Hugrekkið dýru verði keypt
1.5.2019 | 13:29
Kristniboðs og hjálparsamtökin Open Doors á Bretlandi, hafa stutt við bakið á ofsóttu kikjunni í meira en 60 ár. Open Doors (Opnar Dyr) gefa árlega út vaktlista yfir meira en 50 þjóðríki þar sem kristið fólk mætir hvað mestum ofsóknum.
Samkvæmt rannsóknum Open Doors eru að meðaltali í hverjum mánuði:
345 Kristins fólks drepið af trúartengdum ástæðum.
105 Kirkjur og kristilegar byggingar brenndar eða á þær ráðist.
219 Kristnir dæmdir án laga, handteknir, dæmdir og fangelsaðir.
Skýrsla Open Doors samtakana gerð þetta ár sýnir að ofsóknir á hendur kristins fólks hafa aukist um 14% frá skýslunni árið á undan. Þar er væntanlega verið að tala um árin 2017 og 2018.
Samkvæmt 2019 skýrslu Open Doors var 245 milljónir kristinna manna ofsóttir 2018 en 215 milljónir árið áður. Á heimsvísu upplifir 1 af hverjum 9 kristinna manna miklar ofsóknir.
Í efsta 50 löndunum yfir mestu ofsóknirnar voru á heimsvísu:
4136 kristnir drepnir af trúartengdum ástæðum. Að meðaltali eru það 11 kristnir drepnir fyrir trú sína á dag.
1266 kirkjur eða kristilegar byggingar sem ráðist var á.
2625 kristnir handteknir án laga og réttar, handteknir, dæmdir og fangelsaðir.
Verstu 10 ríkin eru þessi:
1. Norður-Kórea, 2 .Afganistan, 3. Sómalía, 4. Líbía, 5 Pakistan, 6.Súdan, 7 Eritrea, 8. Jeman, 9 Íran og 10. Indland. Kúgun af völdum Íslams var ástæða ofsókna í 8 af efstu 10 löndunum.
Norður-Kóreu er raðað í 1 sæti 18. árið í röð sem hættulegasta landið fyrir kristið fólk.
Verði trú þín afhjúpuð er öll fjölskylda þín send í þrælavinnubúðir eða jafnvel tekin af lífi á staðnum. Þú þarft að fela Biblíuna þína vandlega og mátt ekki segja börnunum þínum frá trú þinni á Jesú, ef svo vildi til að þau segðu kennurum sínum frá henni.
Kristnir eru stundum drepnir eða lokaðir inni ævilangt í fangabúðum, segir Hea Woo, sem varð að dúsa í 3 ár í nauðungarvinnubúðum N-Kóreu, vegna trúar sinnar á Jesú Krist. Talið er að milli 50,000 70,000 kristnir séu fangelsaðir í þræla vinnubúðum og flestir munu látast þar. Litið er á kristna sem nósnara og svikara og þeir eru stundum teknir opinberlega af lífi. Leiðtogar N-Kóreu eru dýrkaðir eins og guðir. Kristnin í N-Kóreu fer þrátt fyrir allar ofsóknir vaxandi og kristnir þar trúa að landamærin muni opnast og þeir færa myrkustu stöðum jarðarinnar fagnaðarerindi Jesú Krists.
Kristniboðs og hjálparsamtökin, Open Doors, reka neðanjarðarnet er nær til 60,000 launkristinna með matvæli, lyf og fatnað til að aðstoða þá við að komast af og að vera salt og ljós í Norður-Kóreu.
Heimild: Open Doors world watch list 2019
Steindór Sigursteinsson
Fordæmi ofsóknir gegn kristnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.