Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Ekki ætti að veita leyfi til lagningar vegar á landi Hlíðarenda.

Nokkuð hefur borið á umræðum um áform Valsmanna um að reisa íbúðabyggð í landi Hlíðarenda sem er við austurenda neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar.  Í frétt á Mbl.is í gær var viðtal við Hjálm­ar Sveins­son, formann um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur.  Þar ræddi hann um umsókn Valsmanna til að leggja veg á landi Hlíðar­enda sem muni skilja að íþrótta­svæði Vals á Hlíðar­enda og fyr­ir­hugað íbúðasvæði.  Sagði hann að hér væri um að ræða framkvæmdaleyfi sem fæli ekki í sér leyfi til þess að reisa byggingar á svæðinu.   „Fram­kvæmd­ir fyrsta kastið á Hlíðar­enda­land­inu munu ekki einu sinni hafa neitt að gera með neyðarbraut­ina, hina svo­kölluðu þriðju flug­braut," sagði hann.

Finnst mér með ólíkindum að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur skuli lýsa því yfir að lagning vegs á Hlíðarendasvæðinu hafi "fyrsta kastið" ekki neitt að gera með neyðarbrautina.   Að sjálfsögðu fylgir íbúðabyggð þessum veg seinna meir fái áform Valsmanna fram að ganga, sem felur í sér að neyðarflugbrautin þurfi að víkja.  Það virðist ætlun borgarstjórnarmeirihlutans að lauma þessum framkvæmdum af stað og hefja þær þannig að ekki sé unnt fyrir velunnara flugvallarins að fá neinu um breytt.  Skriðþunginn í þessu máli er slíkur að það á að reyna að koma framkvæmdum af stað, án þess að Rögnunefndin svokallaða sem átti að meta þessi mál hafi skilað áliti sínu. 

Það er mikið hagsmunamál fyrir landsmenn alla að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera áfram með öllum sínum 3 flugbrautum.  Neyðarflugbrautin er nauðsynleg þegar veður eru válind og vindar sterkir úr SV og NA áttum, en þær aðstæður skapast yfir 20 daga á ári.  Myndi öryggi flugvallarins skerðast verulega verði neyðarflugbrautin látin víkja. 

 Í samkomulagi sem undirritað var af háttvirtum innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jóni Gnarr Kristinssyni fyrverandi borgarstjóra, kemur fram að tilkynnt verði um lokun neyðarbrautar Reykjavíkurvallar (NA/SV brautar) fyrir áramót.  En þá var hugsunin sú að Rögnunefndin hafi skilað áliti sínu, en nefnd þeirri hefur verið falið að finna framtíðarstaðsetningu fyrir Reykjavíkurflugvöll.  Síðustu fréttir frá Rögnunefndinni er sú að hugsanlegum möguleikum á framtíðarsvæði fyrir flugvöllum hafi fækkað úr 15 í 5 og er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í breyttri mynd einn af þeim 5 valkostum.  Tel ég það ólíklegt að Rögnunefndin finni einhvern stað fyrir flugvöllinn sem henti vel fyrir þá starfsemi sem til staðar er á vellinum.  Yrði það óhemju kostnaðarsamt fyrir flugrekstraraðila sem þar reka starfsemi sína og landið allt sem af flutningi flugvallarins hlýst með lagningu nýs flugvallar með öllum þeim byggingum sem honum fylgja.  Yrði það gríðarlegur skellur fyrir innanlandsflugið, flugskólana flugverkstæðin ofl. sem færa þyrftu starfsemi sína og þetta myndi að lokum koma niður á landsmönnum öllum með hækkuðu verði á innanlandsflugi.

Háttvirtur forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáði sig á síðasta ári:  

„Ég myndi að sjálfsögðu helst vilja sjá flugvöllinn í þeirri mynd, sem hann er, þ.e.a.s. þriggja flugbrauta völl. Það er mjög óheppilegt á allan hátt þessi leið að reyna að þrengja stöðugt meira og meira að flugvellinum, og flytja hann nánast í pörtum úr Vatnsmýrinni, en í rauninni að reyna að gera flugvellinum ókleyft að starfa þarna. Það er stefna, sem að ríkið þarf að koma í veg fyrir að nái fram að ganga."

Það er einlæg ósk mín að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fái áfram að vera óskertur með öllum sínum 3 flugbrautum og að öll þau starfsemi sem þar hefur starfað lengi, fái að vera þar áfram.  Ég vil biðla til stjórnvalda að taka afstöðu í þessu máli og ræða þessi mál því orð eru til alls fyrst.  Ríkisstjórn og Alþingi þurfa að kryfja þetta mál til mergjar og komast til botns í því hvort skerðing á starfsemi flugvallarins og þeirra fyrirtækja sem þar eru, séu til að  efla hag fólksins í landinu.  Og hvort veita eigi hópi fólks og hagsmunaaðilum sem byggja vilja í Vatnsmýrinni án þess að hafa í huga alla þá hagsmuni sem í húfi eru fyrir flugtengda þjónustu sem rekin er á Reykjavíkurflugvelli og hag allra landsmanna, því innanlandsflugvöllur á Stór- Reykjavíkursvæðinu með öllu því hagræði sem því fylgir er mikið þjóðþrifamál.


mbl.is Engin áhrif á neyðarbrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef til vill er þörf á inngripi stjórnvalda í Flugvallarmálinu.

 

Samkvæmt frétt á Mbl.is verður opinn borgarafundur á hótel Natura kl 20:00 í kvöld, og er til hans stofnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri.  En það er í stuttu máli svo komið að borgaryfirvöld hafa veitt verktökum framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu, sem er í skjön við áður gefnar yfirlýsingar borgarstjórnar þar sem sagt var að ekki yrði farið í framkvæmdir á svæðinu fyrr en Rögnunefndin svokallaða hafi skilað áliti sínu.  En eins og kunnugt er hefur umrædd nefnd engu áliti skilað né komist að neinni niðurstöðu um hvort fýsilegur kostur sé að þessi hluti af flugvallarsvæðinu víki fyrir íbúðabyggð og hvort einhver staður sé nógu álitlegur kostur til að byggja upp aðstöðu fyrir þá flugstarfsemi sem á svæðinu er og þyrfti að víkja ef til framkvæmda kæmi.   Á fund­in­um verða eftirtaldir fram­sögu­menn sem gera munu grein fyr­ir at­huga­semd­um sín­um við deili­skipu­lagið og „út­skýra hina vá­legu stöðu sem upp er kom­in:

  • Björgólf­ur Jó­hann­es­son, for­stjóri Icelanda­ir Group

  • Leif­ur Magnús­son, verk­fræðing­ur og fv. formaður Flugráðs

  • Sig­urður Ingi Jóns­son, full­trúi í flu­gör­ygg­is­nefnd Isa­via um lok­un Neyðarbraut­ar­inn­ar

  • Berg­ur Stef­áns­son, yf­ir­lækn­ir bráðaþjón­ustu utan sjúkra­húsa og formaður fagráðs sjúkra­flutn­inga

Það er alveg makalaust að borgarstjórn ætli að svíkja gefin loforð um að beðið verði efti áliti Rögnunefndar áður en framkvæmdir eru hafnar og virða að vettugi raddir þeirra sem reka flugstarfsemi á svæðinu, sem eru flugskólar, sjúkraflugsaðilar, flugverkstæði ofl.  Og að ekki eigi að hlusta á vilja 70% prósenta borgarbúa sem vilja flugvöllinn áfram.  Samkvæmt frétt á Mbl.is 17. þessa mánaðar tjáði Ívar nokkur Pálsson sig á þessa leið að brautarendinn verði við fyrirhugaðar byggingar sem reisa á og að "Það verður engin fluglína með blokkir við brautarendann."  Kom ennfremur fram að aðflug neiðarbrautar Reykjavíkurflugvallar gangi ekki upp verði skipulagið samþykkt. 

Þetta er báleg staða sem komin er upp hjá þeim sem þarna eiga hagsmuni að gæta og reyndar Reykvíkinga allra svo og landsmanna, því að sú aðstaða sem er þarna til staðar á Reykjavíkurflugvelli kemur allri þjóðinni til góða.  Nýtingarstuðull Flugvallarins og öryggi myndu falla niður í ruslflokk verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika því neyðarbrautinnar er þörf þegar vindátt er ekki hagstæð fyrir aðrar brautir.  Borgarbúar sofnuðu þarna á verðinum og kusu yfir sig flokka í borgarstjórn sem ekki skilja mikilvægi flugvallarins og þessa svæðis sem á að byrja framkvæmdir á.

Ég sé ekki aðra kosti í stöðunni en að Ríkisstjórnin taki þarna af skarið og banni fyrirhugaðar framkvæmdir.  Það er þó nokkuð margt sem sem rættlætt geti slíkt inngrip stjórnvalda.  Ég tek fram að ég er ekki lögfróður maður þannig að ég viti allar hliðar málsins en ég lít svo á að inngrip stjórnvalda væri mögulegt vegna eftirtaldra ástæðna:

Öryggissjónarmið.  Flugvöllurinn er mikilvægur vegna öryggis bæði ef til náttúruhamfara, eins og eldgoss komi og svo vegna sjúkraflugs sem er hagkvæmt vegna nálægðar við Landsspítalann og af þeirri ástæðu að flugvélar eru margfallt ódýrari í rekstri en þyrlur sem þyrfti að notast við þurfi flugvöllurinn að víkja.

Þjóðarhagsmunir.   Það leikur enginn vafi á því að ef Flugskólarnir sem þarna eru þurfi að hafa sig á brott, jafnvel þótt einhver staður kynni að finnast síðar fyrir þá starfsemi þá yrði þarna stór- tjón á þessari atvinnustarfsemi sem flugskólarnir hafa byggt upp og er kennsla sú sem þeir bjóða, á heimsmælikvarða.  Með frekari framkvæmdum og niðurrifi Reykjavíkurflugvallar myndi innanlandsflugið þurfa að víkja.  Yrði það mikill skellur fyrir landsbyggðina alla svo og Reykvíkinga.  Það yrði mikil afturför varðandi samgöngur á landinu.  Því Keflavíkurflugvöllur er á engann hátt heppilegur til að taka við innanlandsfluginu, meðal annars vegna fjarlægðar hans frá Stór- Reykjavíkursvæðinu.

Varðveisla sögulegra verðmæta.  Eftir því sem ég best veit þá er Reykjavíkurflugvöllur 75 ára á þessu ári.  Bretar reistu hann á tíma fyrri heimstyrjaldarinnar.

Ég vil hvetja Háttvirtan forsætisráðherra Sigmund Davíð Guðlaugsson að bregðast við í þessu máli 0g kalla saman Ríkisstjórn sína og fyrirskipa lögbann á fyrirhugaðar byggingaframdvæmdir á Vatnsmýrasvæðinu.

Kær kveðja.

 


mbl.is Borgarafundur vegna neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heildaráhrif breytinga á virðisaukaskatti og niðurfelling vörugjalda eru jákvæð fyrir heimilin.

Samskvæmt frétt á Mbl.is og myndbroti sem henni fylgdi varð háttvirtum forsætisráðherra býsna heitt í hamsi er hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvars þingmanns Samfylkingarinnar.  Sagði Sigmundur reyndar "ef fyrirspurn skyldi kalla."  Því háttvirtur þingmaður Samfylkingarinnar fór óvægum orðum um verk ríkisstjórnarinnar, hvað varðar breytingar á virðisaukaskattsþrepunum og skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að ekki yrðu greiddar af hrægammasjóðunum svonefndu heldur með því að láta heimilin borga fyrir þær með hækkun á virðisaukaskatti á matvæli.  Sagði hann ennfremur "að hagur heimilana hafi versnað mjög frá síðasta kjörtímabili". 

Bragst forsætisráðherra við með ákveðni og góðri mælskulist, þar sem hann hratt til baka ummælum Helga Hjörvars, sagði hann ekki hafa farið rétt með neitt atriði rétt í ræðu sinni.   Sagði hann að ríkisstjórnin væri að lækka skatta en ekki hækka.  Ríkisstjórnin væri "að lækka álögur á heimili en ekki hækka sem síðsta ríkisstjórn hefði gert á allan mögulegan hátt".   Sagði Sigmundur að ríkisstjórnin færi skuldir heimilana niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða á ári.  Sem er ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn gerði, en hún notaði ekki tækifærið þegar gullið tækifæri gafst til þess að  lækka skuldir heimilana og hafi barist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja yfir á heimilin.

Ég er hjartanlega sammála Sigmundi Davíð.  Ríkisstjórnin er með skulda- lækkunar áformum sínum að koma í verk aðgerðum sem eru löngu tímabærar.  Engin ríkisstjórn hefur komið slíkum áformum í verk sem koma sér eins vel fyrir skuldug heimili svo ég viti.  Varðandi breytingar á virðisaukaskattsþrepunum og hækkun matarskatts vil ég segja að  hækkun virðisaukaskatts á matvæli gæti við fyrstu sýn virst vera hækkun á álögur á einstaklinga og heimili.  En með nánari íhugun og með því að velta fyrir mér þessum málum þá tel ég að heildaráhrifin verði jákvæð fyrir heimilin og jafnvel einstaklinga.  Því á móti hækkunum á neðra þrepinu úr 7 í 12 prósent kemur lækkun efra þrepsins úr 25,5 í 24 prósent.  Í því þrepi eru innifaldar vörur eins og td. snyrtivörur. hreinlætisvörur klósettpappír, eldhúsrúllur og margt fleira.  Til mótvægis við hækkun matarskattsins svokallaða kemur svo að sykurskattur af matvælum verður lagður niður.  Ekki er mér kunnugt um nákvæmlega hvaða lækkun það skilar, fer það eftir hlutfallslegu sykurinnihaldi í matvörunum.  Samkvæmt frétt í vef Rúv 6 apríl á síðasta ári var hækkun sú sem sykurskatturinn hafi skilað á matvæli vera um 1-3 prósent.  Háttvirtur fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sagði nýlega að hækkun á matvæli vegna hækkunar á matarskatt yrði ekki 5 prósent eins og halda mætti heldur 2,5 - 3 prósent.  Trúi ég því vel, því til mótvægis við hækkun á matarskattinum kemur lækkun á vörum sem innihalda sykur.  Það eru býsna margar vörur og vöruflokkar matvæla sem bera þennan skatt.  En það eru td. mjólkurvörur eins og jógúrt sem innihalda viðbættan sykur, bakarísvörur eins og vínarbrauð, kökur og kex og að sjálfsögðu gos og sælgæti, jafnvel brauð sem inniheldur sykur og margt fleira.  Það sem gerir virkilega útskagið í lækkun útgjalda á heimilin og einstaklinga er svo niðurfelling vörugjalda sem mér skilst að skilað geti kringum 15-25prósent lækkun á fjöldamörgum vöruflokkum. 

Má þar nefna; rafmagnstæki, eins og sjónvörp, sjónvarpsflakkarar, hljóm- og myndlutningstæki, handfrjáls búnaður fyrir farsíma (25%).

Heimilistæki eins og eldavélar, ofnar, örbylgjuofnar, gasgrill, ísskápar, frystar, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkarar(20%)

byggingarvörur eins og gólfefni, teppi, flísar, baðker, salerni, handlaugar, blöndunartæki, heitir pottar(15%)

og margar aðrar vörur fyrir heimilið eins og ljós, lampar og ljósaperur, kertastjakar, hleðslurafhlöður(15%)

Það er klárt mál í mínum huga að jafnvel efnaminni fjölskyldur og einstaklingar þurfa oft að endurnýja ýmiskonar raftæki og kaupa vörur sem falla undir þennan lið.  Lækkunin á þessum vöruflokkum er það há 15-25  prósent eða meira að það þarf ekki að kaupa mikið af vörum sem falla undir þennan lið til þess að viðkomandi einstaklingur eða heimili hagnist af og að kaupmáttur fólks verði heldur meiri heldur en ef ekki væri farið út í þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin stefnir að hrinda í framkvæmd með bættan hag fólksins í landinu að leiðarljósi. 

Við megum vera þakklát fyrir núverandi ríkisstjórn.


mbl.is „Allt sem háttvirtur þingmaður sagði er rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn og Alþingi þurfa ekki að samþykkja þessar reglugerðir ESB.

Samkvæmt frétt á Mbl.is hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um breyt­ing­ar á lög­um um vist­hönn­un.  Felur það í sér að tilskipanir evrópusambandsins varðandi svonefndar orkutengdar vörur ganga í gildi hér á landi.  Felur það ma. í sér að sturtuhausar með takmarkaða vatnsnotkun verða lögleiddir , takmörk verði sett á afl ryksuga og hárblásara.

Finnst mér þetta vera með eindæmum fáránlegt.  Á Íslandi höfum við nóg að heitu vatni eða vatni hituðu upp af rafmagni og nóg er með rafmagni til að knýja ryksugur með nægan sogkraft og öfluga, góða hárblásara.  Finnst mér þetta vera eins og framhald af þeim fáránleika sem innleiðing sífellt fleiri evróputilskipana færa okkur.

Ég var svo fyrirhyggjusamur að ég keypti um 100 glóperur áður en bannið við sölu þeirra gekk í gildi (kostuðu frá 69 kr. stykkið).  Ég er með nokkur lokuð ljós sem ég nota þessar perur fyrir, því ég hef fundið út að sparperurnar endast ákaflega stutt í þessum ljósum.  Ef til vill er kælingin ekki nógu mikil.  Ég get ekki hugsað mér að fara í sturtu með sturtuhaus með takmörkuðu rennsli, slíkt veldur því aðeins að maður er lengur að þvo sér og að skola af sér sápuna.

Þessar evróputilskipanir eru í takt við það sem maður er orðinn vanur að heyra, sífellt strangari reglur sem hefta bæði líf fólks, viðskipti og atvinnulíf.  Við getum séð hvernig evrópureglur hafa farið með einkaflugið í landinu.  Þar sem fáránleg pappírsvinna og óhentugar reglur varðandi tegundarviðurkenningar á íhlutum sem settar eru í flugvélar, ollu á tímabili tímabundinni stöðvun á flugi margra einkaflugvéla á landinu.

Er ekki kominn tími til að segja: hingað og ekki lengra.  Hættum að innleiða ESB reglur, enda er það ekki ætlun Íslenskra stjórnvalda að ganga í ESB, né er það vilji almennings í landinu.  Sendum evrópuráðinu langt nef og höfnum öllum þvingandi og óhentugum reglugerðum.

Kær kveðja.


mbl.is Sturtur verða vatnsminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innleiðing reglna um samevrópskt fjármálaeftirlit, getur verið mikið hættuspil.

Ég las frétt á vefsíðu Rúv þar sem háttvirtur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson greindi frá því að "Samkomulag hefur náðst um innleiðingu reglna um samevrópskt fjármálaeftirlit í EFTA ríkjunum þremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein."  Var ennfremur sagt að "Með því verður tryggt að evrópulöggjöf, sem byggir á viðbrögðum við alþjóðlegu fjármálakreppunni tekur gildi í ríkjunum þremur, þar á meðal löggjöf um þrjár evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.

Ég verð að segja að þessi frétt olli ugg í huga mér.  Og mér finnst formaður Sjálfstæðisflokksins sem ég met mjög mikils vegna þeirra kosta sem mér finnst hann búa yfir, vera kominn út á afar vafasama braut hvað varðar þetta samkomulag.  Ég er enginn sérfræðingur varðandi þessi mál en það er nokkuð augljóst í mínum huga að slíkt fjármálaeftirlit sem felur í sér að viðbrögð við alþjóðlegu fjármálakreppunni verði samkvæmt evrópulöggjöf, sem ég tel vera mikið hættuspil fyrir Ísland, því það er mikil óvissa í því hvað í þessu felst og hvaða áhrif þetta gæti haft á Íslenskt efnahagslíf. 

Í fréttinni er ennfremur sagt "Þar sem stofnanirnar hafa meðal annars vald til að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja fela reglurnar í sér framsal framkvæmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki."  Ég verð að segja að mér finnst þetta gera útslagið varðandi þá röngu ákvörðun að innleiða þessi lög, að þessi reglugerð sem um er fjallað felur í sér valdaframsal Íslenska ríkisins sem Stjórnarskráin leyfir ekki.  Og að eftirlitsstofnanir þær sem um er rætt hefðu vald til að grípa inn í rekstur fjármálastofnana.  Það er klárt mál í mínum huga að viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra voru rétt þegar hrun Íslensku bankanna varð 2008.  Neyðarlögin, sem fólu í sér gjaldeyrishöft björguðu miklu fyrir Íslenskan efnahag, og það er staðreynd að Ísland fór betur út úr kreppunni en ríki Evrópusambandsins. 

Í frétt Rúv.is kom fram að "Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti samkomulagið fyrir Íslands hönd en reglurnar verða lögfestar hér á landi á næstunni."  Ég vil hvetja háttvirtan fjármálaráðherra til að draga þessa ákvörðun til baka.  Því yfirráð erlendra eftirlitsstofnana yfir íslenskum fjármálastofnunum ef annað hrun verður er mjög varhugavert. 

Mér finnst einnig að EES samningurinn hafa mjög bindandi áhrif á atriði er varða viðskipti, atvinnuvegi þjóðarinnar og efnahag þar sem margar íþyngjandi reglur hafa verið innleiddar.  Hefur reglugerðarfarganið aukist mjög hin síðari ár.  Má þar nefna bann á sölu á glóperum.  Finnst mér að umræða eigi að eiga sér stað á Alþingi hvort EES samningurinn þjóni Íslenskum hagsmunum.  Evrópusambandið hefur að mig minnir unnið að gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin.  Gætum við Íslendingar ekki sagt upp EES samningnum og bjargað okkur á eigin spítur og gert okkar eigin fríverslunarsaminga og ýmsa viðskiptasamninga við önnur lönd þar á meðal ríki Evrópusambandsins ?

Kær kveðja.

Steindór.


Hvaða atburði mun blóðmáni þessi bera í skauti sér?

Hérna er bréf sem vinur minn sendi mér 12 mars á þessu ári, og á hann við blóðtungl það sem greint er frá á Mbl.is síðastliðinn miðvikudag.  Þetta er svo merkilegt efni að mér finnst það tilvalið að birta það hér á bloggsíðu minni.  Byrjar hér bréfið:

Í nokkur ár hafa menn verið að taka eftir því að svo kölluð blóð tungl, það er þegar tunglið birtist rautt á fullum tunglmyrkva hafa skarast á hátíðir Gyðinga í fortíðinni og svo í náinni framtíð. en það verður á þessu ári  2014 og á næsta ári 2015. En þá hafa í sögunni alltaf orðið erfiðleikar og oft stríð En í sköpunar sögunni í Biblíunni er sagt frá því að Guð setti Sólinna Tunglið og stjörnurnar til að greina nót frá degi og til að marka tíðir, daga og ár og til tákns. 

Í Biblíunni er texti í Jóel 3:4. Sólin verður myrk og tunglið sem blóð áður en dagur Drottins kemur, hinn mikli og ógurlegi.  En þessi blóð tungl hafa alltaf birst 4 í röð, á 2 árum þar sem þau hafa skarast inn í hátíðir gyðinga

á 1 árinu á Páskum og síðan á laufskálahátíð,

á 2 árinu á Páskum og síðan á laufskálahátíð.

8 skiptið sem þau hafa birst 4 í röð á 2 þúsund árum er núna á þessu ári 2014 og svo 2015. 

Þekkt blóð tungl í sögunni voru, 4 í röð.

1493 - 1494. en 1492 var öllum gyðingum á Spáni boðið að taka kaþólska trú annars yrðu þeir reknir frá Spáni.

Kólumbus fór líka sínu fyrstu ferð til Ameríku sama ár 1492 og sína síðustu ferð 1498 og nokkrar inn á milli.

Síðan voru 4 í röð 1949 - 1950.   En frelsistríðið í Ísrael var 1948 - 1949

Síðan voru 4 í röð 1967 - 1968.  En sex daga stríð Ísraelsmanna var 1967

Og svo verða 4 í röð 2014 - 2015.   Þeir verða 15. Apríl og 8. Október 2014

Sólmyrkvi er 20. Mars 2015.   Og svo 4. Apríl, og 28. September 2015

Hérna er síða um Blóð tungl með ártölum hvenær þau voru í sögunni og hvenær þau verða.

 http://watch.org/showart.php3?idx=104119

 

Og líka síða sem nær lengra aftur í tímann þar sem þessi blóð tungl birtust, atburðir og stríð þá sem höfðu áhrif á mannkyns söguna.   Og hvernig fólk trúir að þetta séu tákn frá Guði um og hvernig þessi blóð tungl komi inn í síðustu tíma og merki endur komu Jesú.   En Biblían segir frá því að Jesús komi aftur til Jarðarinnar á sama hátt og hann fór til Himna.

 http://www.pray4zion.org/TheComingBloodMoons.html

 Og líka vídeó um 4 næstu blóð tungl með perry stone.

 http://www.youtube.com/watch?v=uiZo6p5v0Uc

En hvað er það sem fólk hefur kallað blóð tungl, það er þegar tunglið birtist rautt.   Það gerist í fullum tunglmyrkva þegar Jörðin varpar skugga sínum á tunglið og geislar Sólarinnar skína í kringum jörðinna inn í andrúmsloftið, en þá myndast þessi rauða birta og endurvarpast á tunglið sem verður þá rauð litað.

 http://earthsky.org/space/why-does-the-moon-look-red-during-a-total-lunar-eclipse

 http://scienceblogs.com/startswithabang/2011/02/01/why-the-moon-turns-red-during/

Hérna er síða frá Nasa hvenær það eru tunglmyrkvar.   Það er hægt að bera saman dagatalið um tunglmyrkvana og dagatalið um hátíðir Gyðinga saman.   þá sér maður að tímasetningin passar saman, en þá falla blóð tunglin inn í hátíðir Gyðinga fyrir árin 2014 - 2015.

 http://eclipse.gsfc.nasa.gov/lunar.html

 Hérna er síða frá Nasa hvenær það eru sólmyrkvar

 http://eclipse.gsfc.nasa.gov/SEdecade/SEdecade2011.html

 hér er síða með dagatali þar sem allir tunglmyrkvar og sólmyrkvar eru sýndir

 http://www.seasky.org/astronomy/astronomy-calendar-2014.html

 Og líka síða með dagatali um hvenær Hátíðir gyðinga eru.

 http://www.chabad.org/holidays/default_cdo/year/2014/jewish/2014-Holidays.htm

 https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/Judaism/festivals.html

Hérna eru síður um Biblíuleg brúðkaup Gyðinga til forna og það er síðan tengt við Jesú að hann er okkar brúðgumi eins og Biblían talar um.

En í síðunni er sagt frá því hvernig brúðkaupið fór fram frá upphafi þess og til enda.   þar er margt skemtilegt eins og það að fyrst var giftingar sáttmálinn Gerður, síðan yfirgaf brúðguminn brúðina til þess að gera handa henni sérstakt herbergi í húsi föður hans þar sem þau yrðu 2 saman, síðan gátu liðið allt að 12 mánuðum þar til brúðguminn kæmi að sækja brúðina sína, en hann kom venjulega þegar líða tók að miðnætti og þá var blásið í lúður og fólk dansaði og hrópaði á götunum, En þá tók brúðguminn brúðina og fór með hana í hús föður síns til þess að þau gætu verið 2 saman í 7 daga í þessu herbergi sem hann útbjó handa þeim.

Jesús kom til Jarðarinnar til þess að borga okkar gjald, til þess að við gætum þá verið hans börn, synir og dætur.   En hver er brúðurinn nema þeir sem hann borgaði gjaldið fyrir.  Hann borgaði þetta gjald sem Biblían segir frá að sé hinn nýi sáttmál milli Guðs og manna, sem hann undiritaði með blóði sínu sem rann á Golgata þegar hann var negldur á Kross.

Í Biblíunni er talað um 7 ára þrengingar tíma þar sem andkristur mun ríkja. 

Kemur Jesús núna á okkar dögum til þess að taka brúði sína til þess að vera með henni  í 7 ár á meðan að þrengingar tímar eru á Jörðinni sem Biblían talar um?

 http://www.opendoorministrieswv.org/ancientjewishwedding.html

 http://www.returntogod.com/hebrew/wedding.htm

 það er vitnað í síðunni fyrir ofan frá Jesia 26:20-21.  

 20 Gakk þú, þjóð mín, inn í herbergi þitt og lyk aftur dyrunum á eftir þér. Fel þig skamma hríð, uns reiðin er liðin hjá.

21 Því sjá, Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir þeirra. Jörðin mun birtast láta blóðið, sem á henni hefir verið úthellt, og hún mun ekki lengur hylja þá, sem á henni hafa myrtir verið.

 http://www.wordplanet.org/is/23/26.htm

Hérna er merkilegt Vídeó um draumsýn sem maður sá, um blóð tungl og endurkomu Jesú, en Jesús kom í draum sýninni þegar engin átti von á.  Biblían segir frá því að Jesús komi aftur þegar engin á von á því, hann segir látið mig ekki Finna ykkur sofandi, Það segi ég ykkur vakið því engin veit dagin eða stundinna.

 http://www.youtube.com/watch?v=_t3nKgSPXMI

Og líka síður um friðarviðræður Ísraels og Palestínu, en þeir setja tímapunkt til 29 Apríl (þetta bréf er ritað 12 mars 2014) en þá er reyndar deildar sólmyrkvi sama dag, það er hægt að lesa um hann á síðunni fyrir ofan.  og þá á að vera búið að ganga frá einhverju í þessum friðar viðræðum til þess að hefja nýja ramma áætlun um frið og öryggi á þessu svæði skilst mér.  Kemur Jesús aftur eftir að þessi friðar samningur milli Ísraelsmanna og palestínumanna verður undiritaður, kannski í kringum þessi blóð tungl?  Engin veit það nema Guð.

En hvað átti brúðurinn að gera áður fyrr í Ísrael þegar hún var að bíða eftir brúðgumanum?

hún átti að vera viðbúin komu hans, vera tilbúin í brúðar fötunum.

En Jesús segir okkur að vaka allar stundir og biðja, lifa í honum, vera viðbúin komu hans.

http://nyulocal.com/national/2014/02/20/john-kerrys-plan-for-israel-palestine-peace-talks-going-as-smoothly-as-expected/

http://www.usatoday.com/story/news/world/2014/02/03/israel-palestine-troops-jewish-state-peace/5189139/

http://www.jpost.com/Diplomacy-and-Politics/US-expects-delay-on-Israeli-Palestinian-peace-talks-Kerry-framework-rollout-340229

Kær kveðja.

Steindór.

 


mbl.is Blóðmáninn sést ekki frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband