Mættu Íslensk lög standa vörð um líf og heilsu allra ófæddra barna.

Samkvæmt frétt á Vísir.is í gær hefur verkfall BHM staðið í 5 vikur og sér ekki fyrir endann á því. Hafa aðstandendur Mæðraverndar í heilsugæslunni verulegar og vaxandi áhyggjur af því.  Verkfall ljósmæðra á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum.  Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað eftir sýkingum, meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkyrtils í konum í áhættuhópum.  En þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu kvenna og ófæddra barna þeirra og er einn af hornsteinum Mæðraverndar.  Í niðurlagsorðum fréttar Vísir.is voru þessi orð sögð: "Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn".

Þessi síðustu orð í þessari stuttu samantekt minni á frétt á Vísir.is fær fólk eflaust til þess að íhuga rétt allra ófæddra barna í móðurkviði. Að heilsu þeirra sé gætt og síðast en ekki síst að þau fái rétt til þess að fá að lifa.  Íslensk lög standa ekki vörð um líf og heilsu allra ófæddra barna.  Heilbrigðisstarfsfólk er ekki aðeins ætlað að standa vörð um líf fólks og ófæddra barna.  Heldur er það svo að ef vissar félagslegar aðstæður eru fyrir hendi þá eru félagsráðgjöfum heimilt að ráðleggja móður eða foreldrum að "láta eyða fóstri". Og fólki innan heilbrigðisþjónustunnar er þá heimilt með undangengnu samþykki móður/foreldra að deyða viðkomandi barn í móðurkviði.  Þetta á líka við um ef barn í móðurkviði er greint með einhverskonar fósturgallar eða Downs heilkenni.

Þetta er mikill smánarblettur á Íslensku heilbrigðiskerfi og á löggjöf Íslands.  Lögin leyfa þetta, jafnvel þótt að smávægilegar ástæður liggi þarna að baki.  Félag kvennréttindakvenna Feministar hafa nýverið látið í ljós þá skoðun sína að kona geti fengið að fara í fósturdeyðingu án þess að einhverjar sérstakar ástæður liggi þar að baki.  Að vilji og hentisemi konu sé nóg til þess að heimila slíka "aðgerð".  En þetta er að mínu mati fullkomin lítilsvirðing fyrir lífi því sem Guð gefur foreldrum þegar barn er getið í móðurkviði.  Þarna er verið að brjóta boðorð Guðs. "þú skalt ekki morð fremja".

Mættu stjórnvöld og þingmenn á Alþingi fá hugarfarsbreytingu í málum ófæddra barna og banna fóstureyðingar á Íslandi.  Við sem eru kristin; Biðjum fyrir heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu og stjórnvöldum, að þessum útburðum á ófæddum börnum verði hætt, sem hafa verið smánarblettur á Íslensku þjóðfélagi í alltof langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband