Fyllið körfur ykkar

   Sunnudag nokkurn tilkynnti hinn innfæddi prestur Kwoi kirkjunnar, að hann óskaði eftir að allar konur, sem gætu, kæmu daginn eftir til að hjálpa honum við að bera kornið heim af akrinum.  Íbúar Nígeríu hafa ekki vagna, flutningabíla eða hesta til þess að flytja uppskeruna í.  þeir bera miklar byrðar á höfðinu.  Stundum eru akrarnir í tíu mílna fjarlægð frá heimilum þeirra.  Þess vegna hjálpar fólkið oft hvert öðru til að bera uppskeruna heim.

    Daginn eftir að presturinn gaf út tilkynninguna, þá komu konurnar og stúlkurnar með körfur sínar.  Litlar körfur, stórar körfur, gamlar og nýjar.  Það sáust allar tegundir af körfum þennan dag.  Konurnar gengu eftir mjóa gangstígnum úr á akur prestsins.  Þetta var glaður hópur, þær sungu og töluðu á leið sinni út á akurinn, en hann var í sjö mílna fjarlægð.  Margar af litlu stúlkunum voru að reyna að rifja upp kórana, sem þær höfðu lært í sunnudagaskólanum.

    Þegar þær komu út á akurinn, þá settu þær korn í körfur sínar.  Margar tóku lítið korn, sumar botnfylltu aðeins körfur sínar.  Aðrar fylltu upp að brún.  Ein kona tók svo mikið korn, að áður en hún komst alla leið til baka, þá sviku kraftarnir hana,  svo að sonur hennar varð að bera körfuna það, sem eftir var leiðarinnar.  "Hvers vegna gerðir þú þetta"? spurðu sumir af vinum hennar. "Hvers vegna fylltir þú hana?  Þú færð ekkert borgað fyrir þetta."

    Konan brosti aðeins og svaraði: "Ég gerði þetta af því, að ég elska prestinn og Jesúm"  Þegar konurnar komu á heimili prestsins þá var þeim sagt að setjast niður og bíða.  Loksins þegar sólin var að setjast, þá var komið með síðustu körfuna.  Hver kona sat með sína körfu fyrir framan sig.  Sumar körfurnar voru fullar aðrar sem sagt tómar.  Nú kom presturinn, og brosandi þakkaði hann sérhverri af konunum fyrir þá hjálp, sem þær höfðu veitt.  Síðan bætti hann við: "Hver ykkar má eiga það sem hún kom með."

    Ó, þvílík hrifning.  Engin af þessum konum átti mikið eftir í lófa sínum.  Að fá gjöf sem þessa, meðan þær biðu eftir uppskerunni, það var of gott til að geta verið satt.  Sumar af konunum táruðust jafnvel af gleði.  Aðrar þökkuðu prestinum.  Enn aðrar blygðust sín og gengu í burt.  "Ef ég hefði vitað þetta, þá hefði ég tekið stærri körfu," sagði önnur.  "Hvers vegna sagði hann okkur ekki að þetta væri fyrir okkur?" sögðu sumar.  "Við hefðum getað beðið ættingja okkar og vini að koma og hjálpa."

    Meðan sumar gengu heim fagnandi, þá fóru aðrar heim hryggar og skömmustulegar.  Þær reyndu að fela það litla sem þær höfðu komið með í körfum sínum.  Þær skildu að vegna sjálfselsku þeirra og leti, þá fengu þær aðeins lítið korn.

    Sumar konurnar höfðu ekki farið.  Þær sögðust hafa nóg að gera þó að þær færu ekki að hjálpa einhverjum öðrum.  En þegar þær heyrðu hvað hefði skeð þá fóru þær snemma næsta morgun til prestsins og buðust til að hjálpa honum að bera kornið heim.  Presturinn brosti um leið og hann sagði hljóðlega: "Þið komuð of seint.  Kornið var borið heim í gær."

    Næsta sunnudag er allir voru samankomnir í kirkju, þá talaði presturinn um það sem skeð hafði.  "Mörg ykkar munu verða vonsvikin á uppskerudegi Guðs," sagði hann einlæglega.  "af hverju ekki að byrja að vinna fyrir hann nú?  Fyllið körfur ykkar af þjónustu fyrir hann.  Færið honum sálnauppskeru, og hann mun endurgjalda ykkur mikið meira en ég gerði í s.l. viku."

Hvernig körfu notur þú fyrir Jesúm?  Starfa þú ötullega fyrir hann, þá munt þú ekki verða fyrir vonbrigðum.

Afturelding 5. tbl. 1965.  Lýdía Haraldsdóttir þýddi.

 


mbl.is Hélt jól í móttökustöð flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband