Færsluflokkur: Trúmál

Kraftur krossins

12.
Ég mun meðan ég hjari
minnast á krossinn þinn.
Heimsins ljúfi lausnari,
lífgar það huga minn.
Hvort ég geng út eða inn,
af innstum ástargrunni
ætíð með huga og munni
segjandi hvert eitt sinn:

13.
Jesú Kristí kvöl eina
á krossinum fyrir mig skeð
sé mín sáttargjörð hreina
og syndakvittunin,
af sjálfum Guði séð.
Upp á það önd mín vonar
í nafni föður og sonar
og heilags anda.

...........Amen.

Hallgrímur Pétursson Sálmur 33 

 


mbl.is Staða lýðræðis rædd í hugvekju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið öllum æðra

Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi þáttur í Postulasögunni, er nafnið Jesús.  Við rannsókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.

Þegar menn þúsundum saman, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pétur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafnið Jesús:  "Snúið ykkur og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda."

Þetta hafði áhrif.  Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öðluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum.

Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins:  "Trú þú á Drottinn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt."  Þetta hafði stórkostleg áhrif.  Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippíborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður.  Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.

Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar.  Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar.  Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni.  Illir og afvegleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir.  Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists.  Umfram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.

Píslavætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú.  Þeir sem stóðu með nafni Jesú voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir.  Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús.  Ekkert nafn hefur verið svo elskað sem nafnið Jesús.   Þess vegna voru þeir glaðir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú.

Andstaðan varð sigruð.  Nafnið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráðamenn og konunga.  Nafnið Jesúm náði lengra og lengra.

Boðskapurinn um nafnið Jesús náði til norrænna manna.  Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannfórnum, drykkjuskap, siðleysi og ofbeldi. Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlutirnir að breytast.  Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er betra en nafnið Jesús.

Að endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir."  Heb.13,8.  Ákallaðu Jesú nafn.  Allt fer að breytast og verður þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús.

Afturelding 4. tbl. 1985.  Karl Erik Heinerborg.  Fyrrum forstöðumaður (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi.

 


mbl.is Trúboði gerði Hnífsdælingum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóð friðþægingarinnar

Billy Graham 

    Er Jóhannes skírari stóð við Jórdan hrópaði hann til mannfjöldans: „Sjá, Guðs lambið, sem ber synd heimsins!"  Jesús Kristur var það Guðs lamb, sem Jóhannes benti á. Í gegnum allt Gamla testamentið er bent á Guðs lamb, sem byrðin er lögð á.  Í Jesaja spádómsbók, 53. kafla, sem skrifað er 750 árum fyrir Krist, segir frá því, að Jesús muni deyja fyrir synduga menn.  Jesús var hafinn frá jörðu og deyddur á krossi.  Hendur hans og fætur voru negldar fastar við krossinn.  Menn fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á höfuð honum.  Þeir stungu og spjóti í síðu hans og blóðið tæmdist úr líkama hans. Allt gerðist þetta okkar vegna.  

    Ekki sjaldnar en 460 sinnum er talað um blóð í Biblíunni.  Jesús talaði um sitt eigið blóð 14 sinnum.  Hvers vegna?  Jú, þess vegna að Jesús gaf blóð sitt, til þess að við gætum frelsast.  Hann greiddi skuld okkar, tók burt sekt okkar í augum Guðs.  Hann sagði: „Ég gef líf mitt".  Af frjálsum vilja gaf hann blóð sitt og tók á sjálfan sig þá sekt sem við vorum í gagnvart Guði.  Það er einmitt þetta, sem liggur til grundvallar því að Jesús gaf lif sitt á krossi.  

    En blóð Jesú friðþægir okkur ekki aðeins við Jesús, það réttlætir okkur um leið við Guð. — Að vera réttlættur við Guð þýðir, að hafa fengið fulla fyrirgefningu á syndum sínum, en það þýðir um leið eitthvað meira.  Ég get fyrirgefið þér, en ég get ekki réttlætt þig. Guð fyrirgefur okkur ekki aðeins þær syndir sem við höfum drýgt. Hann klæðir okkur einnig í fulla réttlætingu.  Það þýðir, að það er eins og við höfðum aldrei syndgað. Við verðum hrein eins og nýfædd börn. Ó, hve friðfulllt og yndislegt, að leggja sig á koddann á kvöldin og vita, að maður er laus við syndina, frjáls.  En þetta kostaði blóð Guðs sonar á krossinum.

Líkir Kristi.

    Í Kristi, sem einn líkami í honum, erum við allir sameinaðir gegnum blóð hans. Hér skiptir engu máli hvaða hörundslit við höfum, svartir eða hvítir, eða hver þjóðfélags bakgrunnur okkar er eða hvaðan við komum, því að blóð Jesú hefur sameinað okkur.  Sá milliveggur, sem skildi okkur áður að, hann er nú brotinn niður.

    Blóð Krists gerir okkur jafna alla saman. Hversu dásamlegt að hugsa um þetta, að við eigum ættmenni yfir gjörvalla jörð! Ég hef gengið um frumskóga Afríku, á dimmum vegum Indlands í samfylgd við blóðbræður mína. Við gátum ekki talað saman á jarðnesku tungumáli, en ég sá ljós bróðurkærleikans í andlitum þeirra. Víð umföðmuðum hver annan eins og bræður. Blóð Jesú gefur okkur frið. Við þráum allir fögnuð og frið. Síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk, höfum við heyrt um 50 nýjar styrjaldir. Mannkynið þarfnast framar öllu friðar. En svo lengi sem við erum í uppreisn og ósátt við Guð, getum við ekki eignast frið. Stríð og úlfúð í heimi sýnir að mennirnir eru í andstöðu við áætlun Guðs og vilja hans með okkur. Við viljum einfaldlega ekki beygja okkur fyrir siðferði Guðs og ekki viðurkenna Jesúm, sem Drottin. Sem einstakingar þurfum við að friðþægjast við Guð og koma til baka til hans. Og þetta er vissulega mögulegt — aðeins að við viljum það.

Undraverður Kraftur.

    Blóð Jesú hreinsar okkur. Það er undraverður kraftur í blóði Guðs sonar. Við síðustu máltíðina, er Jesús átti með lærisveinum sinum, sagði hann: ;"Þetta er sáttmálablóð mitt, sem úthellt er fyrir marga til syndafyrirgefningar." Hvernig er það með þig ? Ert þú hreinn í Jesú blóði ? Hefurðu fengið réttlætingu? Ertu orðinn fullviss?

Afturelding 1. mars 1972.


mbl.is Mikilvæg rödd kristninnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár sýnir í lok tímanna

Koma Drottins — Þrengingin mikla — Endir veraldar

     Þessi merkilega frásaga var gefin út í smáritaformi í Los Angeles. Allir þeir sem þekkja ritningarnar munu komast að raun um, að það er í samræmi við Guðs spámannlega orð.  Við vonum að tekið verði við boðskapnum sem viðvörun fyrir tímann sem við lifum á.  Mætti hver lesandi, sem ekki er reiðubúinn, leitast við að gera upp sín mál gagnvart Guði, til þess að mega öðlast hlutdeild í þessum undursamlegu hlutum, sem ef til vill eru nær en okkur grunar.  

     "Nei, Herrann Drottinn gerir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína." — Amos 3, 7.  

     Þessa spámannlegu sýn gaf Guð stúlku frá Buekinghamshire í Englandi, og er hún í fullu samræmi við hið skrifaða orð.  Stúlkan var hrifin í Anda í öll skiptin á bænasamkomum í einkaheimili, og fyrstu sýnina fékk hún eftir skírnarathöfn.  Allar sýnirnar fékk hún milli 9. og 11. ágúst 1919.  En það athyglisverðasta er, að inntak þeirra var ritað í bréfi þrem dögum áður, sem unga stúlkan hafði skrifað kristnum bróður í Camberley.  Bréfið var sem sé skrifað 6. ágúst (en sýnirnar fékk hún milli 9. og 11. ágúst), og hefur það verið vandlega geymt síðan. Við viljum byrja á því að birta þetta bréf.  Það hljóðar svo:

Camberley, Surrey, 6. ágúst, 1919.

     Kæri bróðir í Drottni Jesú!  Lofað veri Hans nafn!  Eg hef mikið að lofa hann fyrir. Í gærkvöldi var ég, og tvær aðrar systur saman í bæn, í vökulok, og ég fylltist af Guðs Anda, og um leið og Drottinn birtist mér, sagði hann: „Á þeim tíma sem þið ekki ætlið!" Svo hvarf hann sjónum mínum. Ég sá hann í allri hans dýrð, og var hann undursamlegur. Ég fylltist svo miklum fögnuði, að ég gat ekki fengið mig til að ganga til svefns, og beið hans og hann kom aftur og sagði:

     „Vertu trúföst og ég mun sýna þér það sem koma mun yfir börn þessa heims, sem hafna mér.  Þú skalt einnig fá að sjá upprisu þeirra sem dáið hafa í Kristi, og hvernig brúður Krists umbreytist.  Þú skalt fá að sjá komu Andkrists, og falspámanninn, merki þeirra sem tilbiðja dýrið, og þá sem taka við merki Andkrists.  Þú munt líka fá að sjá hin tvö trúföstu, sönnu vitni, verk þeirra, píslarvættisdauða, og einnig píslarvætti þeirra, sem ekki vilja tilbiðja dýrið (Andkrist).  

     Þú skalt ekki óttast, því að ég, Drottinn, er með þér þegar ég sýni þér þessa hluti.  Því að fólkið verður að vita, að það er Guð á meðal þeirra, og þeir skulu fá að vita að hann hefur varað þá við gegnum ambátt sína - hvort sem þeir taka við boðskapnum, eða ekki." -

     Og nú bíð ég eftir því sem Drottinn vill við mig tala.  Ég sá greinilega sáramerkin á höndum og fótum Drottins.

Þín systir í Drottni.  

     Laust eftir að Drottinn hafði hrifið systurina í Andanum í fyrsta skipti, var þetta bréf lesið upp í áheyrn fjögurra persóna, sem höfðu verið á bænasamkomunum, því að það átti að skilja hvílíka sýn hún hafði fengið, og neyðina sem hún hafði fengið á eftir.  Í eftirfarandi köflum er hægt að sanna hve nákvæmur boðskapurinn var, og getur lesandinn því verið viss um áreiðanleik sýnanna, því atburðarásin sýnir það.  

Fyrsta hrifningin í Andanum.

     Hún stóð yfir í fimm klukkustundir, frá kl. 21:30 um kvöldið 9. ágúst, til kl. 2:30 um morguninn 10. ágúst.

     Andinn féll yfir mig á bænasamkomu, og var ég hrifin i Anda, og heyrði allt í einu háan og sterkan básúnuhljóm.  Eg sá Drottin Jesúm Krist — hjúpaðan björtu skýi — stíga niður frá himnum.  Eg sá margar grafir opnast, og þeir sem dánir voru í Kristi risu upp, til að mæta Drottni í loftinu.  Eftir það sá ég þá sem eftir lifðu, og voru í Kristi, hrifna upp til að mæta honum einnig í loftinu.  Miklir skarar af íbúum jarðarinnar voru eftir skildir.  

     Strax eflir að burthrifningin hafði átt sér stað, sá ég þá sem höfðu orðið eftir hér niðri, fara í kirkjugarðana til að rannsaka grafirnar, sem með krafti Guðs höfðu opnast.  Stórir skarar af fólki — fátækir og ríkir — söfnuðust saman og ræddu um það, sem borið hafði við.  Mæður grétu yfir burthorfnum börnum sínum, menn fylltust örvæntingu yfir konum sínum og fjölskyldum, sem horfið höfðu — og konurnar yfir mönnum sínum sem horfnir voru.  Það var stór hópur af fólki, og háreistin í þeim skar í eyrun. 

    Margir grétu yfir hjartaharðúð sinni og vantrú liðins tíma, og vegna þess að þeir höfðu hafnað Orði Guðs.  Ég sá marga presta með allskyns játningar, og sá hryggð á ásjónum þeirra, sumir reyndu að hugga fólkið.  Svo fóru söfnuðirnir að atyrða presta sína, sem höfðu hlustað á prédikanir þeirra.  Þeir börðu þá og spurðu hvers vegna þeir hefði ekki verið hrifnir með þegar Drottinn kom?

     Það var greinilcgt að margir óskuðu þess nú að þeir hefðu hlýtt orði Guðs.  Og margir sem höfðu verið í andstöðu við kenningu þeirra burthrifnu iðruðust þess nú að hafa ekkert gert með sannleika þess.  Svo voru enn aðrir sem glöddust augljóslega yfir hvarfi Guðs barna, og reyndu að villa fólki sýn, með því að segja:  „Það var djöfullinn sem hreyf þá burt! "

Fráfallið mikla.

     Nú breyttist sýnin. Ég sá fólk halda áfram venjum sínum og skemmanalífi.  Þeir virtust vera búnir að gleyma upphrifningu Guðs barna. Um allt sáust skemmtistaðir, upplýstir með marglitum ljósum, og fjöldi fólks dreif þangað.  Stór auglýsingaspjöld héngu utan á veggjunum, og fyrir innan voru ungir menn og ungar stúlkur reykjandi — og sem spiluðu á spil — og var ósiðlega klætt.  

     Margar kirkjur voru gerðar að skemmtistöðum og drykkjukrám. Aðeins fáar voru eftir skildar og notaðar áfram til að boða Guðs orð í þeim og ég heyrði prestana hvetja söfnuðinn til að vera trúfasta og undirbúa sig fyrir að líða vegna Drottins Jesú Krists.  Stundum heyrðist hljóma kröftugt amen frá einum og einum.  En frá öðrum heyrðust blótsyrði og hæðnishlátur.  Flestir gengu inn í kirkjuna með höfuðfötin, reyktu eða lásu dagblöðin ótruflaðir, meðan á guðsþjónustunum stóð.

     Það sáust engin kvöldmáltíðarborð lengur, því það hafði Drottinn boðið að þess yrði neytt til komu sinnar.  Og þar sem hann hafði þegar komið, var kvöldmáltíðarborðið horfið.  

Vitnin tvö.

     Eftir þetta fylgdi mikið þrengingartímabil.  Um leið sá ég tvo menn sem voru vitni Guðs.  Annar þeirra var eldri maður, hvíthærður, hinn var mikið yngri, með dökkt hár. Báðir voru klæddir síðum, dökkum skikkjum úr striga.  Þeir voru hetjulegir á að líta. Báðir höfðu belti um lendar sér og Biblíu í höndunum.  Hin fögru andlit þeirra ljómuðu af undursamlegum friði.  Vitni þessi gengu um meðal fólksins og vitnuðu fyrir því um að hræðilegir tímar væru framundan, og sögðu að eini vegurinn til frelsis héðan í frá, væri vegur þjáninga, og fólk yrði að halda út vegna Drottins Jesú Krists.  Þeir minntu fólkið á hvernig það hefði verið varað við gegnum aldirnar, og það hefði lesið Guðs orð á dögum Nóa, og sögðu að ennþá meiri þjáningatímar væru framundan.  Sumir trúðu þeim, en flestir hlógu að því sem þeir sögðu og ofsóttu eða deyddu þá fáu sem trúðu.  Margir þeirra sem tóku við boðskapnum voru pyndaðir til dauða, og þeir fögnuðu mitt í þjáningum sínum vegna Krists, því að þeir trúðu orðum vitnanna um gleðina sem biði þeirra sem sigruðu.  Aðrir sem tóku við trúnni voru varðveittir undir krafti Guðs frá því að vera deyddir, og gengu sjálfir um kring og boðuðu Guðs orð.  Vitnin tvö héldu áfram að aðvara og uppörva þjóðirnar, en að nokkrum tíma liðnum hrópuðu þeir til Drottins, og báðu um hungursneyð yfir fólkið, og um leið brunnu kornakrarnir upp af ofsalegum hita.  Og um leið og þetta tímabil rann upp, réðist fólkið á vitnin tvö og vildi deyða þá.  Og þegar það reyndi að deyða þá með vopnum, gekk eldur af munni þeirra, og eyddi þeim sem það ætluðu að gera.  

     Þar næst sá ég þessi vitni gera stórkostleg kraftaverk.  Þeir töluðu til hafsins, og það varð strax að blóði.  Þeir töluðu aftur og það komu þrumur og eldingar.

Andkristur og falsspámaðurinn.

     Nú sá ég undarlegt og viðurstyggilegt dýr stíga upp úr hafinu.  Það hafði sjö höfuð og tíu stutt horn.  Eitt af höfðum þess líktist ógurlegri slöngu, sem var hryllilega særð á hægri hlið, en sárið þornaði upp og læknaðist, en eftir varð stórt ör.  Guðs Andi sýndi mér að þetta væri uppfylling á spádómunum í 1. Mós. 3,15, um að sæði konunnar (Kristur) mundi merja höfuð þess (Satan).  — Guðs Andi opinberaði mér um leið, að sverðið sem Kristur hafði marið höfuð þess með, væri sverð Andans, sem er Guðs orð.  Fætur dýrsins voru líkir bjarndýrsfótum, og það hreyfði sig hljóðlaust.

     Ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni. Það líktist geithafri og hafði tvö lítil horn, og stóð það á afturfótunum.

     Bæði þessi dýr höfðu mikið vald og gjörðu mörg undur og tákn, þau gátu meðal annars kallað eld af himni. Fjöldi fólks hóf að tilbiðja þessar einkennilegu verur.  Þá vildi annað dýrið gera líkneski af því fyrra, með höfuðin sjö og hornin tíu, og var það gert. 

     Ég sá fólk ganga um og kaupa merki, mismunandi tegunda, verðleika og efni, og merki dýrsins og tölu þess.  Tala þess var 666, og á oddunum uppi á tölustöfunum voru höggormshöfuð.  Merki dýrsins virtust vera þrjú, eitt líktist ægilegum geithafri, annað var eins og höggormur og það þriðja líktist erni.  Fólk bar merkin á ennum sér og á höndum, eða á báðum stöðum.  Í sumum tilfelluni féll það á ásjónur sínar og tilbað líkneski dýrsins með höfuðin sjö.  Þá skeði nokkuð undarlegt.  Líkneski dýrsins fór að tala, og meðal annarra guðlöstunarorða sagði það: „Ég er Guð! "

     Þeir sem ekki vildu taka við merki dýrsins, voru annað hvort sveltir í hel, eða urðu að þola hræðilegar pyndingar, með glóandi járni, hnífum, sverðum, hökum og spjótum.  Angistaróp þeirra voru óskapleg.  Hendur voru höggnar af sumum, af öðrum handleggir og fætur.  Þeir sem ekki afneituðu Kristi, voru pyndaðir til dauða.  En sumir gáfust upp eftir að hafa verið kvaldir um stund, og tilbáðu þá líkneski dýrsins. Þá voru sár þeirra læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu, sem gerði kraftaverk á þeim. Nokkrir þeirra tóku við merki dýrsins, en neituðu að taka við tölu þess.  Þá voru þeir pyndaðir þangað til þeir tóku við tölunni líka.  Þá voru einnig þeirra sár læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu.  Því næst sá ég bæði dýrin í mannslíki.  

Píslarvœttisdauði vitnanna tveggja og upphrifning þeirra.

     Þegar vitnin tvö höfðu fullkomnað sitt verk, voru þeir hálshöggnir, og líkömum þeirra fleygt út á strætin, sem voru full af fólki, og lágu þar blóðstokkin í göturykinu.  Og fólkið var fagnandi yfir því aS vitnin tvö voru dauð, og í staðinn fyrir að jarða þau, var traðkað á þeim og sparkaS í höfuð þeirra.  Þá bar nokkuð undursamlegt við.  Höfuðin komu aftur á líkamina og þeir risu á fætur.  Um leið birtist stórt og fagurt ský, og hljómmikil raust barst úr skýinu:  Stigið upp hingað!  

     Vitnin tvö stigu upp til himins fyrir framan augun á óvinum þeirra og ég sá marga, sem höfðu verið kvaldir til dauða, og verið skildir eftir þar sem þeir lágu, lifna aftur og fylgja vitnunum tveimur í burthrifningunni.  

     Allt í einu grúfði svarta myrkur um alla jörðina og það komu þrumur, eldingar og jarðskjálftar, og ég sá byggingar hrynja saman og heyrði um leið grát, vein og formælingar svo að ég fylltist hræðslu.

     Síðan sá ég inn í himininn og sjö fagra engla, og hélt hver engill á skál í hendinni.

Önnur hrifningin í Andanum.

     Hún varaði 12 klukkustundir og 15 mínútur, frá kl. 22:30 um kvöldið 10. ágúst, til kl. 10:45 um morguninn 11. ágúst.  Ég var, aftur hrifin í Anda og sá í sýn mikið haf, sem.glampaði eins og ís í tunglsljósi (glerhafið).  Ég sá menn standa á hafinu, sem höfðu sigrað dýrið í þrengingunni miklu, sem ekki höfðu tekið við merki dýrsins eða tölu þess.  Þeir héldu á hörpum í höndunum, og sungu Guði lof og dýrð.  Eg heyrði orðaskilin:

     — Mikil og undursamleg eru verkin þín, Drottinn Guð, þú hinn Alvaldi!  Réttlátir og sannir eru vegir þínir.  Þú — konungur hinna heilögu, þínir réttlálu dómar hafa opinberast!  Eg sá aftur englana sjö, sem ég sá í endinum á fyrstu sýninni, — klædda hreinum, hvítum kyrtlum, með gullbelti um bringuna.

Reiðidómar Guðs.

     Og ég sá lifandi veru. sem líktist manni, sem fyllti gullskálar englanna sjö með reiði Guðs.  Fyrir ofan mig sá ég musteri, sem var umvafið ljóma, birtu og dýrð.  Þá heyrði ég kallað hárri röddu sem sagði: „Tíminn er kominn! Farið og hellið úr reiðiskálum Guðs yfir jörðina."  Þá gengu englarnir burt.

     Fyrsti engillinn hellti úr sinni skál, og reiðidómar Guðs féllu niður á jörðina eins og ský.  Þegar skýið kom niður á jörðina, komu ill og hættulcg kaun á þá sem báru merki dýrsins.  

     Og hinn hellti úr sinni skál yfir hafið, og það varð að blóði.  Ég sá skip farast og áhafnir þeirra.  

     Og hinn þriðji hellti úr sinni skál í ár og uppsprettur.  Þær urðu líka að blóði, og ég heyrði raust sem sagði:  

     „Þeir hafa úthellt blóði heilagra og spámanna, og þú hefur gefið þeim blóð að drekka, maklegir eru þeir þess."

     Og hinn fjórði hellti úr sinni skál yfir sólina til að brenna mennina í eldi, og mennirnir stiknuðu í ofurhita og lastmæltu nafni Guðs.

     Og hinn fimmti hellti úr sinni skál, og mennirnir huldust myrkri.  Ég heyrði stunur þeirra og grát, og lastmæltu þeir Guði í kvölum sínum.

    Og hinn sjötti hellti úr sinni skál yfir breitt fljót, og vatnið í því þornaði upp, og varð eins og þurrt land.

     Og hinn sjöundi hellti úr sinni skál yfir loftið, og ég heyrði sömu raustina segja: — Það er fram komið!  

     Og ég sá jörðina skjögra fram og aftur eins og drukkinn mann, og ég heyrði skerandi vein

Satan bundinn í þúsund ár.  

     Nú sá ég fyrsta engilinn — með stóran lykil í hendinni — og tók hann dýrin tvö og kastaði þeim í eldsdýkið.  Svo greip hann hinn mikla höggorm, sem er Satan, og kastaði honum niður i einhvern myrkan stað fullan af reyk, og mér var sagt að þarna ætti hann að vera í þúsund ár.  

     Allir, sem höfðu liðið píslarvæltisdauða mcðan á þrengingunni miklu stóð, vegna Drottins Jesú Krists, ríkja nú með honum, á jörðinni, og ég sá stóra skara af þeim stíga niður til jarðar, og stíga upp aftur til himins til að gefa honum sem sat í hásætinu dýrðina.  

     Og er þúsund árin voru fullnuð, var Satan leystur úr fangelsi sínu, og var hann í höggormslíki.  Mikill fjöldi fylgdi honum, og þeir reyndu að deyða Guðs heilögu, sem á jörðinni voru.  Þá féll eldur af himni ofan, og eyddi þeim, og Satan sem ríkt hafði yfir þeim, var kastað í eldsdýkið.

Endir veraldar.

     Eftir þetta sá ég bláan himininn rifna endanna á milli, og vafinn saman, eins og þegar einhver vefur saman pappír.  Og hann sviftist burtu eins og þegar bókrolla er vafin saman.  Jörðin hvarf stórt tómarúm þar sem hún hafði verið.  

     Og ég sá stóra skara af körlum, konum og börnum af öllum kynkvíslum.  Þeir höfðu verið dánir en risu nú upp og stóðu frammi fyrir hásæti Drottins Jesú Krists.  Nöfn þeirra fundust skrifuð i lífsbókinni, — lífsbók Lambsins.

     Og ég sá hafið skila aftur hinum dauðu, sem í því voru, og Helja skilaði þeim sem i henni voru, og allir voru dæmdir, sem ekki fundust skrifaðir í lifsbókinni.  En ég sá engin börn á meðal þeirra, sem voru dæmdir.  

     Þar næst sá ég nýja jörð, undur fagra og nýjan himin, í staðinn fyrir þann sem svift var burt.  Í þessum nýja himni var engin sól, tungl eða stjörnur.  Í staðinn fyrir þann gamla sem svlft hafði verið burt, var komin ný, undurfögur hvelfing, sem ljómaði eins og gull.  Það var engin nótt á þessari nýju jörð, heldur ávallt bjart, og fólkið sem þar bjó, var fyllt gleði og friði.

Brúður Krists.

     Nú breyttist sýnin, og ég var borin af dýrðlegum engli hærra og hærra gegnum sex himna og upp í þann sjöunda.  Þar sá ég mikinn múg af fólki með kórónur á höfðum, klædda hvítum, skinandi kyrtlum og með pálma í höndum, og sungu þeir Guði dýrð.

     Engillinn sagði mér að þetta væri Brúður Krists, sem væri umvafin og fyllt Guðs dýrð.  Þeir áttu fallegar hallir í mismunandi litum, og einnig þær ljómuðu af dýrð Guðs.  Og frá þeim minnsta til þess stærsta leituðu þeir aðeins eftir einu — að gefa Guði dýrðina!  

Kvalir hinna dæmdu.

     Eftir að mér hafði verið sýnd dýrð himinsins, sá ég skelfingar eldhafsins, og Satan sem hafði ríkt yfir miklum fjölda fólks, sem höfðu valið að þjóna honum á meðan þeir lifðu á jörðinni, en höfðu hafnað Drottni sínum Jesú Kristi.  Nú voru þeir eilíflega dæmdir til að kveljast í þessu hræðilega eldhafi, með honum sem þeir höfðu valið að þjóna.

Þridja hrifningin í Andanum

     Hún stóð yfir í hálfa klukkustund, frá kl. 21:00 til 21:30, 11. ágúst 1919.

Sverð Andans.

     Ég var aftur hrifin í Anda, og sá Drottin standa fyrir framan mig, með naglaförin á höndum og fótum, og merki eftir þyrnana á enni sér.  

     Þegar ég kraup við fætur hans, sagði hann: „Ég vil láta þennan boðskap, sem ég hef talað til ambáttar minnar, ganga út til norðurs og suðurs, og til austur og vesturs.  Margir munu segja að það hafi verið bætt við mitt orð, og aðrir að það hafi verið tekið burt eitthvað af orðum mínum. En ég segi þér:

     "Þetta er mitt Orð, sem er sverð Andans og Andi spádómsgáfunnar."

Tekið úr Aftureldingu 1. mars 1970 málgagni Hvítasunnumanna.  Þýtt úr „Hjemmets ven".  Sylvía Haraldsdóltir þýddi.


mbl.is Minntust orrustunnar við Verdun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsar Guð um dýrin? Endurbirt grein úr Aftureldingu 1969

    Heyrt hef ég einstaka menn halda því fram, að svo mundi ekki vera.  En ég hef ávallt verið annarrar skoðunar, og trúi því fastlega, að Guð hugsi um dýrin.  Og ég hef þóst sjá þess ljósan vott oft og mörgum sinnum.

    Sú er venja í Breiðafjarðareyjum, að bændur þar flytja á vorin sauðfé sitt til meginlandsins, og sækja það svo aftur á haustin í réttum.  Faðir minn bjó í Bjarnareyjum og flutti fé sitt að Grænanesi undir Klofningi, en þangað er skemmst leið til lands úr Bjarnareyjum.

    Á þeim árum bjó í Grænanesi Helgi Dagsson með konu sinni og dóttur.  En af því Helgi gerðist þá aldraður, brá hann búi, fluttist til Reykjavíkuv og gróf sig þar, eins og fleiri, sem þangað flytja í fjölmennið.  Varð enginn til þess að taka kotið, er Helgi flutti þaðan, og stóð það í eyði um sumarið.

    Um hausíið, er við Bjarneyingar fórum til lands að sækja sauðfé okkar, brugðum við frá fornri venju að lenda í Grænanesi, en stefndum í þess stað að Langeyjarnesi, sem var næsti byggður bær þar á ströndinni.  Við komum svo snemma til lands, að ég sá að mér mundi veitast nægur tími til berjatínslu.  En kunnugt var mér um frá fyrri tíð, að ber voru hvergi nærtæk. og mundi ég ekki þurfa að leita þeirra fyrr en uppi á Klofningi.  Þó lét ég það ekki aftra mér og lagði þegar af stað upp eftir.  Þegar upp á Klofning kom var þar gnægð berja, en lítils hafði ég neytt af þeim, er mig tók mjög að þyrsta.  Mér var kunnugt um, að vatn var þar hvergi nærri, og lét mér það líka á sama standa, því að berin mundu slökkva þorstann, neytti ég nógu mikils af þeim.  En því fór mjög fjarri.  

    Eftir því sem ég neytti berjanna lengur, magnaðist þorstinn meir og meir, og kvaldi mig svo, að mér fannst ég ekki geta á heilum mér tekið.  Þorstann varð ég að slökkva á einhvern hátt, hjá því varð ekki komizt.  En jafnframt skaut því upp í huga minn, eða eins og því væri hvíslað að mér, að nothæft drykkjarvatn væri næst að fá í brunninum í Grænanesi.  Þar var lítil uppsprettulind hlaðin upp að innanverðu með grjóti.  Og þangað fannst mér ég verða að komazt sem allra fyrst.  Þar með var berjatínslunni lokið að sinni og ég tók til fótanna niður að sjó.

    Þcgar ég kom að brunninum, eða lindinni, brá mér ekki lítið í brún, því að þar var kind niðri í, sem mændi til mín biðjandi augum.  Og þó að langt sé síðan finnst mér ég enn þá sjái þessi augu, eins og þau mændu upp á mig, sárbiðjandi um hjálp.  Ég hafði skjót handtök og dró kindina upp úr.  Þetta var fullorðin ær, en svo var hún stirð orðin og máttfarin, að hvorki gat hún borið fyrir sig fæturna né staðið í þá, og tæplega að hún héldi höfði.  Vegna þess hve brunnurinn var þröngur niður, hafði ærin ekki fallið dýpra en svo, að vatnið náði henni á miðjar síður.  Og þarna hafði hún verið skorðuð, Guð veit hve lengi, án þcss að geta nokkura björg sér veitt, aðra en þá sem hún náði til með munninum.  En þar var allt nagað til moldar á örlitlum bletti, sem hún hafði náð til, svo að auðsætt var, að þarna hafði hún kvalizt nokkuð lengi.

    Ég reyndi að hlynna að ánni eftir því sem ég hafði vit á; néri hana eins og ég bezt gat og vatt vatnið úr ullinni, reytti gras og tróð upp í hana. Með því eina móti tókst mér að fá hana til þess að éta það.  Ég náði mér í stóra skel, mjólkaði í hana það litla sem var í ánni og hellti því svo ofan i hana.  Við það virtist hún hressast ofurlítið, en þó ekki svo, að hún gæti sér neina björg veitt.

    Langa stund var ég að stumra yfir ánni, og reyndi allt sem ég gat upphugsað henni til bjargar.  Ég tók fyrst eftir því, hvað tímanum leið, er ég varð þess var, að farið var að rökkva.  Sá ég þá að berjatíminn var tapaður, en merkilegt þótti mér það, að þorstanum hafði ég gleymt með öllu, og ekkert til hans fundið frá því ég kom að brunninum, og sá ána þar niðri í.  Ég hélt svo heim að Langeyjarnesi til félaga minna en þar ætluðum við að gista um nóttina.

    Þegar þangað kom veittu menn mér átölur fyrir „drollið", er þeir nefndu svo.  En þegar ég hafði sagt þcim sögu mína, sem þeir hlustuðu hljóðlátir á, og sumpart var sögð mér til afsökunar, kom húsbóndinn, Jónas Sigurðsson, til mín, klappaði á öxl mér og mælti glaðlega: „Þú verður lánsmaður, kunningi; það bregst mér ekki.  Það er áreiðanlega lánsmerki að vera góður við dýrin, og sýna nærgæmi og nákvæmni í sambúðinni við þau!"

    Daginn eftir sótti eigandinn ána og tókst að hjúkra henni svo, að hún náði sér aftur.  Um þessar slóðir (í Grænanesi) var mjög fáförult og því sennilegt, að ánni hefði alls engin hjálp komið, fyrr en þá um seinan, ef þorstinn hefði ekki knúið mig til þess að leita mér svölunar þarna í brunninum.  Hver vildi nú efast um að Guð hafi verið þarna að starfi og ég verkfæri í hendi hans?  Hví þyrsti mig svona mikið, og hví var ég rekinn, svo að segja ósjálfrátt, alla leið ofan af Klofningi og niður að brunninum í Grænanesi?  

    Hver var það annar en Guð, sem stjórnaði mér þá, og lét mig bjarga einum af smælingjum hans frá því að verða hungurmorða?  Ég hef aldrei verið í nokkrum minnsta vafa um þetta.  Og sannarlega heyrir Guð hjartslátt málleysingjanna og veit um líðan þeirra, engu síður en okkar mannanna, sem teljum okkur dýrunum æðri. Ekkert vil ég um það dæma, hvort að orð Jónasar bónda hafi á mér ræst en því vil ég óhikað beina til þín, lesari góður:  Það er lánsmerki að vera góður við dýrin, og sýna þeim alla þá nœrgætni, sem kostur er á.  Enginn sannur maður iðrast eftir því.

Aftureldimg 1. júní 1969.  Sigurður Sveinbjörnsson.


mbl.is Blessaði bæði dýr og menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyllið körfur ykkar

   Sunnudag nokkurn tilkynnti hinn innfæddi prestur Kwoi kirkjunnar, að hann óskaði eftir að allar konur, sem gætu, kæmu daginn eftir til að hjálpa honum við að bera kornið heim af akrinum.  Íbúar Nígeríu hafa ekki vagna, flutningabíla eða hesta til þess að flytja uppskeruna í.  þeir bera miklar byrðar á höfðinu.  Stundum eru akrarnir í tíu mílna fjarlægð frá heimilum þeirra.  Þess vegna hjálpar fólkið oft hvert öðru til að bera uppskeruna heim.

    Daginn eftir að presturinn gaf út tilkynninguna, þá komu konurnar og stúlkurnar með körfur sínar.  Litlar körfur, stórar körfur, gamlar og nýjar.  Það sáust allar tegundir af körfum þennan dag.  Konurnar gengu eftir mjóa gangstígnum úr á akur prestsins.  Þetta var glaður hópur, þær sungu og töluðu á leið sinni út á akurinn, en hann var í sjö mílna fjarlægð.  Margar af litlu stúlkunum voru að reyna að rifja upp kórana, sem þær höfðu lært í sunnudagaskólanum.

    Þegar þær komu út á akurinn, þá settu þær korn í körfur sínar.  Margar tóku lítið korn, sumar botnfylltu aðeins körfur sínar.  Aðrar fylltu upp að brún.  Ein kona tók svo mikið korn, að áður en hún komst alla leið til baka, þá sviku kraftarnir hana,  svo að sonur hennar varð að bera körfuna það, sem eftir var leiðarinnar.  "Hvers vegna gerðir þú þetta"? spurðu sumir af vinum hennar. "Hvers vegna fylltir þú hana?  Þú færð ekkert borgað fyrir þetta."

    Konan brosti aðeins og svaraði: "Ég gerði þetta af því, að ég elska prestinn og Jesúm"  Þegar konurnar komu á heimili prestsins þá var þeim sagt að setjast niður og bíða.  Loksins þegar sólin var að setjast, þá var komið með síðustu körfuna.  Hver kona sat með sína körfu fyrir framan sig.  Sumar körfurnar voru fullar aðrar sem sagt tómar.  Nú kom presturinn, og brosandi þakkaði hann sérhverri af konunum fyrir þá hjálp, sem þær höfðu veitt.  Síðan bætti hann við: "Hver ykkar má eiga það sem hún kom með."

    Ó, þvílík hrifning.  Engin af þessum konum átti mikið eftir í lófa sínum.  Að fá gjöf sem þessa, meðan þær biðu eftir uppskerunni, það var of gott til að geta verið satt.  Sumar af konunum táruðust jafnvel af gleði.  Aðrar þökkuðu prestinum.  Enn aðrar blygðust sín og gengu í burt.  "Ef ég hefði vitað þetta, þá hefði ég tekið stærri körfu," sagði önnur.  "Hvers vegna sagði hann okkur ekki að þetta væri fyrir okkur?" sögðu sumar.  "Við hefðum getað beðið ættingja okkar og vini að koma og hjálpa."

    Meðan sumar gengu heim fagnandi, þá fóru aðrar heim hryggar og skömmustulegar.  Þær reyndu að fela það litla sem þær höfðu komið með í körfum sínum.  Þær skildu að vegna sjálfselsku þeirra og leti, þá fengu þær aðeins lítið korn.

    Sumar konurnar höfðu ekki farið.  Þær sögðust hafa nóg að gera þó að þær færu ekki að hjálpa einhverjum öðrum.  En þegar þær heyrðu hvað hefði skeð þá fóru þær snemma næsta morgun til prestsins og buðust til að hjálpa honum að bera kornið heim.  Presturinn brosti um leið og hann sagði hljóðlega: "Þið komuð of seint.  Kornið var borið heim í gær."

    Næsta sunnudag er allir voru samankomnir í kirkju, þá talaði presturinn um það sem skeð hafði.  "Mörg ykkar munu verða vonsvikin á uppskerudegi Guðs," sagði hann einlæglega.  "af hverju ekki að byrja að vinna fyrir hann nú?  Fyllið körfur ykkar af þjónustu fyrir hann.  Færið honum sálnauppskeru, og hann mun endurgjalda ykkur mikið meira en ég gerði í s.l. viku."

Hvernig körfu notur þú fyrir Jesúm?  Starfa þú ötullega fyrir hann, þá munt þú ekki verða fyrir vonbrigðum.

Afturelding 5. tbl. 1965.  Lýdía Haraldsdóttir þýddi.

 


mbl.is Hélt jól í móttökustöð flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð þráir að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum

Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag var ung kona ásamt vinkonum sínum á gangi í miðbænum þegar maður nokkur vatt sér að þeim og vildi tala við þær um Guðs orð. Afþakkaði unga konan fyrir þeirra hönd, sem varð til þess að “maðurinn varð hneykslaður og reiður”. Þegar unga konan sem var blind ætlaði að ganga í burtu stöðvaði hann hana og spurði; “nú viltu ekki fá sjónina?” Kemur fram í fréttinni og í grein sem unga konan skrifaði á vefsíðuna Tabú að hún varð særð og hneyksluð á framferði mannsins. Einnig sagðist hún hafa móðgast við ræðu sem hún hlustaði á í kirkju, sagði hún prestinn halda því fram í prédikkun sinni að þeir sem blindir væru fæddir væru það til þess að hinir trúuðu geti sýnt þeim góðmennsku og beðið Guð um að gera á þeim kraftaverk og lækna þá. Fannst henni að presturinn talaði niðrandi til blindra og fatlaðra, sagði að “blindir væru álitnir sem kraftaverk sem hinir trúuðu ættu að sýna góðmennsku”.
Um þetta vil ég segja að við sem kristin erum og viljum boða fólki Guðs orð og kærleika Guðs verðum að passa okkur á að koma fram af hógværð þegar við bjóðumst til þess að biðja fyrir einhverjum eða að segja einhverjum frá fagnaðarerindinu. Biblían segir að við eigum að “sýna hvers konar hógværð við alla menn”. Títusarbréf 3,2b  Ég er þess fullviss að þessi maður sem vildi biðja fyrir ungu konunni vildi aðeins gera vel og biðja fyrir henni að hún fengi sjón. Á minni trúargöngu þar sem ég hef kynnst bæði starfi þjóðkirkjunnar, og; einum fríkirkjusafnaðanna sem þekktur er fyrir öflugt trúboð bæði hér á landi og utanlands, jafnt innandyra sem og úti á götum, hef ég aldrei orðið var við að litið sé niður á blinda eða fatlaða.
Í þeim ritningarstað sem ég tel að presturinn sem unga konan minntist á er talað um blindan mann sem Jesús og lærisveinar hans sáu á leið sinni. Lærisveinarnir spurðu hann; “Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur? Jesús svaraði: Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber í honum.” Jóh 9:2-3 Það er enga andúð að finna í þessum orðum Jesúm Krists á blindu fólki.
Guð býður hinum trúuðu að fara og kunngjöra öllum mönnum fagnaðarerindið til þess að þeir mættu verða hólpnir. Er það gert af kærleika til fólks. Í Markús 16:16-18 stendur:

    Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.

Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.
En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,
taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.”
Þeim sem trú hafa tekið á Drottinn Jesúm er ekki ætlað að þegja heldur að vinna að því að aðrir mættu fá að heyra um Jesúm Krist og það sem hann gerði fyrir okkur.

mbl.is „Nú, viltu ekki fá sjónina?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi var orðið.

Í Jóhannesarguðspjalli 1,1-5 stendur skrifað: "Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.  Hann var í upphafi hjá Guði.  Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.  Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.  Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. "Nokkru neðar í 14 versi stendur: "Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum".

Í 14 versi stendur "Og orðið varð hold". En hver er Orðið?  Jóhannes skírari gefur svarið: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég"(vers15).  Jesús Kristur er Orðið.  Postulinn Jóhannes staðfestir þetta í Opinberunarbókinni 19.11-16. "Þá sá ég himininn opinn, og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur.....og nafn hans er: Orðið Guðs....Og hann treður vínþröng heiftarreiði Guðs hins alvalda.Og á skikkju sinni og lend sinni hefur hann ritað nafn: KONUNGUR KONUNGA OG DROTTINN DROTTNA".  Í þessum ritningartexta er Jesús kallaður "Trúr og sannur","Orð Guðs","Alvaldi Guð", og "KONUNGUR KONUNGA og DROTTINN DROTTNA".  Orðið er Drottinn Jesús Kristur, Mannssonurinn.

Í Jóhannesarguðspjalli 1,1-18 getum við lesið um að hinn eilífi sannleikur íklæddist holdi, þegar hann - Jesús Kristur kom til okkar mannana sem lítið barn.  Það er hann sem er nefndur "Orðið" í þessum ritningartexta.  "Hann opinberaðist í holdi"  segir í Tímóteusarbréfinu (1,13)  Áþreifanleg staðfesting á hinum ósýnilega Guði sem enginn fær séð, en var opinberaður okkur þegar "Orðið varð hold" (Jóh 1,14). 

Postulinn Jóhannes sagði eftirfarandi 4 atriði um Orðið: 1) "Í upphafi var Orðið" (vers1) - sem er staðfesting á hinni tímalausu og óendanlegu tilveru hans.  (2) "Orðið var Guð" (vers1) - sem staðfestir tímalausa og endalausa samveru við (bókstaflega augliti til auglitis) við Guð Föður og Heilagann Anda. 3) "Orðið var Guð" (vers1) - Sem staðfestir Guðdóm hans.  4) "Orðið varð hold" (vers14) - það staðfestir að hann íklæddist sem maður.  Hann byrjaði ekki sem ný persóna, en hélt áfram hinni óendanlegu og tímalausu tilveru, samveru við Guð og Guðdómleika.  Þegar "Orðið varð hold" í formi manneskju, opinberaði hann mönnunum Guð, Jesús Kristur Mannssonurinn.

Kær kveðja.

 

 


Nokkrar staðreyndir um svonefnd Blóðtungl.

Ég birti hérna grein sem vinur minn, sem ég kýs að nafngreina ekki, setti saman um svonefnd "blóðtungl".  Er það tilgangur greinarinnar að týna til helstu staðreyndir og það sem vitað er um þessi sjaldgæfu fyrirbæri.  Hefst hér greinin:

Almyrkvi á tungli (4 Blood Moons) 1

Rauður máni

                                              Tungl      Jörð                    Sól                                                                                               Stanslaust sólarlag

solmyrkvi.png

 

                                                             Stanslaus sólaruppkoma

 

Ljósgráa svæðið þýðir: Hálfskuggi (Pemumbra), Gráa svæðið: Alskuggi (Umbra)

 

Tunglmyrkvar / Sólmyrkvar

Tunglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar.  Það gerist aðeins þegar sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Það kallast raðstaða eða okstaða.

Tunglmyrkvar verða aðeins á fullu tungli.  Tunglmyrkvi sést frá hálfri jörðinni í einu, þ.e. frá næturhliðinni sem snýr frá sól.  Almyrkvi verður þegar tunglið gengur allt inn í al skugga (umbra) jarðar eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.  Mest geta orðið 3 almyrkvar á tungli á einu ári en það er mjög sjaldgæft.  Seinast sáust 3 almyrkvar árið 1982 en mun ekki gerast aftur fyrr en árið 2485.

Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það oft á sig rauðleitan blæ.  Það er vegna allra sólarlaga og sólarupprása sem verða á jörðinni á þessum tíma. Stanslaus sólaruppkoma er á mörkum nætur og dags og stanslaust sólarlag á mörkum dags og nætur.  Sólarljósið berst í gegn um lofthjúp jarðar sem dreifir rauða litnum seinna enn hinum litunum.  Sólmyrkvi verður þegar sól, tungl og jörð eru í nokkurn vegin beinni línu.  Sólmyrkvi sést aðeins frá litlum hluta jarðar í einu, því þá gengur tunglið milli sólar og jarðar og skuggi tunglsins er miklu minni enn skuggi jarðar.

tungl2.jpg 

2

Almyrkvi á tungli. Séð frá Íslandi 28. október 2004. Mynd: Snævarr Guðmundsson.

Stjörnufræðivefurinn: stjornufraedi.is

 

 

Litur tungls í almyrkva fer eftir fjarlægð tungls frá jörð/sól og aðstæðum í lofthjúpnum.

 

tungl_1248768.jpg

 

Tunglmyrkvi 15. maí 2003. Myndina tók Loyd Overcash, Houston Texas.

NASA website: nasa.gov

 

 

 

 

 3

Litur tungls í almyrkva getur verið:

1) Tunglið er næstum ósýnilegt, sérstaklega um miðbik almyrkvans.

2) Tunglið er grátt eða brúnleitt.

3) Tunglið er dimm - eða ryðrautt.

4) Tunglið er Vínrautt.

5) Tunglið er bjart-koparrautt eða appelsínugult.

4 Blood/Red Moons

Undanfarið hafa umræður og skrif farið vaxandi um það sem á ensku hefur verið nefnt „4 blood moons" sem er það fyrirbæri þegar fjórir almyrkvar, á tungli, verða í röð með sex mánaða (tunglmánaða) millibili sem er fremur sjaldgæft.  Á ensku hefur þetta einnig verið nefnt „4 in a row total lunar eclipses," einnig „tetrad total lunar eclipses." Ekki hef ég heyrt íslenskt heiti á þessu fyrirbæri, en legg til orðin:(lesist, fjór) „4 mána almyrkvi á tungli", þar til annað betra kemur fram.  Þegar verið er að fjalla um þetta í dag á það einkum við um næstu skipti sem þetta verður, en það eru árin 2014/2015. Tveir almyrkvar á tungli verða sitthvort árið og einn almyrkvi á sól á milli, (sjá meðfylgjandi töflu).  Athygli vekur hvernig þetta tengist hátíðum Ísraelsmanna, þ.e. þeim 7 hátíðum sem Drottinn boðaði Ísraelsmönnum fyrir munn Móse, sjá 3. Mósebók, 23. kapítuli.  Tveir almyrkvar á tungli verða árið 2014, á páskahátíð og laufskálahátíð, og tveir - verða árið 2015 á sömu hátíðum, þ.e. páskahátíð og laufskálahátíð.

Á milli verður svo almyrkvi á sól, 20. mars 2015, sem er daginn fyrir hinn trúarlega, Biblíulega nýársdag Ísraelsmanna sem er á hebresku 1. Nissan, sem er sá dagur sem Drottinn sagði að skyldi vera fyrsti dagur ársins.

Athygli vekur að deildarmyrkvi verður á sól 13. september, daginn fyrir hinn almenna nýjársdag (Rosh Hashanah) í Ísrael sem er á hebresku 1. Tishri. Hefur það einhverja merkingu? Er þessi dagur „minna virði" enn hinn Biblíulegi nýársdagur? 

Þetta fyrirbrigði „4 mána almyrkvi á tungli" er eins og áður segir, fremur sjaldgæft.  Frá árinu 1733 til 1908 kemur það aldrei fyrir, en á 20. öld 5 sinnum og á 21. öld 6 sinnum.

4

Frá fæðingu Jesú hefur það aðeins sjö sinnum tengst þessum Ísraelsku hátíðum, þ.e. árin: 162/163 - 795/796 - 842/843 - 860/861 - 1493/1494 - 1949/1950 -1967/1968. Með 2014/2015 verður það átta sinnum. Ekki verða fleiri sem tengjast ísraelskum hátíðum næstu 400 árin. Það vekur líka athygli að þetta er alltaf tengt tveim sömu hátíðum Ísraelsmanna þ.e. páskum og laufskálahátíð sem eru fyrsta og síðasta hátíðin af þeim 7 hátíðum sem Drottinn bauð Ísraelsmönnum að halda. Sjá 3. Mósebók 23. kafli.

Þegar athugað er samband „4 mána almyrkva á tungli" við þessar ísraelsku hátíðir kemur í ljós að þetta fyrirbrygði á tunglinu getur verið á tímabilinu mars - júní og september - desember. Þar af oftast á tímabilinu apríl - maí og september - október. Til að útskýra af hverju það er þyrfti stjörnufræðinga. Aftur á móti held ég að það stæði í stjörnufræðingum að útskýra af hverju það gerist eitthvað afdrífaríkt varðandi Ísrael, kirkju Krists eða jafnvel á heimsvísu þegar þetta tengist þessum hátíðum Ísraelsmanna.

passover_1248770.png 

 

 

 

 

 

 

 Minni heimildir eru til um fyrstu fjögur skiptin, eftir fæðingu Jesú, sem þetta á sér stað enn síðar varð, þ.e. „4 mána almyrkvi á tungli" sem tengist þessum hátíðum Ísraelsmanna. Frá 1493/1494 eru til mun meiri heimildir.

5

Árin 162/163 „4 mána almyrkvi á tungli"  Tengist verstu ofsóknum á Gyðingum og Kristnum í sögu Rómverska Heimsveldisins.

Árin 795/796 „4 mána almyrkvi á tungli" Frakkland  Karlamagnús konungur hins Rómverska Heimsveldis stofnaði belti héraða eða greifadæma milli Frakklands og Spánar, Marca Hispanica, eftir endilöngum Píreneafjöllum, eins og stuðpúða milli Frakklands og Spánar, til að stöðva aldalanga ásókn Araba til Vestur Evrópu.  (Sjá kort hér til hliðar)

Spánn

Árin 842/843 „4 mána almyrkvi á tungli"  Skömmu síðar réðust múslímar frá Afríku á Vatíkan kirkjuna í Róm og rændu þar og rupluðu.

Árin 860/861 „4 mána almyrkvi á tungli"  Skömmu síðar sigraði býzantíska keisaradæmið heri Araba í orrustunni við Lalakaon í Tyrklandi og stöðvaði þar með að fullu innrás múslima til Austur Evrópu.

Árin 1493/1494 „4 mána almyrkvi á tungli" Gyðingar ofsóttir og reknir frá Spáni

Gyðingar ofsóttir og reknir frá Spáni  Árið 1492 voru 800.000 Gyðingar, sem ekki vildu taka kaþólska trú, reknir frá Spáni.  Var þeim gefinn fjögurra mánaða frestur til að fara. Þeir sem tóku kaþólska trú voru kallaðir Conversos. Þó nokkur hluti gyðinga gerðust kaþólskir til málamynda en  iðkuðu sína Gyðinglegu trú á laun. Þeir Gyðingar sem það gerðu voru kallaðir Marranos sem merkir svín. Það komst upp um marga þeirra því tug þúsundir þeirra voru pyntaðir til að reyna til að fá þá til að segja til annarra Gyðinga sem einnig iðkuðu trú sína á laun. Margir þeirra voru bundnir við staur og brenndir lifandi. Land þeirra og aðrar eignir tóku krúnan og kaþólska kirkjan og skiptu á milli sín.

6

Árin 1949/1950 „4 mána almyrkvi á tungli"

13. apríl 1949 / 7. október 1949

2. apríl 1950 / 26. september 1950

Frelsisstríð Ísraelsmanna  29. nóvember 1947 lögðu Sameinu Þjóðirnar fram áætlun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, annað fyrir Araba og hitt fyrir Ísraela.  Samkvæmt skiptingunni átti Ísrael að fá 55% landsins og Arabar - 43%.  Afgangurinn, Jerúsalem og Betlehem skyldi vera aðskilið og stjórnað af Sameinuðu Þjóðunum, UN. Ísrael samþykkti þetta

palestine_1248772.png

 

  

Kort af Tillögu Sameinuðu Þjóðanna að skiptingu Palestínu milli Ísraela og Araba 1947

Ísrael appelsínu rautt/gult, Arabar gult.

Wikipedia: 1948 Arab-Israeli War.

 

14. maí 1948, lýsti Davíð ben Gúríon yfir stofnun ríkisins, Eretz-Israel, landið Ísrael, sem við í daglegu tali nefnum Ísrael.  Nokkrum klukkutímum seinna, á miðnætti 15. maí 1948, féll stjórnarumboð Breta á Palestínu úr gildi og Ísrael varð fullvalda ríki.  Aðeins örfáum klukkustundum síðar, réðust herir Egypta, Jórdaníu, Sýrlands og Íraks á Ísrael. Það stríð endaði 10. mars 1949 með vopnahléi og afmörkun landa

map.png

 

Kort af Ísrael eftir sjálfstæðisstríðið 1948 - 1949

Eins og sést á kortinu (Ísrael blátt, Arabar gult) hefur landsvæði Ísraela stækkað

til muna frá tillögu Sameinuðu Þjóðanna sem Ísrael samþykkti en Arabar höfnuðu.

Litli ljósi bletturinn á miðju kortinu er Jerúsalem og umhverfi.

 

 8

Um þetta vopnahlé samdi Ísrael við Egyptaland, Líbanon, Jórdaníu og Sýrland.  Þessi ríki skrifuðu undir, en ekki Írak.  Þess má geta að Jerúsalem var skipt í tvennt, Austur - og Vestur Jerúsalem, þar sem gamli borgarhlutinn með Musterishæðinni tilheyrði Austur Jerúsalem sem var undir yfirráðum Jórdaníu.  Þessi landamæralína hélst þangað til 1967.

fani.jpg

 

 

Kapteinn Avrham Adan setur upp Blek Fánann (The ink flag), við Umm Rash (staður sem nú er innan Eilat) til merkis um endalok frelsis stríðsins 1948 -

1949. Wikipedia: Arab-Israeli War.

 

 

 

Blek Fáninn (The Ink Flag) varð þannig til að þegar til átti að taka var herdeildin ekki með neinn fána. Hermennirnir fundu hvítan dúk og drógu á hann tvö strik með bleki og saumuðu á hann Davíðsstjörnu sem þeir rifu af skyndihjálpar setti.

Árin 1967/1968 "4 mána almyrkvi á tungli" 9

Á páskum 24. apríl 1967,

á laufskálahátíð 18. október 1967,

á páskum 13. apríl 1968,

á laufskálahátíð 6. október 1968.

6 daga stríðið, 5 - 10 júní 1967:

Aðdragandi þess var sífellt meiri þrýstingur frá nágrannaríkjum Ísraels.  Egyptar drógu saman mikinn her á Sínaískaga sem samanstóð af u.þ.b. 100.000 hermönnum, 950 skriðdrekum, 1.100 APCs vopnuðum herflutningavögnum, meira enn 1.000 fallbyssum og öðrum herbúnaði.  Hin ríkin, Jórdanía og Sýrland höfðu komið sínum herjum fyrir meðfram ísraelsku landamærunum.  Auk þess sendu Írakar 100 skriðdreka ásamt sveit fótgönguliðs til Jórdaníu og komu sér fyrir nálægt landamærum Jórdaníu og Ísraels.  Einnig komu flugmenn sem sjálfboðaliðar frá pakistanska hernum arabísku herjunum til hjálpar.  Þá voru Arabar líka styrktir með flugvélum frá Líbýu, Alsír, Marokkó, Kúveit og Sádi Arabíu.

2. júní kölluðu Jórdanir saman fund í Ramalla, með yfirmönnum og leiðtogum á vesturbakkanum og í Ramalla, til að tryggja sér stuðning þeirra og hjálp og fullvissuðu þá um að það tæki þá þrjá daga að ná til TelAvíf.  Á þessu sést að spennan milli Ísraels og áður nefndra ríkja var orðin mjög mikil.  Það má segja að undir lokin hafi ísraelski herinn verið orðinn eins og spenntur bogi, þaulæfður og vel skipulagður með ákveðin hernaðar plön.

Til marks um hve þaulæfðir þeir voru, þá gátu flugmenn þeirra farið fjórar árásarferðir á dag, með því að lenda, taka eldsneyti og vopn og taka á loft, meðan flugherir andstæðinganna gátu aðeins farið eina til tvær árásarferðir á dag.  Þetta varð til þess að ísraelski flugherinn gat, á einum degi, nánast eytt egypska flughernum ásamt flugherjum hinna landanna.  Vegna þessa héldu andstæðingarnir að Ísrael fengi hjálp frá flugherjum annarra landa.  Þegar Ísraelsmenn sáu að ekki yrði komist hjá átökum, vissu þeir líka að vænlegra til árangurs væri að verða fyrri til og að þá gætu þeir líka notað þaulhugsaða hernaðaráætlun sína.

10

Að morgni 5. júní 1967 gerði ísraelski flugherin árasir á egypska flugvelli og nær gereyddu egypska flughernum á jörðu niðri.  Að því loknu gerðu þeir sams konar árásir á Jórdaníu og Sýrland.  Að kvöldi þessa fyrsta dags stríðsins hafði ísraelski flugherinn gereytt u.þ.b. 450 flugvélum og eyðilagt mestan hluta af flugvöllum andstæðinganna og höfðu algjör yfirráð í lofti yfir Ísrael, Gólanhæðum í Sýrlandi, Vesturbakkanum og Sínaíeyðimörkinni.

7. júní náði Ísrael fullum yfirráðum yfir Austur Jerúsalem og þar með gamla borgarhlutanum með Musterishæðinni og Vestur Múrnum (Grátmúrnum) og hafa þeir haldið þeim yfirráðum.

Þegar Ísraelsmenn höfðu unnið Austur Jerúsalem gekk einn æðsti foringi þeirra á Zíonfjall, að gröf Davíðs, og hrópaði: "Davíð konungur, ég tilkynni að Jerúsalem er unnin!".

hermenn.jpg

 

 

Þekkt mynd David Rubinger´s af Ísraelskum fallhlífahermönnum við Vesturmúrinn ( Grátmúrinn ) skömmu eftir að Ísraelsmenn tóku Austur Jerúsalem. Wikipedia: Six day War.

 

 

 

 

11

Að loknu 6 daga stríðinu, 10. júní höfðu Ísraelsmenn gjörsigrað andstæðingana og lagt undir sig Sínaí Skagann, Gaza, Austur Jerúsalem, Vesturbakkann og Gólanhæðir.

golan_hae_ir.png

 

Yfirráðasvæði Ísraels fyrir og eftir 6 daga stríðið.  Ljósasta svæðið er umráðasvæði Ísraela fyrir stríðið, Það ljósbleika er það svæði sem Ísrael vann í stríðinu. Wikipedia: Six day war.

 

 

 

 

 

 

Eftir Camp David samkomulagið árið 1978, afhentu Ísraelsmenn Egyptum Sínaí Skagann.

Hvaða eftirmæli ætli „4 mána almyrkvi á tungli" 2014/2015 fái, Það kemur í ljós.  Það er a.m.k. óþarfi að láta það koma sér á óvart vegna þekkingarleysis.

Þessi grein er ekki annað en það sem henni var ætlað að vera, fyrst og fremst samansafn helstu staðreynda um „4 mána almyrkva á tungli" (4 Blood Moons).

25. mars 2014

12

Helstu heimildir:

Biblían; íslensk útgáfa 1981; Hið íslenska Biblíufélag.

Mannkynssaga; Ólafur Þ Kristjánsson; Fyrra hefti; Bókaútgáfa Þorsteinn Jónsson h.f. 1951.

Heimkoma Ísraels Endurkoma Krists, Erling Ström, þýðing Jón Sigurðsson,

Útg. Blaða og Bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykjavík.

Hebreskt Almanak: 2012 Biblical/Jewish Calendar.

Stjörnufræðivefurinn: stjornufraedi.is

YouTube: Nokkur vídeó um „Blood Red Moons". John Hagee, Mark Bilts, Perry Stone.

Wikipedia, the free encyclopedia: 1948 Arab-Israeli War; 1949 Armistice Agreements.

Wikipedia, the free encyclopedia: Six Day War; Origins of the 6 Day War; Operation Focus.

Wikipedia, the free encyclopedia: Marca Hispanica.

Wikipedia, the free encyclopedia: Eclipse cycle.

NASA: nasa.gov: NASA Eclipse Web Site; Index to Five Millennium Catalog of Lunar Eclipses.

NASA: nasa.gov: Catalog of Lunar Eclipses: 1401 to 1500; Lunar Eclipses: 2011 - 2020.

World Watch Daily KOENING International News: watch.org.

americaslastdays.blogspot.com: 214 - 2015 blood moons, solar eclipses and lunar eclipses

on Jewish feasts days The future of Israel.

real-world-news.org/sky-signs html: Signs in the Sun, Moon & Stars.

Pray 4 Zion: pray4zion.org: The Coming Blood Moons

Pray 4 Zion: pray4zion.org: The Biblical Feasts.

sofar_horn.jpg

 

 

 


Hvaða atburði mun blóðmáni þessi bera í skauti sér?

Hérna er bréf sem vinur minn sendi mér 12 mars á þessu ári, og á hann við blóðtungl það sem greint er frá á Mbl.is síðastliðinn miðvikudag.  Þetta er svo merkilegt efni að mér finnst það tilvalið að birta það hér á bloggsíðu minni.  Byrjar hér bréfið:

Í nokkur ár hafa menn verið að taka eftir því að svo kölluð blóð tungl, það er þegar tunglið birtist rautt á fullum tunglmyrkva hafa skarast á hátíðir Gyðinga í fortíðinni og svo í náinni framtíð. en það verður á þessu ári  2014 og á næsta ári 2015. En þá hafa í sögunni alltaf orðið erfiðleikar og oft stríð En í sköpunar sögunni í Biblíunni er sagt frá því að Guð setti Sólinna Tunglið og stjörnurnar til að greina nót frá degi og til að marka tíðir, daga og ár og til tákns. 

Í Biblíunni er texti í Jóel 3:4. Sólin verður myrk og tunglið sem blóð áður en dagur Drottins kemur, hinn mikli og ógurlegi.  En þessi blóð tungl hafa alltaf birst 4 í röð, á 2 árum þar sem þau hafa skarast inn í hátíðir gyðinga

á 1 árinu á Páskum og síðan á laufskálahátíð,

á 2 árinu á Páskum og síðan á laufskálahátíð.

8 skiptið sem þau hafa birst 4 í röð á 2 þúsund árum er núna á þessu ári 2014 og svo 2015. 

Þekkt blóð tungl í sögunni voru, 4 í röð.

1493 - 1494. en 1492 var öllum gyðingum á Spáni boðið að taka kaþólska trú annars yrðu þeir reknir frá Spáni.

Kólumbus fór líka sínu fyrstu ferð til Ameríku sama ár 1492 og sína síðustu ferð 1498 og nokkrar inn á milli.

Síðan voru 4 í röð 1949 - 1950.   En frelsistríðið í Ísrael var 1948 - 1949

Síðan voru 4 í röð 1967 - 1968.  En sex daga stríð Ísraelsmanna var 1967

Og svo verða 4 í röð 2014 - 2015.   Þeir verða 15. Apríl og 8. Október 2014

Sólmyrkvi er 20. Mars 2015.   Og svo 4. Apríl, og 28. September 2015

Hérna er síða um Blóð tungl með ártölum hvenær þau voru í sögunni og hvenær þau verða.

 http://watch.org/showart.php3?idx=104119

 

Og líka síða sem nær lengra aftur í tímann þar sem þessi blóð tungl birtust, atburðir og stríð þá sem höfðu áhrif á mannkyns söguna.   Og hvernig fólk trúir að þetta séu tákn frá Guði um og hvernig þessi blóð tungl komi inn í síðustu tíma og merki endur komu Jesú.   En Biblían segir frá því að Jesús komi aftur til Jarðarinnar á sama hátt og hann fór til Himna.

 http://www.pray4zion.org/TheComingBloodMoons.html

 Og líka vídeó um 4 næstu blóð tungl með perry stone.

 http://www.youtube.com/watch?v=uiZo6p5v0Uc

En hvað er það sem fólk hefur kallað blóð tungl, það er þegar tunglið birtist rautt.   Það gerist í fullum tunglmyrkva þegar Jörðin varpar skugga sínum á tunglið og geislar Sólarinnar skína í kringum jörðinna inn í andrúmsloftið, en þá myndast þessi rauða birta og endurvarpast á tunglið sem verður þá rauð litað.

 http://earthsky.org/space/why-does-the-moon-look-red-during-a-total-lunar-eclipse

 http://scienceblogs.com/startswithabang/2011/02/01/why-the-moon-turns-red-during/

Hérna er síða frá Nasa hvenær það eru tunglmyrkvar.   Það er hægt að bera saman dagatalið um tunglmyrkvana og dagatalið um hátíðir Gyðinga saman.   þá sér maður að tímasetningin passar saman, en þá falla blóð tunglin inn í hátíðir Gyðinga fyrir árin 2014 - 2015.

 http://eclipse.gsfc.nasa.gov/lunar.html

 Hérna er síða frá Nasa hvenær það eru sólmyrkvar

 http://eclipse.gsfc.nasa.gov/SEdecade/SEdecade2011.html

 hér er síða með dagatali þar sem allir tunglmyrkvar og sólmyrkvar eru sýndir

 http://www.seasky.org/astronomy/astronomy-calendar-2014.html

 Og líka síða með dagatali um hvenær Hátíðir gyðinga eru.

 http://www.chabad.org/holidays/default_cdo/year/2014/jewish/2014-Holidays.htm

 https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/Judaism/festivals.html

Hérna eru síður um Biblíuleg brúðkaup Gyðinga til forna og það er síðan tengt við Jesú að hann er okkar brúðgumi eins og Biblían talar um.

En í síðunni er sagt frá því hvernig brúðkaupið fór fram frá upphafi þess og til enda.   þar er margt skemtilegt eins og það að fyrst var giftingar sáttmálinn Gerður, síðan yfirgaf brúðguminn brúðina til þess að gera handa henni sérstakt herbergi í húsi föður hans þar sem þau yrðu 2 saman, síðan gátu liðið allt að 12 mánuðum þar til brúðguminn kæmi að sækja brúðina sína, en hann kom venjulega þegar líða tók að miðnætti og þá var blásið í lúður og fólk dansaði og hrópaði á götunum, En þá tók brúðguminn brúðina og fór með hana í hús föður síns til þess að þau gætu verið 2 saman í 7 daga í þessu herbergi sem hann útbjó handa þeim.

Jesús kom til Jarðarinnar til þess að borga okkar gjald, til þess að við gætum þá verið hans börn, synir og dætur.   En hver er brúðurinn nema þeir sem hann borgaði gjaldið fyrir.  Hann borgaði þetta gjald sem Biblían segir frá að sé hinn nýi sáttmál milli Guðs og manna, sem hann undiritaði með blóði sínu sem rann á Golgata þegar hann var negldur á Kross.

Í Biblíunni er talað um 7 ára þrengingar tíma þar sem andkristur mun ríkja. 

Kemur Jesús núna á okkar dögum til þess að taka brúði sína til þess að vera með henni  í 7 ár á meðan að þrengingar tímar eru á Jörðinni sem Biblían talar um?

 http://www.opendoorministrieswv.org/ancientjewishwedding.html

 http://www.returntogod.com/hebrew/wedding.htm

 það er vitnað í síðunni fyrir ofan frá Jesia 26:20-21.  

 20 Gakk þú, þjóð mín, inn í herbergi þitt og lyk aftur dyrunum á eftir þér. Fel þig skamma hríð, uns reiðin er liðin hjá.

21 Því sjá, Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir þeirra. Jörðin mun birtast láta blóðið, sem á henni hefir verið úthellt, og hún mun ekki lengur hylja þá, sem á henni hafa myrtir verið.

 http://www.wordplanet.org/is/23/26.htm

Hérna er merkilegt Vídeó um draumsýn sem maður sá, um blóð tungl og endurkomu Jesú, en Jesús kom í draum sýninni þegar engin átti von á.  Biblían segir frá því að Jesús komi aftur þegar engin á von á því, hann segir látið mig ekki Finna ykkur sofandi, Það segi ég ykkur vakið því engin veit dagin eða stundinna.

 http://www.youtube.com/watch?v=_t3nKgSPXMI

Og líka síður um friðarviðræður Ísraels og Palestínu, en þeir setja tímapunkt til 29 Apríl (þetta bréf er ritað 12 mars 2014) en þá er reyndar deildar sólmyrkvi sama dag, það er hægt að lesa um hann á síðunni fyrir ofan.  og þá á að vera búið að ganga frá einhverju í þessum friðar viðræðum til þess að hefja nýja ramma áætlun um frið og öryggi á þessu svæði skilst mér.  Kemur Jesús aftur eftir að þessi friðar samningur milli Ísraelsmanna og palestínumanna verður undiritaður, kannski í kringum þessi blóð tungl?  Engin veit það nema Guð.

En hvað átti brúðurinn að gera áður fyrr í Ísrael þegar hún var að bíða eftir brúðgumanum?

hún átti að vera viðbúin komu hans, vera tilbúin í brúðar fötunum.

En Jesús segir okkur að vaka allar stundir og biðja, lifa í honum, vera viðbúin komu hans.

http://nyulocal.com/national/2014/02/20/john-kerrys-plan-for-israel-palestine-peace-talks-going-as-smoothly-as-expected/

http://www.usatoday.com/story/news/world/2014/02/03/israel-palestine-troops-jewish-state-peace/5189139/

http://www.jpost.com/Diplomacy-and-Politics/US-expects-delay-on-Israeli-Palestinian-peace-talks-Kerry-framework-rollout-340229

Kær kveðja.

Steindór.

 


mbl.is Blóðmáninn sést ekki frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband