Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
Nafnið öllum æðra
25.11.2017 | 10:07
Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi þáttur í Postulasögunni, er nafnið Jesús. Við rannsókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.
Þegar menn þúsundum saman, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pétur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafnið Jesús: "Snúið ykkur og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda."
Þetta hafði áhrif. Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öðluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum.
Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins: "Trú þú á Drottinn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt." Þetta hafði stórkostleg áhrif. Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippíborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður. Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.
Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar. Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar. Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni. Illir og afvegleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir. Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists. Umfram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.
Píslavætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú. Þeir sem stóðu með nafni Jesú voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir. Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús. Ekkert nafn hefur verið svo elskað sem nafnið Jesús. Þess vegna voru þeir glaðir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú.
Andstaðan varð sigruð. Nafnið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráðamenn og konunga. Nafnið Jesúm náði lengra og lengra.
Boðskapurinn um nafnið Jesús náði til norrænna manna. Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannfórnum, drykkjuskap, siðleysi og ofbeldi. Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlutirnir að breytast. Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er betra en nafnið Jesús.
Að endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir." Heb.13,8. Ákallaðu Jesú nafn. Allt fer að breytast og verður þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús.
Afturelding 4. tbl. 1985. Karl Erik Heinerborg. Fyrrum forstöðumaður (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi.
Fangageymslur lögreglu fullar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tár frelsarans
4.11.2017 | 13:45
Jesús var sannur maður, jafnframt því, að hann var guðdómlegur. Hann sýndi sig aldrei annan en þann, sem hann var, þess vegna kæfði hann aldrei tilfinníngar sínar. Hve oft sjáum við ekki, að bak við brosandi andlit, er hrópandi tómleiki í hjartanu og óróleiki í sálinni. Því er sagt: Getur hjartanu liðið vel, þegar andlitið vitnar um annað?
Ætti það ekki að vera huggun fyrir okkur, sem í dag lifum í þessum heimi, sem er fullur af sorg og tárum, að Jesús gat grátið? Hve nálægur verður hann okkur ekki í mannlegum veikleika? Hve stór er hann ekki, þegar hann sveiflar svipunni í vandlætingu fyrir Guði í musterinu, eða þegar hann rekur út illa anda og hótar náttúruöflunum með sigri hrósandi myndugleika. En er hann minni, þegar hann fellir tár þjáninga og sorgar?
Biblían nefnir á þrem stöðum, að Drottinn Jesús hafi grátið. Við skulum nema staðar og athuga þessar frásögur. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir frá því í 19: 41-44. í fylgd með honum voru lærisveinar hans og fjöldi fólks, En hvílíkum andstæðum mætum við ekki. Lærisveinarnir fögnuðu og sungu lofsöngva, meðan þeir fylgdu Meistara sínum og kennara inn í höfuðstað þjóðarinnar. Umhverfis þá, sjáum við fjölda af mönnum, konum og unglingum með sveiflandi pálmagreinar, og með fagnaðarhrópum hylla þann, sem það vonar að sé hinn, eftirþráði konungur. En hve þung voru ekki skref Meistarans á meðal þeirra. Drættir heilagrar sorgar móta hið göfuga andlit, og tár renna niður kinnar hans, meðan hann undir andvörpum setur fram hina þjáningarfullu yfirlýsingu, Það er sorg hins lítilsvirta kærleika, sem við sjáum hér. Það var ekki yfir götum, húsum eða musteri borgarinnar, sem hann grét. Nei, það var yfir hinu harðhjartaða, blinda og eftirtektarlausa fólki, sem ekki hafði þekkt vitjunartíma sinn, heldur gekk með haldin augu, móti hinni komandi eyðileggingu.
Társtokknum augum horfir Frelsarinn til hinna örlagaþrungnu daga, þegar rómverskir menn undir stjórn Titusar sitja um borgina, svelta fólkið, höggva það niður eða selja í ánauð, rífa niður borgina og brenna musterið.
Vinur, eru þessi sorgartár vegna þín? Ertu einnig meðal hinna gálausu, sem orsaka sorg í hjarta Frelsarans með því að lifa í synd og þverúð? Ef svo er, nem staðar um stund í hlíð Olíufjallsins, og athugaðu grátandi Frelsara þinn, láttu hin dýrmætu tár hans vekja þig og með krafti kærleikans leiða þig út frá valdi hins vonda, sem hefir bundið þig.
Önnur mynd er dregin upp fyrir okkur í Jóh. 11: 35. Þar er lýst, hvernig Jesús gengur grátandi á leiðinni að gröf Lazarusar. Gyðingar, sem voru með í förinni, álitu að sársauki hans og tár stöfuðu af þvi, að hann hafði misst vin sinn, Lazarus, og þeir sögðu: "Sjá, hve hann hefir elskað hann". Það er greinilega tekið fram í þessari frásögu, að Jesús elskaði Lazarus og systur hans, en þó er tæplega hægt að álíta, að sá aðskilnaður, sem dauðinn gerði. hafi hrært hann til tára, þar sem hann vissi, að endurlífgun Lazarusar myndi eiga sér stað. Það liggur nær að halda, að tár hans hafi verið sprottin af meðaumkun, Hið viðkvæma hjarta hans stundi í samúð með hinni djúpu sorg systranna. Hið minnsta vers Biblíunnar Jesús táraðist lýsir einu því stærsta, sem hægt er að segja um Jesú. Hve samúðarfullan Frelsara eigum víð ekki. Hann lítilsvirðir ekki neyð okkar, og snýr sér ekki burt frá syrgjandi hjörtum. Nei, hann beygir sig í meðaumkun niður að okkur og tekur þátt í sorg okkar. Og einmitt í þessu opinberast mikilleiki hans. Tár hans eru sönn tár þau voru staðfesting á virkilegri samúð.
Þú, reyndi bróðir og systir. Jesús gleymir þér ekki, þótt jarðneskir vinir bregðist. Hann er tryggari en bróðir. Ef þú, eins og Marta og María, sendir eftir honum í neyð þinni, þá muntu finna þann, sem skilur þig, þann, sem getur huggað fremur öllum öðrum; hjálpað, þar sem allt virðist vonlaust.
Þriðja myndin er frá sálarstríðinu í Getsemane. Það er eflaust þetta úrslitastríð, sem Hebreabréfið talar um (5: 7.-8.). Það voru tár dauðaangistarinnar, sem þar á milli trjánna runnu niður andlit hans og ásamt hinum blóðiblandaða svita féllu á jörðina. Þótt hann væri Sonur Guðs, gat hann ekki fullkomnað endurlausnarverkið, nema með því að ganga undir angist dauðans, sem á þessum skelfinga-augnablikum þrýsti fram bænar- og neyðarópi, já, jafnvel hrópi og tárum. Svo djúpt varð hann að stíga niður í djúp mannlegrar eymdar, að skelfing dauða-angistarinnar gegnumþrengdi sál hans, svo að hann einnig hér gæti komið hinum líðandi kynslóðum til hjálpar í innilegri samúð, með sinni eigin reynslu.
Einnig þá fékk hann bænheyrslu frá sínum himneska Föður. Hinn himneski sendiboði leysti hann frá angistinni og færði honum þann sálarstyrk, sem hann þurfti, til þess fríviljugur að gefa sig í hendur syndara.
Tár Getsemanestríðsins hafa því tvöfaldan boðskap til okkar. Þau minna okkur um hið órannsakanlega djúp af kærleika, að hann okkar vegna vildi tæma þjáningabikar dauða-angistarinnar, tii þess að geta frelsað frá, þrældómi og ótta dauðans. Þú sál, sem enn ekki átt fullkomið tillit til þíns miskunnsama Frelsara, lít þú á tár hans í Getsemane, og minnstu þess, að það var þín vegna, að hann gekk í gegnum þjáningarnar.
Getur þú efast um kærleik hans, þegar þú hefir horft á stríð hans? Nei, við ljómann af tárum hans. hefir efi og vantrú þúsundanna horfið, eins og dögg fyrir sólu.
Þú hrædda hjarta, sem með angist horfir móti dauðanum og eilífðinni, kom með ótta þinn til hans, sem grét í garðinum, og eins og grátur hans stöðvaðist, svo munu tár þín verða þerruð af, og óttinn víkja, við það að Andi hans gefur þér himneska huggun og styrk.
Afturelding 1. mars 1939. L. B. þýddi lauslega úr Biblisk Tidskrift.
Kynsjúkdómar aukist hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)