Myndun sérfræðingahópa um skaldavanda heimilana er gleðiefni.

Ég vil lýsa yfir ánægju minni yfir að háttvirtur forsætisráðherra hafi í dag skipað tvo sérfræðingahópa í fyrsta lagi um niðurfellingu höfuðstóls verðtryggðra lána og kosti og galla leiðréttingasjóðs og í öðru lagi um niðurfellingu verðtryggingar á íbúðalánum.  Þetta er eins og ég baust við að þeir Sigmundur og Bjarni ásamt fleirum úr ríkisstjórninni hafi verið að vinna vinnuna sína.  Þetta er mikið og umfangsmikið verk sem þeir hafa tekist á hendur, að koma í verk: áformum sínum til hjálpar fólkinu í landinu, einkum skuldsettu fólki og fyrrtækjunum í landinu.  Það er ekki einfalt verk að koma svo umfangsmiklum aðgerðum til framkvæmdar og ég tel að það sé ekki eitthvað sem hægt er gera á mjög stuttum tíma.  Ég tel að þeir hafi verið mjög önnum kafnir undanfarnar vikur og mánuði og hafi mjög lítinn frítíma fengið undanfarið.

Ég vil hvetja þá Sigmund og Bjarna ásamt fleirum úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar að taka sér smá frí eins og hálfan dag. Að bregða undir sér betri fætinum og stíga fæti sínum á Suðurlandsundirlendið, á Hvolsvöll þar sem kjörlendi íslenskra bænda teygjr úr sér svo langt sem augað eigir.  En það byrjar undir Kambabrún og nær allt austur að Eyjafjöllum. Það er gott fyrir þá að koma þar sem hreina sveitaloftið leikur við vit hvers manns.  En á Hvolsvelli má finna eins og blíðan blæ framtaksemi og atorku líða yfir þorpinu. Frá Sláturfélagi Suðurlands líður oft ilmur af byrkireyktu hangikjöti og reyktum pylsum yfir svæðinu sem er eins og lífsmark hinnar miklu landbúnaðarstarfsemi sem er í mikilli grósku á svæðinu og Suðurlandsundirlendinu öllu.

Ég vil hvetja þá Sigmund og Bjarna ásamt fleirum úr hinni nýju ríkisstjórn að koma og heimsækja starfstöðvar Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, þar sem yfirmenn fyrirtækisins munu verða glaðir að taka á móti þeim og munu með gleði fylgja þeim um fjölmargar deildir fyrirtækisins. Þeir eru ákaflega kurteisir og viðræðugóðir og stutt er í brosið hjá þeim, þeir eru duglegir að taka á móti alls konar fólki og leiða það um húsið og kynna fyrir því framleiðsluna. Þeir hafa tekið á móti fyrirmönnum þjóðarinnar jafnt sem fólki úr daglega lífinu.

Sá sem þetta skrifar hefur unnið hjá Sláturfélagi Suðurlands í rúm 22 ár og er mjög ánægður með að vinna þar.  Alltaf er gaman þegar fólk úr þjóðlífinu kemur til að heilsa upp á mannskapinn og að kynna sér starfsemina.


mbl.is Hópar takast á við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband