Ríkisstjórnin ætti að vera einörð í ákvörðun sinni í að hafna aðild að ESB.

Á fundi sameiginlegrar  þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins, tjáði  háttvirtur forsætisráðherra sig með eftirfarandi orðum  „Hvað varðar viðræðurnar á milli Íslands og Evrópusambandsins teljum við rétt að taka skref til baka og sjá hvert við stefnum áður en lengra er haldið,“  Varðandi þessi ummæli hans varðandi hugsanlega stöðvun eða frestun ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við Evrópusambandið vil ég segja:

Ég vil hvetja Forsætisráðherra og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar að vera ákveðin í að halda ekki áfram aðildarviðræðum og hafna alfarið hugsanlegri inngöngu í ESB.  Það eru margir Íslendingar sem telja að við eigum að halda aðildarviðræðunum áfram og ljúka þeim til þess að hægt sé að "kíkja í pakkann" og sjá hvað er í boði.  Það er staðreynd að orðið aðildarviðræður eiga ekki við og er ekki rétt orð yfir þessar viðræður sem farið hafa fram í tíð síðustu ríkisstjórnar síðan 2009.  Það er staðreynd að þetta voru ekki aðildarviðræður heldur er rétta orðið aðildarferli.

Íslenska þjóðin hefur verið að taka við styrkjum frá ESB til aðlögunar að ESB.  Mikill fjöldi laga og reglugerða þurfti að innleiða til þess að Ísland gæti gengið í ESB og ótal mörg atriði þurfti Íslenska ríkið  að bæta og gangast undir eins og að bæta stöðu ríkissjóðs, skapa meiri stöðugleka og minni verðbólgu sem óhjákvæmilega hefur kostað mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu.

Ég tel að Íslandi sé best borgið utan ESB.  Eyríki eins og Færeyjar og Grænland hafna alfarið inngöngu í ESB, eins og Ísland byggja þau afkomu sína að miklu leiti á sjávarafurðum.  ESB hefur ekki sagst gera einhvern sérsamning við Íslendinga í sjávarútvegsmálum heldur verðum við að gangast undir regluverk þess.  ESB hefur lýst því yfir nýverið að sambandið hyggist breyta reglum sínum varðandi fiskveiðar sem það lýsir yfir að séu hagstæðari fyrir Íslendinga en verið hefur.  En það breytir ekki þeirri staðreynd að Íslendingar eftir hugsanlega inngöngu í sambandið munu:

1)  Missa yfirráðin yfir 200 mílna lögsögu sinni og fiskiskip annarra þjóða fá að veiða fisk í stórum stíl í Íslenskri lögsögu. 

2)  Íslendingar hafa ekki rétt til að gera fiskveiðisamninga eða viðskiptasmninga við önnur ríki. 

3)  Löggjafar og dómsvald færist yfir til Brussel sem útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands.

4)  Sjálfstæðið sem Íslenska þjóðin ávann sér 17 júni 1944 verður frá henni tekið og forsætisráðherra og ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða aðeins eins og flugstjórar á flugvél sem er flogið á sjálfstýringunni einni saman og hafa ekki fullt vald yfir ákvarðanatöku þjóðarinnar.

Forseti Þýska sambandsþingsins lýsti því yfir nýverið að hann telji að Evrópusambandið eigi eftir að skiptast í tvennt í framtíðinni þar sem þau 17 ríki sem hafa Evruna sem gjaldmiðil munu halda áfram að auka samband sitt sín á milli án þáttöku hinna ríkjanna 10 sem ekki hafa Evruna sem gjaldmiðil.   Íslendingar hafa að ég tel ótal mörg tækifæri til viðskipta og efnahagslegs velfarnaðar utan ESB.  Álitið er að siglingar muni hefjast yfir norðurskautið og Íslendingar munu ekki þurfa að tilheyra ESB til að geta tekið þátt í hugsanlegri þjónustu eins og stórskipahöfn hér á landi til að þjónusta fyrirtæki sem taka þátt í þessu ævintýri.  Álitið er að olíu sé að finna í Íslenskri lögsögu og margt annað mætti nefna sem aukið getur hag landsins, eins og raforkustrengur milli Íslands og annarra landa.  Ríki sem tilheyra ESB hafa ekki verið þekkt fyrir mikinn efnahagslegan þjóðarhag.  Mér skilst að af þeim 27 löndum sem séu í ESB sé aðeins eitt land sem hefur minna atvinnuleysi en hér á landi.

Ég vil hvetja ríkisstjórnina til að standa utan ESB.

 


mbl.is Pólitískur vilji þarf að vera til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það yrði auðvitað kosningasvik ef ekki er lokað algjörlega á þessa aðlögun Íslands að ESB.

Taka skref til baka er ekkert stop á aðlögunarferlið, setja þetta mál í þingið og láta þingið loka á þessa alögun að ESB fyrir fullt og allt.

Annað er kosningasvik.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband