Þannig deyja sannkristnir menn - endurbirt grein úr Aftureldingu 1.11.1940

B. Abbot trúboði hrópaði á dauðastundinni: “Dýrð sé Guði! Ég sé dýrð himinsins ljúkast upp fyrir mér”.

Mr. Allen, sem dó 1843, dó með eftirfarandi orð á vörum: "Ég hugsa um hin dýrðlegu orð Frelsarans: “Þér skuluð og vera þar sem ég er”.

Síðustu orð Mikaels Angelos, sem dó 1564,. voru: “Ég dey í trúnni á Jesúm Krist og í bjargfastri trú á betra líf”. Dr. Baleman, sem dó 1819, kallaði upp skyndilega: “Hversu dýrðlegt! Englarnir bíða mín! Drottinn Jesús, tak í móti sál minni! Verið sæl!”

Bosquet biskup, dáinn 1704, sagði á dauðastundinni: “Ó, dauði, þú gerir ekki áform mín að engu, en fullkomnar þau! Flýt þér - þú góði dauði!”

Jakob Böhme, sem lét lífið 1624, sagði við son sinn: “Heyrir þú hinn dýrðlega hljóðfæraslátt?” Þegar sonurinn svaraði neitandi, bætti faðirinn við: “Opnið dyrnar, svo að hann heyrist betur! Nú geng ég inn í Paradis!” J. Brown rétti fram höndina á dauðastundinni, og var spurður: “Eftir hverju seilist þú?” “Konungsríki”, hvíslaði hann.

Indianatrúboðinn David Brainerd, sem andaðist 1747, endaði líf sitt með þessum orðum: “Að þóknast Guði og vera honum fullkomlega sameinaður er sá himinn, sem ég þrái. Vökumaðurinn er hjá mér, hvers vegna bíður vagninn svo lengi? Athugið eftir hverju hann er að bíða!”

Greifinn af Buskan, dáinn 1829, hrópaði á dauðastundinni: “Hamingjusamur, hamingjusamur. Richard Cromwell, dáinn 1712, sagði að síðustu: “Lifið í kærleika! Ég fer til Guðs kærleikans”.

John Elliot trúboði, dáinn 1689, sagði á dauðastundinni: “Drottinn Jesús, sem ég hefi þjónað í 80 ár, kom í dýrð! Ég hefi lengi beðið komu þinnar. Velkomin, gleði!”

Deyjandi enskur prestur sagði: “Alla æfi mína hefi ég strítt við storminn, en nú sé ég að lokum höfnina”.

Hinn frægi sænski uppfinningamaður Jolm Ericson, dáinn 1889, sagði á dauðastund sinni: “Hvíldin er hugljúfari en henni verði með orðum lýst”.

Dr. Judson dó 1850 með þessi orð á vörum: “Ég fer með álíka mikilli gleði og drengurinn, sem hefir fengið frí frá skólanum”.

Karl af Bala, dáinn 1814, gekk yfir um með orðunum: “Það er borg frelsisins”.

Hinn ameríski trúboði dr. S. A. Keen sendi eftirfarandi kveðju frá dánarbeð sínum: “Hið fullkomna frelsi, sem við höfum boðað, er fullkomnara en nokkru sinni fyrr”.

Wittiam Knibb dó árið 1845 með þessi orð á vörum: “Hvílík dýrð að sjá skýin dreifast og að velþóknun Guðs hvílir yfir mér”.

Peter Kruse gekk yfir um með þessum orðum: “Allir himnanna herskarar!”

Kalkuttatrúboðinn Alphonse la Croix hrópaði undir það síðasta: “Allt er gott, enginn ótti, enginn efi, fullkominn friður, Jesús er nálægur!”

Dr. Lechman dó 1785 með orðunum: “Ég á ekki einungis frið á síðustu augnablikum mínum, en einnig gleði, sigurfögnuð - er alveg frá mér numinn. Hvaðan kemur þessi mikli fögnuður? Frá þessari bók (Biblíunni), því að hún gefur okkur fullvissuna um, að hið dauðlega uppsvelgist í sigur”.

R. Leister kallaði upp yfir sig á dauðastundinni: “Sigurinn er unninn!”

Marteinn Lúther andaðist 1546. Hann sagði: “Vor Guð er sá Guð, sem frelsið kemur frá. Guð er Drottinn, og í honum umflýjum við dauðann”.

Robert Lawe sagði: “Ég er deyjandi. Sjón mín er næstum horfin. En það verður bjartara og bjartara”. Presturinn Hugh McKeil, sem var líflátinn 1661, sagði við Guð: “Nú byrja ég samvist mína við þig, og hún mun aldrei enda taka”.

D. L. Moody, sem fékk heimfararleyfi 1899, sagði við elsta son sinn morguninn, sem hann dó: “Jörðin hverfur sýnum og himininn opnast yfir mér, Guð kal1ar”. “Er þig að dreyma, pabbi?” “Nei, Vill, mig var ekki að dreyma. Eg hefi verið innan við hliðin. Ég hefi séð barnsandlitin”. Því næst sagði hann: “Er þetta dauðinn? Þetta er dýrðlegt”. Enn þá seinna: “Guð kallar. Þetta er krýningardagur minn. Ég hefi lengi beðið eftir honum”.

Morris biskup dó 1877 með orðunum. “Framtíðin er björt”. Isaau Myers fagnaði á dauðastundinni, segjandi: “Sigur, sigur, fagnaðarríki sigur! Brátt er ég farinn - brátt er ég farinn - næstum heima - ég er tilbúinn! Hann er kominn, hann er kominn!”

James Needham kallaði upp yfir sig á dauðastund sinni: “Dýrð, heiður, vald, hátign og kraftur tilheyrir Guði og Lambinu að eilífu.

Síðustu orð dr. Newtons voru: “Eg er upprisan og lífið, sagði Jesús Kristur, Frelsari syndara. Lofið Drottin, lofi hann alheimur! Far vel synd, far vel dauði! Lofið Drottin! Lofið hann að eilífu!”

    Píslarvotturinn John Noys sagði við vini sína, þegar hann stóð í bálinu: “Við munum ekki missa líf okkar í þessum eldi, en við fáum það aðeins endurbætt. í stað kola fáum við perlur”. Annar píslarvottur, Bandioon, sem var brenndur á báli 1556 ásamt föður sínum, sagði við hann: “Ver hughraustur, faðir! Hið versta er bráðum búið. Sjá, ég sé himininn opinn og miljónir af ljósenglum tilbúna að taka á móti okkur. Blessanir himnanna munu oss nú gefnar verða! Aðeins nokkur augnablik og við munum ganga inn í hina himnesku bústaði.

John Owen sagði á dánardegi við Payne: “Hinn langþráði dagur er nú loks upprunninn, dagurinn, þegar ég fæ að sjá dýrðina á annan hátt en ég hingað til hefi séð”.

Síðustu orð J. Parsons voru: “Þegar ég geng inn til dýrðarinnar mun ég með rödd minni taka þátt í himneskum söng og veifa með pálmagreinum yfir höfðum hinna heilögu og hrópa: Sigur, sigur í blóði lambsins!”

Síðustu orð John Swails voru: “Ó, hvílík dýrð! Herbergið er fullt af ljóma!”

Topbady dó 1778 með þessi orð á vörum: “Dauðinn er ekki eyðilegging. Himininn er bjartur, það eru engin ský. Kom, Drottinn Jesús, kom fljótt!”

Samuel Walker dó 1761 með þessum vitnisburði: “Ég er borinn á englavængjum. Himininn hefir verið opnaður fyrir mér. Ég mun brátt vera þar. ó, vinur minn, ef ég hefði haft þrek til þess að tala, mundi ég hafa sagt þér þvílíkar nýjungar, að sál þín hefði stórkostlega fagnað. Ég sé þvílíkar undursamlegar sýnir, en ég megna ekki að segja meira”.

Síðasti vitnisburður W. Whytbys var: “Hver er þar? Hvað er þetta? Englar koma til mín!”

Rob. Wilkinson trúboði dó með þessum orðum: “Ó, hvílíka hluti hefir ekki Drottinn opinberað fyrir mér í kvöld! Ó, Guðs dýrð! Ó, Paradís með þína guðdómlegu fegurð og sælu! Guð er kærleikur! Ó, hjálpa mér að lofa hann! Ég mun lofa hann eilíflega!”

Sunnudagsmorgun einn árið 1860 kvaddi James Wilson þennan heim til þess að búa í húsi Drottins að eilífu. Hann sagði: “Það er ekkert myrkur í dalnum. Það er aðeins ljós!”

Mary Davis hrópaði á dauðastundinni: “Hvílík dýrð!”

Frú Glenontry sagði, þegar hún var að deyja: “Ef þetta er dauðinn, þá er hann hugþekkasta fyrirbrigöi, sem hugsast getur”.

Síðustu orð frú Hastings voru: “Ó, mikilleiki þíns guðdómlega fagnaðar, sem mér er úthlutaður. Síðasta orð Hönnu Mores var: “Gleði!”

Kveðjuorð Susönnu Wesley til barna hennar voru: “Börn, þegar ég er farin, þá syngið söng Guði til dýrðar!”

Sunnudagaskóladrengur einn, E. Lawrence, sagði á dauðastundinni við móður sína: “Ég kem! Jesús bíður mín og ég hans. Þar eru björt klæði, og þar er kóróna. Ég fer til þess að taka á móti þessu! Vertu sæl mamma!”

Rowland Hill trúboði, dáinn 1833, endurtók hvað eftir annað eftir að hann skildi við: “Jesús hefir elskað mig, ég get ekki sagt hvers vegna. Við erum eitt. Hann vill ekki vera í dýrðinni og láta mig vera fyrir utan”.

Gunnar Wingren var sænskur trúboði, og brautryðjandi hvítasunnusafnaðarins í Brasilíu. Hann lést árið 1933. Vinir hans, er stóðu við dánarbeð hans, sáu allt í einu björtum geisla slá yfir hann. Í geislanum komu fram tvær gegnumstungnar hendur, er fóru niður með síðum hans, eins og þær ætluðu að lyfta honum upp. Um leið fagnaði hann stórlega í Andanum og sagði: “Nú heyri ég sönginn - eins og inni í hjarta mínu”. Rétt á eftir dó hann.

T. B. Baratt, sem af mörgum hefir verið nefndur postuli hvítasunnuvakningarinnar á Norðurlöndum, dó 29. jan. 1940. Þegar hann var kominn að dauða, skrifaði hann þessa kveðju til hvítasunnufólksins víðs vegar: “Allir mínir kæru hvítasunnuvinir! Sækið fram, haldið ykkur nærri Guði, og trúið öllum þeim sannleika, sem Biblían hefir frætt okkur um. Ef einhverjir hníga og verða teknir heim í dýrðina, þá munu nýir ganga fram í eldlínuna. Það er aðeins tjaldbúð mín, sem er hrörleg nú, en andi minn fagnar í Drottni. - Ykkar bróðir og vinur T. B. Barratt”.

Nokkru síðar, þegar nákomnustu starfsbræður hans komu til þess að kveðja hann hinnstu kveðjunni, lyfti hann hönd sinni til himins og sagði með ástúðlegum kærleika í röddinni: “Ég mun sjá Konung konunganna í ljóma sínum”. — Nokkru þar á eftir gekk andi hans út úr tjaldbúðinni — og inn í dýrðina.

“Látum oss því og, þar sem vér erum umkringdir af slíkum fjölda votta, létta af oss allri byrði og viðloðandi synd, og þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrir sett og beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar ...” Hebr. 12, 1-2.

Ásmundur Eiríksson. (Fyrrverandi forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík).


mbl.is Sunnu­daga­skóli þjóðkirkj­unn­ar — myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband