Færsluflokkur: Evrópumál

Stjórnvöld eiga ekki að gangast undir vilja ESB í Makríldeilunni.

Það hefur legið mjög í sviðsljósinu um þessar mundir að stjörnvöld þykja líkleg til að taka tilboði framkvæmdaráðs Evrópusambandsins um 11,9 % hlutdeild í Makrílkvótanum.  Í gær kom sú frétt á mbl.is að Írsk stjórnvöld vilji að ESB styðji tillögu sem Norsk stjórnvöld hafa lagt fram sem gengur út á að Íslendingar og Færeyingar fái mun lægri hlutdeild í Makrílkvótanum en það sem þeim hefur verið boðið, en Færeyingar hafa eins og kunnugt er einnig fengið tilboð um 11,9 % hlutdeild.

Mér leggur nú brýnast á orði að segja:  Hvað eigum við með að vera að beygja okkur undir vilja Brusselvaldsins og láta hafa okkur að leiksoppi.  Láta stórveldið leika sér með okkur, brögð þeirra og hótanir eru ekki réttlátar aðgerðir þess sem vill gæta jafnræðis eða réttlætis, heldur er hér um að ræða ólögmætar hótanir stórveldis sem vill gæta hagsmuna sinna og aðildarríkja sinna.  Og hér er ekki verið að skammta Íslendingum (og Færeyingum) sanngjarnan hlut í Makrílkvótanum heldur eru þetta aðgerir til að seilast enn frekar inn á fiskveiðirétt Íslendinga og fleiri, ESB til framdráttar.  Þangað til fyrir nokkrum mánuðum viðurkenndi ESB að Makrílstofninn sé raunar alls ekki eins veikburða og haldið var fram af fiskveiðistjórn þeirra í fyrstu.  þeir hafa nú séð að Makrílstofnin fer stækkandi og að hann er það stór að hann er að taka mikið af átu frá öðrum fiskstofnum.

Nú eru Írsk stjórnvöl farin að blanda sér í málið og vilja ekki að Íslendingum sé skammtaður of stór hlutur, ef til vill svo þeir geti veitt meira sjálfir.  Og ekki hafa Norðmenn reynst okkur vel í þessu máli.  Það hefur jú verið keppikefli íslenskra Stjórnvarlda þangað til nú að halda amk. 16-17 % af aflahlutanum, enda er það talin sanngjörn hlutdeild með það í huga að Makríllinn sækir í stórum stíl á Íslensk fiskimið og sú staðreynd að Ísland er strandþjóð sem ekki er aðili að ESB.

Það eru skír skilaboð mín til Íslenskra stjórnvalda:  Haldið fast við 16-17 % heildaraflans og víkið ekki frá honum.  Það sem ESB er að reyna með okkur er að beygja okkur til algerrar hlýðni og undirgefni við sig.  Það má ekki góðri lukku að stýra, því við sjáum hversu mikið aðrar þjóðir í Sambandinu og jafnvel utan þess geta haft á ákvarðanatöku ESB, ákvaranir sem reynst geta Íslandi til mikils skaða.  Er ekki betra að halda fast á sínu þrátt fyrir einhverjar mótbárur ESB og aðildarríkja þess og hótanir um ólögmætar refsiaðgerðir?  Er ekki betra að láta vaða blint á vaðið eins og Íslendingar gerðu í 4 síðustu Þorskastríðum, þar sem áræðni og innsæi þeirra Stjórnvalda sem þá voru við völd olli því að Íslendingar komust í gegn og unnu, og Íslendingar fengu með því stóraukinn hluta af fiskimiðunum og aukna velsæld sem því fylgdi.

Ég segi nú og hef sagt það áður að við Íslendingar eigum ekkert að gera í ESB. Við sjáum það á því að ESB vill koma vilja sínum fram á aðildarríkjum sínum og þjóða sem það finnst geta skert ávinning þess á einhvern hátt.  ESB hefur sýnt með Icesavedeilunni og Makríldeilunni að hér er á ferðinni stórveldi sem beitir völdum sínum til að hafa áhrif á þjóðir eða beygja þær til hlýðni.

Kærar Jóla og Nýárskveðjur.


mbl.is ESB styðji tillögu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að beita sér í makrílmálinu sem fullvalda ríki.

Nú þegar samningaviðræður ESB og annarra hagsmunaríkja vegna skiptingu Makrílaflans stendur yfir beinist athygli landsmanna óneitanlega að því hvað Íslensk stjórnvöld muni gera í málinu.  Framkvæmdastjórn ESB býður Íslendingum aðeins 11,9% hlutdeild í heildaraflanum en Íslendingar hafa eins og kunnugt er undanfarin ár haldið fast við 16-17% aflans  .Enda eru fyrir því gild rök að Ísland sem fullvalda strandríki með mikið af Makríl í landhelginni kringum landið haldi óbreyttri aflahlutdeild.  Makríllinn etur eins og rannsóknir sýna mikið af æti frá öðrum fisktegundum.  Er talað um að aflahlutdeildin sem ESB býður Íslendingum sé ekki sanngjörn heldur sé það yfirgangur stórveldis gegn Íslendingum, og má því að líkum geta að ESB hugsi að það hafi Ísland að nokkru leiti í hendi sinni þar sem Íslendingar hafa enn ekki formlega slitið aðildarviðræðum sínum við sambandið, og er Ísland því fræðilega séð umsóknarríki að Evrópusambandinu.

Ég vil hvetja ríkisstjórnina og háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðherra að halda fast við 16-17% hlutdeild í Makrílaflanum.  Og sýni með því framkvæmdastjórn ESB að við eru fullvalda þjóð og við látum ekki bjóða okkur stór skerta aflaheimild.  Íslendingar fóru frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu yfir í að verða ein sú ríkasta, einmitt í krafti sjálfstæðis síns og stækkun landhelgi sinnar úr 4 mílum í 200 mílur.

Ég vil einnig hvetja ráðamenn ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.  Bjarni Benediktsson tjáði sig í fréttatíma RÚV núna í kvöld um að það  væri ekki vegna Krónunnar sem óstöðugleiki ríkti í Íslensku efnahagslífi heldur væri það vegna annarra þátta og væri það að mestu okkur sjálfum um að kenna.  Evran eða aðild að ESB mun ekki sjálfkrafa færa okkur stöðugleika sem við sækjumst eftir heldur með því að við sjálf Íslendingar komum stöðugleika í fjármál lands okkar. 


mbl.is Gefi ekki eftir í makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innganga í sambandið væri óðs manns æði.

Ég tel að Makríldeilan við ESB sýni okkur svo ekki verði um villst að Innganga í sambandið er ekkert sem Íslenska þjóðin ætti að sækjast eftir.  Hótanir þeirra um refsiaðgerðir gagnvart Færeyingum sem hafa stækkað Makrílkvóta sinn meira enn fiskveiðistjórn ESB kærir sig um eru ekkert nema valdnýðsla.  Beðið er eftir því til hvaða aðgerða ESB grípi gagnvart Íslendingum.  Ég held að ég hafi heyrt í gær að vísindamenn sem hafa mælt Makrílstofninn með öðrum og raunhæfari reikniaðferðum en ESB gerir, hafi komist að því að Makrílstofninn sé mun stærri en talið var og að fjöldi Makríls í hafinu sé í raun það mikill að hann sé farinn að taka of mikið af æti frá öðrum fisktegundum.

Ég vil segja: Hvað höfum við Íslendingar að gera í ESB ?  Við höfum staðið í 4 landhelgisstríðum og borið sigur úr bítum.  Og við uppskárum af því mikla hagsæld fyrir þjóðina.  Við þá sem vilja inngöngu í ESB vil ég segja:  Viljum við Íslendingar virkilega vera undir fæti ESB varðandi stjórn fiskveiðimála og annara atvinnuvega og vera að öllu leiti undirgefin erlendu bandalagi varðandi alla ákvarðanatöku ?  Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum alla burði til að bjarga okkur sjálf án íhlutunar ráðamanna i Brussel.


mbl.is „Við útilokum ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra sýnir staðfestu og skynsemi með því að hafna aðildarumsókn.

Það er mikið rætt um orð háttvirts utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar að hætta beri umsóknarviðæðum við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildar viðræður verði ekki að hans frumkvæði. 

Samkvæmt skoðanakönnun sem Eurobarometer gerði fyrir ESB telja 57% landsmann að innganga í ESB þjóni ekki hagsmunum landsins en þriðjungur er á öndverðri skoðun.  En samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð rétt fyrir alþingiskosningar 23 ágúst, kom fram að  talsvert fleiri vilja ljúka aðildarviðræðunum en hætta þeim.  Á þeim tíma sem síðargreinda skoðanakönnunin var gerð var skoðun meirihluta landsmanna að viðræður fyrrverandi ríkisstjórnar væru aðeins viðræður sem væru til þess gerðar að skoða hvað væri í boði fyrir Ísland innan sambandsins.  52,7% voru á þeirri skoðun að klára ætti viðræðurnar til að hægt væri að því loknu að "kíkja í pakkann" eins og sagt var, en 30,7% voru því andvíg.

En það vita flestir sem hafa kynnt sér þessi mál að þessar aðildarviðræður voru í raun ekki aðildarviðræður heldur var hér frekar um að ræða aðildarferli Íslands vegna hugsanlegrar inngöngu í sambandið og aðlögun að regluverki ESB.  Við getum séð að IPA styrkirnir voru veittir nokkrum ríkisstofnunum vegna aðlögunar reglna þeirra og vinnuferla sem ESB styðst við.  Og hugsanlega voru þessir styrkir veittir þessum stofnunum til að auka áhugann hjá þeim á inngöngu í sambandið.

Ég tel það óðs manns æði að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu  um áframhald aðildarviðræðna nú eða í allra næstu framtíð. Fólk gerir sér ekki grein fyrir eðli málsins, alla vega ekki eins og sakir standa.  Áframhald á viðræðum mundi taka mikið af tíma ráðamanna, stjórnmálamanna sem engann áhuga hafa á viðræðunum.  Og þessar viðræður sem ég kýs að kalla aðildarferli myndu sökkva landinu enn dýpra í regluverk ESB. Reglur sem við höfum ekkert við að gera og þegar þjóðaratkvæðagreiðsla væri síðan um samninginn væri búið að eyða miklum fjármunum til einskis.

Ég tel að Utanríkisráðherra sýni staðfestu og skynsemi með því að hafna alfarið aðild að ESB og að lýsa því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna verði ekki að hans frumkvæði.  Ég tel að Íslendingum henti best að ráða sínum málum sjálfir en vera ekki undir stjórn erlends bandalags.  Þjóðarpersónuleiki okkar er þannig gerður að okkur líkar best að ráða okkur sjálf og þau atriði sem mestu skipta fyrir þjóðarhag, eins og fiskveiði og landbúnaður eru þess eðlis að okkur er best borgið með því að vera utan ESB.


mbl.is Óskar eftir upplýsingum frá Gunnari Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ætti að vera einörð í ákvörðun sinni í að hafna aðild að ESB.

Á fundi sameiginlegrar  þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins, tjáði  háttvirtur forsætisráðherra sig með eftirfarandi orðum  „Hvað varðar viðræðurnar á milli Íslands og Evrópusambandsins teljum við rétt að taka skref til baka og sjá hvert við stefnum áður en lengra er haldið,“  Varðandi þessi ummæli hans varðandi hugsanlega stöðvun eða frestun ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við Evrópusambandið vil ég segja:

Ég vil hvetja Forsætisráðherra og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar að vera ákveðin í að halda ekki áfram aðildarviðræðum og hafna alfarið hugsanlegri inngöngu í ESB.  Það eru margir Íslendingar sem telja að við eigum að halda aðildarviðræðunum áfram og ljúka þeim til þess að hægt sé að "kíkja í pakkann" og sjá hvað er í boði.  Það er staðreynd að orðið aðildarviðræður eiga ekki við og er ekki rétt orð yfir þessar viðræður sem farið hafa fram í tíð síðustu ríkisstjórnar síðan 2009.  Það er staðreynd að þetta voru ekki aðildarviðræður heldur er rétta orðið aðildarferli.

Íslenska þjóðin hefur verið að taka við styrkjum frá ESB til aðlögunar að ESB.  Mikill fjöldi laga og reglugerða þurfti að innleiða til þess að Ísland gæti gengið í ESB og ótal mörg atriði þurfti Íslenska ríkið  að bæta og gangast undir eins og að bæta stöðu ríkissjóðs, skapa meiri stöðugleka og minni verðbólgu sem óhjákvæmilega hefur kostað mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu.

Ég tel að Íslandi sé best borgið utan ESB.  Eyríki eins og Færeyjar og Grænland hafna alfarið inngöngu í ESB, eins og Ísland byggja þau afkomu sína að miklu leiti á sjávarafurðum.  ESB hefur ekki sagst gera einhvern sérsamning við Íslendinga í sjávarútvegsmálum heldur verðum við að gangast undir regluverk þess.  ESB hefur lýst því yfir nýverið að sambandið hyggist breyta reglum sínum varðandi fiskveiðar sem það lýsir yfir að séu hagstæðari fyrir Íslendinga en verið hefur.  En það breytir ekki þeirri staðreynd að Íslendingar eftir hugsanlega inngöngu í sambandið munu:

1)  Missa yfirráðin yfir 200 mílna lögsögu sinni og fiskiskip annarra þjóða fá að veiða fisk í stórum stíl í Íslenskri lögsögu. 

2)  Íslendingar hafa ekki rétt til að gera fiskveiðisamninga eða viðskiptasmninga við önnur ríki. 

3)  Löggjafar og dómsvald færist yfir til Brussel sem útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands.

4)  Sjálfstæðið sem Íslenska þjóðin ávann sér 17 júni 1944 verður frá henni tekið og forsætisráðherra og ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða aðeins eins og flugstjórar á flugvél sem er flogið á sjálfstýringunni einni saman og hafa ekki fullt vald yfir ákvarðanatöku þjóðarinnar.

Forseti Þýska sambandsþingsins lýsti því yfir nýverið að hann telji að Evrópusambandið eigi eftir að skiptast í tvennt í framtíðinni þar sem þau 17 ríki sem hafa Evruna sem gjaldmiðil munu halda áfram að auka samband sitt sín á milli án þáttöku hinna ríkjanna 10 sem ekki hafa Evruna sem gjaldmiðil.   Íslendingar hafa að ég tel ótal mörg tækifæri til viðskipta og efnahagslegs velfarnaðar utan ESB.  Álitið er að siglingar muni hefjast yfir norðurskautið og Íslendingar munu ekki þurfa að tilheyra ESB til að geta tekið þátt í hugsanlegri þjónustu eins og stórskipahöfn hér á landi til að þjónusta fyrirtæki sem taka þátt í þessu ævintýri.  Álitið er að olíu sé að finna í Íslenskri lögsögu og margt annað mætti nefna sem aukið getur hag landsins, eins og raforkustrengur milli Íslands og annarra landa.  Ríki sem tilheyra ESB hafa ekki verið þekkt fyrir mikinn efnahagslegan þjóðarhag.  Mér skilst að af þeim 27 löndum sem séu í ESB sé aðeins eitt land sem hefur minna atvinnuleysi en hér á landi.

Ég vil hvetja ríkisstjórnina til að standa utan ESB.

 


mbl.is Pólitískur vilji þarf að vera til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband