Hanna Birna á heiđur skiliđ fyrir gott ávarp á Kirkjuţingi varđandi trú og skóla.

Eins og kunnugt er hefur háttvirtur Innanríkisráđherra Hanna Birna Kristjánsdóttir tekiđ ţátt í Kirkjuţingi ţjóđkirkjunnar.  Ég var ađ kynna mér hvađ hún hafđi ađ segja í ávarpi sínu sem hún flutti á kirkjuţinginu.  Ţađ hreif mig mjög ađ hún skyldi taka hlut hinna trúuđu varđandi hvort börn í grunnskólum landsins eigi ađ fá ađ heyra kristna trú bođađa í skólum.  Um ţađ sagđi hún ađ hún harmađi ađ sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafi gert  ţađ ađ forgangsverkefni ađ fćra trúna sem lengst í burtu frá skólabörnum ţessa lands.  Ég afritađi hluta ávarps hennar og birti ţađ hér í bloggfćrslu minni.  Ţví ţetta er eins og talađ út frá mínu eigin hjarta, ţví börnin ţurfa svo sannarlega á Kristi ađ halda eins og viđ öll.  Hérna kemur hluti úr ávarpinu:

"Nokkur umrćđa hefur veriđ í samfélaginu á liđnum misserum um gildi og hlutverk kristinnar trúar.

Ţađ er ekkert nema eđlilegt ađ viđ sem samfélag skiptumst á skođunum um slík grunngildi

en sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa taliđ ţađ forgangsverkefni á ţeim tímum sem viđ nú lifum ađ finna leiđir til ađ fćra trúna, bođskap hennar og áherslur eins langt frá ćsku ţessa lands og mögulegt er. Á tímum ţar sem eđlilega er mikiđ rćtt um víđsýni, umburđarlyndi og fjölbreytni er ţannig markvisst unniđ ađ ţví ađ halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum.

Ég er ekki sammála ţeirri stefnu og ţađ segi ég ekki bara sem stjórnmálamađur -

heldur miklu frekar sem móđir tveggja barna á grunnskólaaldri. Á sama tíma og börnin okkar kynnast flestu ef ekki öllu sem gerist í samfélaginu; heimsćkja reglulega á vegum skólans fyrirtćki, stofnanir og félagasamtök, fá í heimsókn bođbera ólíkra sjónarmiđa í skólana sína, ađ ţví ógleymdu ađ dvelja flest óáreitt langdvölum í netheimum er Gídeonfélagiđ hins vegar sett á bannlista samhliđa ţví sem af alvöru er rćtt um ađ heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Fađir vor eđa jólasálmar geti skađađ ćsku ţessa lands.

Á ögurstundum í lífi ţessarar ţjóđar getur ţađ varla veriđ forgangsmál ađ forđa börnunum okkar frá bođskap um kristni og kćrleika enda hlýtur skólastarf nútímans ađ eiga ađ einkennast af fjölbreytni, vali og trú á ţví ađ einstaklingarnir sjálfir fái međ frćđslu og upplýsingu tćkifćri til ađ móta sínar lífsskođanir, trú og sannfćringu."

kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2013/11/setning-avarp-radherra.pdf

 

 

 


mbl.is Kirkjuţing fái aukin völd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband