Sigmundur Davíð einn af betri stjórnmálamönnum í sögu lýðveldisins

Það er mikið gleðiefni í mínum huga að Háttvirtur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi tilkynnt að hann muni snúa aftur til starfa á Alþingi.  Ætti það reyndar engum að koma á óvart því hann hefur sýnt fram á að hann er einn af meiri stjórnmálaskörungum sem Ísland hefur alið. 

Má þar nefna að hann og ríkisstjórn  hans ýtti úr vör skuldaniðurfærslu til handa almennings með stökkbreytt íbúðalán.  Fjárhagur ríkisins og kaupmáttur fólks hefur tekið mikið stökk upp á við. Er nú svo farið að launþegar eru farnir að sjá að stjórnarflokkar eru komnir í brúna (Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) sem komið hafa þjóðarskútunni á ágætt skrið. Sést það á því að umsemjendur launþega og félög þeirra hafa undanfarin misseri verið að krefjast launahækkana sem skipta tugum prósenta.

Það hafa engar sannanir verið færðar fram sem sýna fram á sekt forsætisráðherra varðandi svonefnd Panamaskjöl.  Öðru fremur hefur Sigmundur Davíð sýnt fram á að hann og eiginkona hans hafi staðið skil á sköttum varðandi umtalaðar aflandseignir.  Skoðanakannanir undanfarið sem sýnt hafa lítið fylgi flokks hans 8-9 prósent þurfa ekki að þýða mikið.  Skoðanakannanir sýna fylgi upp og niður eftir því hvað ríkisstjórnir eru að takast á við í það og það sinnið, en ríkisstjórnin hefur verið að taka á erfiðum málum sem krefjast mikillar ígrundunar. 

Stjórnarandstaðan stóð fyrir nokkurri gagnrýni á ríkisstjórnina og samflokksmann Sigmundar, fyrrverandi Utanríkisráðherra í tengslum við Evrópumálin.  En eins og kunnugt er dró Gunnar Bragi umsókn Íslands að ESB til baka með bréfi til formanns ráðherraráðs ESB.  Þessi gagnrýni stjórnarandstöðunnar og ESB fylgjandi fjölmiðla var ekkert nema stormur í vatnsglasi.  Það var enginn skaði skeður fyrir Íslendinga, síður en svo.  Hafa þingmenn Samfylkingar og hinir vinstri flokkarnir, því þeir snerust óvænt á sveif með Samfylkingunni í þessum áróðri, lét þau ummæli falla að þjóðin skuli fá að neyta réttar síns og fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðna. 

En það er hvílík fásinna að það nær engu tali.  Að sjálfsögðu er hér ekki um eiginlegar umræður eða samningaferli að ræða heldur aðlögun og innsetning og tilskipun laga frá Evrópska stórveldinu.  Mættu Íslensk þjóð varðveitast frá því að flækja sig í Evrópu- og Evru samstarfinu.  Því það er bágt efnahagsástandi í mörgum ríkjum ESB sem margir vilja kenna Evrunni um, og mikið atvinnuleysi sérstaklega á meðal ungs fólks, svo mikið að við Íslendingar höfum aldrei kynnst öðru eins. 

Sigmundur og flokkur hans hafa líka staðið vörð um Stjórnarskrá lýðveldisins, en vinstri flokkarnir vilja breyta henni til að auðvelda hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið, og einnig til að fá úr gildi tekin lög um tengingu ríkis og kirkju.  En það er mikilvægt að Íslenska ríkið styðji áframhaldandi við Kristna trú og kirkju og meti hana sem órjúfanlegan hluta af Íslensku þjóðlífi, efli hana og að hún verði áfram hluti af starfi hins opinbera með launagreiðslum til presta og fleiri þjóna hennar. Mætti Framsóknarflokkurinn og hinn stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn standa vörð um kristin gildi og hafa kristin viðmið og kristin gildi í heiðri höfð í gerðum sínum og flokkssamþykktum.

Kær kveðja.


mbl.is Sigmundur ætlar að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er mjög ánægjulegt því að þessi ungi fyrrverandi forsætisráðherra er að mínu mati einn sá allra öruggasti fulveldssinni. Mér finnst vanta í þessa stjórn meiri ákveðni og hispursleysi gagvart endalausum uppfundnum vandlætingum andstæðinga þeirra.------kannski er grunnt á þvi góða milli óbreyttra liðsmanna flokka þeirra,það hefur áhrif.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 21:13

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér fyrir góð orð Helga.  Það er rétt að ríkisstjórnin hefur verið of undanlátsöm vegna duttlunga og frekju stjórnarandstöðunnar.  Auðvitað átti ekki að veita afslátt af kjörtímabili Ríkisstjórnarinnar.  Forsætisráðherra átti ekki að láta áróður Rúv knýja sig til afsagnar.  Hann hefði mátt bíða færis til þess að finna lausn í stöðunni og sýna svo Rúv og stjórnarandstöðunni klærnar þegar færi gafst.  Auðvitað átti ESB að taka mark á bréfi Gunnars Braga vegna afturköllunar "aðildarviðræðna", það hefði kannski verið betra með óútreiknanleika ESB í huga að ganga frá málinu á Alþingi en þá hefði hann átt að sýna stjórnarandstöðunni í báða heimana þegar hún vildi draga málið endalaust með málþófi.

Steindór Sigursteinsson, 23.5.2016 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband