Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allra landmanna og allra þeirra sem veikjast og slasast alvarlega á ferðalögum um landið

Eins og flestum er kunnugt hófu Valsmenn framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu svonefnda vorið 2015. Samkvæmt þeim teikningum sem gerðar hafa verið af fyrirhugaðri byggð á svæðinu verða háreistar byggingar í fluglínu 06/24 neyðarflugbrautarinnar svonefndu en það þýðir að aðflug verður ekki mögulegt og flugbrautin því úr sögunni.
Hefur verið djúpstæður ágreiningur um málið milli borgarinnar og ríkisins. Það samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013 var háð því skilyrði að Rögnunefndin hafi skilað áliti sínu. En flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin hefur bent á sem hentugan stað fyrir innanlandsflugvöll er varla inn í myndinni á næstunni. Þjóðfélagið hefur engan veginn efni á byggingu nýs flugvallar og mikil óvissa er um hvort Hvassahraun henti sem flugvallarstæði m.a. vegna veðurfarslegra ástæðna.

Fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir fól ISAVIA að meta þá áhættu sem myndi fylgja því að láta loka neyðarbrautinni. En áhættuhópur var skipaður vorið 2014 sem skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að talið var að áhrifin við lokun 06/24 brautarinnar myndu hafa miklar afleiðingar fyrir flugöryggi. En sú skýrla var ekki birt opinberlega.

Skömmu síðar var ný skýrsla kynnt sem gerð var opinber í desember 2015 sem var byggð á verkfræðistofunni EFLU sem sögð var vera „óháður aðili“. En þar voru allt aðrar upplýsingar kynntar þar sem nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar var talinn verða 97%.

Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd af fagaðilum og hagsmunaaðilum í fluginu og flugmönnum á þeim forsendum að EFLA tók ekki með inn í reikninginn vindhviður og bremsuskilyrði sem stangast á við reglugerðir frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). En slíkt þarf að hafa í huga þegar ráðist er í aðgerðir eins og að loka flugbraut. Var skýrslan notuð sem dómsgögn í deilumáli milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Sem varð til þess að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og var farið fram á í júní að neyðarbrautinni yrði lokað og íslenska ríkinu gert að standa við samninga sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði um sölu á landinu til Reykjavíkurborgar.

Hefur þetta mál valdið töluverðri reiði á meðal fólks tengt flugi á Íslandi þar sem verkfræðiskrifstofan Efla sem var fengin til að gera skýrslu með útreikningum út frá faglegu sjónarmiði virðist eiga hagsmuna að gæta í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið eigi lóð á svæðinu. Og hafi því hugsanlega gætt hlutdrægni í mati verkfræðiskrifstofunnar á nothæfistuðli Reykjavíkurflugvallar án neyðarflugbrautar.

Vill undirritaður hvetja komandi ríkisstjórn og Alþingi íslendinga til að taka málið upp á sína arma. Það er hægt með löggjöf að bjarga flugvellinum og það á að gera. Hæstiréttur hefur aðeins fellt dóm um að gjörningur borgarstjórans fyrrverandi og innanríkisráðherrans standist lög sem slíkur og var þá ekki tekið tillit til flugöryggis eða annarra þátta, en enginn bannar þinginu að taka nýja ákvörðun út frá hagsmunum þjóðarinnar.
Þeir sem glöggt þekkja til þessa máls hafa bent á að vel mætti koma öllu byggingamagni fyrir á svæðinu með því að hliðra til byggð og lækka hæstu byggingarnar um nokkrar hæðir. Það er augljóst að í skipulagi byggðarinnar að í fluglínu 06/24 flugbrautarinnar er gert ráð fyrir háum byggingum. Virðist mér að það sé gert af ásettu ráði af hálfu Borgarstjórnar til þess að hefja niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Ef Reykjavíkurborg kemst upp með þetta hvert verður þá framhaldið? Verður næsta skrefið að spilla fyrir þeim tveimur flugbrautum sem eftir verða?

Það er engum blöðum um það að fletta að opnun neyðarflugbrautar á Keflavíkurflugvelli í stað þeirrar á Reykjavíkurflugvellli er öllu lakari kostur. Mundi opnun brautarinnar þar samkvæmt útreikningum kosta 280 milljónir. Mundi það lengja flutningstíma sjúklings um 40 mínútur.


mbl.is „Það var dálítill hiti í mönnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög verðug grein og góð, Steindór. Við þurfum að endurbirta hana seinna við betra tækifæri á félagsbloggi okkar.

Hér hefur stórgallað ferli verið í gangi, Isavia og EFLA brugðízt og Dagur B. auðvitað líka, og ekki er mark takandi að Rögnunefndinni né kolvitlausum hugmyndum um flugvöll í Hvassahrauni.

Ég tek undir kröfu þína um að löggjafarþingið verði eindregið hvatt til að bjarga flugvellinum og neyðarbrautinni líka, ekki er útséð með nema að lengja megi hana út í sjó.

Ertu búinn að kjósa, vinurinn?

Jón Valur Jensson, 28.10.2017 kl. 18:36

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Afsakaðu seint svar Jón Valur. Þakka þér fyrir hrósið og góð orð varðandi flugvallarmálið. Ég var að lesa í grein úr morgunblaðinu frá 2016 eftir Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðing þar sem hann sýndi fram á að sala ríkisins til Reykjavíkurborgar hafi stangast á við 40 ákvæði stjórnarskrár og sé því ólögleg, enda þótt fjárlagaheimild hafi verið fyrir sölunni 2013.

https://www.facebook.com/flugvollinnafram/photos/a.480754688648462.108586.480740595316538/1211543642236226/?type=3&theater

Ég kaus um miðjan dag í gær, það var óvenju margt fólk að bíða um 10-12 manns en venjulega hafa verið 1-3 að bíða þegar ég fer að kjósa. Flokkurinn sem ég kaus, Miðflokkurinn náði ágætis kosningu, hann varð fyrir valinu vegna þess að mér finnst formaðurinn hafa þekkingu, þor og eldmóð til að takast á við viðfangsefni sín. Það er svolítill léttir fyrir mig að ólíklegt er að vinstri stjórn sé í spilunum. Elaust verður erfitt að setja saman ríkisstjórn þegar þingmenn skiptast á svona marga flokka.

Steindór Sigursteinsson, 29.10.2017 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband