Franska þingið samþykkir lagafrumvarp sem bannar matvöruverslunum að henda ætum mat.

Samkvæmt frétt á Mbl.is samþykkti franska þingið á fimmtudaginn sl. lagafrumvarp sem bannar matvöruverslunum að henda ætum mat.  Eiga verslunareigendur að sjá til þess að maturinn fari til góðgerðarsamtaka eða verði seldur sem dýrafóður.  Skylda lögin stærri matvöruverslanir til þess að hefja samstarf við góðgerðarsamtök um að koma matvælunum þangað sem þeirra er mest þörf. 

Mig langar til að segja að mér finnst þetta vera gott framtak franskra stjórnvalda til að minnka sóun á mat og einnig til að koma til móts við þarfir fátæks fólks í Frakklandi.  Lögin kveða einnig á um að matvöruverslunum sé óheimilt að henda mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag sé hann óskemmdur og að óheimilt sé að skemma ætan mat sem fjarlægður er úr hillum. Ég hef oft sannreynt það að það er oft í lagi með mat sem er komin fram yfir síðasta söludag.  Mjólk er oft í góðu lagi þótt hún sé komin nokkra daga fram yfir síðasta söludag og ýmsar aðrar mjölkurvörur eins og jógúrt, skyr, engjaþykkni ofl er oft ljúffengt jafnvel 1 viku eða lengur eftir síðasta söludag. Og þurrar vörur eins og kex, pasta, hveiti, hrísgrjón og sykur geymst jafnvel í marga mánuði eftir síðasta söludag.  Finnst mér að vörum úr bakaríum; Brauði, kökum ofl.sé hent alltof fljótt.  Brauði er jafnvel hent daginn eftir að það eru búið til

Það er mjög jákvætt þegar Íslenskar matvöruverslanir selja matvörur sem eru á, eða að nálgast síðasta söludag á niðursetti verði.  Ég hef oft gert kjarakaup á kjötvörum sem eru komin á síðasta söludag. ég keypti í vetur marga pakka af nautahakki á 199 kr. pakkinn í Bónus Selfossi. Í sömu verslun var stór stæða af hafrakexi seld á 69 kr. stk. sem var að komast á síðasta söludag, keypti ég 9 pakka.

Ég vil hvetja Íslensk stjórnvöld til að feta í fótspor franska þingsins að leggja fram svipað lagafrumvarp og franska þingið gerði og samþykkja það.  Mundu slík lög stuðla að minni matarsóun í landinu.  En það er alþekkt að matarsóun er gríðarleg á heimsvísu, sérstaklega á meðal auðugri ríkja.  Er talað um 30% í því sambandi eða meira.    Á Íslandi eru eins og kunnugt er reknar hjálparstofnanir eins og Fjölskylduhjálpin, Samhjálp, Rauði krossinn ofl.  Mundu umrædd lög  auðvelda hjálparstofnunum á Íslandi starf sitt verulega og auka við þá hálp sem þau gætu veitt.  Ég vil minnast þess að verslanir hafa verið duglegar að gefa matvæli til hjálparstofnana.  Ég vil líka minnast á það að á Suðurlandi er rekin verksmiðja sem framleiðir dýrafóður, eitthvað af þeim matvælum sem annars væru hent gætu nýst þar. 

Guðs Orð segir að við eigum að minnast þeirra bágstöddu, þeirra sem ekki hafa mikið handa á milli og hafa ekki ofan í sig og á.  Höfundur Hebreabréfsins ritaði: "En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar". (Heb 13,16)  Og í Orðskviðunum stendur: "Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans". (Orð.17,19)  Mættum við öll Íslendingar sem og fyrirtæki í matvælaiðnaði og matvöruverslanir vera líknsöm og örlát við fátæka og alla sem á því þurfa að halda.

Kær kveðja.


mbl.is Matvöruverslunum bannað að henda mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband