Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allra landmanna og allra þeirra sem veikjast og slasast alvarlega á ferðalögum um landið

Eins og flestum er kunnugt hófu Valsmenn framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu svonefnda vorið 2015. Samkvæmt þeim teikningum sem gerðar hafa verið af fyrirhugaðri byggð á svæðinu verða háreistar byggingar í fluglínu 06/24 neyðarflugbrautarinnar svonefndu en það þýðir að aðflug verður ekki mögulegt og flugbrautin því úr sögunni.
Hefur verið djúpstæður ágreiningur um málið milli borgarinnar og ríkisins. Það samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013 var háð því skilyrði að Rögnunefndin hafi skilað áliti sínu. En flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin hefur bent á sem hentugan stað fyrir innanlandsflugvöll er varla inn í myndinni á næstunni. Þjóðfélagið hefur engan veginn efni á byggingu nýs flugvallar og mikil óvissa er um hvort Hvassahraun henti sem flugvallarstæði m.a. vegna veðurfarslegra ástæðna.

Fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir fól ISAVIA að meta þá áhættu sem myndi fylgja því að láta loka neyðarbrautinni. En áhættuhópur var skipaður vorið 2014 sem skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að talið var að áhrifin við lokun 06/24 brautarinnar myndu hafa miklar afleiðingar fyrir flugöryggi. En sú skýrla var ekki birt opinberlega.

Skömmu síðar var ný skýrsla kynnt sem gerð var opinber í desember 2015 sem var byggð á verkfræðistofunni EFLU sem sögð var vera „óháður aðili“. En þar voru allt aðrar upplýsingar kynntar þar sem nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar var talinn verða 97%.

Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd af fagaðilum og hagsmunaaðilum í fluginu og flugmönnum á þeim forsendum að EFLA tók ekki með inn í reikninginn vindhviður og bremsuskilyrði sem stangast á við reglugerðir frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). En slíkt þarf að hafa í huga þegar ráðist er í aðgerðir eins og að loka flugbraut. Var skýrslan notuð sem dómsgögn í deilumáli milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Sem varð til þess að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og var farið fram á í júní að neyðarbrautinni yrði lokað og íslenska ríkinu gert að standa við samninga sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði um sölu á landinu til Reykjavíkurborgar.

Hefur þetta mál valdið töluverðri reiði á meðal fólks tengt flugi á Íslandi þar sem verkfræðiskrifstofan Efla sem var fengin til að gera skýrslu með útreikningum út frá faglegu sjónarmiði virðist eiga hagsmuna að gæta í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið eigi lóð á svæðinu. Og hafi því hugsanlega gætt hlutdrægni í mati verkfræðiskrifstofunnar á nothæfistuðli Reykjavíkurflugvallar án neyðarflugbrautar.

Vill undirritaður hvetja komandi ríkisstjórn og Alþingi íslendinga til að taka málið upp á sína arma. Það er hægt með löggjöf að bjarga flugvellinum og það á að gera. Hæstiréttur hefur aðeins fellt dóm um að gjörningur borgarstjórans fyrrverandi og innanríkisráðherrans standist lög sem slíkur og var þá ekki tekið tillit til flugöryggis eða annarra þátta, en enginn bannar þinginu að taka nýja ákvörðun út frá hagsmunum þjóðarinnar.
Þeir sem glöggt þekkja til þessa máls hafa bent á að vel mætti koma öllu byggingamagni fyrir á svæðinu með því að hliðra til byggð og lækka hæstu byggingarnar um nokkrar hæðir. Það er augljóst að í skipulagi byggðarinnar að í fluglínu 06/24 flugbrautarinnar er gert ráð fyrir háum byggingum. Virðist mér að það sé gert af ásettu ráði af hálfu Borgarstjórnar til þess að hefja niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Ef Reykjavíkurborg kemst upp með þetta hvert verður þá framhaldið? Verður næsta skrefið að spilla fyrir þeim tveimur flugbrautum sem eftir verða?

Það er engum blöðum um það að fletta að opnun neyðarflugbrautar á Keflavíkurflugvelli í stað þeirrar á Reykjavíkurflugvellli er öllu lakari kostur. Mundi opnun brautarinnar þar samkvæmt útreikningum kosta 280 milljónir. Mundi það lengja flutningstíma sjúklings um 40 mínútur.


mbl.is „Það var dálítill hiti í mönnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur um svonefndar ESB-aðildarviðræður afhjúpaður af ESB!

Sumir flokkar virðast ætla að leika sama blekkingarleikinn og Samfylkingin og VG léku á tíma Jóhönnu­stjórnarinnar. En hann fólst í því að landsmenn gætu fengið að "kíkja í pakkann" að afloknum aðildarviðræðum við ESB. Látið var í veðri vaka að umsóknin að ESB og aðildarferlið væru aðeins samningaviðræður við sambandið með það að markmiði að "landa góðum samningi". Í frétt Mbl.is í dag notar Björt framtíð einmitt þetta sama orðalag en sá flokkur hefur lýst yfir vilja til að ganga í sambandið. Samfylkingin heldur blekkingarleiknum áfram og talar um að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um frek­ari viðræður um aðild Íslands að ESB. Taka Viðreisn og Píratar í sama streng og samkvæmt frétt á Mbl.is í dag virðist VG vera reikandi í þessu máli.

Seint á síðasta ári sendi Svavar A. Jónsson, sóknarprestur á Akureyri fyrirspurn til ESB þar sem hann grennslaðist fyrir um eðli umsóknar og hvort í slíkri um­sókn fæl­ist að kanna án skuld­bind­inga hvað væri í boði eða hvort í henni fæl­ist yf­ir­lýs­ing um vilja til þess að ganga í sambandið.

Fékk hann það svar sem var í stuttu máli “að reglur ESB eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB.”

Flestum er í fersku minni ESB-aðildar-vegferð vinstri stjórnar Samfylkingar og VG en hún var byggð á flóknu baktjaldamakki samkvæmt því sem Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar greindi frá í febrúar á síðasta ári.

Fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst að fá þingmenn VG á sitt band til að taka þátt í ESB-aðildarferlinu með hótunum um skjótan dauða hinnar langþráðu vinstri stjórnar. Ekki tókst það alveg því hún þurfti að láta einn þeirra, Jón Bjarnason, fara, því ekki vildi hann halda áfram með þann blekkingarvef sem hinar svonefndu ESB-aðildarviðræður voru. En þær voru ekki samningaviðræður, heldur umsókn Íslands að ESB og aðildarferli sem haldið var leyndu fyrir þjóðinni. Aðildarviðræðurnar sigldu í strand seint á tíma Jóhönnustjórnarinnar, en látið var í veðri vaka að um hlé á viðræðum væri að ræða.

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 2013 veittust fyrrverandi stjórnarflokkar að hinni nýju ríkisstjórn og kröfðust áframhalds ESB-aðildarviðræðna. En ríkisstjórnarflokkarnir höfðu gengið til kosninga með það að meginstefnu að hætta ESB-aðildarviðræðum. ESB-flokkarnir töpuðu illilega í kosningunum.

Að gera kröfu um að sigurvegarar með umboð gegn ESB-aðild spyrji þjóðina hvort hún vildi halda áfram misheppnuðum aðildarviðræðum var vægast sagt fáránlegt.

Síðan ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. kvaddi aðildarferlið í janúar 2013 hefur ástand innan Evrópu­sambandsins snarversnað. (Má þar nefna gengislækkun evrunnar, óstjórn hvað varðar móttöku flóttafólks, Brexit o.fl.) En þá hafði aðeins 11 af 33 samningsköflum verið lokað frá 2009. Ferlinu lauk með ágreiningi um kaflana um sjávarútveg og landbúnað þegar rann upp fyrir íslensku stjórnarherrunum að ESB krafðist aðlögunar í ferlinu og í bókum Brusselmanna væri ekkert til sem heitir könnunarviðræður.

Það má rekja upphaf nýja flokksins Viðreisnar til þráhyggju vegna þess að með kosningunum 2013 urðu þáttaskil í ESB-málinu. Aðildarbröltinu var hafnað.

Hérna eru 2 fróðlegar fréttir sem fjalla um þetta mál:

www.mbl.is/greinasafn/grein/1505686/

www.mbl.is/greinasafn/grein/1429386/

www.t24.is/?p=1098


mbl.is Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu

Það er athyglisvert að aðild Íslands að Evrópusambandinu, undir þeim formerkjum að taka upp gjaldmiðilinn Evru sé enn í umræðunni. Þrátt fyrir að árum saman hafi skoðanakannanir leitt í ljós að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Þær skoðanakannanir voru að engu hafðar þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna ákvað að sækja um aðild að ESB í júli 2009. Þessar aðildaviðræður voru síðan settar á ís af sömu ríkisstjórn snemma árs 2013.

Frá því sótt var um aðild að ESB 2009 voru nánast einu rökin fyrir aðild þau, að Íslenska krónan væri ekki lengur nothæf sem gjaldmill. Því væri það eina raunhæfa leiðin að ganga í ESB og myntbandalag þess og taka upp evru.

Francois Heisbourg sem er einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðstjórnmálum sem gefið hefur út bókina "Endalok evrópska draumsins" telur að Íslendingar eigi ekki að taka upp evru. Hann tók svo djúpt í árinni á fyrirlestri sem hann flutti í Háskóla Íslands 2014 að "Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu". Hann sagði að fulltrúar á Evrópuþinginu séu að verða mjög þreyttir á því að ráðstafanir sem gerðar hafi verið á evrusvæðinu séu litlu að skila. Efnahagsvöxtur sé sáralítill. Atvinnuleysi sé fast í um 12% á evrusvæðinu. "Einhvers staðar, einhvern tíma mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum." Á sama tíma og verið væri að innleiða margvíslega þætti sem stuðla eigi að auknum efnahagslegum samruna evruríkjanna þá hafi menn verið að endurreisa bankakerfið á grundvelli einstakra ríkja. Nefndi hann sem dæmi að stóru bankarnir fjórir í Frakklandi sem áður hafi verið á alþjóðlegum markaði, spili nú á innanlandsgrunni. Sama þróun hafi verið í Þýskalandi og á Ítalíu hafi menn í raun aldrei komist út fyrir landssteinana hvað bankana snertir, sama sé upp á teningnum á Spáni, þar hafi sama þróunin átt sér stað. Sagði Heisbourg að tæknilega séð sé tiltölulega auðvelt fyrir þessi lönd að ganga út úr evrusamstarfinu. Og í raun séu evruríkin á fullu við að undirbúa að evran líði undir lok og ætla þá að vera tilbúin að taka upp eigin gjaldmiðil að nýju. Sagði hann að evran auki á vandann í frjálsu flæði vinnuafls milli landa og að löndum eins og Svíþjóð og Danmörku vegni vel vegna þess að þau eru með sinn eigin gjaldmiðil. Með öðrum orðum að evran væri ekki að skila tilætluðu hlutverki sínu. Sagðst Hedelbourg eiga mjög erfitt með að skilja rökin fyrir því að Íslendingar taki upp evru við núverandi aðstæður.

Ég vil taka undir með Heidelbourg að upptaka evru þjónar alls ekki hagsmunum Íslands. Og því er það hverjum manni augljóst að við höfum ekkert að gera inn í Evrópusambandið heldur. Við getum bjargað okkur sjálf með eigin gjaldmiðil, en hann gefur okkur færi á að fella gengið þegar okkur hentar. Hjá evruríkjunum er það ekki hægt og þörf er á að beita aðhaldsaðgerðum með niðurskurði og uppsögnum opinberra starfsmanna. Sveigjanleiki krónunnar er kostur á vissan hátt.

Ég vil hvetja komandi ríkisstjórn Íslands að halda sér utan ESB og Evru myntbandalagsins, því það tel ég vera þjóðinni fyrir bestu.

Endurbirt og lítillega breytt grein undirritaðs frá 2. maí 2014.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is „Krónan búin að vera dýrt spaug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að taka á baráttumálum sínum af festu og hefur á stefnuskrá sinni alla málaflokka sem varða hagsæld og öryggi þjóðarinnar

Nú fer að líða að kosningum aftur og ekki ár liðið frá síðustu alþingis­kosn­ingum. Nú sem aldrei fyrr er þörf á stjórnmálaflokki sem tekur á baráttu­málum sínum af festu og er ekki eins og margir hinna flokk­anna sem fara í kringum mikil­væg málefni eins og köttur í kring­um heitan graut.

Nú er rétti tíminn til að gera upp hug sinn og velja þann  stjórnmálaflokk sem þér finnst líklegastur til þess að standa vörð um hag og velferð þjóðarinnar. Einn er sá flokkur sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum en það er Íslenska þjóðfylkingin. Hefur þú, hinn almenni kjósandi, velt fyrir þér að allt það sem Íslenska þjóðfylkingin varaði við, fyrir síðustu kosningar, er varðaði útlendinga­löggjöfina, hefur komið fram, þrátt fyrir að kjör­tímabilið yrði ekki nema eitt ár? Þetta má segja að hafi fengið staðfestingu í orðum Bjarna forsætisráðherra á hádegisfundi hans með SES í Valhöll hinn 13. þessa mánaðar.

Hverjum er betur treystandi en frambjóðendum Íslensku þjóðfylkingarinnar til að standa vörð um velferð þjóðarinnar, menningu og siðferði? Hér fyrir neðan gefur að líta stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar eins og hún kemur fyrir á heimasíðu flokksins.

Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um velferðakerfið, sjálfstæði Íslands og íslenska menningu.

Grunnstefna flokksins er: Einstaklingsfrelsi, að auka beint lýðræði, takmörkun ríkisafskipta, gegnsær ríkisrekstur, náttúruvernd og haftalaus milliríkjaviðskipti.
Íslenska þjóðfylkingin beitir sér fyrir auknu jafnvægi í byggðum landsins, málefnum fjölskyldna og heimila. Að efla smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru hornsteinar samfélagsins. Málefni öryrkja og aldraðra verði í öndvegi og að vinna gegn fátækt á Íslandi.

Öryggismál
Íslenska þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti.
Skattleysismörk
Íslenska þjóðfylkingin vill hækkun persónuafsláttar þannig að skattleysismörk verði 300 þúsund. Tekjutengingar aldraðra, öryrkja og námsmanna verði afnumdar.
Fjármálafyrirtæki
Reglur um fjármálafyrirtæki verði stórhertar. Tekið verði af hörku á spillingu og fjármálamisferli. Bankar fái ekki að búa til peninga (þjóðpeningakerfi). Aðskilja skal fjárfestinga- og viðskiptabanka.
Landsvirkjun
Íslenska þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og að ekki verði lagður rafstrengur úr landi.

Sjávarútvegsmál

Þjóðfylkingin vill endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum

Aukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.
Íslenska þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslendinga í öryggis- og varnarmálum.

Lífeyrissjóðakerfið
Lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað í heild sinni.
Skuldaleiðrétting
Íslenska þjóðfylkingin vill almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána og afnema verðtryggingu.
Heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisþjónusta skal vera gjaldfrjáls á Íslandi.
Ríkiseignir
Íslenska þjóðfylkingin vill opið og gagnsætt ferli ef kemur að sölu ríkiseigna.

Innflytjendamál

Íslenska þjóðfylkingin vill herta innflytjendalöggjöf og innleiða 48 tíma regluna í málefnum hælisleitenda. Íslenska þjóðfylkingin hafnar sjaría-lögum og vill að búrkur, starfsemi moska og kóranskóla verði bönnuð á Íslandi.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar skólahaldi íslamista á Íslandi. Þjóðfylkingin vill styðja þá innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi.

Evrópusambandið
Íslenska þjóðfylkingin hafnar alfarið aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Schengen og EES
Íslenska þjóðfylkingin vill Ísland úr Schengen án tafar

Íslenska þjóðfylkingin vill úrsögn úr Evrópska efnahagssvæðinu og styður tvíhliða viðskiptasamning við Evrópusambandið.

Stjórnarskrá
Íslenska þjóðfylkingin vill þjóðaratkvæðagreiðslur um þau mál sem varða þjóðarheill og stjórnlagadómstól í núverandi stjórnarskrá sem ÍÞ styður.

Trúmál og siðræn viðhorf

Íslenska þjóðfylkingin styður kristin gildi og viðhorf.
Íslenska þjóðfylkingin virðir trúfrelsi en hafnar trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá.

Landbúnaður
Íslenska þjóðfylkingin styður íslenskan landbúnað. Íslenskir bústofnar verði varðveittir.

Alþjóðasamstarf
Íslenska þjóðfylkingin styður aðild Íslands að NATO, EFTA og alþjóðlegu samstarfi.

Steindór Sigursteinsson tók saman.


mbl.is Stjórnmálaflokkar að klára framboðslista sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið ykkur ekki dreyma um að hægt sé að afskrifa Sigmund Davíð úr stjórnmálum Íslands

Ef Sigmundur Davíð væri ennþá forsætis­ráðherra og ríkisstjórn hans hefði fengið að starfa út kjör­tímabilið væri margt á betri veg statt en nú er. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og BF hefur verið erlendum kröfu­höfum föllnu bankanna einkar vilholl þar sem höftum af þeim var aflétt umfram það sem fólkið í landinu fékk að njóta. Sigmundur skrifaði á Facebókar­síðu sína 12. mars sl.:

"Hér sannast endanlega að aðgerðir okkar til að endur­reisa efnahagslíf landsins og aflétta höftum heppn­uðust fullkomlega. Aðgerðir sem sagðar voru „einstakar í fjármálasögu heimsins."

"En í stað þess að klára planið eins og lagt var upp með og gera þetta að sigurdegi virðist stjórnvöld ætla að nota tækifærið til að leysa vogunar­sjóðina út með gjöfum, alla á einu bretti. Ótt­inn reynd­ist rétt­ur. Það stend­ur til að verðlauna hrægamm­ana sem vildu ekki spila með (í útboðinu í fyrra) og ákváðu þess í stað að beita áróðri og und­ir­róðri til að hafa áhrif á ís­lensk stjórn­mál," bætir hann við.

Sigmundur barðist eins og kunnugt er gegn ásælni erlendra hrægammasjóða í inneignir föllnu bankanna og að þeir mættu flytja fé sitt óheft úr landi; hann var líka á móti Icesave-kröfum erlendu bankanna, ESB og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins sem vildu setja skuldaklafa á íslenska þjóð um ókomna framtíð.

Hann hefur sýnt fram á að hann er einn af meiri stjórnmála­skörungum sem Ísland hefur alið. Má þar nefna að hann og ríkisstjórn hans ýtti úr vör skulda­niðurfærslu til handa almennings með stökkbreytt íbúðalán. Fjárhagur ríkisins og kaupmáttur fólks tók mikið stökk upp á við í valdatíð ríkisstjórnar hans.

Það hafa engar sannanir verið færðar fram sem sýna fram á sekt fyrrver­andi forsætis­ráðherra varðandi svonefnd Panamaskjöl. Öðru fremur hefur Sigmundur Davíð sýnt fram á að hann og eiginkona hans hafi staðið skil á sköttum varðandi umtalaðar aflandseignir.

Stjórnarandstaðan stóð fyrir nokkurri gagnrýni á fyrrverandi ríkisstjórn og samflokksmann Sigmundar, fyrrverandi utanríkisráðherra, í tengslum við Evrópumálin. En eins og kunnugt er dró Gunnar Bragi umsókn Íslands að ESB til baka með bréfi til formanns ráðherraráðs ESB. Þessi gagnrýni stjórnarandstöðunnar og ESB-fylgjandi fjölmiðla var ekkert nema stormur í vatnsglasi. Það var enginn skaði skeður fyrir Íslendinga, síður en svo. Létu þingmenn Samfylkingar og hinir vinstri flokkarnir (því þeir snerust óvænt á sveif með Samfylk­ingunni í þessum áróðri) þau ummæli falla að þjóðin skuli fá að neyta réttar síns og fá að kjósa um áframhald aðildar­viðræðna.

En það er hvílík fásinna að það nær engu tali. Að sjálfsögðu er hér ekki um eiginlegar umræður eða samningaferli að ræða heldur aðlögun og innsetningu og tilskipun laga frá evrópska stórveldinu. Mætti íslensk þjóð varðveitast frá því að flækja sig í Evrópu- og evru-samstarfinu, því það er bágt efnahagsástand í mörgum ríkjum ESB sem margir vilja kenna evrunni um, og mikið atvinnuleysi sérstaklega á meðal ungs fólks, svo mikið að við Íslendingar höfum aldrei kynnst öðru eins.

Sigmundur Davíð hefur líka staðið vörð um stjórnarskrá lýðveldisins, en vinstri flokkarnir og Viðreisn vilja breyta henni til að auðvelda hugsanlega inngöngu í Evrópu­sambandið og einnig til að fá úr gildi tekin lög um tengingu ríkis og kirkju. En það er mikilvægt að Íslenska ríkið styðji áframhaldandi við kristna trú og kirkju og meti hana sem órjúfanlegan hluta af íslensku þjóðlífi, efli hana og að hún verði áfram hluti af starfi hins opinbera með launagreiðslum til presta og fleiri þjóna hennar.

Mætti hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs Miðjuflokkurinn sem og aðrir stjórnarflokkar standa vörð um kristin gildi og hafa kristin viðmið og kristin gildi í heiðri í gerðum sínum og flokks­samþykktum.

Endurbirt grein af bloggsíðu Kristilegra Stjórnmálasamtaka 25. maí 2017.


mbl.is Sigmundur býður fram undir X-M
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska Þjóðfylkingin hafði rétt fyrir sér fyrir síðustu kosningar að kostnaður vegna tilhæfulausra umsókna um hælisvist mundi fara úr böndunum

993112Meira að segja Bjarni Benediktsson háttvirtur forsætisráðherra hefur komið auga á þetta og hafði kjark til að minnast á þetta þar sem hann flutti ræðu og sat fyrir svörum á fjölmennum fundi Samtaka eldri Sjálfstæðismanna miðvikudaginn 13. september.

Kemur það fram í svari hans við fyrirspurn Þórs Whitehead, sagnfræðings sem sagði að „hælisleitendastraumurinn“ stafi að stórum hluta af ákvörðun fyrrverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita fjölskyldu frá Albaníu landvist. Fiskisagan hafi flogið um að Íslendingar væru reiðubúnir að opna sitt land,. „Í þessum löndum ríkir engin neyð. Þessi ákvörðun er ákvörðun Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ýtt undir þennan straum sem er að kosta ríkisstjórnina 7 milljarða,“ sagði Þór og bætti við að „því miður“ hafi í tíð Bjarna bæði Icesave-málið og ESB-málið skaðað Sjálfstæðisflokkinn. „Ég óttast að haldi flokkurinn áfram á þessari braut skaði hann þjóðina og sjálfan sig,“ bætti hann við.

Þessu svaraði Bjarni: „Ég er sammála þér. Það var slæm ráðstöfun að fara ríkisborgaraleiðina í Albaníumálinu. Það má kannski segja að við höfum með einhverjum hætti misst stjórn á því máli sem endaði svona,“ en sagði það ekki meginorsökina fyrir auknum straumi hælisleitenda frá Albaníu því hann hafi þegar verið orðinn mjög mikill.

„Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að vera með mjög strangar reglur og skýr svör, ella munum við kalla yfir okkur bylgjur af nýjum flóttamönnum,“ sagði hann og benti á að engin trygging sé fyrir því að „við fáum ekki yfir okkur milljón flóttamenn“ ef hælisleitendur lúti ekki ströngum reglum.

Og Bjarna tók enn dýpra í árinna með því að segja að hann vilji ekki setja sig í flokk með þeim sem vilji kalla yfir Ísland þjóðfélagsbreytingar til að leysa einhvers konar flóttamannavanda.

Eru þetta söguleg tíðindi að forsætisráðherra hafi kjark til að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og á svipuðum grunni og gert er í forystuflokkum í öðrum löndum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur verið að benda á þetta vandamál í eitt og hálft ár, og enginn virðist hingað til hafa viljað hlusta. Nú hefur forsætisráðherra kveikt á perunni og komið þessu til skila.


mbl.is „Okkur líst alltaf mjög vel á kosningar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti kennarinn í Argentínu með Downs-heilkenni þurfti að ganga gegn ríkjandi viðhorfi til að sjá draum sinn verða að veruleika

Noelia Garella kennir í leik­skóla. Hún hefur sýnt fram á að fötl­un hennar er engin hindr­un fyrir því að verða frá­bær kennari. "Það sem mér líkar við að vera leik­skóla­kenn­ari er hversu falleg hjörtu börnin hafa." Hún hefur unnið við kennslu síðan 2012.

Garella vann sigur á gagn­rýn­endum sínum. Einn skóla­stjóri líkti henni við skrímsli. "Nú er ég ánægt skrímsli. Hún er sú sem er sorg­mætt skrímsli," sagði Garella.

Bæði foreldrar og nemendur hafa tekið Garellu opnum örmum. Garella lærði til þess að verða kennari með góðum árangri.

Það er stórkostlegt hvernig þessari konu tókst að yfirstíga félagslegar hindranir til að þess að ná sínu fram. Hún hefur sigrast á fleiru en flestir geta ímyndað sér vegna löngunar sinnar til að vinna og gera það sem hún elskar. Eitt er víst að auðugra verður líf nemenda hennar að fá að kynnast þessari dugnaðarkonu og þeim krafti og þeim persónueiginleikum sem hún býr yfir.

Í Bandaríkjunum og hér á landi er því þannig farið að greinist fóstur með Downs-heilkenni þá er foreldrum ráðlagt að láta eyða fóstri. Downs-heilkenni er enginn dauðadómur. Ég vildi óska að fleiri læknar myndu lesa þennan pistil og horfa á myndböndin sem vísað er til á þessari síðu.

Mætti þessi frásögn af Garellu eiga sinn þátt í því að umbreyta hugmyndum fólks um fatlaða og hvað þeir eru færir um að gera, en þeir eru oft ekki meðteknir í atvinnulífinu í samfélagi okkar vegna fötlunar sinnar. Og breyta hugmyndum okkar á þann hátt að við lítum á þau sem venjulegt fólk og að líta til styrkleika þeirra og mannkosta í stað þess að dæma viðkomandi eftir fötlun sinni eða útliti. Ef við gætum gert þetta þá væri heimurinn betri.

Steindór Sigursteinsson.

39A72E2000000578-3880832-image-a-11_147761931442539A72DCC00000578-3880832-image-a-12_1477619411116Kindhearted: Ms Garella plays with children at her school in the Argentinian city of Cordoba

Read more (m.a. með myndbandi o.fl. myndum): http://www.dailymail.co.uk/femail/article-3880832/Down-syndrome-teacher-Argentina-Latin-America.html#ixzz4OU7MCaSP
Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook

https://www.facebook.com/MicMedia/videos/1268271319862322/?pnref=story


Endurbirt grein af Kristbloggi 29. október 2016.


mbl.is Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikkonan Sally Phillips: Samfélagið vill að börn með Downs-heilkenni hætti að fæðast - og það er rangt!

39082B1200000578-3818823-image-a-35_1475450369992

"Ef við meinum einhverjum um tækifæri til að fæðast vegna þess að við höfum ákveðið að viðkom­andi muni ekki mæta fyrir fram ákveðnum mæli­kvarða á stöðu eða árang­ur, þá skilj­um við ekki hvað það er að vera mann­leg."

"Ég ætla að gera blóð­rann­sókn til að sjá hvort sonur þinn er með Downs-heilkenni." Ég var svo leið. Ég gleymi aldrei greiningunni. Læknirinn leit út eins og Iain Glen. Ég grét ekki, þótt hjúkrunarfræðingur á vakt gerði það. Ég andaði mjög hratt og blakaði höndunum. Ég man ég hugsaði, "Ef ég ætti að leika manneskju sem hefur orðið fyrir áfalli í mynd, þá mundi ég ekki gera þetta, þetta er of mikið." Við drukkum sætt te og vorum tekin inn í hliðarherbergi, þar sem við hringdum í vini og töluðum við þau lágum rómi. Einn læknir sagði: "Sum þeirra lifa nokkuð langan tíma" og annar: "Fullorðnir geta haft falleg, saklaus augu." Hjartasjúkdómar og hvítblæði voru nefnd, kímnigáfa og dansgeta voru ekki nefnd. Ef bara einhver á Royal Free-sjúkrahúsinu í Norður-London vissi að flestir með Downs-heilkenni fara í almennan skóla, hafa tilfinningahæfni fyrir ofan meðaltal eru elskaður af fjölskyldum þeirra og eru ánægðir ...

Það hafði tekið tíu daga fyrir þau að taka eftir auka-litningunum sem Olly var með. Móðir mín hélt áfram að segja, "Barnið grípur ekki", vegna þess að hún hafði lesið einhvers staðar að nýburar hafi grip-styrk á við apa og geti haldið uppi eigin þyngd ef þau hanga niður úr stöng ...

Á öðrum degi spurði ég barnalækni af hverju augu Olly opnuðust ekki almennilega. Voru kinnar hans of stórar, spurði ég. Var það vegna þess að ég hafði borðað of margar sætabrauðs-lengjur þegar ég var ólétt? "Hugsanlega, já," sagði hún. Hvernig við hlógum.

Á þriðja degi athugaði ljósmóðirin athugasemdir mínar. "Þú fæddist í Hong Kong. Áttu kínverska ættingja?" Enginn hafði nokkurn tíma sagt eitthvað svo skemmtilegt. En það kemur kannski ekki á óvart ef heilbrigðisstarfsfólk getur ekki alltaf tekið eftir hvort barnið er með Downs-heilkenni. Það eru aðeins um 40.000 manns með heilkennið í Bretlandi. Ég geri ráð fyrir að flestir læknar hafa aldrei hitt neinn með Downs-heilkenni, hafi aldrei verið vinir einhvers með Downs-heilkenni, aldrei haft tannbursta sinn í sama bolla og viðkomandi. Vissulega er lýsingin á einhverjum með Downs-heilkenni í læknisfræðikennslubókum gjörólík 12 ára drengnum okkar.

Olly var ekki tveggja ára áður en mér byrjaði að líða eins og ég væri svikari. Margir voru ennþá að kinka kolli til mín og sýna mér samúð, en líf mitt hafði alls ekki verið verið lagt í rúst. Langt frá því. Það er öðruvísi, það er allt og sumt. Það eru fleiri viðfangsefni, en líka mikið meiri hlátur. Þeir segja að gamanleikur sé harmleikur sem spilaður sé á 120 mílna hraða á klukkustund. Kannski er það það sem er að gerast.

Þar sem ég bý er ég ekki álitin vera konan frá Miranda sem þarf að "afbera" eitthvað. Ég er mamma Ollys. Olly er fær um að gera hluti, þú sérð. Fólk með Down-heilkenni getur ekki klifrað, segir bókin. En það á ekki við um hann. Hann klifraði upp 12 feta girðingu með stiga aftur og aftur til að komast inn í garð nágranna okkar vegna þess að hann langaði til að leika við tvíbura þeirra. Við erum öll vinir núna: við settum upp stiga.

Þegar hann var sjö ára fórum við í Disney World. Við skráðum okkur inn í Pixar-hótelið. Þegar ég var í baði sofnaði maðurinn minn (Andrew Bermejo), sonur minn Luke, þá fimm ára og Tom, ungabarnið. Olly fór að leita að Nemo. Samtal mitt við öryggisverðina fimm mínútum síðar var eitthvað á þessa leið.

"Sonur minn hljóp í burtu!"
Öryggisvörðurinn (í talstöðina): "Við höfum týnt barni. Frú, í hverju var hann? "
"í engu."
Eftir stutta þögn. "Við höfum hann, frú."

"Vissir þú hvort hann hafði Downs-heilkenni þegar þú varst ólétt?" Það er ekki góð spurning, en fólk spyr samt. Stundum segja þeir: "Vissir þú ekki?", sem er verra. Ég vissi ekki að hann myndi segja slæma brandara og elska hip-hop og heldur ekki að hann myndi styðja sjö knattspyrnufélög í einu í ensku úrvalsdeildinni. Auðvitað myndi ég hafa haldið honum. Mér líkar áskoranir og það er ekki eins og ég lifði hefðbundnu lífi sem óhefðbundið barn væri að raska. En ég er óhefðbundin. Í Bretlandi láta 90 prósent kvenna sem fá greiningu á Downs-heilkenni á meðgöngu slíta meðgöngu. Það er spurning hvort ástæðan sé hversu lítið viðkomandi virðist vita um raunveruleikan að búa með Downs-heilkenni. Hvaða upplýsingar hefur fólk þegar það tekur þessar erfiðu ákvarðanir, og myndi það velja öðruvísi ef það vissi sannleikann?

Ég byrjaði að gera BBC2-heimildarmynd mína vegna þess að ég finn ekki að Down-heilkenni sé svo alvarleg fötlun að það krefjist svo mikilla fjárfestinga ríkisstjórnarinnar í svo mörgum ástandsprófunum. Sumir málsvarnar-hópar töldu að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr fjölda Downs-samfélagsins til að spara peninga. Ég vonaði virkilega að þeir hafi rangt fyrir sér. Hér skimum við til að gefa konum kost. Hins vegar, á meðan gerð heimildarmynd stóð yfir, heyrði ég margar, margar sögur af konum sem voru undir þrýstingi frá heilbrigðisstarfsfólki að fara í ómskoðun og jafnvel að binda enda á meðgöngu. "Við skulum hætta þessari vitleysu núna á meðan þú getur," "ég hef bókað þig í fóstureyðingu á morgun," "hjónabandið mun brotna upp ef þú ert með þetta barn," "þú vilt ekki annað eins og hana, er það?" "Þau setja mikið álag á heilbrigðisþjónustuna, þú veist." Þetta eru allt beinar tilvitnanir ...

Ef við meinum einhverjum að fæðast vegna þess að við höfum þegar ákveðið að sá eða sú muni ekki mæta einhverjum fyrirfram ákveðnum mælikvarða á stöðu eða árangur, þá höfum við alvarlega misskilið hvað það er að vera mannlegur. Kannski er ein af þeim miklu gjöfum, sem fólk með fötlun hefur að færa okkur, valdið til að minna okkur á þetta, að kenna okkur og leiða okkur aftur inn í það að vera mannleg. Þegar ég var yngri, ef þú hefðir spurt mig um tilgang lífsins, hefði ég reynt að gefa þér eitthvert sniðugt svar. En nú myndi ég segja ást. Það skiptir ekki máli hvort þú getur gert stundatöflur eða ekki ef þú hefur elsku. Ég mat áður sjálfstæði mikils. Ég velti nú fyrir mér hvort sjálfstæði sé ekki svolítið einmanalegt og ef það að vera öðrum háður sé ekki allt í lagi.

Stundum skammast ég mín fyrir að geta ekki stjórnað krökkunum mínum án foreldra minna, en öðrum tímum er ég bara fegin að við erum svo mikið nær hvert öðru. Ég var í vinnunni og Olly gekk í hús vinkonu sinnar og settist í garðinum hennar og neitaði að fara. Ég hringi í pabba taugaóstyrk. Og pabbi lagði allt frá sér, kemur á bílnum, vindur niður rúðunni. "Hæ, Olly, ég ætla að bjóða þér upp á ís."

Vandamálið leyst. Pabbi og ég höfum hlegið mikið. Borðað mikið af ís. Blaðamenn spyrja mig: "En Olly er að gera vel, hvernig myndi þér líða ef hann væri ekki svo ánægður, öruggur eða klár?" Ég held að það væri synd ef ást foreldris á barninu sínu, hvert svo sem ástand þess er eða heilsa, ráðist af því hvort barnið sé alltaf glatt, öruggt og klárt. Í sannleika sagt, ef þú hugsar um það, það er oft aðeins þegar barnið er ekki ánægt eða öruggt að foreldrarnir vita skyndilega hversu djúpt þeir elska barnið og hvernig þeir þurfa að tjá því ást ...

Mér var sagt Olly gæti ekki gengið. Hann gengur, hleypur, syndir og hjólar. Mér var sagt að hann gæti ekki talað. Hann kveður ljóð, hann virkar, hann spilar á píanó. Mér var sagt að hann myndi ekki vera fær um að höndla peninga eða vera sjálfstæður. Klukkan 8 í morgun hafði Olly gert sinn eigin morgunverð, fengið sjónvarpið til að virka sem enginn annar gat lagað og kveikt á Match of the Day, skroppið út til að kaupa Jumbo-pakka af Marshmallows, etið mikið og kallaði mig "wazzock"..." (mild útgáfa af orðinu kjáni).

Grein þessi er lítillega stytt þýðing af viðtali við bresku leikkonuna Sally Phillips á vefsíðunni radiotimes.com.
http://www.radiotimes.com/news/2016-10-05/sally-phillips-society-wants-to-stop-down-syndrome-babies-being-born--and-its-wrong

Endurbirt grein af Kristbloggi 26. mars 2017. Steindór Sigursteinsson þýddi.


mbl.is Palin líkir Íslendingum við nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elska þig Endurbirt og lítillega endurskrifuð grein undirritaðs frá 20.september 2015

"Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru. Jafnvel Júda mun vera með í umsáttinni um Jerúsalem. Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni."
(Sak. 12:2,3)
Við nálgumst hratt þá daga sem nefndir eru í ofangreindu versi. Nærri því daglega heyrum við í fjölmiðlum eitthvað frá Jerúsalem. Það eru fáar fréttir sem vekja upp jafnmargar spurningar sem umræðan um framtíð Jerúsalem. Þeir sem heimsækja gamla borgarhlutann í Jerúsalem komast ekki hjá því að leiða hugann aftur í aldir til hinnar merku sögu, ekki aðeins hinnar Biblíulegu heldur einnig hinnar veraldlegu. Margar þjóðir hafa ráðið þar ríkjum, m.a, Babýloníumenn, Rómverjar, Grikkir, Egyptar, Tyrkir og Englendingar. 
Spámaðurinn Esekíel segir: "Svo segir Drottinn Guð: Þetta er Jerúsalem sem ég hef sett mitt á meðal þjóðanna."
Drottinn nefnir Jerúsalem (Zíon) fjallið mitt helga. (Sálm. 2:6)
Hún er borg vors Guðs á sínu helga fjalli. (Sálm 48:2)
Því að Drottinn hefur útvalið Zíon, þráð hana sér til bústaðar. (Sálm. 132:13)
Það er vegna þess að Drottinn elskar Jerúsalem og hefur útvalið hana á sérstakan hátt fyrir þjóð sína Ísrael, að þrátt fyrir útlegð Gyðinga um aldir hafa þeir aldrei gleymt Jerúsalem. Jerúsalem var í hjarta þeirra og von. Þeir báðu í áttina að Jerúsalem. Á sérhverri Páskahátíð heyrðist meðal þeirra, við lok hátíðarinnar: "Næsta ár Jerúsalem!"
Fætur Yeshua (Jesú) gengu um stræti þessarar borgar, þar sem Hann boðaði Guðs ríki meðal mannanna, læknaði sjúka og opinberaði kærleika Föðurins til allra sem hrópuðu á hjálp Hans. Á hæð fyrir utan borgarmúrana gaf Hann líf sitt og blóð. Frá þeim stað reis Hann upp frá dauða. Gröfin er tóm. Frá Olíufjallinu við Jerúsalem var Hann uppnuminn til himins. Þegar Hann kemur aftur munu fætur Hans stíga á Olíufjallið og stofna friðarríki á jörðu.
Orð Guðs = Ritningarnar segja okkur berlega að markmið komu Hans eigi eftir að opinberast í þessari borg og gegnum þjóð Hans, Ísrael. Er það nokkuð undarlegt að óvinir Ísraels hrópi: “Sigrum þá og deyðum! Takið borgina frá Gyðingunum, hún tilheyrir þeim ekki!” Því miður virðist Ísraels/Gyðinga hatur fara vaxandi í heiminum og jafnvel hér á Íslandi finnum við fyrir slíku.

Á þeim tíma sem þessi grein var skrifuð 20.september 2015. töldu 59% Evrópubúa að lýðræðis- og réttarríkið Ísrael vera mestu ógnunina við heimsfriðinn af öllum löndum jarðar.
Margir fjölmiðlar heimsins útmála Ísraela sem yfirgangsseggi gagnvart Palestínuaröbum, þegar þeir sömu arabar beita sjálfir morðum og ógnarverkum gegn saklausu fólki til að koma sér upp ríki inni á fornu heimalandi Gyðinga. Er ekki framkoma Palestínuaraba einmitt skólabókardæmi um miskunnarlausan yfirgang þeirra og frekju? Áróðurstækni þeirra eða þjóðernisraus getur ekki falið þá staðreynd að þeir hafa aldrei átt sjálfstætt ríki á Palestínusvæðinu, heldur eru landakröfur þeirra aðeins og eingöngu hluti af yfirgangs- og útþenslustefnu arabaþjóðanna!
Það skýtur dálítið skökku við að arabar skuli í fjölmiðlum geta útmálað sig sem fórnarlömb ímyndaðrar útþenslustefnu Ísraels, þótt sagan segi okkur að arabaríkin sjálf, eða leiðtogar þeirra, hafa efnt til allra stríðsátaka, sem þau hafa átt í við Ísrael frá stofnun þess og alltaf í þeim tilgangi að leggja svæði Ísraels undir sig í útþenslustefnu arabana sjálfra. 
Aldrei eru arabaríkin heldur dregin til ábyrgðar fyrir sína sök á flóttamannavanda Palestínuaraba? Það var árásar- og útþenslustríð þeirra sjálfra á Ísrael 1948, sem skapaði vandann!
Það er með öllu óásættanlegt að allar tillögur um lausn á flóttamannavanda Palestínuaraba skuli miða að því að þeir fái hluta úr hinu forna Ísrael undir sjálfstætt ríki sitt, fremur en að þeir fái hluta af risastórum löndum arabaríkjanna, sem eiga þó alla sök á vandanum.

Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við tvær góðar greinar á vefsíðu hins ágæta félags; Vinir Ísraels. www.zion.is.

Með friðarkveðju - Shalom

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Hernám Palestínu í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rís þú unga Íslands merki

Við höldum í dag upp á sjötíu og þriggja ára afmæli hins endurreista íslenska lýðveldis. Það er ekki langur tími en á sér þó langa sögu og aðdraganda. Þjóðveldið forna er þess hvöt og kveikja. Og afmælisdagurinn er Jóns Sigurðssonar.

Líklega hefur þjóðerniskennd íslendinga aldrei verið sterkari, né meiri samheldni ríkt meðal þjóðarinnar en 17. júní 1944, þegar lýðveldið var stofnað. Þjóðaratkvæðagreiðslan nokkru áður sýndi þetta glöggt og ekki síður mannfjöldinn, sem fagnaði á Þingvöllum, þrátt fyrir einhverja mestu rigningu, sem um getur á þeim helga stað. Öllum þeim, sem staddir voru á Þingvöllum 17. júní 1944, hlýtur að verða harla minnisstæður sá sögufrægi dagur.

„þann dag er regnið streymdi um herðar þér og augu og skírði þig og landið til dýrðar nýjum vonum" eins og segir í „ Vorkvæði um ísland" eftir Jón Óskar.

Þetta var í sannleika langþráður dagur mikilla fyrirheita, þótt skiptar skoðanir kunni að vera um, hversu þau fyrirheit hafi rætst. Sjálfstæðisbaráttan var farsællega til lykta leidd, að svo miklu leyti sem slík barátta tekur nokkum tíma enda. Mætti sá andi einingar og samheldni, sem þá ríkti, endurvekjast nú og varðveitast sem lengst á ókomnum dögum.

Árið 1918 var úrslitaár, þegar sambandslögin voru sett. Það lá í loftinu, að heimildin um uppsögn sambandsins, að tuttugu og fimm árum liðnum, yrði notuð og stofnað lýðveldi með forseta í stað konungs. Hér er engin arfsögn um innlent konungdæmi, né skilyrði með svo fámennri þjóð.
Þjóðin var einhuga bæði árið 1930 í minningu þúsund ára afmælis Alþingis og um stofnun lýðveldis fyrir 73 árum. Þessa er gott að minnast, því ekki er alltaf lygnt og ládautt, á yfirborðinu, a.m.k. á líðandi stund með þjóð okkar, Svo hefir og reynzt í harðskeyttri sjálfstæðisbaráttu. Þó réttinn hafi orðið að sækja í áföngum á aðra öld frá tilkomu Jóns Sigurðssonar, þá hefir jafnan stefnt í rétta átt.


mbl.is Öryggi landsmanna dýrmætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband