Háttvirt ríkisstjórn - standið fast á stefnu ykkar !

Samkvæmt frétt á Mbl.is söfnuðust saman milli fimm og sex þúsun manns á Austurvelli á samstöðufundi þar sem mótmælt var að stjórnvöld hyggjast draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu.  Langar mig til að hvetja ríkisstjórnina að hvika ekki frá tillögu sinni um slit á viðræðum við ESB.  Er það, að ég tel aðgerðir ríkistjórnar sem ber hag Íslands fyrir brjósti og borgurum þess, og hér er ríkisstjórnin líka að fylgja yfirlýstri stefnu sinni sem kemur fram í Stjórnarsáttmálanum. 

Kæru Landsmenn !  ESB aðildarviðræður eru ekki þess eðlis að samningsaðilar Íslands og samningsaðilar ESB koma saman og ræða málin, heldur felast í þessari umræðu sem réttu nafni nefnast aðildarferli, lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB og ýmislegt annað sem á sér stað á viðræðutímanum.  ESB aðild er ekki Landi og þjóð til góðs, því hún bindur hendur Íslenskra ráðamanna þar sem ákvarðanavald færist yfir til Brussel !

Mér finnst svo mikilvægt að fram komi meiri fagleg umræða í fjölmiðlum um eðli og afleiðingar ESB aðildarviðræðna.  Hvað þær raunverulega eru og hvað í þeim felst.  Ég skora á stjórnendur sjónvarpsstöðvanna að koma með þátt í sjónvarpinu þar sem útskýrt er á hreinskiptan og faglegan hátt í hverju aðildarviðræður felast.

Kæra ríkisstjórn, mér finnst þið vera að standa ykkur vel.    Haldið ótrauð áfram verki ykkar !

Kær kveðja.


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og faglegt mat á ESB umsókn hjá Björg Thorarensen Lagaprófessor

Björg Thorarenssen lagaprófessor við Háskóla Íslands tjáði sig í útvarpsþættinum vikulokin í gærmorgun, eitthvað á þá leið að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við ESB væri ekki heillavænlegur kostur.  Átti  hún þá við að það sé ekki skynsamlegt að ríkisstjórnarflokkarnir, sem báðir eru andvígir aðild haldi áfram aðildarviðræðum.  Finnst mér það vera fullkomlega rökrétt  skoðun.  Reyndar er Björg andvíg þeirrri stefnu ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum heldur að umsókninni verði haldið opinni svo að önnur ríkisstjórn geti ef áhugi er fyrir hendi staðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hún sagði ennfremur að slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri aðeins ráðgefandi en ekki lagalega bindandi. 

Er ég reyndar sammála ríkisstjórninni að aðildarviðræðum beri að slíta til að koma hreint fram við stækkunarnefnd ESB, og að ef vilji skapist í framtíðinni eða aðstæður innan ESB breytist verði stofnað til þjóðraratkvæðagreiðslu.  Mér finnst gleðilegt þegar ég sé í fjólmiðlunum faglega umræðu um ESB aðild. 

Mig langar til að biðja þá sem um þetta mál fjalla í fjölmiðlum og hvort sem það er í sjónvarpi, fréttablöðum eða á netmiðlum að útskýra á faglegan og hreinskiptan hátt hvað aðildarviðræður við Evrópusambandið séu og í hverju þær felast.  Eru þetta aðeins viðræður þar sem Íslenskir samningaaðilar koma og ræða við samningsaðila ESB?  Eða er eitthvað meira innifalið í þessum umræðum, eins og lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB eða eitthvað í þá áttina?


mbl.is Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband