sagði: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig." (Jóh. 14,6)
Í dag getur þú veitt Jesú Kristi viðtöku og öðlast frið í sál þinni. Frið í samvisku og frið í hug og hjarta. Þú getur fengið að reyna þetta á þessari stundu ef þú leyfir Jesú að koma inn í hjarta þitt fyrir trú.
Eftir Billy Graham. Þýðandi JG. Herópið 1981.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mættu Íslensk lög standa vörð um líf og heilsu allra ófæddra barna.
14.5.2015 | 11:25
Samkvæmt frétt á Vísir.is í gær hefur verkfall BHM staðið í 5 vikur og sér ekki fyrir endann á því. Hafa aðstandendur Mæðraverndar í heilsugæslunni verulegar og vaxandi áhyggjur af því. Verkfall ljósmæðra á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað eftir sýkingum, meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkyrtils í konum í áhættuhópum. En þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu kvenna og ófæddra barna þeirra og er einn af hornsteinum Mæðraverndar. Í niðurlagsorðum fréttar Vísir.is voru þessi orð sögð: "Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn".
Þessi síðustu orð í þessari stuttu samantekt minni á frétt á Vísir.is fær fólk eflaust til þess að íhuga rétt allra ófæddra barna í móðurkviði. Að heilsu þeirra sé gætt og síðast en ekki síst að þau fái rétt til þess að fá að lifa. Íslensk lög standa ekki vörð um líf og heilsu allra ófæddra barna. Heilbrigðisstarfsfólk er ekki aðeins ætlað að standa vörð um líf fólks og ófæddra barna. Heldur er það svo að ef vissar félagslegar aðstæður eru fyrir hendi þá eru félagsráðgjöfum heimilt að ráðleggja móður eða foreldrum að "láta eyða fóstri". Og fólki innan heilbrigðisþjónustunnar er þá heimilt með undangengnu samþykki móður/foreldra að deyða viðkomandi barn í móðurkviði. Þetta á líka við um ef barn í móðurkviði er greint með einhverskonar fósturgallar eða Downs heilkenni.
Þetta er mikill smánarblettur á Íslensku heilbrigðiskerfi og á löggjöf Íslands. Lögin leyfa þetta, jafnvel þótt að smávægilegar ástæður liggi þarna að baki. Félag kvennréttindakvenna Feministar hafa nýverið látið í ljós þá skoðun sína að kona geti fengið að fara í fósturdeyðingu án þess að einhverjar sérstakar ástæður liggi þar að baki. Að vilji og hentisemi konu sé nóg til þess að heimila slíka "aðgerð". En þetta er að mínu mati fullkomin lítilsvirðing fyrir lífi því sem Guð gefur foreldrum þegar barn er getið í móðurkviði. Þarna er verið að brjóta boðorð Guðs. "þú skalt ekki morð fremja".
Mættu stjórnvöld og þingmenn á Alþingi fá hugarfarsbreytingu í málum ófæddra barna og banna fóstureyðingar á Íslandi. Við sem eru kristin; Biðjum fyrir heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu og stjórnvöldum, að þessum útburðum á ófæddum börnum verði hætt, sem hafa verið smánarblettur á Íslensku þjóðfélagi í alltof langan tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilboð SA eins og blaut tuska í andlitið á þeim lægst launuðu.
10.5.2015 | 11:39
Samkvæmt frétt á Mbl.is hafa Samtök Atvinnulífsins komið með tillögu í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins, en hún felur í sér í grófum dráttum að vinnutíminn verði gerður upp á mánaðargrundvelli, að yfirvinna reiknist af unnum vinnustundum yfir 160 klst á mánuði. Dagvinnutími yrði lengdur og verði frá kl 6-19, yfirvinnuálag lækki úr 80% í 50%. Er hugsun SA að bjóða upp á "Sveigjanlegri vinnutíma" þar sem hægt er að taka frí í næstu viku á eftir mikið vinnuálag fyrri vikuna. Það skammarlega við þetta er að hækkun dagvinnulauna sem boðið er upp á er 8% og á að koma í þremur þrepum.
Finnst mér þetta vera svo yfirgengilega sívirðileg tillaga af hendi SA að þetta er eins og blaut tuska í andlitið á verkafólki og öðru láglauna fólki. Það er hugmynd SA að verkafólk borgi fyrir hækkun launa sinna með auknu vinnuframlagi. Starfsgreinasambandið bendir á að þessi tillaga feli í sér 28000 kr "hækkun" fyrir launþega. En það veit hver maður að lágt launað verkafólk vinnur oft á tíðum myrkrana á milli til þess að ná endum saman. Yfirvinnuálagið 80% hefur hjálpað mikið til að ýta laununum upp, og hjá verkafólki sem neyðist til þess að vinna td. 30-70 yfirvinnustundir á mánuði, skiptir þetta miklu máli þegar grunnlaunin eru rétt yfir 200 þúsund á mánuði. Það að lækka yfirvinnuálagið mun lækka greidd laun fyrir yfirvinnu sem mun gera þá launahækkun sem SA vill bjóða verkafólki fyrir dagvinnu að engu. Það þarf ekki mikla eða flókna útreikninga til að sýna fram á þetta.
Ég vil hvetja samningsaðila SA að sýna kristilegan hugsunarhátt í samnigagerð við verkafólk og verkalýðssamtök þeirra Starfsgreinasambandið. Því "Verðugur er verkamaðurinn launa sinna. (Lúkas 10,17)
Kær kveðja.
8% hækkun og aukinn sveigjanleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sú frétt birtist á Mbl.is í morgun að tillögu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um að framkvæmdir á svæði Hlíðarenda við Reykjavíkurflugvöll yrðu stöðvaðar, var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Að sjálfsögðu var tillaga hægri minnihlutaflokkana ekki samþykkt þar sem vinstri meirihlutinn, Samfylkingin, Björt Framtíð eru fjölmennari og stefna þeir að með lævísum hætti að bola flugvellinum í burtu, með markvissum hætti. Reyndar hafa Píratar snúist á sveif með Samfylkingunni og Bjartri Framtíð í þessu máli þrátt fyrir kosningaloforð sín.
Ég hvet ríkisvaldið, með háttvirtan Innanríkisráðherra Ólöfu Nordal í huga, að grípa þarna inn í og stöðva framkvæmdir á svæði Valsmanna á Hlíðarenda. Það nær engri átt að hafnar séu framkvæmdir þegar ekki liggur fyrir álit Rögnunefndarinnar, en það var pólitískt samkomulag sem komist var að sem Valsmenn og borgarstjórn hafa nú að engu gert. Valsmenn hafa nú sem komið er aðeins lagt í kostnað vegna undirbúnings og hönnunarvinnu. Ég veit ekki hversu miklar skaðabætur ríkið yrði að greiða Valsmönnum ef framkvæmdir yrðu stöðvaðar. En það væri ekkert í samanburði við það tjón sem hlýst af skerðingu flugvallarins um eina flugbraut eða í samanburði við það ef þessi niðurrifsvinna á flugvallarsvæðinu heldur áfram og byggja þurfi nýjan flugvöll.
Aðgerðir Reykjavíkurborgar og Valsmanna eru fyrsta skrefið í að bola Flugvellinn burt úr Vatnsmýrinni. En enginn heppilegur staður hefur enn fundist fyrir nýjan flugvöll og uppbygging nýs flugvallar yrði óhemju kostnaðarsöm. Fjármögnun hans væri ekki á færi flugfélaga og flugrekstraraðila og því þyrfti ríkið að standa þar undir bagga. Þessar framkvæmdir Valsmanna og Reykjavíkurborgar eru hið mesta feygðarflan fyrir flugstarfsemina á svæðinu, innanlandsflugið, einkaflugið og flugskólana og reyndar hagsmuni allra landsmanna.
Ríkisstjórn og Alþingi - nú er tækifærið og nú er tíminn til þess að grípa í taumana.
Framkvæmdir ekki stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í upphafi var orðið.
3.5.2015 | 13:06
Í Jóhannesarguðspjalli 1,1-5 stendur skrifað: "Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. "Nokkru neðar í 14 versi stendur: "Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum".
Í 14 versi stendur "Og orðið varð hold". En hver er Orðið? Jóhannes skírari gefur svarið: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég"(vers15). Jesús Kristur er Orðið. Postulinn Jóhannes staðfestir þetta í Opinberunarbókinni 19.11-16. "Þá sá ég himininn opinn, og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur.....og nafn hans er: Orðið Guðs....Og hann treður vínþröng heiftarreiði Guðs hins alvalda.Og á skikkju sinni og lend sinni hefur hann ritað nafn: KONUNGUR KONUNGA OG DROTTINN DROTTNA". Í þessum ritningartexta er Jesús kallaður "Trúr og sannur","Orð Guðs","Alvaldi Guð", og "KONUNGUR KONUNGA og DROTTINN DROTTNA". Orðið er Drottinn Jesús Kristur, Mannssonurinn.
Í Jóhannesarguðspjalli 1,1-18 getum við lesið um að hinn eilífi sannleikur íklæddist holdi, þegar hann - Jesús Kristur kom til okkar mannana sem lítið barn. Það er hann sem er nefndur "Orðið" í þessum ritningartexta. "Hann opinberaðist í holdi" segir í Tímóteusarbréfinu (1,13) Áþreifanleg staðfesting á hinum ósýnilega Guði sem enginn fær séð, en var opinberaður okkur þegar "Orðið varð hold" (Jóh 1,14).
Postulinn Jóhannes sagði eftirfarandi 4 atriði um Orðið: 1) "Í upphafi var Orðið" (vers1) - sem er staðfesting á hinni tímalausu og óendanlegu tilveru hans. (2) "Orðið var Guð" (vers1) - sem staðfestir tímalausa og endalausa samveru við (bókstaflega augliti til auglitis) við Guð Föður og Heilagann Anda. 3) "Orðið var Guð" (vers1) - Sem staðfestir Guðdóm hans. 4) "Orðið varð hold" (vers14) - það staðfestir að hann íklæddist sem maður. Hann byrjaði ekki sem ný persóna, en hélt áfram hinni óendanlegu og tímalausu tilveru, samveru við Guð og Guðdómleika. Þegar "Orðið varð hold" í formi manneskju, opinberaði hann mönnunum Guð, Jesús Kristur Mannssonurinn.
Kær kveðja.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki ætti að samþykkja lagafrumvarp um staðgöngumæðrun.
1.5.2015 | 10:06
Í þættinum "Ísland í dag" á Stöð 2 í gærkvöldi var greint frá því að tveir samkynhneigðir karlmenn, "hjón" búsett hér á landi, hafi eignast barn með hjálp erlendrar konu- staðgöngumóður í eldhúsinu heima hjá sér í íbúð hér á landi. Kom fram að mennirnir hafi farið tvisvar út til hennar þar sem þeir gerðu tilraun til að gera hana ófríska, en það tókst í fyrstu tilraun í bæði skipti en hún missti fóstur eftir fyrra skiptið. Í dag er annar maðurinn með forræði yfir drengnum og ætla "hjónin" að sækja um stjúpættleiðingu þannig að þeir verði báðir foreldrar barnsins.
Ég verð að segja að mér finnst staðgöngumæðrun vera röng og stangast á við Kristin viðhorf, það sem Kristin trú mín hefur innrætt mér frá barnæsku. Orð Guðs segir: "Þú skalt ekki drýgja hór". Það má segja að það að koma fyrir sæði í legi konu með einhverjum tækjum eða ég tali ekki um með náttúrulegu leiðinni sé hórdómur í skilningi Bibliunnar, þar sem ekki sé um hjón að ræða. Að nota líkama konu til að láta hana ala barn er að mínu mati siðlaust. Þetta leiðir hættuna heim á því að þetta lagaákvæði verði misnotað af glæpa/gróðraöflum. Því að þótt ætlunin sé að búa til lagaramma um þetta mál þar sem bannað verði að einstaklingar fari erlendis og láta konu ala fyrir sig barn, þá verður farið á bak við þessi lög, að mínu mati. Og einnig verði hægðarleikur að græða á fátækum konum hér á landi þar sem auðvelt er að halda greiðslu til staðgöngumóður og jafnvel hugsanlegs milliliðs, leyndri. Glæpastarfsemi þessu tengt erlendis er æði umfangsmikil og veltir miklum fjármunum.
Ég vil hvetja háttvirt Alþingi og ekki síst háttvirtan Iðnaðar og Viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur að samþykkja ekki lög sem heimila staðgöngumæðrun. Samkvæmt því sem Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar lét hafa eftir sér þá hafa "bæði systurþjóðir okkar og systurkirkjur á Norðurlöndunum ekki séð ástæðu til þess að leyfa staðgöngumæðrun. Reglugerðir eru ekki alveg samhljóma en afgerandi þegar kemur að staðgöngumæðrun".
Kær kveðja.
Notuðu staðgöngumóður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)