Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018

Hvaða þýðingu hefur kristið heimili ?

Endurbirt grein úr aftureldingu 1. mars 1968. 
Oskar Nilsson, félagsmálráðherra:  Fyrstu mánuðina af ævi barnsins, tekur barnið inn til sín andrúmsloft heimilisins. Þau áhrif verða grundvallandi og einkennir meir og meir hinn verðandi mann í öllu, sem lýtur að rétti, sannleika, kærleika og réttlætistilfinningu. Vísast er áminninga þörf, en hitt hefur þó miklu meira að segja, áhrifin frá því heimili sem einkennist af guðhræðslu og bæn. Þetta er andlegur arfur, sem þroskast því meir með barninu og unglingnum, sem árin líða. Hvernig sem lífsvegurinn formar sig, verður andlegi arfurinn lifandi raunveruleiki hjá öllum.

Í hverju þjóðfélagi er hvert kristið heimili eins og lind ljóss og kraftar, sem ómögulegt er að meta að verðleikum.

Birgit Palm, frú:  Það er ómögulegt að meta það of hátt. Dæmin frá sögu kristninnar eru svo fjölmörg, sem renna rökum undir mikilvægi kristins heimilis. Og sjálf hef ég innlifað blessanir þess sem kristið bernskuheimili veitir.

Mikið er undir því komið, að foreldrarnir í kristnu heimili hafi næma ábyrgðartilfinningu gagnvart skyldum sínum við börnin. Fordæmi foreldranna og uppfræðsla hefur oftast nær úrslita þýðingu á viðhorf barnsins til flestra hluta í lífinu.

Frú Booth, kona stofnanda Hjálpræðishersins, var eitt sinn spurð, hver væri leyndardómur þess, að hún hefði unnið öll börn sín til lifandi trúar á Jesúm Krist? Hún svaraði: „Ég setti mér alltaf það markmið, að verða á undan Satan."

Það besta, sem við getum gefið börnum okkar, er ekki alltaf það sem þau óska sér. Nei, það er að gefa þeim kristið heimili.

Birger Andréen, forstöðumaður:  Í raun og sannleika getur engin mannleg tunga sagt hve svimháa þýðingu kristið heimili hefur. Sérhverju heimili mæta margvíslegar áhyggjur. Þetta er gangur lífsins. Að hugsa sér þá, hvílíka þýðingu það hefur að geta varpað öllum áhyggjum sínum á Drottin! Heimili getur verið fátækt, en það er auðugt, ef Guð er miðdepill þess. Það dreifir skuggum fátæktarinnar.

Þau börn eru hamingjusöm sem alast upp í kristnu heimili. Persónuiega get ég játað það, að guðsótti móður minnar hefur fylgt mér og orðið mér til stöðugrar blessunar allt lífið.

Á umliðnum árum hef ég komið í mörg þúsund heimili í ólíkum löndum. Það hefur sýnt mér hvílíkur reginn munur er á milli kristinna heimila og hinna, sem ekki eru það. Eitt sinn fékk ég bréf frá móður fyrir austan járntjald. í bréfinu þakkaði hún fyrir fatnað, sem ég hafði sent henni, og svo skrifaði hún hugleiðingu nokkra, sem ég hef oft hugsað um. Hún skrifar: „Nýju austurvaldhafarnir hafa nú þvingað manninn minn til að ferðast langt inn í Rússland, til þess að vinna þar. Getum við þá nokkurntíma vænst þess að hittast framar? Í mörg ár hefur hann aðeins getað komið heim einu sinni á ári, vegna þess hvað lítið hann hefur haft í aðra hönd. En hvernig mun það þá verða hér eftir? En við erum öll frelsuð, og við væntum endurkomu Krists. Við horfum fram til þess dags, er allar sorgir jarðlífsins eru að baki. Þá mælumst við til þess að eignast betra heimili um eilífð."

Hvílík von, sem kristið heimili á! Hvernig sem við veltum hlutunum fyrir okkur, verðum við að viðurkenna þann mikla ríkdóm og hamingju, sem kristið heimili er. Mættum við gera það að bænaefni okkar, að við öðluðumst sömu fjölskylduvakningu, sem Nói fékk að reyna, þar sem faðir, móðir og öll börnin völdu þann lífsveg, að ganga inn í frelsisörk Guðs.

Þetta er tekið úr víðlesnu sœnsku blaði.


mbl.is Allir brotaþolar skjólstæðingar lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi ætti ekki að innleiða lög um dánaraðstoð

Lítil sem engin umræða hefur farið fram um dánaraðstoð hér á landi, þar sem lækni er heimilt að hjálpa sjúklingi sem glímir við ólæknandi sjúkdóm að benda enda í líf sitt. Ég verð að segja að dánaraðstöð öðru nafni líknardráp stríðir gegn gegn öllu því sem ég tel vera rétt, heilagt og gott. Mörgum er kunnugt um líknardeild Landspítalans í Kópavogi sem hægt er að segja að veiti dauðvona sjúklingum sínum líkn og umhyggju með hjálp verkjalyfja og með góðri aðstöðu fyrir aðstandendur til að vera með viðkomandi þegar ævilokin nálgast.

Læknum ætti ekki að vera gefið það vald að deyða sjúklinga sína óski sjúklingarnir eftir því. Hlutverk læknis er að líkna og græða hina sjúku, ekki ætti að skikka lækna eða hjúkrunarfólk með lagasetningu að ganga gegn þessu hlutverki sínu.

Líknardráp þykja ekki sjálfsögð almennt séð í Evrópu, því mörg siðferðileg álitamál koma upp þegar málið er skoðað niður í kjölinn. Eitt af þeim er að með lagasetningu sem heimilar líkardráp geta mál þróast svo að umrædd lagasetning verði útvíkkuð til að koma til móts við fleiri en dauðvona sjúklinga. En það er einmitt það sem gerðist í Belgíu. Líkn­ar­dráp voru lög­leidd í Belg­íu árið 2002 og hafa um 1.400 manns fengið aðstoð við að deyja á ári hverju. Árið 2013 voru lög­in út­víkkuð og ná nú til barna sem þjást af ólækn­andi sjúk­dóm­um.

Samkvæmt frétt á Mbl.is 2. júlí. 2015 kemur fram að Belg­ísk­ir lækn­ar hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að 24 ára göm­ul kona sem hef­ur þjáðst af þung­lyndi frá barnæsku hafi rétt til að binda enda á líf sitt. Þarna hefur hvert leitt af öðru og löggjöf sem fyrst um sinn heimilaði aðeins líknardráp dauðvona fólks hefur þarna verið svo útvíkkuð að jafnvel ungu fólki með þunglyndi er heimilað að binda enda á líf sitt auk þess sem líknardráp á langveikum börnum er heimilt. Í þessu tilviki er ungri konu í blóma lífs síns heimilað af læknum að taka líf sitt. Mikill fjöldi fólks hefur sigrast á þeim þungbæra sjúkdómi sem þunglyndi er og hafa öðlast betra líf með hjálp lækna, eigin viljastyrk og ekki má gleyma með hjálp Guðs.

Með innleiðingu laga um líknardráp væri verið að lækka þann siðferðisstuðul sem snýr að virðingu fyrir lífinu sjálfu að enginn skuli hafa vald til þess að stytta líf sitt eða að læknir geti aðstoðað einstakling til þess að deyja. Með innleiðingu umræddra laga þá mundi virðing fyrir lífinu á einhvern hátt hraka og freistandi væri fyrir gamalt fólk að fá að stytta líf sitt jafnvel þótt það eigi marga mánuði eða jafnvel einhver ár eftir af æfi sinni. Gæti það jafnvel verið vegna lélegs aðbúnaðar sem viðkomandi byggi við eða vegna stollts sem oft einkennir gamalt fólk, þegar viðkomandi hefur samviskubit vegna erfiðleika sem aðstandendur hafa vegna ummönnunar þeirra ofl.

Margt dauðvona fólk t.d. Sem haldið er ólæknandi krabbameini metur lífið sem það á eftir afar mikils og því finnst hver dagur sem það fær að lifa dýrmætur.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/07/02/laeknar_heimila_24_ara_ad_deyja/

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Umræða um dánaraðstoð verði aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband