Sigur lífsins

    Ritningin sannar kröftuglega með mörgum augljósum dæmum upp­risu Jesú frá dauðum. Með upp­risu sinni og sigri yfir dauð­an­um leiddi hann í ljós lífið eilífa og óforgengi­leikann. En Drottinn Guð sagði við vald dauðans: Hingað og ekki lengra. Hér skulu þínar hreyknu hrannir brotna. Engill, með valdi og umboði hins æðsta Konungs, braut rómverska innsiglið, velti steininum. Huggun fyrirgefningar Guðs gagnvart þeim, er trúa á Jesúm Krist, er staðfest, og gjöf eilífs lífs í Jesú Kristi, þeim til handa, sem á Hann trúa.

    Megum við þá treysta upprisusögunni um Jesúm? geta einhverjir spurt. Dr. Ludvig von Gerdtell, merkur guðfræðingur, segir svo í bók sinni, Miracles under fire: "Trúin á upprisu Jesú er sameiginleg fyrir öll Nýja-testamentis-ritin og tengir þau öll saman. Jafnvel hinir svæsnustu gagnrýnendur, eins og t.d. David Friedrich Strauss, hafa ekki vogað sér að mæla á móti þessari staðreynd. Ef frá sögulegu sjónarmiði nokkur möguleiki hefði verið, hver sem hann hefði verið, til að mótmæla þessu, mundi án nokkurs efa þessi efnishyggju-heimspekingur og kæni andstæðingur fagnaðarerindis Jesú Krists hafa neitað því. Í bók sinni, Old and new Faiths (Fornar og nýjar trúarkenningar) (sextándu útgáfu, 1904, bls. 20) "kallar Davíð Strauss upprisu Jesú Krists sögulega bábilju. Í sama kaflanum kannast hann samt sem áður við, að postularnir hafi haft hjartanlega sannfæringu um, að þeir hefðu raunverulega séð og talað við Jesúm upprisinn."

    Að upprisu Jesú höfum við mörg vitni, sem sáu hann annaðhvort einn maður í einu eða fleiri saman, ekki einu sinni, heldur a.m.k. sex sinnum með lengra eða skemmra millibili. Sumir þeirra sáu hann nokkrum sinnum. Að minnsta kosti tólf af þessum vitnum voru menn nákunnugir honum. Jafnvel Jakob bróðir hans var einn af þessum vitnum. Það gat því ekki verið um það að ræða, að þeir hafi ekki vitað fyrir víst, hvort það var Jesús sjálfur, sem birtist þeim. Það er vert að athuga það, að Páll gefur upp nöfn manna, sem votta að upprisu Jesú, og það frammi fyrir samkomu, þar sem voru á meðal menn, sem mótmæltu kenningunni um upprisu Jesú.

    En til þess að verða hluttakendur í upprisu til eilífs lífs með honum, þurfum við að hafa tekið á móti krafti hans inn í líf okkar. Við þurfum að þekkja og reyna kraft upprisu hans, sem gefur möguleika til að lifa sigrandi lífi yfir því valdi, sem leiðir til dauðans, en það er syndin. Þennan möguleika eignumst við í endurfæðingunni. Þegar við endurfæðumst eða frelsumst, kemur Jesús inn í líf okkar með kraft sinn, en ástand syndarinnar afmáist og dauðinn drottnar ekki lengur vfir okkur. Við megum vegna Jesú fagna og vænta óumræðilega dýrðlegrar eilífðar. Þessi sannleikur, að Jesús er upprisinn, hefur því ákaflega mikla þýðingu fyrir alla menn.

    Ritningin segir að Jesús sé kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs með upprisu sinni frá dauðum. Menn krefjast sannana nú sem fyrr, og hvað er meiri sönnun fyrir kenningu Jesú og Ritningarinnar en upprisa hans?
Það er sigurhljómur í orðum postulans, er hann segir: "En nú er Kristur upprisinn." Vegna þeirra sanninda gat Páll liðið hvað sem var. Vegna þessara sanninda er lausn að fá fyrir syndarann. Af því Jesús lifir, er hann fær um að endurleysa mannssálir frá dauða til lífs. Af því hann lifir gefur hann kraft Heilags Anda og úthellir honum yfir menn og konur í dag, svo sem við getum séð og heyrt. Af því Jesús er upprisinn og lifir í dag, gerast enn undur og kraftaverk. Sjúkir verða heilbrigðir, illir andar verða að víkja og jafnvel dauðir hverfa aftur til lífsins.
Allt, sem er af eðli eilífa lífsins á samhljóm sinn í Jesú. Fögnum því og gleðjumst yfir sigri lífsins yfir dauðanum. "Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist."

    Gleðilega páska!


Við gerð þessarar greinar studdist undirritaður við tvær góðar páskahugvekjur úr Aftureldingu, 1. apríl 1952 og 1. apríl 1955.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is „Verðum að breyta um lífsstíl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband