Fullyrðing stuðningmanna Orkupakka 3 varðandi sæstreng er röng

Orðræða þingmanna sem hlynntir eru Orkupakka 3 einkennist á afneitun á því að umrædd reglugerð feli í sér að Íslendingum beri að samþykkja langingu sæstrengs ef td. erlent stórfyrirtæki sæktist eftir því. Heyrist sú fullyrðing oft í fjölmiðlum að ekkert standi í OP3 varðandi það að Íslendingar séu skyldir til þess að samþykkja lagningu sæstrengs. Augljóslega eru í OP3 ákvæði sem mæla fyrir um raforkuviðskipti yfir landamæri, með raflínum, sem í tilfelli eylandsins Íslands hlýtur að vera í formi sæstrengs eða sæstrengja. Allar fullyrðingar um, að þriðji orkupakkinn feli EKKI í sér sæstrengi, eiga því ekki við rök að styðjast.

Í reglugerð Evrópusambandsins nr. 702/2009 frá 13. júlí 2009, um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, segir svo í 1. og 5. lið:
1) Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem ber yfirskriftina „Stefna í orkumálum fyrir Evrópu" er lögð áhersla á mikilvægi tilkomu innri markaðarins á sviði raforku og jarðgass. Það að bæta regluramma á vettvangi Bandalagsins var auðkennt sem lykilráðstöfun til að ná því markmiði. [...]
5) Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku. [...]
Í viðauka við reglu­gerð­ EVRÓPU­ÞINGS­INS OG RÁÐSINS (EB) nr. 714/2009 segir svo: "Flutningskerfisstjórar skulu leitast við að samþykkja öll viðskipti, þ.m.t. þau sem tengjast viðskiptum yfir landamæri."
Í 19. grein ofangreindrar reglugerðar stendur ma: "eftirlitsyfirvöld skulu vinna saman og með framkvæmdastjórninni og stofnuninni til að uppfylla markmið þessarar reglugerðar, eftir því sem við á, í samræmi við IX. kafla tilskipunar 2009/72/EB," og í 21. gr.: "Með fyrirvara um 2. mgr. skulu aðildarríkin setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim ákvæðum sé beitt...."
Þetta þýðir ekki að Íslenska ríkisvaldið sé skylt til að kosta og leggja héðan sæstreng, heldur einfaldlega, að engum leyfist að hindra viðskipti með raforku um slíkan sæstreng. Og við munum engu um það ráða hvort hingað verður lagður sæstrengur verði OP3 innleiddur. Líklegt má heita að það yrði knúið áfram með dómsvaldi og við látin borga brúsann með hærra orkuverði.

Peter Ørebech, sérfræðingur í Evrópu­rétti og laga­prófessor í Noregi, segir að það sé alveg á hreinu að ef fjárfestir, t.d. þýski raforku­risinn E.ON, hefur tækni­legan undir­búning að rafstreng frá Íslandi, dugir ekkert fyrir okkur að mótmæla því. Málið verður á vald­sviði stofnunar Evrópu­sambandsins, þ.e. ACER. Þetta er stofnun á embætti sem Ísland getur ekki gefið fyrirmæli eða haft áhrif á. ACER getur ekki hafnað slíkum streng því að slíkt myndi stríða gegn EES-samn­ingnum um magn­takmark­anir á inn- og útflutn­ingi, samanber 11. og 12. gr. samningsins.

 


mbl.is Vonast eftir stuðningi við sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband