Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
Innganga í sambandið væri óðs manns æði.
20.8.2013 | 21:38
Ég tel að Makríldeilan við ESB sýni okkur svo ekki verði um villst að Innganga í sambandið er ekkert sem Íslenska þjóðin ætti að sækjast eftir. Hótanir þeirra um refsiaðgerðir gagnvart Færeyingum sem hafa stækkað Makrílkvóta sinn meira enn fiskveiðistjórn ESB kærir sig um eru ekkert nema valdnýðsla. Beðið er eftir því til hvaða aðgerða ESB grípi gagnvart Íslendingum. Ég held að ég hafi heyrt í gær að vísindamenn sem hafa mælt Makrílstofninn með öðrum og raunhæfari reikniaðferðum en ESB gerir, hafi komist að því að Makrílstofninn sé mun stærri en talið var og að fjöldi Makríls í hafinu sé í raun það mikill að hann sé farinn að taka of mikið af æti frá öðrum fisktegundum.
Ég vil segja: Hvað höfum við Íslendingar að gera í ESB ? Við höfum staðið í 4 landhelgisstríðum og borið sigur úr bítum. Og við uppskárum af því mikla hagsæld fyrir þjóðina. Við þá sem vilja inngöngu í ESB vil ég segja: Viljum við Íslendingar virkilega vera undir fæti ESB varðandi stjórn fiskveiðimála og annara atvinnuvega og vera að öllu leiti undirgefin erlendu bandalagi varðandi alla ákvarðanatöku ? Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum alla burði til að bjarga okkur sjálf án íhlutunar ráðamanna i Brussel.
Við útilokum ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 31.8.2013 kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikið rætt um orð háttvirts utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar að hætta beri umsóknarviðæðum við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildar viðræður verði ekki að hans frumkvæði.
Samkvæmt skoðanakönnun sem Eurobarometer gerði fyrir ESB telja 57% landsmann að innganga í ESB þjóni ekki hagsmunum landsins en þriðjungur er á öndverðri skoðun. En samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð rétt fyrir alþingiskosningar 23 ágúst, kom fram að talsvert fleiri vilja ljúka aðildarviðræðunum en hætta þeim. Á þeim tíma sem síðargreinda skoðanakönnunin var gerð var skoðun meirihluta landsmanna að viðræður fyrrverandi ríkisstjórnar væru aðeins viðræður sem væru til þess gerðar að skoða hvað væri í boði fyrir Ísland innan sambandsins. 52,7% voru á þeirri skoðun að klára ætti viðræðurnar til að hægt væri að því loknu að "kíkja í pakkann" eins og sagt var, en 30,7% voru því andvíg.
En það vita flestir sem hafa kynnt sér þessi mál að þessar aðildarviðræður voru í raun ekki aðildarviðræður heldur var hér frekar um að ræða aðildarferli Íslands vegna hugsanlegrar inngöngu í sambandið og aðlögun að regluverki ESB. Við getum séð að IPA styrkirnir voru veittir nokkrum ríkisstofnunum vegna aðlögunar reglna þeirra og vinnuferla sem ESB styðst við. Og hugsanlega voru þessir styrkir veittir þessum stofnunum til að auka áhugann hjá þeim á inngöngu í sambandið.
Ég tel það óðs manns æði að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna nú eða í allra næstu framtíð. Fólk gerir sér ekki grein fyrir eðli málsins, alla vega ekki eins og sakir standa. Áframhald á viðræðum mundi taka mikið af tíma ráðamanna, stjórnmálamanna sem engann áhuga hafa á viðræðunum. Og þessar viðræður sem ég kýs að kalla aðildarferli myndu sökkva landinu enn dýpra í regluverk ESB. Reglur sem við höfum ekkert við að gera og þegar þjóðaratkvæðagreiðsla væri síðan um samninginn væri búið að eyða miklum fjármunum til einskis.
Ég tel að Utanríkisráðherra sýni staðfestu og skynsemi með því að hafna alfarið aðild að ESB og að lýsa því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna verði ekki að hans frumkvæði. Ég tel að Íslendingum henti best að ráða sínum málum sjálfir en vera ekki undir stjórn erlends bandalags. Þjóðarpersónuleiki okkar er þannig gerður að okkur líkar best að ráða okkur sjálf og þau atriði sem mestu skipta fyrir þjóðarhag, eins og fiskveiði og landbúnaður eru þess eðlis að okkur er best borgið með því að vera utan ESB.
Óskar eftir upplýsingum frá Gunnari Braga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 31.8.2013 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndun sérfræðingahópa um skaldavanda heimilana er gleðiefni.
16.8.2013 | 23:18
Ég vil lýsa yfir ánægju minni yfir að háttvirtur forsætisráðherra hafi í dag skipað tvo sérfræðingahópa í fyrsta lagi um niðurfellingu höfuðstóls verðtryggðra lána og kosti og galla leiðréttingasjóðs og í öðru lagi um niðurfellingu verðtryggingar á íbúðalánum. Þetta er eins og ég baust við að þeir Sigmundur og Bjarni ásamt fleirum úr ríkisstjórninni hafi verið að vinna vinnuna sína. Þetta er mikið og umfangsmikið verk sem þeir hafa tekist á hendur, að koma í verk: áformum sínum til hjálpar fólkinu í landinu, einkum skuldsettu fólki og fyrrtækjunum í landinu. Það er ekki einfalt verk að koma svo umfangsmiklum aðgerðum til framkvæmdar og ég tel að það sé ekki eitthvað sem hægt er gera á mjög stuttum tíma. Ég tel að þeir hafi verið mjög önnum kafnir undanfarnar vikur og mánuði og hafi mjög lítinn frítíma fengið undanfarið.
Ég vil hvetja þá Sigmund og Bjarna ásamt fleirum úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar að taka sér smá frí eins og hálfan dag. Að bregða undir sér betri fætinum og stíga fæti sínum á Suðurlandsundirlendið, á Hvolsvöll þar sem kjörlendi íslenskra bænda teygjr úr sér svo langt sem augað eigir. En það byrjar undir Kambabrún og nær allt austur að Eyjafjöllum. Það er gott fyrir þá að koma þar sem hreina sveitaloftið leikur við vit hvers manns. En á Hvolsvelli má finna eins og blíðan blæ framtaksemi og atorku líða yfir þorpinu. Frá Sláturfélagi Suðurlands líður oft ilmur af byrkireyktu hangikjöti og reyktum pylsum yfir svæðinu sem er eins og lífsmark hinnar miklu landbúnaðarstarfsemi sem er í mikilli grósku á svæðinu og Suðurlandsundirlendinu öllu.
Ég vil hvetja þá Sigmund og Bjarna ásamt fleirum úr hinni nýju ríkisstjórn að koma og heimsækja starfstöðvar Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, þar sem yfirmenn fyrirtækisins munu verða glaðir að taka á móti þeim og munu með gleði fylgja þeim um fjölmargar deildir fyrirtækisins. Þeir eru ákaflega kurteisir og viðræðugóðir og stutt er í brosið hjá þeim, þeir eru duglegir að taka á móti alls konar fólki og leiða það um húsið og kynna fyrir því framleiðsluna. Þeir hafa tekið á móti fyrirmönnum þjóðarinnar jafnt sem fólki úr daglega lífinu.
Sá sem þetta skrifar hefur unnið hjá Sláturfélagi Suðurlands í rúm 22 ár og er mjög ánægður með að vinna þar. Alltaf er gaman þegar fólk úr þjóðlífinu kemur til að heilsa upp á mannskapinn og að kynna sér starfsemina.
Hópar takast á við skuldavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.8.2013 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)