Færsluflokkur: Bloggar
Það er engin ástæða til annars en að halda áfram kristilegri boðun í skólum.
19.11.2013 | 21:20
Það hefur varla farið fram hjá mörgum, umræðan um ávarp háttvirts Innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Kirkjuþingi. Þar lýsir hún andúð sinni á að Kristnum áhrifum skuli hafa eins og verið ýtt út úr skólakerfinu. Ég vil lýsa yfir hrifningu minni og velþóknun yfir orðum hennar og afstöðu að vilja styðja við Kristna trú. Kristin trú er svo sannarlega ekki aðeins ein af mörgum lífskoðunum eins og margir vilja nefna hana þegar talað er um Kristna trú og skólastarf, heldur er hún trú á Almáttugan Guð sem skapað hefur alla hluti.
Í grunnskólum á Íslandi eins og í skólum um heim allan er kennd sú kenning að allt hafi orðið til vegna þróunar og að við séum sennilega komin af öpum. Og að alheimurinn hafi orðið til fyrir milljónum ára vegna mikillar sprengingar sem varð í einhverjum efnismassa. Það er augljóst að samkvæmt þessu þá hafi eitthvað alltaf verið til staðar, einhver massi sem vísindamenn hafa ekki getað útskýrt hvernig hafi til orðið. Ég vil benda á að þetta "eitthvað" er Guð skapari okkar, það er engin heilbrigð skynsemi í að halda að umheimurinn með öllum sínum lögmálum , gangi himinstjarnanna, öllum lífverunum þar á meðal okkur mannfólkinu hafi orðið til vegna sprengingar og einhverskonar íblöndunar efnasambanda. Það er augljóst að það er einhver hönnuður eða hugsuður á bak við þetta allt. Biblían, Orð Guðs bendir á að sjálf sköpunin sýni fram á tilvist Guðs, að við getum greint að það sé skapari á bak við allt saman í veröld okkar.
Í sálmi 19:2 stendur: "Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa." Takið þið eftir að á þessum árum sem þetta var ritað vissu menn lítið um það sem heldur stjörnunum á braut sinni, sem er yfirleitt áhrif einhverrar stjörnu eins og td sólu sem fær þær til að snúast umhverfis viðkomandi stjörnu. "Festingin" er þetta sem heldur stjörnunum á braut þeirra. Það er stórkostlegt að Guðs orð segi frá þessu. Það segja margir að Biblían segi ekki rétt frá lögun jarðar að ritað sé í Biblíunni að jörðin sé flöt. Sannleikurinn er sá að orðið sem notað var í frumritningunum getur bæði þýtt "kringla" og "kúla".
Í Jobsbók 26:7 stendur: "Hann þenur norðrið yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum." Þarna greinir Biblían frá að jörðin "svífi" um í alheiminum sem er alveg satt. Er nokkur ástæða til að hafna Orði Guðs Biblíunni og segja að hún eigi ekki erindi í skóla landsins og að hún sé úrelt helgirit. Nei trúin á Guð og son hans Jesúm Krist sem gaf líf sitt fyrir syndir mannkyns hefur svo sannarlega fært heiminn til betri vegar, og í trúnni á Krist með lestri Guðs Orðs og með hlýðni við boð Guðs fær maðurinn ljós á veginum til góðra verka og kærleika við samferðafólk sitt. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir sem með málefni grunnskólana fara ættu óhikað að opna dyrnar fyrir Kristinni trú eins og með því að færa Kristnifræðslu aftur til vegs og virðingar og bjóða presta, Gídeonmenn og aðra boðendur fagnaðarerindisins velkomna.
Engin breyting á samskiptum kirkju og skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
ABC hjálparsamtökin vinna mjög þarft verk.
15.9.2013 | 09:34
Það er átakanlegt að vita hvað neyðin er mikil í mörgum löndum heimsins, þar sem ríkir fátækt og sumstaðar jafnvel stríð eða óeirðir. Þar hefur ABC komið til hjálpar í mörgum þessara landa. Ég vil hvetja sem flesta til að leggja þessu málefni lið með fjárframlögum, td að styrkja barn mánaðarlege eða gefa peninga til uppbyggingar skóla. Ég og konan mín gefum litla upphæð 3500 kr mánaðarlega til styrktar dreng í Uganda, og það er mikil blessun fyrir okkur að geta styrkt hann svo að hann geti gengið í skóla og fengið mat að borða. Guðs orð segir:
"Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. Drottinn varðveitir hann og lætur hann njóta lífs og sælu í landinu." Sálmur 41:2-3a
Grét úr sér augun að sjá neyðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)