Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
Íslendingar ættu að beita sér í makrílmálinu sem fullvalda ríki.
23.10.2013 | 20:19
Nú þegar samningaviðræður ESB og annarra hagsmunaríkja vegna skiptingu Makrílaflans stendur yfir beinist athygli landsmanna óneitanlega að því hvað Íslensk stjórnvöld muni gera í málinu. Framkvæmdastjórn ESB býður Íslendingum aðeins 11,9% hlutdeild í heildaraflanum en Íslendingar hafa eins og kunnugt er undanfarin ár haldið fast við 16-17% aflans .Enda eru fyrir því gild rök að Ísland sem fullvalda strandríki með mikið af Makríl í landhelginni kringum landið haldi óbreyttri aflahlutdeild. Makríllinn etur eins og rannsóknir sýna mikið af æti frá öðrum fisktegundum. Er talað um að aflahlutdeildin sem ESB býður Íslendingum sé ekki sanngjörn heldur sé það yfirgangur stórveldis gegn Íslendingum, og má því að líkum geta að ESB hugsi að það hafi Ísland að nokkru leiti í hendi sinni þar sem Íslendingar hafa enn ekki formlega slitið aðildarviðræðum sínum við sambandið, og er Ísland því fræðilega séð umsóknarríki að Evrópusambandinu.
Ég vil hvetja ríkisstjórnina og háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðherra að halda fast við 16-17% hlutdeild í Makrílaflanum. Og sýni með því framkvæmdastjórn ESB að við eru fullvalda þjóð og við látum ekki bjóða okkur stór skerta aflaheimild. Íslendingar fóru frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu yfir í að verða ein sú ríkasta, einmitt í krafti sjálfstæðis síns og stækkun landhelgi sinnar úr 4 mílum í 200 mílur.
Ég vil einnig hvetja ráðamenn ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni Benediktsson tjáði sig í fréttatíma RÚV núna í kvöld um að það væri ekki vegna Krónunnar sem óstöðugleiki ríkti í Íslensku efnahagslífi heldur væri það vegna annarra þátta og væri það að mestu okkur sjálfum um að kenna. Evran eða aðild að ESB mun ekki sjálfkrafa færa okkur stöðugleika sem við sækjumst eftir heldur með því að við sjálf Íslendingar komum stöðugleika í fjármál lands okkar.
Gefi ekki eftir í makríldeilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 22.2.2014 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sjávarútvegsráðherra ætti ekki að beygja sig undir vilja ESB.
21.10.2013 | 20:00
Ég vil hvetja háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðrráðherra Sigurð Inga Jóhannsson til að samþykkja ekki 12 prósent hlutdeild Íslendinga í Makrílkvótanum. Við íslendingar höfum staðið í 4 landhelgisdeilum eða þorskastríðum eins og það var kallað. Og við bárum sigur úr bítum og áunnum með því stórbættan hag Íslensku þjóðarinnar. Við eigum ekki að láta erlent stórveldi hræða okkur og beygja okkur til hlýðni. Við eigum ekki að láta hugsanlegar hótanir þeirra um löndunarbann hræða okkur. Það er ljóst að við Íslendingar verðum af 50-60 þúsund tonnum að Makrílkvótanum verði 12 prósentin samþykkt.
Ég vil uppörva Sigurð Inga og hina nýju ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mér finnst þið vera að standa ykkur vel og ég hef trú á að þið munuð koma mörgu góðu til vegar. Ég heyrði í dag í Háttvirtum forsætisráðherra þar sem hann talaði um að vinna við skuldamálin væru samkvæmt áætlun. Það er eðlilegt að Sigmundur og ríkisstjórn hans geti ekki komið öllum kosningaloforðum sínum í framkvæmd strax með því því einu að smella saman fingrunum.
Sakar Framsókn um eftirgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmennirnir Kristján L. Möller Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala.
Ég tel það óráðlegt að leggja út í svo kostnaðarsama framkvæmd nú þegar staða ríkissjóðs er ekki sterkari en raun ber vitni. Slík framkvæmd með tilheyrandi kostnaði sem að öllum líkindum mundi falla á ríkissjóð myndi slá allar áætlanir ríkisstjórnarinnar um efnahagsbata Íslensks efnahagslífs út af borðinu. Talað er um að kostnaður við nýjan landspítala yrði um 77 milljarðar en sá kostnaður mundi sennilega fara í 100 milljarða króna vegna þess að slíkar kostnaðaráætlanir eru oft of lágt reiknaðar. Flutningsmenn tillögunnar segja að fjármögnun geti komið úr ríkissjóði eða með láni sem væri tekið af ríkissjóði eða í nafni Nýs Landspítala, en hið síðastnefnda væri ósennilegt hygg ég með veika stöðu Landspítalans í huga. Slík fjárútlát hvort sem er bein greiðsla úr ríkissjóði sem myndi færa Íslenska ríkið niður í svartnætti gífurlegs niðurskurðar og eða ef fjármagnað væri með láni mundi afborganir og vextir valda verulegri byrði fyrir ríkissjóð um ókomin ár. Og að áætlaður sparnaður 2,6 milljarðar á ári vegna hagkvæmari uppbyggingar nýs spítala muni engan veginn vega upp á móti útborgunum láns og vaxtagreiðslum. Slík bygging væri ekki eitthvað sem væri byggt í eitt skipti og eftir það mundi duga næstu 50 árin heldur mundi hún úreldast eftir vissan tíma og þurfa sitt viðhald með kostnaði sem því fylgir.
Ég tel að við verðum að notast við núverandi húsnæði Landspítala eitthvað áfram, hvað lengi þori ég ekki að leggja dóm á. Ég tel að uppbygging atvinnulífsins muni skapa grunn að bættri grunnþjónustu fyrir landsmenn og að hugsanlga verði hægt að byggja nýjan Landspítala með tíð og tíma þegar aðstæður batna.
Ég tel að Háttvirtur fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp sem muni örva atvinnulífið og hvetji fyrirtæki til vaxtar og ráðningu fleira starfsfólks. Það hyggst hann gera með einföldun regluverks fyrir atvinnurekstur, lítillega lækkaðs veiðigjalds fyrir útgerðarfyrirtæki ásamt fjölda annarra aðgerða sem eiga að örva atvinnulífið með aukinni fjárfestingu, nýsköpun og fleiri störfum. Þessar aðgerðir eru mjög mikilvægar því þær munu skila sér í bættri stöðu ríkissjóðs. Að vísu vil ég segja að framlag til reksturs Landspítala og til tækjakaupa mætti vera hærra og að finna verði fjármagn svo ekki þurfi að taka upp legugjöld. En fjármálaráðherra hefur sagt að þessi atriði geti tekið breytingum í umfjöllun Alþingis ef fjármagn finnst , svo fremi sem það færi ekki rekstrarhalla fyrir ríkissjóð.
Vilja hraða spítalaframkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2014 kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mjög jákvætt að efla viðskiptatengsl Íslands við Færeyinga.
11.10.2013 | 22:29
Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson skýrði Kaj Leo Johannesen lögmanni Færeyinga, frá því í dag að ný ríkisstjórn hefði markað þá stefnu að efla enn frekar hið miklvæga samstarf sem væri við Færeyjar. Samskiptin væru þegar náin á ýmsum sviðum en stefnt væri að að auka þau enn frekar. Ræddu þeir um viðskipti ríkjanna almennt og hvernig mætti nýta sem best möguleika þá sem viðskiptasamningur ríkjanna býður upp á og greiða þannig fyrir frekari viðskiptum.
Það er að ég tel mjög jákvætt að utanríkisráðherra skuli leitast við að bæta viðskiptatengsl okkar við nágranna okkar Færeyinga. Við höfum sömu hagsmuna að gæta og þeir hvað varðar hagsmuni í sjávarútvegi og það sem gerst getur á næstu árum: Að Alþjóðlegar skipaferðir hefjist um Norðurheimskautsvæðið. Tel ég mjög jákvætt að Utanríkisráðherra og Forsætisráðherra hafi unnið í því að Ísland geti komið að Þessum siglingum um Norðurheimskautið á einhvern hátt, hugsanlega með því að reisa stórskipahöfn á Íslandi og þjónusta þau skip sem taka þátt í þessum siglingum.
Fögnuðu þeir Gunnar Bragi og Kaj Leo tillögu Vestnorræna ráðsins um að styrkja samstarf Færeyja, Íslands og Grænlands um málefni norðurslóða á þeim sviðum sem hagsmunir landanna fara saman. Tel ég mjög mikilvægt að ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar séu iðnir við að afla Íslandi velvilja annarra landa í viðskiptalegu samhengi. Við getum vel dafnað og bjargað okkur sjálf án þess að gerast hluti af einhvers konar ríkjabandalagi. Framlag Utanríkisráðherra og Háttvirts Forsætisráðherra er aðdáunarvert hvað þetta varðar.
Engin þjóð nær en Færeyingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 22.2.2014 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig langar til að segja að það er margt mjög gott í hinu nýja fjárlagafrumvarpi háttvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar. Má þar nefna: afturköllun á skerðingu öryrkja og ellilífeyrisþega, aukin fjárframlög til löggæslu, möguleika mjög skuldsetts fólks til að ganga út úr húsnæði skuldlaust ef greiðslustaðan reynist vonlaus, niðurfelling stimpilgjalda ofl. Ég met það mikils að í fjárlagafrumvarpinu er stefnt að hallalausum rekstri ríkissjóðs 2014.
Ég met Bjarna Benediktsson og háttvirtan forsætisráðherra mikils og tel þá mjög vel starfi sínu vaxna og mikið í þá spunnið. Til að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að beita niðurkurði eins og við er að búast því að öðruvísi væri ekki hægt að forðast áframhaldandi skuldsettningu ríkissjóðs. Ég verð að segja að mér finnst leitt að í fjármálafrumvarpinu er niðurskurðarhnífnum beitt í heilbriðgðiskerfinu og á ég þar við Landspítalann. Mér líkar ekki að í frumvarpinu skuli aðeins vera gert ráð fyrir aðeins 200 miljóna fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum, að framlög hækka ekki meira en sem nemur verðlagshækkunum og að innheimta eigi legugjöld. Mig langar til þess að hvetja háttirtan Forsætisráðherra og háttvirtan Fjármálaráðherra að endurskoða áætluð framlög til Landspítalans. Innkoma vegna legugjaldanna er að mér skilst aðeins um 200 miljónir króna. Það hlýtur að vera hægt að finna peninga annars staðar í kerfinu. Og ég vil hvetja þá að auka framlag til Landspítalans, það þarf kannski ekki að vera mikið en mjór er mikils vísir og það mundi auka velþóknun landsmanna á ríkisstjórn þeirra.
Það er tillaga mín að þeir Bjarni og Sigmundur ættu nú að gera það sem þeir gerðu í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs síns að koma saman og ræða málin og taka málefni Landspítalans til umræðu. Þeir gætu komið saman án alls umstangs eins og vöflubaksturs svo þeir geti einbeitt sér betur. Ég hvet þá til að fá sér Kók og Prins Póló, Kók eins og það var í gamla daga í glerflösku og lakkrísrör. Þetta var gert þegar ég fyrir 30 árum síðan var í bóklegu einkaflugnámskeiði hjá Flugklúbbi Selfoss. Hvert kvöldnámskeið var nokkrir klukkutímar og við höfðum aðeins þetta eðalsælgæti að gæða okkur á. Ég tel að það gerði mig skírari í hugsun því það er létt í maga og gott var að halda áfram námi að máltið lokinni.
Mun ekki einkavæða heilbrigðisþjónustuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 12.10.2013 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)