Alþingi ætti ekki að innleiða lög um dánaraðstoð

Lítil sem engin umræða hefur farið fram um dánaraðstoð hér á landi, þar sem lækni er heimilt að hjálpa sjúklingi sem glímir við ólæknandi sjúkdóm að benda enda í líf sitt. Ég verð að segja að dánaraðstöð öðru nafni líknardráp stríðir gegn gegn öllu því sem ég tel vera rétt, heilagt og gott. Mörgum er kunnugt um líknardeild Landspítalans í Kópavogi sem hægt er að segja að veiti dauðvona sjúklingum sínum líkn og umhyggju með hjálp verkjalyfja og með góðri aðstöðu fyrir aðstandendur til að vera með viðkomandi þegar ævilokin nálgast.

Læknum ætti ekki að vera gefið það vald að deyða sjúklinga sína óski sjúklingarnir eftir því. Hlutverk læknis er að líkna og græða hina sjúku, ekki ætti að skikka lækna eða hjúkrunarfólk með lagasetningu að ganga gegn þessu hlutverki sínu.

Líknardráp þykja ekki sjálfsögð almennt séð í Evrópu, því mörg siðferðileg álitamál koma upp þegar málið er skoðað niður í kjölinn. Eitt af þeim er að með lagasetningu sem heimilar líkardráp geta mál þróast svo að umrædd lagasetning verði útvíkkuð til að koma til móts við fleiri en dauðvona sjúklinga. En það er einmitt það sem gerðist í Belgíu. Líkn­ar­dráp voru lög­leidd í Belg­íu árið 2002 og hafa um 1.400 manns fengið aðstoð við að deyja á ári hverju. Árið 2013 voru lög­in út­víkkuð og ná nú til barna sem þjást af ólækn­andi sjúk­dóm­um.

Samkvæmt frétt á Mbl.is 2. júlí. 2015 kemur fram að Belg­ísk­ir lækn­ar hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að 24 ára göm­ul kona sem hef­ur þjáðst af þung­lyndi frá barnæsku hafi rétt til að binda enda á líf sitt. Þarna hefur hvert leitt af öðru og löggjöf sem fyrst um sinn heimilaði aðeins líknardráp dauðvona fólks hefur þarna verið svo útvíkkuð að jafnvel ungu fólki með þunglyndi er heimilað að binda enda á líf sitt auk þess sem líknardráp á langveikum börnum er heimilt. Í þessu tilviki er ungri konu í blóma lífs síns heimilað af læknum að taka líf sitt. Mikill fjöldi fólks hefur sigrast á þeim þungbæra sjúkdómi sem þunglyndi er og hafa öðlast betra líf með hjálp lækna, eigin viljastyrk og ekki má gleyma með hjálp Guðs.

Með innleiðingu laga um líknardráp væri verið að lækka þann siðferðisstuðul sem snýr að virðingu fyrir lífinu sjálfu að enginn skuli hafa vald til þess að stytta líf sitt eða að læknir geti aðstoðað einstakling til þess að deyja. Með innleiðingu umræddra laga þá mundi virðing fyrir lífinu á einhvern hátt hraka og freistandi væri fyrir gamalt fólk að fá að stytta líf sitt jafnvel þótt það eigi marga mánuði eða jafnvel einhver ár eftir af æfi sinni. Gæti það jafnvel verið vegna lélegs aðbúnaðar sem viðkomandi byggi við eða vegna stollts sem oft einkennir gamalt fólk, þegar viðkomandi hefur samviskubit vegna erfiðleika sem aðstandendur hafa vegna ummönnunar þeirra ofl.

Margt dauðvona fólk t.d. Sem haldið er ólæknandi krabbameini metur lífið sem það á eftir afar mikils og því finnst hver dagur sem það fær að lifa dýrmætur.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/07/02/laeknar_heimila_24_ara_ad_deyja/

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Umræða um dánaraðstoð verði aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband