Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
Sagði hún á framboðsfundi sem Mbl.is greidi frá að verði hún forseti mundi hún leita til Guðs þegar hún þyrfti að taka erfiðar ákvarðanir ásamt því að fá álit sérfróðra manna . Kristin trú er henni í bróst borin og það er ekkert launungamál hjá þessari guðskonu sem þjónað hefur hinum lægstu í mörgum löndum í þau 27 ár sem hún hefur starfað fyrir ABC hjálparsamtökin. Mikill kostur er að hún er ekki hlynnt ESB og að hún þráir að þjóð sín tengist Guði sínum nánari böndum og að kristin gildi verði meira við lýði hjá þjóð okkar. Lesið 2 greinar á heimasíðu Kristinna Stjórnmálasamtaka um hana:
Guðrún Margrét sýnist okkur góð manneskja á Bessastaði
Að leita og finna ekki - opið bréf til Jóns Gnarr
Hefði spurt guð um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nígeríumaðurinn Eze Okafor er í hættu að verða drepinn af liðsmönnum Boko Haram snúi hann aftur til heimalands síns
31.5.2016 | 20:56
Hefur Eze verið neitað um landsvistarleyfi af útlendingastofnun þótt vitað sé að liðsmenn Boko Haram muni sækjast eftir lífi hans verði hann sendur aftur til heimalands síns Nígeríu. Er ástæðan sú að hann er kristinnar trúar og að hann neitaði að gerast uppljóstrari fyrir þá. Drápu þeir bróður hans í árás á fjölskyldu hans. Lesið nánar um það í pistli sem skrifaður var af undirrituðum 30. janúar sl.
Mótmæla á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrjár sýnir í lok tímanna
29.5.2016 | 13:27
Koma Drottins Þrengingin mikla Endir veraldar
Þessi merkilega frásaga var gefin út í smáritaformi í Los Angeles. Allir þeir sem þekkja ritningarnar munu komast að raun um, að það er í samræmi við Guðs spámannlega orð. Við vonum að tekið verði við boðskapnum sem viðvörun fyrir tímann sem við lifum á. Mætti hver lesandi, sem ekki er reiðubúinn, leitast við að gera upp sín mál gagnvart Guði, til þess að mega öðlast hlutdeild í þessum undursamlegu hlutum, sem ef til vill eru nær en okkur grunar.
"Nei, Herrann Drottinn gerir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína." Amos 3, 7.
Þessa spámannlegu sýn gaf Guð stúlku frá Buekinghamshire í Englandi, og er hún í fullu samræmi við hið skrifaða orð. Stúlkan var hrifin í Anda í öll skiptin á bænasamkomum í einkaheimili, og fyrstu sýnina fékk hún eftir skírnarathöfn. Allar sýnirnar fékk hún milli 9. og 11. ágúst 1919. En það athyglisverðasta er, að inntak þeirra var ritað í bréfi þrem dögum áður, sem unga stúlkan hafði skrifað kristnum bróður í Camberley. Bréfið var sem sé skrifað 6. ágúst (en sýnirnar fékk hún milli 9. og 11. ágúst), og hefur það verið vandlega geymt síðan. Við viljum byrja á því að birta þetta bréf. Það hljóðar svo:
Camberley, Surrey, 6. ágúst, 1919.
Kæri bróðir í Drottni Jesú! Lofað veri Hans nafn! Eg hef mikið að lofa hann fyrir. Í gærkvöldi var ég, og tvær aðrar systur saman í bæn, í vökulok, og ég fylltist af Guðs Anda, og um leið og Drottinn birtist mér, sagði hann: Á þeim tíma sem þið ekki ætlið!" Svo hvarf hann sjónum mínum. Ég sá hann í allri hans dýrð, og var hann undursamlegur. Ég fylltist svo miklum fögnuði, að ég gat ekki fengið mig til að ganga til svefns, og beið hans og hann kom aftur og sagði:
Vertu trúföst og ég mun sýna þér það sem koma mun yfir börn þessa heims, sem hafna mér. Þú skalt einnig fá að sjá upprisu þeirra sem dáið hafa í Kristi, og hvernig brúður Krists umbreytist. Þú skalt fá að sjá komu Andkrists, og falspámanninn, merki þeirra sem tilbiðja dýrið, og þá sem taka við merki Andkrists. Þú munt líka fá að sjá hin tvö trúföstu, sönnu vitni, verk þeirra, píslarvættisdauða, og einnig píslarvætti þeirra, sem ekki vilja tilbiðja dýrið (Andkrist).
Þú skalt ekki óttast, því að ég, Drottinn, er með þér þegar ég sýni þér þessa hluti. Því að fólkið verður að vita, að það er Guð á meðal þeirra, og þeir skulu fá að vita að hann hefur varað þá við gegnum ambátt sína - hvort sem þeir taka við boðskapnum, eða ekki." -
Og nú bíð ég eftir því sem Drottinn vill við mig tala. Ég sá greinilega sáramerkin á höndum og fótum Drottins.
Þín systir í Drottni.
Laust eftir að Drottinn hafði hrifið systurina í Andanum í fyrsta skipti, var þetta bréf lesið upp í áheyrn fjögurra persóna, sem höfðu verið á bænasamkomunum, því að það átti að skilja hvílíka sýn hún hafði fengið, og neyðina sem hún hafði fengið á eftir. Í eftirfarandi köflum er hægt að sanna hve nákvæmur boðskapurinn var, og getur lesandinn því verið viss um áreiðanleik sýnanna, því atburðarásin sýnir það.
Fyrsta hrifningin í Andanum.
Hún stóð yfir í fimm klukkustundir, frá kl. 21:30 um kvöldið 9. ágúst, til kl. 2:30 um morguninn 10. ágúst.
Andinn féll yfir mig á bænasamkomu, og var ég hrifin i Anda, og heyrði allt í einu háan og sterkan básúnuhljóm. Eg sá Drottin Jesúm Krist hjúpaðan björtu skýi stíga niður frá himnum. Eg sá margar grafir opnast, og þeir sem dánir voru í Kristi risu upp, til að mæta Drottni í loftinu. Eftir það sá ég þá sem eftir lifðu, og voru í Kristi, hrifna upp til að mæta honum einnig í loftinu. Miklir skarar af íbúum jarðarinnar voru eftir skildir.
Strax eflir að burthrifningin hafði átt sér stað, sá ég þá sem höfðu orðið eftir hér niðri, fara í kirkjugarðana til að rannsaka grafirnar, sem með krafti Guðs höfðu opnast. Stórir skarar af fólki fátækir og ríkir söfnuðust saman og ræddu um það, sem borið hafði við. Mæður grétu yfir burthorfnum börnum sínum, menn fylltust örvæntingu yfir konum sínum og fjölskyldum, sem horfið höfðu og konurnar yfir mönnum sínum sem horfnir voru. Það var stór hópur af fólki, og háreistin í þeim skar í eyrun.
Margir grétu yfir hjartaharðúð sinni og vantrú liðins tíma, og vegna þess að þeir höfðu hafnað Orði Guðs. Ég sá marga presta með allskyns játningar, og sá hryggð á ásjónum þeirra, sumir reyndu að hugga fólkið. Svo fóru söfnuðirnir að atyrða presta sína, sem höfðu hlustað á prédikanir þeirra. Þeir börðu þá og spurðu hvers vegna þeir hefði ekki verið hrifnir með þegar Drottinn kom?
Það var greinilcgt að margir óskuðu þess nú að þeir hefðu hlýtt orði Guðs. Og margir sem höfðu verið í andstöðu við kenningu þeirra burthrifnu iðruðust þess nú að hafa ekkert gert með sannleika þess. Svo voru enn aðrir sem glöddust augljóslega yfir hvarfi Guðs barna, og reyndu að villa fólki sýn, með því að segja: Það var djöfullinn sem hreyf þá burt! "
Fráfallið mikla.
Nú breyttist sýnin. Ég sá fólk halda áfram venjum sínum og skemmanalífi. Þeir virtust vera búnir að gleyma upphrifningu Guðs barna. Um allt sáust skemmtistaðir, upplýstir með marglitum ljósum, og fjöldi fólks dreif þangað. Stór auglýsingaspjöld héngu utan á veggjunum, og fyrir innan voru ungir menn og ungar stúlkur reykjandi og sem spiluðu á spil og var ósiðlega klætt.
Margar kirkjur voru gerðar að skemmtistöðum og drykkjukrám. Aðeins fáar voru eftir skildar og notaðar áfram til að boða Guðs orð í þeim og ég heyrði prestana hvetja söfnuðinn til að vera trúfasta og undirbúa sig fyrir að líða vegna Drottins Jesú Krists. Stundum heyrðist hljóma kröftugt amen frá einum og einum. En frá öðrum heyrðust blótsyrði og hæðnishlátur. Flestir gengu inn í kirkjuna með höfuðfötin, reyktu eða lásu dagblöðin ótruflaðir, meðan á guðsþjónustunum stóð.
Það sáust engin kvöldmáltíðarborð lengur, því það hafði Drottinn boðið að þess yrði neytt til komu sinnar. Og þar sem hann hafði þegar komið, var kvöldmáltíðarborðið horfið.
Vitnin tvö.
Eftir þetta fylgdi mikið þrengingartímabil. Um leið sá ég tvo menn sem voru vitni Guðs. Annar þeirra var eldri maður, hvíthærður, hinn var mikið yngri, með dökkt hár. Báðir voru klæddir síðum, dökkum skikkjum úr striga. Þeir voru hetjulegir á að líta. Báðir höfðu belti um lendar sér og Biblíu í höndunum. Hin fögru andlit þeirra ljómuðu af undursamlegum friði. Vitni þessi gengu um meðal fólksins og vitnuðu fyrir því um að hræðilegir tímar væru framundan, og sögðu að eini vegurinn til frelsis héðan í frá, væri vegur þjáninga, og fólk yrði að halda út vegna Drottins Jesú Krists. Þeir minntu fólkið á hvernig það hefði verið varað við gegnum aldirnar, og það hefði lesið Guðs orð á dögum Nóa, og sögðu að ennþá meiri þjáningatímar væru framundan. Sumir trúðu þeim, en flestir hlógu að því sem þeir sögðu og ofsóttu eða deyddu þá fáu sem trúðu. Margir þeirra sem tóku við boðskapnum voru pyndaðir til dauða, og þeir fögnuðu mitt í þjáningum sínum vegna Krists, því að þeir trúðu orðum vitnanna um gleðina sem biði þeirra sem sigruðu. Aðrir sem tóku við trúnni voru varðveittir undir krafti Guðs frá því að vera deyddir, og gengu sjálfir um kring og boðuðu Guðs orð. Vitnin tvö héldu áfram að aðvara og uppörva þjóðirnar, en að nokkrum tíma liðnum hrópuðu þeir til Drottins, og báðu um hungursneyð yfir fólkið, og um leið brunnu kornakrarnir upp af ofsalegum hita. Og um leið og þetta tímabil rann upp, réðist fólkið á vitnin tvö og vildi deyða þá. Og þegar það reyndi að deyða þá með vopnum, gekk eldur af munni þeirra, og eyddi þeim sem það ætluðu að gera.
Þar næst sá ég þessi vitni gera stórkostleg kraftaverk. Þeir töluðu til hafsins, og það varð strax að blóði. Þeir töluðu aftur og það komu þrumur og eldingar.
Andkristur og falsspámaðurinn.
Nú sá ég undarlegt og viðurstyggilegt dýr stíga upp úr hafinu. Það hafði sjö höfuð og tíu stutt horn. Eitt af höfðum þess líktist ógurlegri slöngu, sem var hryllilega særð á hægri hlið, en sárið þornaði upp og læknaðist, en eftir varð stórt ör. Guðs Andi sýndi mér að þetta væri uppfylling á spádómunum í 1. Mós. 3,15, um að sæði konunnar (Kristur) mundi merja höfuð þess (Satan). Guðs Andi opinberaði mér um leið, að sverðið sem Kristur hafði marið höfuð þess með, væri sverð Andans, sem er Guðs orð. Fætur dýrsins voru líkir bjarndýrsfótum, og það hreyfði sig hljóðlaust.
Ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni. Það líktist geithafri og hafði tvö lítil horn, og stóð það á afturfótunum.
Bæði þessi dýr höfðu mikið vald og gjörðu mörg undur og tákn, þau gátu meðal annars kallað eld af himni. Fjöldi fólks hóf að tilbiðja þessar einkennilegu verur. Þá vildi annað dýrið gera líkneski af því fyrra, með höfuðin sjö og hornin tíu, og var það gert.
Ég sá fólk ganga um og kaupa merki, mismunandi tegunda, verðleika og efni, og merki dýrsins og tölu þess. Tala þess var 666, og á oddunum uppi á tölustöfunum voru höggormshöfuð. Merki dýrsins virtust vera þrjú, eitt líktist ægilegum geithafri, annað var eins og höggormur og það þriðja líktist erni. Fólk bar merkin á ennum sér og á höndum, eða á báðum stöðum. Í sumum tilfelluni féll það á ásjónur sínar og tilbað líkneski dýrsins með höfuðin sjö. Þá skeði nokkuð undarlegt. Líkneski dýrsins fór að tala, og meðal annarra guðlöstunarorða sagði það: Ég er Guð! "
Þeir sem ekki vildu taka við merki dýrsins, voru annað hvort sveltir í hel, eða urðu að þola hræðilegar pyndingar, með glóandi járni, hnífum, sverðum, hökum og spjótum. Angistaróp þeirra voru óskapleg. Hendur voru höggnar af sumum, af öðrum handleggir og fætur. Þeir sem ekki afneituðu Kristi, voru pyndaðir til dauða. En sumir gáfust upp eftir að hafa verið kvaldir um stund, og tilbáðu þá líkneski dýrsins. Þá voru sár þeirra læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu, sem gerði kraftaverk á þeim. Nokkrir þeirra tóku við merki dýrsins, en neituðu að taka við tölu þess. Þá voru þeir pyndaðir þangað til þeir tóku við tölunni líka. Þá voru einnig þeirra sár læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu. Því næst sá ég bæði dýrin í mannslíki.
Píslarvttisdauði vitnanna tveggja og upphrifning þeirra.
Þegar vitnin tvö höfðu fullkomnað sitt verk, voru þeir hálshöggnir, og líkömum þeirra fleygt út á strætin, sem voru full af fólki, og lágu þar blóðstokkin í göturykinu. Og fólkið var fagnandi yfir því aS vitnin tvö voru dauð, og í staðinn fyrir að jarða þau, var traðkað á þeim og sparkaS í höfuð þeirra. Þá bar nokkuð undursamlegt við. Höfuðin komu aftur á líkamina og þeir risu á fætur. Um leið birtist stórt og fagurt ský, og hljómmikil raust barst úr skýinu: Stigið upp hingað!
Vitnin tvö stigu upp til himins fyrir framan augun á óvinum þeirra og ég sá marga, sem höfðu verið kvaldir til dauða, og verið skildir eftir þar sem þeir lágu, lifna aftur og fylgja vitnunum tveimur í burthrifningunni.
Allt í einu grúfði svarta myrkur um alla jörðina og það komu þrumur, eldingar og jarðskjálftar, og ég sá byggingar hrynja saman og heyrði um leið grát, vein og formælingar svo að ég fylltist hræðslu.
Síðan sá ég inn í himininn og sjö fagra engla, og hélt hver engill á skál í hendinni.
Önnur hrifningin í Andanum.
Hún varaði 12 klukkustundir og 15 mínútur, frá kl. 22:30 um kvöldið 10. ágúst, til kl. 10:45 um morguninn 11. ágúst. Ég var, aftur hrifin í Anda og sá í sýn mikið haf, sem.glampaði eins og ís í tunglsljósi (glerhafið). Ég sá menn standa á hafinu, sem höfðu sigrað dýrið í þrengingunni miklu, sem ekki höfðu tekið við merki dýrsins eða tölu þess. Þeir héldu á hörpum í höndunum, og sungu Guði lof og dýrð. Eg heyrði orðaskilin:
Mikil og undursamleg eru verkin þín, Drottinn Guð, þú hinn Alvaldi! Réttlátir og sannir eru vegir þínir. Þú konungur hinna heilögu, þínir réttlálu dómar hafa opinberast! Eg sá aftur englana sjö, sem ég sá í endinum á fyrstu sýninni, klædda hreinum, hvítum kyrtlum, með gullbelti um bringuna.
Reiðidómar Guðs.
Og ég sá lifandi veru. sem líktist manni, sem fyllti gullskálar englanna sjö með reiði Guðs. Fyrir ofan mig sá ég musteri, sem var umvafið ljóma, birtu og dýrð. Þá heyrði ég kallað hárri röddu sem sagði: Tíminn er kominn! Farið og hellið úr reiðiskálum Guðs yfir jörðina." Þá gengu englarnir burt.
Fyrsti engillinn hellti úr sinni skál, og reiðidómar Guðs féllu niður á jörðina eins og ský. Þegar skýið kom niður á jörðina, komu ill og hættulcg kaun á þá sem báru merki dýrsins.
Og hinn hellti úr sinni skál yfir hafið, og það varð að blóði. Ég sá skip farast og áhafnir þeirra.
Og hinn þriðji hellti úr sinni skál í ár og uppsprettur. Þær urðu líka að blóði, og ég heyrði raust sem sagði:
Þeir hafa úthellt blóði heilagra og spámanna, og þú hefur gefið þeim blóð að drekka, maklegir eru þeir þess."
Og hinn fjórði hellti úr sinni skál yfir sólina til að brenna mennina í eldi, og mennirnir stiknuðu í ofurhita og lastmæltu nafni Guðs.
Og hinn fimmti hellti úr sinni skál, og mennirnir huldust myrkri. Ég heyrði stunur þeirra og grát, og lastmæltu þeir Guði í kvölum sínum.
Og hinn sjötti hellti úr sinni skál yfir breitt fljót, og vatnið í því þornaði upp, og varð eins og þurrt land.
Og hinn sjöundi hellti úr sinni skál yfir loftið, og ég heyrði sömu raustina segja: Það er fram komið!
Og ég sá jörðina skjögra fram og aftur eins og drukkinn mann, og ég heyrði skerandi vein
Satan bundinn í þúsund ár.
Nú sá ég fyrsta engilinn með stóran lykil í hendinni og tók hann dýrin tvö og kastaði þeim í eldsdýkið. Svo greip hann hinn mikla höggorm, sem er Satan, og kastaði honum niður i einhvern myrkan stað fullan af reyk, og mér var sagt að þarna ætti hann að vera í þúsund ár.
Allir, sem höfðu liðið píslarvæltisdauða mcðan á þrengingunni miklu stóð, vegna Drottins Jesú Krists, ríkja nú með honum, á jörðinni, og ég sá stóra skara af þeim stíga niður til jarðar, og stíga upp aftur til himins til að gefa honum sem sat í hásætinu dýrðina.
Og er þúsund árin voru fullnuð, var Satan leystur úr fangelsi sínu, og var hann í höggormslíki. Mikill fjöldi fylgdi honum, og þeir reyndu að deyða Guðs heilögu, sem á jörðinni voru. Þá féll eldur af himni ofan, og eyddi þeim, og Satan sem ríkt hafði yfir þeim, var kastað í eldsdýkið.
Endir veraldar.
Eftir þetta sá ég bláan himininn rifna endanna á milli, og vafinn saman, eins og þegar einhver vefur saman pappír. Og hann sviftist burtu eins og þegar bókrolla er vafin saman. Jörðin hvarf stórt tómarúm þar sem hún hafði verið.
Og ég sá stóra skara af körlum, konum og börnum af öllum kynkvíslum. Þeir höfðu verið dánir en risu nú upp og stóðu frammi fyrir hásæti Drottins Jesú Krists. Nöfn þeirra fundust skrifuð i lífsbókinni, lífsbók Lambsins.
Og ég sá hafið skila aftur hinum dauðu, sem í því voru, og Helja skilaði þeim sem i henni voru, og allir voru dæmdir, sem ekki fundust skrifaðir í lifsbókinni. En ég sá engin börn á meðal þeirra, sem voru dæmdir.
Þar næst sá ég nýja jörð, undur fagra og nýjan himin, í staðinn fyrir þann sem svift var burt. Í þessum nýja himni var engin sól, tungl eða stjörnur. Í staðinn fyrir þann gamla sem svlft hafði verið burt, var komin ný, undurfögur hvelfing, sem ljómaði eins og gull. Það var engin nótt á þessari nýju jörð, heldur ávallt bjart, og fólkið sem þar bjó, var fyllt gleði og friði.
Brúður Krists.
Nú breyttist sýnin, og ég var borin af dýrðlegum engli hærra og hærra gegnum sex himna og upp í þann sjöunda. Þar sá ég mikinn múg af fólki með kórónur á höfðum, klædda hvítum, skinandi kyrtlum og með pálma í höndum, og sungu þeir Guði dýrð.
Engillinn sagði mér að þetta væri Brúður Krists, sem væri umvafin og fyllt Guðs dýrð. Þeir áttu fallegar hallir í mismunandi litum, og einnig þær ljómuðu af dýrð Guðs. Og frá þeim minnsta til þess stærsta leituðu þeir aðeins eftir einu að gefa Guði dýrðina!
Kvalir hinna dæmdu.
Eftir að mér hafði verið sýnd dýrð himinsins, sá ég skelfingar eldhafsins, og Satan sem hafði ríkt yfir miklum fjölda fólks, sem höfðu valið að þjóna honum á meðan þeir lifðu á jörðinni, en höfðu hafnað Drottni sínum Jesú Kristi. Nú voru þeir eilíflega dæmdir til að kveljast í þessu hræðilega eldhafi, með honum sem þeir höfðu valið að þjóna.
Þridja hrifningin í Andanum
Hún stóð yfir í hálfa klukkustund, frá kl. 21:00 til 21:30, 11. ágúst 1919.
Sverð Andans.
Ég var aftur hrifin í Anda, og sá Drottin standa fyrir framan mig, með naglaförin á höndum og fótum, og merki eftir þyrnana á enni sér.
Þegar ég kraup við fætur hans, sagði hann: Ég vil láta þennan boðskap, sem ég hef talað til ambáttar minnar, ganga út til norðurs og suðurs, og til austur og vesturs. Margir munu segja að það hafi verið bætt við mitt orð, og aðrir að það hafi verið tekið burt eitthvað af orðum mínum. En ég segi þér:
"Þetta er mitt Orð, sem er sverð Andans og Andi spádómsgáfunnar."
Tekið úr Aftureldingu 1. mars 1970 málgagni Hvítasunnumanna. Þýtt úr Hjemmets ven". Sylvía Haraldsdóltir þýddi.
Minntust orrustunnar við Verdun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að veita Scheibel fjölskyldunni hæli hér á landi
23.5.2016 | 20:13
Seibel fjölskyldan sem hraktist frá heimkynnum sínum í Úsbekistan vegna trúarofsókna og var vísað úr landi eftir að hafa búið hér á landi í átta mánuði hefur nú sótt um hæli í Frakklandi. Fjölskyldan samanstendur af þeim Irina og Vladimir Seibel og börnum þeirra, Milinu sem er níu ára, og tvíburunum Samir og Kemal sem eru sex ára. Þrá þau að komast aftur til Íslands þar sem þau voru byrjuð að byggja upp líf sitt.
Það er ekkert sem við viljum heitar. Við erum ung, við viljum vinna og lifa í friði, segir Irina og bætir við að hún eigi erfitt með að sjá fyrir sér fjölskylduna hafa það gott í Frakklandi. Hafa þau getað greitt fyrir gistingu fyrir peninga sem safnast hafa í söfnun til styrktar þeim hér á landi en enga fjárhagslega aðstoð er að fá frá frönskum yfirvöldum.
Vil ég benda á grein skrifaða af undirrituðum á vef Kristinna Stjórnmálasamtaka um raunir Scheibel fjölskyldunnar.
Þetta er mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnvöld ættu að athuga vel aðra kosti en að byggja upp framtíðaraðstöðu Landspítalans við Hringbraut
23.5.2016 | 19:12
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur mjög álitlegan kost að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut í Reykjavík. Til að mynda á Vífilsstöðum í Garðabæ. Kemur það fram í skriflegu svari hans við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. En Steingrímur spurði hvort Sigurður telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut og vísaði í því sambandi til sjónarmiða forvera hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um sjónarmið Sigmundar skrifaði undirritaður grein á vef Kristilegra Stjórnmálasamtaka 12. mars sl. en hana hef ég ákveðið að endurbirta hér.
Eru Vífilsstaðir heppilegur staður til að byggja á nýjan Landsspítala?
Í viðtali sem birtist í Mbl. í dag segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar að það sé arfavitlaus ákvörðun að staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut. Kvaðst hann hafa komið því á framfæri við bæði ráðherra og alþingismenn að hann teldi staðsetningu nýja sjúkrahússins við Hringbraut vera ranga. Benti hann á Vífilsstaði í Garðabæ sem ákjósanlega staðsetningu fyrir nýtt hátæknisjúkrahús.
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði á Facebook-síðu sína að í viðtalinu hafi Gunnar lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að bærinn væri reiðubúinn í samstarf við stjórnvöld um byggingu nýs Landspítala við Vífilsstaði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eru tilbúin til að liðka fyrir málinu á ýmsan hátt til þess að það geti gengið hratt og vel fyrir sig, sagði Sigmundur.
Sagði hann ennfremur: Að mínu mati ber stjórnvöldum að bregðast við þessu tilboði Garðabæjar, taka því fagnandi og skoða hvort ekki sé best, í ljósi allra aðstæðna, að ráðast í byggingu nýs Landspítala við Vífilsstaði. Með því væri hægt að byggja spítalann hraðar, á hagkvæmari hátt og miklu, miklu betur, Tók hann þannig til orða að "ómögulegt [sé] að segja til um hversu marga áratugi í viðbót bútasaumsaðferðin við Hringbraut myndi taka."
Skrifaði hann ennfremur á Facebooksíðu sína: Ef það er möguleiki á að byggja nýjan flottan Landspítala þar sem allt er glænýtt og í samræmi við þarfir nútímaheilbrigðisþjónustu, hafa hann á góðum stað í fallegu umhverfi, skipuleggja spítalann þannig að hann virki sem öflug heild og gera þetta allt hraðar, hagkvæmar og betur en áður var talið, er þá ekki rétt að skoða það? Um þetta tilboð Garðabæjar skrifaði Sigmundur ennfremur: Mér finnst ekki hægt að líta framhjá þessum kosti nú, þegar bæjarstjórinn hefur stigið fram með þeim hætti sem hann gerði.
Sigmundur segir tvo kosti í stöðunni (stytt):
1. Að halda áfram hægvirkum og óhagkvæmum bútasaum við Hringbraut. Endalaus barátta við alkalískemmdir, myglu og gamalt lagnakerfi og úrelt tækni í tugum bygginga og við að tengja það gamla við nýbyggingar til að láta allt virka sem heild. Mikið rask mundi skapast á meðan á byggingarframkvæmdunum stæði. Eftir stendur svo þyrping ólíkra gamalla kassa og nýrra stærri grárra kassa. Þyrping sem stendur utarlega á nesi sem tengt er restinni af höfuðborgarsvæðinu með götum þar sem umferðarteppur eru regla fremur en undantekning.
2. Glænýr heildstæður hátæknispítali, hannaður til að virka sem ein heild og veita umgjörð um bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Fallegt hús að innan sem utan á jaðri byggðarinnar, umkringt dásamlegri náttúru og útivistarsvæðum. Húsið mætti byggja hratt með lágmarkstruflun á framkvæmdum og lágmarkstruflun fyrir borgarbúa og fjármagna verkefnið að miklu leyti með sölu á eignum við Hringbraut, eignum sem ganga svo í endurnýjun lífdaga með nýtingu sem hentar svæðinu og styrkja og vernda miðborgina.
Það er skoðun undirritaðs að stjórnvöld ættu að athuga vel aðra kosti en að byggja upp framtíðaraðstöðu Landspítalans við Hringbraut. Vífilsstaðir í Garðabæ hafa verið nefndir sem ákjósanleg staðsetning fyrir nýtt hátæknisjúkrahús, og kemur það fram í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dag. Væri ekki óábyrgt að velta þessu ekki fyrir sér á þessum tímapunkti, nú þegar ljóst er að Vífilsstaðaleiðin er fær? Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin," sagði Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sinni. Gunnar Einarsson bæjarstóri Garðabæjar sagði um þetta mál: Þegar búið er að taka svona vitlausa ákvörðun þá þurfa menn að hafa hugrekki og þor til að breyta henni".
Kristin stjórnmálasamtök hafa hins vegar sem slík ekki tekið þetta mál til umræðu enn sem komið er. En það eru ýmsar spurningar sem koma upp þegar þetta mál er skoðað, eins og hvort aukinn ferðatími fyrir margt fólk til og frá spítalanum sé vandamál og hvort fórna eigi fallegu landsvæði sem Vífilsstaðir eru undir spítalabyggingar.
Telur Vífilsstaði álitlega fyrir spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigmundur Davíð einn af betri stjórnmálamönnum í sögu lýðveldisins
22.5.2016 | 22:08
Það er mikið gleðiefni í mínum huga að Háttvirtur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi tilkynnt að hann muni snúa aftur til starfa á Alþingi. Ætti það reyndar engum að koma á óvart því hann hefur sýnt fram á að hann er einn af meiri stjórnmálaskörungum sem Ísland hefur alið.
Má þar nefna að hann og ríkisstjórn hans ýtti úr vör skuldaniðurfærslu til handa almennings með stökkbreytt íbúðalán. Fjárhagur ríkisins og kaupmáttur fólks hefur tekið mikið stökk upp á við. Er nú svo farið að launþegar eru farnir að sjá að stjórnarflokkar eru komnir í brúna (Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) sem komið hafa þjóðarskútunni á ágætt skrið. Sést það á því að umsemjendur launþega og félög þeirra hafa undanfarin misseri verið að krefjast launahækkana sem skipta tugum prósenta.
Það hafa engar sannanir verið færðar fram sem sýna fram á sekt forsætisráðherra varðandi svonefnd Panamaskjöl. Öðru fremur hefur Sigmundur Davíð sýnt fram á að hann og eiginkona hans hafi staðið skil á sköttum varðandi umtalaðar aflandseignir. Skoðanakannanir undanfarið sem sýnt hafa lítið fylgi flokks hans 8-9 prósent þurfa ekki að þýða mikið. Skoðanakannanir sýna fylgi upp og niður eftir því hvað ríkisstjórnir eru að takast á við í það og það sinnið, en ríkisstjórnin hefur verið að taka á erfiðum málum sem krefjast mikillar ígrundunar.
Stjórnarandstaðan stóð fyrir nokkurri gagnrýni á ríkisstjórnina og samflokksmann Sigmundar, fyrrverandi Utanríkisráðherra í tengslum við Evrópumálin. En eins og kunnugt er dró Gunnar Bragi umsókn Íslands að ESB til baka með bréfi til formanns ráðherraráðs ESB. Þessi gagnrýni stjórnarandstöðunnar og ESB fylgjandi fjölmiðla var ekkert nema stormur í vatnsglasi. Það var enginn skaði skeður fyrir Íslendinga, síður en svo. Hafa þingmenn Samfylkingar og hinir vinstri flokkarnir, því þeir snerust óvænt á sveif með Samfylkingunni í þessum áróðri, lét þau ummæli falla að þjóðin skuli fá að neyta réttar síns og fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.
En það er hvílík fásinna að það nær engu tali. Að sjálfsögðu er hér ekki um eiginlegar umræður eða samningaferli að ræða heldur aðlögun og innsetning og tilskipun laga frá Evrópska stórveldinu. Mættu Íslensk þjóð varðveitast frá því að flækja sig í Evrópu- og Evru samstarfinu. Því það er bágt efnahagsástandi í mörgum ríkjum ESB sem margir vilja kenna Evrunni um, og mikið atvinnuleysi sérstaklega á meðal ungs fólks, svo mikið að við Íslendingar höfum aldrei kynnst öðru eins.
Sigmundur og flokkur hans hafa líka staðið vörð um Stjórnarskrá lýðveldisins, en vinstri flokkarnir vilja breyta henni til að auðvelda hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið, og einnig til að fá úr gildi tekin lög um tengingu ríkis og kirkju. En það er mikilvægt að Íslenska ríkið styðji áframhaldandi við Kristna trú og kirkju og meti hana sem órjúfanlegan hluta af Íslensku þjóðlífi, efli hana og að hún verði áfram hluti af starfi hins opinbera með launagreiðslum til presta og fleiri þjóna hennar. Mætti Framsóknarflokkurinn og hinn stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn standa vörð um kristin gildi og hafa kristin viðmið og kristin gildi í heiðri höfð í gerðum sínum og flokkssamþykktum.
Kær kveðja.
Sigmundur ætlar að halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugsar Guð um dýrin? Endurbirt grein úr Aftureldingu 1969
22.5.2016 | 19:43
Heyrt hef ég einstaka menn halda því fram, að svo mundi ekki vera. En ég hef ávallt verið annarrar skoðunar, og trúi því fastlega, að Guð hugsi um dýrin. Og ég hef þóst sjá þess ljósan vott oft og mörgum sinnum.
Sú er venja í Breiðafjarðareyjum, að bændur þar flytja á vorin sauðfé sitt til meginlandsins, og sækja það svo aftur á haustin í réttum. Faðir minn bjó í Bjarnareyjum og flutti fé sitt að Grænanesi undir Klofningi, en þangað er skemmst leið til lands úr Bjarnareyjum.
Á þeim árum bjó í Grænanesi Helgi Dagsson með konu sinni og dóttur. En af því Helgi gerðist þá aldraður, brá hann búi, fluttist til Reykjavíkuv og gróf sig þar, eins og fleiri, sem þangað flytja í fjölmennið. Varð enginn til þess að taka kotið, er Helgi flutti þaðan, og stóð það í eyði um sumarið.
Um hausíið, er við Bjarneyingar fórum til lands að sækja sauðfé okkar, brugðum við frá fornri venju að lenda í Grænanesi, en stefndum í þess stað að Langeyjarnesi, sem var næsti byggður bær þar á ströndinni. Við komum svo snemma til lands, að ég sá að mér mundi veitast nægur tími til berjatínslu. En kunnugt var mér um frá fyrri tíð, að ber voru hvergi nærtæk. og mundi ég ekki þurfa að leita þeirra fyrr en uppi á Klofningi. Þó lét ég það ekki aftra mér og lagði þegar af stað upp eftir. Þegar upp á Klofning kom var þar gnægð berja, en lítils hafði ég neytt af þeim, er mig tók mjög að þyrsta. Mér var kunnugt um, að vatn var þar hvergi nærri, og lét mér það líka á sama standa, því að berin mundu slökkva þorstann, neytti ég nógu mikils af þeim. En því fór mjög fjarri.
Eftir því sem ég neytti berjanna lengur, magnaðist þorstinn meir og meir, og kvaldi mig svo, að mér fannst ég ekki geta á heilum mér tekið. Þorstann varð ég að slökkva á einhvern hátt, hjá því varð ekki komizt. En jafnframt skaut því upp í huga minn, eða eins og því væri hvíslað að mér, að nothæft drykkjarvatn væri næst að fá í brunninum í Grænanesi. Þar var lítil uppsprettulind hlaðin upp að innanverðu með grjóti. Og þangað fannst mér ég verða að komazt sem allra fyrst. Þar með var berjatínslunni lokið að sinni og ég tók til fótanna niður að sjó.
Þcgar ég kom að brunninum, eða lindinni, brá mér ekki lítið í brún, því að þar var kind niðri í, sem mændi til mín biðjandi augum. Og þó að langt sé síðan finnst mér ég enn þá sjái þessi augu, eins og þau mændu upp á mig, sárbiðjandi um hjálp. Ég hafði skjót handtök og dró kindina upp úr. Þetta var fullorðin ær, en svo var hún stirð orðin og máttfarin, að hvorki gat hún borið fyrir sig fæturna né staðið í þá, og tæplega að hún héldi höfði. Vegna þess hve brunnurinn var þröngur niður, hafði ærin ekki fallið dýpra en svo, að vatnið náði henni á miðjar síður. Og þarna hafði hún verið skorðuð, Guð veit hve lengi, án þcss að geta nokkura björg sér veitt, aðra en þá sem hún náði til með munninum. En þar var allt nagað til moldar á örlitlum bletti, sem hún hafði náð til, svo að auðsætt var, að þarna hafði hún kvalizt nokkuð lengi.
Ég reyndi að hlynna að ánni eftir því sem ég hafði vit á; néri hana eins og ég bezt gat og vatt vatnið úr ullinni, reytti gras og tróð upp í hana. Með því eina móti tókst mér að fá hana til þess að éta það. Ég náði mér í stóra skel, mjólkaði í hana það litla sem var í ánni og hellti því svo ofan i hana. Við það virtist hún hressast ofurlítið, en þó ekki svo, að hún gæti sér neina björg veitt.
Langa stund var ég að stumra yfir ánni, og reyndi allt sem ég gat upphugsað henni til bjargar. Ég tók fyrst eftir því, hvað tímanum leið, er ég varð þess var, að farið var að rökkva. Sá ég þá að berjatíminn var tapaður, en merkilegt þótti mér það, að þorstanum hafði ég gleymt með öllu, og ekkert til hans fundið frá því ég kom að brunninum, og sá ána þar niðri í. Ég hélt svo heim að Langeyjarnesi til félaga minna en þar ætluðum við að gista um nóttina.
Þegar þangað kom veittu menn mér átölur fyrir drollið", er þeir nefndu svo. En þegar ég hafði sagt þcim sögu mína, sem þeir hlustuðu hljóðlátir á, og sumpart var sögð mér til afsökunar, kom húsbóndinn, Jónas Sigurðsson, til mín, klappaði á öxl mér og mælti glaðlega: Þú verður lánsmaður, kunningi; það bregst mér ekki. Það er áreiðanlega lánsmerki að vera góður við dýrin, og sýna nærgæmi og nákvæmni í sambúðinni við þau!"
Daginn eftir sótti eigandinn ána og tókst að hjúkra henni svo, að hún náði sér aftur. Um þessar slóðir (í Grænanesi) var mjög fáförult og því sennilegt, að ánni hefði alls engin hjálp komið, fyrr en þá um seinan, ef þorstinn hefði ekki knúið mig til þess að leita mér svölunar þarna í brunninum. Hver vildi nú efast um að Guð hafi verið þarna að starfi og ég verkfæri í hendi hans? Hví þyrsti mig svona mikið, og hví var ég rekinn, svo að segja ósjálfrátt, alla leið ofan af Klofningi og niður að brunninum í Grænanesi?
Hver var það annar en Guð, sem stjórnaði mér þá, og lét mig bjarga einum af smælingjum hans frá því að verða hungurmorða? Ég hef aldrei verið í nokkrum minnsta vafa um þetta. Og sannarlega heyrir Guð hjartslátt málleysingjanna og veit um líðan þeirra, engu síður en okkar mannanna, sem teljum okkur dýrunum æðri. Ekkert vil ég um það dæma, hvort að orð Jónasar bónda hafi á mér ræst en því vil ég óhikað beina til þín, lesari góður: Það er lánsmerki að vera góður við dýrin, og sýna þeim alla þá nrgætni, sem kostur er á. Enginn sannur maður iðrast eftir því.
Aftureldimg 1. júní 1969. Sigurður Sveinbjörnsson.
Blessaði bæði dýr og menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nafnið öllum æðra
21.5.2016 | 11:26
Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi þáttur í Postulasögunni, er nafnið Jesús. Við rannsókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.
Þegar menn þúsundum saman, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pétur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafnið Jesús: "Snúið ykkur og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda."
Þetta hafði áhrif. Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öðluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum.
Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins: "Trú þú á Drottinn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt." Þetta hafði stórkostleg áhrif. Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippíborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður. Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.
Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar. Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar. Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni. Illir og afvegleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir. Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists. Umfram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.
Píslavætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú. Þeir sem stóðu með nafni Jesú voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir. Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús. Ekkert nafn hefur verið svo elskað sem nafnið Jesús. Þessvegna voru þeir glaðir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú.
Andstaðan varð sigruð. Nafnið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráðamenn og konunga. Nafnið Jesúm náði lengra og lengra.
Boðskapurinn um nafnið Jesús náði til norrænna manna. Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannfórnum, drykkjuskap, siðleysi og ofbeldi. Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlutirnir að breytast. Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er berta en nafnið Jesús.
Að endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir." Heb.13,8. Ákallaðu Jesú nafn. Allt fer að breytast og verður þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús.
Afturelding 4. tbl. 1985. Karl Erik Heinerborg. Fyrrum forstöðumaður (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi.
Mansal þrífst á ólíklegustu stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook