Blessuð sé minning þín Jón Valur
11.1.2020 | 12:04
Það er með trega og söknuði sem ég skrifa um bloggvin minn Jón Val Jensson sem varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 6. janúar, sjötugur að aldri.
Ég kynntist Jóni árið 2015. er ég gekk til liðs við Kristin stjórnmálasamtök sem hann var í forystu fyrir. Ég sendi í gegn um tíðina inn nokkuð af bloggum á moggabloggsíðu samtakanna sem Jón las yfir og leiðrétti ef þess þurfti með og bjó þau til birtingar. Ég þekkti Jón að mestu í gegn um tölvupóstsamskipti vegna bloggana minna og í síma en hitti hann aðeins tvisvar sinnum í eigin persónu. Komst ég að því að þar fór maður með einlæga kristna trú, vingjarnlegur og hugrakkur sem var alltaf fús til að aðstoða aðra og hjálpa til. Kristin trú hans var drifkrafturinn í baráttunni fyrir lífinu sjálfu þe. baráttunni fyrir rétti fóstra í móðurkviði og hin ýmsu mál sem snertu kristna trú og siðferði. Hann var einnig mjög virkur í stjórnmálaumræðunni um ýmis málefni eins og sjálfstæði þjóðarinnar, andstaða gegn ESB aðild og Icesave, ýmis réttlætismál ofl. Voru fáir hans líkir hvað varðar hugrekki og afköst á þeim vettvangi.
Það er með gleði sem ég minnist samstarfs míns við Jón Val og eina flokksfunds Kristinna stjórnmálasamtaka sem ég sá mér fært að mæta á sem var á heimili Jóns snemma árs 2016. En þess tíma minnist ég jafnframt með söknuði því við munum ekki njóta krafta þessa baráttumanns sem svo einarðlega benti fólki á hin kristnu gildi með skrifum sínum. Ég mun sakna innlita Jóns Vals hér á bloggsíðu minni og pistlum hans hér á blogginu. Moggabloggið verður fátækara að honum gengnum.
Vertu blessaður Jón Valur. Megi Guð blessa þig um aldur og eilífð.
Ég votta fjölskyldu hans og öllum sem stóðu honum næst samúð mína.
Andlát: Jón Valur Jensson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tek undir með þér kæri Steindór. Guð blessi minningu Jóns Vals.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.1.2020 kl. 15:44
Þakka þér fyrir góð orð kæri Tómas.
Steindór Sigursteinsson, 11.1.2020 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.