Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
Múslimar djúpt snortnir eftir að kristnir koptar gera hið ólýsanlega. Kristileg viðbrögð í tengslum við ISIS árás hafa áhrif á samfélag Egypta
30.4.2017 | 11:33
JAYSON CASPER í CAIRO | 20. APRÍL 2017
Tólf sekúndna þögn er sem óþægileg eilífð í sjónvarpi. Amr Adeeb, sem er einn mest áberandi spjallþátta þulur í Egyptalandi, hallaði sér áfram þegar hann leitaði að svari.
"Koptar í Egyptalandi ... eru úr stáli!" Sagði hann að lokum.
Augnabliki seinna var Adeeb að horfa á samstarfsmann í látlausu heimili í Alexandríu tala við ekkju Naseem Faheem, öryggisvarðar hjá dómkirkjunni St Marks á Miðjarðarhafsströndinni.
Á Pálmasunnudag, vísaði vörðurinn sjálfsmorðs sprengjumanninum frá þegar hann kom að málmleitartækinu, þar sprengdi hryðjuverkamaðurinn sig í loft upp. Var hann sennilega sá fyrsti sem dó í sprengingunni, og með því bjargaði Faheem lífi tuga fólks innan kirkjunnar.
"Ég er ekki reiður við þann sem gerði þetta," sagði konan hans, með börnin sér við hlið. "Ég er að segja honum," Megi Guð fyrirgefa þér, og við fyrirgefum þér líka. Trúðu mér, við fyrirgefum þér."
"Þú setur manninn minn á stað sem ég gat ekki dreymt um.""
Undrandi, vafðist Adeeb tunga um tönn þegar hann talaði um að Koptar hefðu þurft að þola grimmdarverk í hundruðir ára, en gátu ekki komist undan Mið Austurlanda hneykslinu.
"Hversu mikil er þessi fyrirgefning sem þú hefur sýnt!" Rödd hans brást. "Ef þetta væri faðir minn, gæti ég aldrei sagt þetta. En þetta er trú þeirra og trúarleg sannfæring. "
Milljónir undruðust með honum á öldum ljósvakans í Egyptalandi.
Það gerðu einnig milljónir Kopta, sem nýlega enduruppgvötvuðu fornu arfleifð sína, samkvæmt Ramez Atallah, forseta Biblíufélagsins í Egyptalandi, sem textaði og endurvann gervihnatta sjónvarps myndbandið.
"Í sögu og menningu Kopta er mikið kennt um píslarvætti," sagði hann við CT (Christianity Today). "En þar til Líbýa lét til skarar skríða var það aðeins í kennslubókum, en þó djúpt innrætt."
Íslamska ríkið í Líbýu rændi og afhöfðaði 21 manns sem voru að mestu kristnir Koptar í febrúar 2015. CT tilkynnti áður um skilaboð um fyrirgefningu sem gefin voru út af fjölskyldum þeirra og vitnisburð þeirra.
"Síðan þá hafa verið hugarfarsleg umskipti," sagði Atallah. "Forfeður okkar lifðu eftir og trúðu þessum boðskap, en við þurftum þess aldrei."
Koptar miða helgisiða dagatal sitt við árið 284 e.Kr, þegar ofsóknir gegn þeim hófust af hendi Rómverja undir stjórn Diocletian. Erfiðleikar vegna heiðinna og múslimskra landstjóra hafa komið og farið í gegnum tímans rás, en í páskaávarpi sínu hrósaði Tawadros Páfi koptísku rétttrúnaðarkirkjunni og sagði hana vera "kirkju píslarvottanna."
Sagan endurtók sig með hefnd árið 2010, þegar "Kirkja Tveggja Heilagra" í Alexandríu var sprengd í loft upp á gamlársdag. Streymdu þá Koptar út á göturnar í reiði, í aðdraganda arabíska vorsins. Á næstu mánuðum fylktu múslimar kringum þau og vörðu kirkjurnar.
Næstum sjö árum síðar er þjóðin orðið þreytt. Í sjálfsmorðsárásunum tveimur á Pálmasunnudag voru meira en 45 manns drepnir og er það önnur ISIS árásin á kristna helgidóma á fimm mánuðuðum. Tuttugu og níu manns voru drepnir í sjálfsmorðs sprengjuárás í Papal-dómkirkjunni í Kaíró í desember. Í sömu viku og þessi frétt var rituð réðst ISIS á klaustrið fræga St Catherine á suðurhluta Sínaí skagans.
Allir þrjár kristnu kirkjudeildirnar aflýstu páskadags hátíðum sínum og rétttrúnaðarkirkjan frestaði móttöku samúðarkerta. Ríkið lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og hélt páskaguðþjónustu fyrir slasaða á hersjúkrahúsi. Margir múslimar brugðust við með áfalli og sýndu samúð.
En á meðan merki um þjóðarsamstöðu sjást stundum á almenningsstöðum, virðist sýnilegt útstreymi samstöðu miklu minna.
Andrúmsloftið hefur breyst, sagði Amro Ali, músliskur aðstoðarmaður prófessors í félagsfræði við "Ameríska Háskólann" í Kaíró (AUC).
Þessi frétt er þýdd af Steindóri Sigursteinssyni af heimasíðu Christianity Today.
http://www.christianitytoday.com/ct/2017/april-web-only/forgiveness-muslims-moved-coptic-christians-egypt-isis.html
Sjá einnig myndband með viðtali við ekkju Naseem Faheem öryggisvarðar:
https://vimeo.com/212755977?ref=fb-share&1
Ekkert ofbeldi í guðs nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur?
17.4.2017 | 11:24
Hér fyrir neðan er grein sem skrifuð var af íslenskri konu og birtist í tímaritinu Aftureldingu 1. mai 1965. Á þessi grein fullvel upp á pallborðið hjá fólki í dag vegna þess að margt sem greinarhöfundur talar um á vel við okkar tíma. En það er tengt kristilegu uppeldi æsku landsins og að dregið hefur verið úr kristnifræðikennslu og kristinni innrætingu í grunnskólum landsins.
Vandamál æskunnar í landi okkar er lýðum Ijóst. Það er sorglegt, að svo gullmyndarlegur æskulýður, sem íslenzk æska er, skuli vera svo rótlaus og reikandi, sem raun ber vitni. En sjálfrar orsakarinnar er ekki að leita hjá hinum ungu, heldur hvernig búið er í pottinn fyrir þá í heimilunum og skólunum. Flest íslenzk heimili í dag, eru guðvana heimili. Þegar skólarnir taka svo við þessum hálfþroskuðu unglingum, sem ekki hafa heyrt talað um Guð í heimilum sínum, nema þá helzt á þann veg, að einlæg Guðs trú, eða persónuleg trúarreynsla hefur verið gerð hlægileg, þá verða þeir eins og rótlaus blóm, sem stormurinn hrekur til og frá.
Svo koma framhaldsskólarnir, sem virðast vinna markvisst að því að taka Guð frá nemendunum. Ofan á þetta koma svo bókmenntirnar og útvarpið. Allt saman leggst á sömu sveif, að ræna trúnni frá hinum ungu.
Ungir menn, myndarlegir dragast upp í fangelsum þessa lands. Mér hefur verið sagt, að þeir skipti hundruðum, sem gangi lausir, sem málefnalega hefðu þó þurft að vera undir lás komnir, en fangelsin eru full fyrir. Ég veit mörg dæmi þess, að þegar þessir óhamingjusömu menn hafa talað við þann undir fjögur augu, sem þeir bera trúnað til, hafa þeir játað, að öll barns- og unglingsárin hafi liðið svo fram, að aldrei hafi þeim verið bent á það, að trúin á Guð geti gefið ungum manni kjölfestu.
Er þetta satt, sem hér stendur?" sagði einn af þessum óhamingjusömu mönnum, við þann sem þetta ritar nú fyrir stuttu, þegar hann benti á vissa ritningargrein, sem hann hafði undirstrikað með rauðum blýanti, rétt áður en ég kom, en hann hafði beðið mig að koma til sín, eftir að hann hafði fengið leyfi yfirvalda til þess. Ritngargreinin, sem hann hafði strikað undir, var um fyrirgefandi náð Guðs í Jesú Kristi. Ég spurði hann, hvort hann hefði aldrei heyrt talað um það, þegar hann var barn og unglingur, að Guð væri miskunnsamur og kærleiksríkur, eins og þessi ritningargrein talaði um. Nei," sagði hann, um leið og þungt andvarp sté frá brjósti hans. Væri þetta bara einstakt dæmi, fyndist mér að hægt væri að bera það, en það er ekki eitt, þau eru þúsund og aftur þúsund svona dæmi í þjóðfélagi okkar og það frá heimilum, sem við mundum ekki trúa, ef við rækjum okkur ekki á hina köldu staðreynd.
Það var alveg eins og það hefði getað verið rödd einhvers unga mannsins eða stúlkunnar í röðum okkar óhamingjusömu íslenzku æsku, sem gat að líta í Göteborgsposten" nú fyrir stuttu. Hróp ungu stúlkunnar, sem skrifar það, er eins og rödd í eyðimörku. Unga stúlkan beinir sínum sárbeittu orðum til þeirra, sem bera ábyrgð á uppeldi æskunnar þar í landi. Við leyfum okkur að taka það upp, hér á eftir, sem hún segir:
Þið kvartið yfir hjáguðadýrkun okkar æskufólks. Ykkur finnst hún vera hræðileg. Og það er hún líklega. Þið segist ekki geta skilið, hvers vegna við ungar stúlkur, grátum og æpum, þegar við sjáum Bítlana" til dæmis! Við skiljum undrun ykkar yfir þessu, að vissu marki, því að við viljum þetta ekki, innst inni. Allt fyrir það getum við ekki útskýrt, hvers vegna við gerum þetta. En eitt er víst, að þið hafið ekki gefið okkur neitt betra. Þið hafið gert allt til þess, að taka frá okkur þann Guð, sem við trúðum á, þegar við vorum börn. Þið fækkið kennslustundum í kristnum fræðum, og takið burtu morgunbænirnar í skólunum. Það eruð þið, sem framleiðið og flytjið inn í landið hinar sóðalegu kvikmyndir og skrifið hinar saurugu ritsmíðar í blöð og sorprit. Þið, sem ættuð þó að vera fyrirmynd okkar. Það eruð þið, sem berið ábyrgðina á því að eggja ímyndun okkar, að kynlífið sé það eina, sem veiti æskunni hamingju. Þið hafið skapað þann heim, sem við eigum að alast upp í, til þess að verða menn og konur, sem dreymir um að lifa hamingjusömu lífi. En komi það svo fyrir okkur, að við förum afleiðis í lífinu, er allri skuldinni skellt á okkur æskufólkið.
Við viljum ekki kvarta yfir þjóðfélaginu í heild, heldur yfir þeim mönnum sem bera ábyrgðina á því, hvernig komið er. Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið eruð samtíðarmenn okkar? Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið hafið farið rangt að þegar um uppeldi okkar er að ræða?
Við viljum ekki eyða lífi okkar í tómleika. Við viljum lifa hreinu lífi sem hefur ákveðið og fast markmið. En við getum það ekki, vegna þess að við eigum engan grundvöll til að byggja líf okkar á. Hvers vegna tókuð þið frá okkur fyrirmyndina og velsæmið? Hvers vegna urðum við að tilbiðja unga menn, með langt hár, sem ekkert hafa að gefa okkur? Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur, sem við lærðum að elska í sunnudagaskólanum?
Pella.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur?
17.4.2017 | 10:45
Hér fyrir neðan er grein sem skrifuð var af íslenskri konu og birtist í tímaritinu Aftureldingu 1. mai 1965. Á þessi grein fullvel upp á pallborðið hjá fólki í dag vegna þess að margt sem greinarhöfundur talar um á vel við okkar tíma. En það er tengt kristilegu uppeldi æsku landsins og að dregið hefur verið úr kristnifræðikennslu og kristinni innrætingu í grunnskólum landsins.
Vandamál æskunnar í landi okkar er lýðum Ijóst. Það er sorglegt, að svo gullmyndarlegur æskulýður, sem íslenzk æska er, skuli vera svo rótlaus og reikandi, sem raun ber vitni. En sjálfrar orsakarinnar er ekki að leita hjá hinum ungu, heldur hvernig búið er í pottinn fyrir þá í heimilunum og skólunum. Flest íslenzk heimili í dag, eru guðvana heimili. Þegar skólarnir taka svo við þessum hálfþroskuðu unglingum, sem ekki hafa heyrt talað um Guð í heimilum sínum, nema þá helzt á þann veg, að einlæg Guðs trú, eða persónuleg trúarreynsla hefur verið gerð hlægileg, þá verða þeir eins og rótlaus blóm, sem stormurinn hrekur til og frá.
Svo koma framhaldsskólarnir, sem virðast vinna markvisst að því að taka Guð frá nemendunum. Ofan á þetta koma svo bókmenntirnar og útvarpið. Allt saman leggst á sömu sveif, að ræna trúnni frá hinum ungu.
Ungir menn, myndarlegir dragast upp í fangelsum þessa lands. Mér hefur verið sagt, að þeir skipti hundruðum, sem gangi lausir, sem málefnalega hefðu þó þurft að vera undir lás komnir, en fangelsin eru full fyrir. Ég veit mörg dæmi þess, að þegar þessir óhamingjusömu menn hafa talað við þann undir fjögur augu, sem þeir bera trúnað til, hafa þeir játað, að öll barns- og unglingsárin hafi liðið svo fram, að aldrei hafi þeim verið bent á það, að trúin á Guð geti gefið ungum manni kjölfestu.
Er þetta satt, sem hér stendur?" sagði einn af þessum óhamingjusömu mönnum, við þann sem þetta ritar nú fyrir stuttu, þegar hann benti á vissa ritningargrein, sem hann hafði undirstrikað með rauðum blýanti, rétt áður en ég kom, en hann hafði beðið mig að koma til sín, eftir að hann hafði fengið leyfi yfirvalda til þess. Ritngargreinin, sem hann hafði strikað undir, var um fyrirgefandi náð Guðs í Jesú Kristi. Ég spurði hann, hvort hann hefði aldrei heyrt talað um það, þegar hann var barn og unglingur, að Guð væri miskunnsamur og kærleiksríkur, eins og þessi ritningargrein talaði um. Nei," sagði hann, um leið og þungt andvarp sté frá brjósti hans. Væri þetta bara einstakt dæmi, fyndist mér að hægt væri að bera það, en það er ekki eitt, þau eru þúsund og aftur þúsund svona dæmi í þjóðfélagi okkar og það frá heimilum, sem við mundum ekki trúa, ef við rækjum okkur ekki á hina köldu staðreynd.
Það var alveg eins og það hefði getað verið rödd einhvers unga mannsins eða stúlkunnar í röðum okkar óhamingjusömu íslenzku æsku, sem gat að líta í Göteborgsposten" nú fyrir stuttu. Hróp ungu stúlkunnar, sem skrifar það, er eins og rödd í eyðimörku. Unga stúlkan beinir sínum sárbeittu orðum til þeirra, sem bera ábyrgð á uppeldi æskunnar þar í landi. Við leyfum okkur að taka það upp, hér á eftir, sem hún segir:
Þið kvartið yfir hjáguðadýrkun okkar æskufólks. Ykkur finnst hún vera hræðileg. Og það er hún líklega. Þið segist ekki geta skilið, hvers vegna við ungar stúlkur, grátum og æpum, þegar við sjáum Bítlana" til dæmis! Við skiljum undrun ykkar yfir þessu, að vissu marki, því að við viljum þetta ekki, innst inni. Allt fyrir það getum við ekki útskýrt, hvers vegna við gerum þetta. En eitt er víst, að þið hafið ekki gefið okkur neitt betra. Þið hafið gert allt til þess, að taka frá okkur þann Guð, sem við trúðum á, þegar við vorum börn. Þið fækkið kennslustundum í kristnum fræðum, og takið burtu morgunbænirnar í skólunum. Það eruð þið, sem framleiðið og flytjið inn í landið hinar sóðalegu kvikmyndir og skrifið hinar saurugu ritsmíðar í blöð og sorprit. Þið, sem ættuð þó að vera fyrirmynd okkar. Það eruð þið, sem berið ábyrgðina á því að eggja ímyndun okkar, að kynlífið sé það eina, sem veiti æskunni hamingju. Þið hafið skapað þann heim, sem við eigum að alast upp í, til þess að verða menn og konur, sem dreymir um að lifa hamingjusömu lífi. En komi það svo fyrir okkur, að við förum afleiðis í lífinu, er allri skuldinni skellt á okkur æskufólkið.
Við viljum ekki kvarta yfir þjóðfélaginu í heild, heldur yfir þeim mönnum sem bera ábyrgðina á því, hvernig komið er. Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið eruð samtíðarmenn okkar? Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið hafið farið rangt að þegar um uppeldi okkar er að ræða?
Við viljum ekki eyða lífi okkar í tómleika. Við viljum lifa hreinu lífi sem hefur ákveðið og fast markmið. En við getum það ekki, vegna þess að við eigum engan grundvöll til að byggja líf okkar á. Hvers vegna tókuð þið frá okkur fyrirmyndina og velsæmið? Hvers vegna urðum við að tilbiðja unga menn, með langt hár, sem ekkert hafa að gefa okkur? Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur, sem við lærðum að elska í sunnudagaskólanum?
Pella.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisútvarpið á að sýna þjóðinni þá virðingu að sýna sjónvarpsefni tengt kristni á hátíðisdögum um páska og jól
16.4.2017 | 12:16
Fjöldinn allur af fólki er vægast sagt mjög ósátt við að RUV sýndi myndina Þrestir á föstudaginn langa án þess að merki væru um það í útsendingu að myndin væri ekki við hæfi ungra barna. Í myndinni voru atriði sem ekki áttu erindi við börn innan 12 ára aldurs, þ.á.m. atriði sem sýnir nauðgun á drukkinni stúlku.
Einn sjónvarpsáhorfandi sagði í athugasemd við frétt á Visir.is sem fjallaði um þetta:
"Ég er alveg miður mín að hafa treyst RUV og leyft börnunum mínum að horfa á Þresti þar sem þau sáu hópnauðgun og misnotkun, yngsta barnið 11 ára og leið mjög illa eftir myndina. Ég hefði viljað fá viðvörun. Mér er ekki skemmt".
Kvikmyndin, sem sýnd var að kvöldi föstudagsins langa klukkan 21:20, segir frá unglingnum Ara sem sendur er vestur á firði til að búa hjá föður sínum. Annar sjónvarpsáhorfandi tjáði sig svo í athugasemd:
"Ég hætti að horfa í miðri mynd, hafði ekki löngun til að horfa á misnotkun á ungum dreng, heyrði síðan af framhaldinu sem ekki hljómaði vel. Mér finnst alger skömm af því að sína hana og engin umræða hefur verið um hana hingað til,ég er hissa á því, hefði hún verið meiri ef misnotkunin hefði verið framin af karlmanni."
Á vef Kvikmyndaskoðunar kemur fram að myndin er bönnuð innan 12 ára á grundvelli ofbeldis, kynlífs og ljóts orðbragðs. Í 28. grein fjölmiðlalaga segir að ekki sé heimilt að miðla efni í línulegri dagskrá sem ekki er talið við hæfi barna eftir klukkan 22 á föstudags- og laugardagskvöldum, að því tilskildu að á undan því sé birt skýr viðvörun og það sé auðkennt með sjónrænu merki.
Þetta gengur út yfir allan þjófabálk: siðferðishrunið í Sjónvarpinu og ósvífið inngrip í líf viðkvæmra barna sem fengu enga viðvörun, ekki frekar en foreldrar þeirra, gegn þessari siðspillingamynd í Sjónvarpinu á föstudaginn langa! Er undirritaður ásamt fjölda fólks sem tjáð hefur sig á netinu ósáttur við að RUV sýni klám og fer niður í mestu lágkúru og ómenningu sem hugsast getur á föstudaginn langa. Það er ekki boðlegt að RUV geti ekki haft sjónvarpsefni sem er viðeigandi á föstudaginn langa. Auðvitað á að sýna þjóðinni þá virðingu að sýna sjónvarps efni tengt kristni á hátíðisdögum um páska og jól að minnsta kosti.
Steindór Sigursteinsson
Messa og tónleikar á skíðasvæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugvekja um persónu og líf Jesú Krists
14.4.2017 | 13:41
Nú í dag, á föstudaginn langa, finnst mér við hæfi að hugleiða aðeins persónu Jesú Krists, eiginleika hans og ástæðu þess að hann kom til jarðar sem lítið barn.
Þegar Jesús var að koma að lokum þriggja ára þjónustu sinnar hér á jörðu, sendu æðstu prestarnir og farísearnir þjóna til að handtaka hann. Þeir komu til baka tómhentir, þeir höfðu ekki handtekið Jesúm. Vitnisburður þeirra sýndi að þeir höfðu orðið tilfinningalega, siðferðislega og andlega snertir af nærveru Jesú og því sem hann hafði að segja. Þegar þeir voru spurðir: "Hvers vegna komuð þér ekki með hann?" þá svöruðu þeir: "Aldrei hefur nokkur maður talað þannig." Með því að heyra í Kristi og finna máttinn í orðum hans, fylltust þeir slíkri lotningu á honum og ótta, að þeir gátu ekki handtekið hann.
Hann hafði eiginleika eins og: siðferðileg heilindi og guðlegt réttlæti, sem gerðu hann ólíkan öllum öðrum mönnum, ólíkan rabbínunum, kennimönnum Gyðinga, og spámönnunum sem voru sendir af Guði. Það sem hann hélt fram og kenndi fór langt fram úr því sem rabbínarnir höfðu fram að færa. Kennsla hans var þrungin sannleika og einlægri ást á Guði. Hann var heill, heilagur á öllum sviðum lífs síns, hann hafði samúð með þeim sem höfðu fallið á einhvern hátt, eins og til dæmis tollheimtumönnum og bersyndugum. Hann bauð þeim fyrirgefningu sína.
Þekking hans á lögmálinu, jafnvel þegar hann var aðeins 12 ára, gerði rabbínana forviða. Jesús átti ríkt bænasamfélag við Guð, hann beið hljóðlega og hæversklega en með krafti, hann fór oft upp á fjall til að biðjast fyrir. Kraftaverkin sem hann gerði tóku fram úr þeim kraftaverkum sem Elía og Elísa spámenn gerðu, þvílík kraftaverk höfðu ekki sést í Ísrael í 15 aldir síðan brottför Ísraelsmanna úr Egyptalandi átti sér stað. Þrátt fyrir það kallaði hann sjálfan sig hógværan og hann hrokaðist ekki upp.
Þótt hann væri maður, var hann einstakur og aðgreindur frá öllum öðrum. Persónueiginleikarnir sem hann bjó yfir og verkin sem hann gerði sýndu svo ekki varð um villst að hann var Messías sem lofað hafði verið og koma átti í heiminn. Þessir eiginleikar voru hans fullkomlega siðferðislega heill persónuleiki. Hann var Messías, og hann var í heiminum; orðin hans, gerðir hans og hvernig hann lifði lífinu staðfestu guðlegt hlutverk hans og stöðu. Í Guðs orði, Jóhannesarguðspjalli 1:10-12, stendur: "Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans."
Við skulum líta aðeins á fæðingu hans.
Fæðing hans var einstök. Lúkasarguðspjall 1:26-35. a) Hann var fæddur af mey sem Jesaja spámaður hafði spáð fyrir um 700 árum áður. b) Hann fæddist í Betlehem samkvæmt spádómi Míka 700 árum áður. c) Fæðing hans var kunngjörð af englum. d) Hann fæddist nokkrum vikum eftir fæðingu Jóhannesar, sem engillinn Gabríel sagði um að væri sá sem myndi ryðja brautina fyrir hann. e) Vitringar komu að veita honum lotningu þegar hann lá í jötu. f) Fæðing hans var kunngjörð með stjörnu sem birtist á himni. g) Herskarar engla lofuðu Guð við fæðingu hans. h) Heródes reyndi að myrða hann. i) Fæðingu hans var fagnað af Símeon og Önnu sem sögðu hann vera Messías. í) Fyrir fæðingu hans gaf engill honum nafnið Jesús, sem þýðir Guð frelsar.
Að lokum er hérna ljóð eftir Helga Hálfdánarson.
Velkominn vertu,
vor Immanúel,
ástgjöf sú ertu,
allt sem bætir vel
böl, er hjörtu hrjáir,
haldin eymd og synd,
hvíld, er þreyta þjáir,
þyrstum svalalind.
Jesú góði, þökk sé þér,
þig að bróður fengum vér,
þitt oss blóðið lífgjöf lér,
ljóminn Guðs og mynd.
Kirkjusöngbók, sálmur 71.2.
Steindór Sigursteinsson.
Þjást til að öðlast fyrirgefningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt 16.4.2017 kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hugleiðing um krossfestingu Jesú Krists í tilefni páskahátíðarinnar
14.4.2017 | 09:02
Núna, á föstudaginn langa, þegar kirkjan heldur upp á og heiðrar þjáningu Frelsarans og dauða hans á krossi og upprisu, er vert að minnast þess sem Jesús Kristur gerði fyrir okkur.
Hann hafði verið svikinn af einum lærisveina sinna, Júdasi Ískaríot. Vinir hans, hinir lærisveinarnir, höfðu yfirgefið hann af hræðslu við að þeir kynnu líka að verða handteknir og þeim refsað ef þeir reyndu að koma honum til hjálpar. Hann hafði verið yfirheyrður af öldungaráði lýðsins, æðstu prestunum og fræðimönnunum sem dæmdu hann dauða sekan. Þeir fengu lýðinn til að samþykkja að hann yrði krossfestur þegar Pontíus Pílatus vildi bjóða þeim að hann yrði látinn laus í stað Barnabasar sem var ræningi. En það var hefð fyrir því hjá Pílatusi að frelsa einn bandingja á páskunum.
Við þekkjum flest frásögnina af því hvað gerðist eftir það. Hann var hýddur með gaddasvipu höggin 40, þyrnikóróna var sett á höfuð hans, hann var látinn bera kross sinn til Golgatahæðar, en hann kiknaði undan byrðinni og maður að nafni Símon var látinn bera kross Jesú síðasta spölinn til aftökustaðarins. Þar á Golgatahæð var hann krossfestur, rómverskir hermenn ráku nagla í gegnum hendur hans og fætur og síðan var hann látinn hanga á krossinum. Eftir nokkurn tíma, um nón, gaf hann upp andann.
Jesú Kristur gerði þetta allt fyrir okkur. Hann vildi að við fengjum í gegnum fórnardauða hans eilíft líf og fyrirgefningu synda okkar. Hann gerðist staðgengill fyrir okkur. Við áttum skilda refsingu fyrir það illa sem við höfðum gert, en hann tók á sig refsingu okkar. Hann býður okkur öllum að koma til sín, taka trú á hann og fá hjá honum fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Jóhannes postuli segir svo fallega í guðspjalli sínu: "Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Jóh 3:16.
Nafnið JESÚS þýðir Frelsarinn. Nafnið, sem honum var gefið af Guði, áður en hann var fæddur. "Eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða". Post 4,12b. Einasti möguleikinn til frelsis fyrir alla menn er að þeir líti upp til Krists í trú. Og í trúnni á hann eigum vér öruggan aðgang að Guði, eins og stendur í Efesus 3,12b. En það er miklu meira í friðþægingarverki Krists en fyrirgefning syndanna. Þessi Jesús er Frelsarinn, sem frelsar okkur frá allri synd. Hann er Sigurvegarinn, sem gefur þann kraft, sem þarf til að lifa sigrandi lífi. Aðeins að við lítum upp til hans, því TRÚ VOR, hún ER SIGURAFLIÐ, sem hefur sigrað heiminn.
En lítum nú til hans, sem negldur er þar á krossinn á Golgata, með þyrnikórónu á höfðinu. Blóðið streymir úr sárum hans. Hver dropi er dýrmætur, því að það er líf Guðssonarins, sem gefið er í syndafórn. Hann er hlýðinn allt fram í dauðann á krossinum. Hann leið ekki aðeins líkamlegar kvalir, heldur miklu meira. Þegar hann tók syndir okkar á sig, þá sneri Guð sér frá honum, því að synd mannkynsins kom þá upp á milli hans og Guðs. Hann hrópaði í angist sinni á krossinum: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig.
Kristur var þarna gerður að synd vor vegna, og þess vegna varð hann yfirgefinn af Guði. En um leið og hin kalda hönd dauðans kramdi hjarta hans til dauða, gat hann sigri hrósandi hrópað: Það er fullkomnað! Faðir í þínar hendur fel ég anda minn!" Þá skelfdist himinn og jörð, sólin varð svört eins og hærusekkur og björgin klofnuðu. Einnig fortjaldið í musterinu rifnaði frá ofanverðu og allt niður í gegn.
Þá opnaðist hinn nýi og lifandi vegur alla leið inn í himininn. Þessi vegur byrjar þarna við Golgata og þegar maðurinn kemst til lifandi trúar á Krist, sem Frelsara sinn, þá fær hann að reyna sannleika þeirra orða, að Kristur er Vegurinn, og ef hann gengur Veginn, kemst hann heim til himna að lokum. En frásögn ritninganna endar ekki þarna því dauðinn fékk ekki haldið syni Guðs. Eftir dauða Jesú á krossinum reis hann upp frá dauðum á þriðja degi. Að lokum eru hérna orð Krists í Jóhannes 11,25: "Jesús mælti: "Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi."
Steindór Sigursteinsson.
Hvöss norðanátt og blint til aksturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú ætlar sú stefna í pólítík, sem allt vill selja, að rústa því frábæra forvarnarstarfi sem náðst hefur meðal unglinga á Íslandi
13.4.2017 | 19:32
Hinn góði árangur Íslendinga við að draga úr áfengis- og fíkniefnanotkun ungmenna hefur vakið mikla athygli utan landsteinana. Fréttastofa AFP birti í gær ítarlega frásögn af verkefninu og stutt er síðan breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið. Er því svo farið að aðferðir Íslendinga við að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks, íslenska módelið, er þegar orðið útflutningsvara og hefur fjöldi borga í Evrópu unnið eftir aðferðafræði þess. Evrópska vímuefnarannsóknin (ESPAD) sýndi í fyrra að 48% evrópska ungmenna neyttu áfengis síðustu 30 daga samanborið við einungis 9% íslenskra ungmenna.
Það er leitt til þess að hugsa með góðan árangur Íslendinga í forvarnarmálum í huga að undanfarin misseri hefur verið reynt að koma áfengisfrumvarpinu svonefnda í gegn. En það hljóðar upp á að sala áfengis verði gerð frjáls í matvöruverslunum og að banni við áfengisauglýsingum verði aflétt. Ef Alþingi tekur um þetta ákvörðun, verður henni ekki snúið til baka og allir vita hvað þetta er skaðlegt.
Rannsóknir sýna ótvírætt að aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju. Í Danmörku er þessi sala leyfð í matvörubúðum, og þar er mikið áfengisvandamál unglinga, mest á Norðurlöndunum. 16 ára geta jafnvel keypt bjór í búðum. Við getum ímyndað okkur hvernig ástandið væri hér! Í Svíþjóð var þessi frjálsari sala leyfð, en þeir hættu aftur við það, þegar þeir sáu, að hún stuðlaði að mikilli áfengisneyzlu ungmenna. Þeir lærðu af reynslunni -- er íslenzkum þingmönnum það ofviða?
Við sköpum aldrei neina "suðræna drykkjumenningu" hér uppi á Íslandi í allt annarri menningu og hörðu lífsgæðakapphlaupi, árangurinn af því verður aukin ÖLVUN. Áfengi er og verður aldrei eins og hver önnur neysluvara og er skelfilegt til þess að vita að hægt verði að nálgast bjór og léttvín á næsta götuhorni. Unglingar munu þrýsta á foreldra að kaupa fyrir sig áfengi. Á mörgum heimilum verður þetta eins sjálfsagt og gosdrykkirnir áður. Unglingadrykkja mun tvímælalaust aukast!
Stuðlum ekki að óförum í áfengismálum unga fólksins!
Hægri armurinn er lengi búinn að reyna að koma áfengisfrumvarpinu gegnum þingið. Frumvarpsmenn taka ekkert tillit til norrænnar reynslu: búið er að prófa þetta þar, reynslan er SLÆM fyrir unga fólkið. Ætla ráðandi öfl að gera það fyrir gróðafyrirtæki að gefa áfengissölu "frjálsa"? Þvert á móti ætti að hugsa hér um þjóðarhag og umfram allt að gæta heilsufars ungmenna. Það gerist ekki með auðveldu aðgengi að áfengi í matvörubúðum.
Vitað er með rannsóknum, að áfengisneyzla heftir vöxt og þroska heilans í fólki undir tvítugsaldri. Kemur þetta fram í sænskri könnun frá 2013 sem Peter Nordström stýrði. Í rannsókninni kom fram:
1. "mikil drykkja og eiturlyfjanotkun á unglingsárum getur aukið líkurnar á því að fólk þjáist af elliglöpum fyrir 65 ára aldur.
2. Misnotkun áfengis er mesti áhættuþátturinn þegar leitað er skýringa á snemmbúnum elliglöpum, samkvæmt rannsókninni. Alls tóku 488.484 sænskir karlmenn þátt í rannsókninni sem var gerð á tímabilinu september 1969 til ársloka 1979. Meðalaldur þeirra var átján ár.
3. Fylgst var með mönnunum í 37 ár og á því tímabili voru 487 greindir með snemmbær elliglöp. Meðalaldur þeirra við greiningu var 54 ár. (Mbl.is 13 ágúst 2013)
Hér er komin enn ein góð ástæða fyrir foreldra til að halda börnum sínum eða táningum frá áfengisdrykkju. Já, það er hin bezta fjárfesting í farsælu lífi, að kosta miklu til barnanna með námskeiðum í íþróttum, tónlist og öðru uppbyggilegu sem eflir sjálfstraust og einstaklingsþroska. Ásamt því að innræta þeim kristna trú í stað þess að krakkarnir okkar leiti gæfunnar á öldurhúsum þar sem ýmsar óhollar freistingar bíða þeirra.
Endurbirt grein mín úr Kristbloggi laugardaginn, 1. apríl 2017.
Varað við áfengisfrumvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |