- Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag var ung kona ásamt vinkonum sínum á gangi í miðbænum þegar maður nokkur vatt sér að þeim og vildi tala við þær um Guðs orð. Afþakkaði unga konan fyrir þeirra hönd, sem varð til þess að maðurinn varð hneykslaður og reiður. Þegar unga konan sem var blind ætlaði að ganga í burtu stöðvaði hann hana og spurði; nú viltu ekki fá sjónina? Kemur fram í fréttinni og í grein sem unga konan skrifaði á vefsíðuna Tabú að hún varð særð og hneyksluð á framferði mannsins. Einnig sagðist hún hafa móðgast við ræðu sem hún hlustaði á í kirkju, sagði hún prestinn halda því fram í prédikkun sinni að þeir sem blindir væru fæddir væru það til þess að hinir trúuðu geti sýnt þeim góðmennsku og beðið Guð um að gera á þeim kraftaverk og lækna þá. Fannst henni að presturinn talaði niðrandi til blindra og fatlaðra, sagði að blindir væru álitnir sem kraftaverk sem hinir trúuðu ættu að sýna góðmennsku.
- Um þetta vil ég segja að við sem kristin erum og viljum boða fólki Guðs orð og kærleika Guðs verðum að passa okkur á að koma fram af hógværð þegar við bjóðumst til þess að biðja fyrir einhverjum eða að segja einhverjum frá fagnaðarerindinu. Biblían segir að við eigum að sýna hvers konar hógværð við alla menn. Títusarbréf 3,2b Ég er þess fullviss að þessi maður sem vildi biðja fyrir ungu konunni vildi aðeins gera vel og biðja fyrir henni að hún fengi sjón. Á minni trúargöngu þar sem ég hef kynnst bæði starfi þjóðkirkjunnar, og; einum fríkirkjusafnaðanna sem þekktur er fyrir öflugt trúboð bæði hér á landi og utanlands, jafnt innandyra sem og úti á götum, hef ég aldrei orðið var við að litið sé niður á blinda eða fatlaða.
- Í þeim ritningarstað sem ég tel að presturinn sem unga konan minntist á er talað um blindan mann sem Jesús og lærisveinar hans sáu á leið sinni. Lærisveinarnir spurðu hann; Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur? Jesús svaraði: Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber í honum. Jóh 9:2-3 Það er enga andúð að finna í þessum orðum Jesúm Krists á blindu fólki.
- Guð býður hinum trúuðu að fara og kunngjöra öllum mönnum fagnaðarerindið til þess að þeir mættu verða hólpnir. Er það gert af kærleika til fólks. Í Markús 16:16-18 stendur:
Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
- Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.
- En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,
- taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.
- Þeim sem trú hafa tekið á Drottinn Jesúm er ekki ætlað að þegja heldur að vinna að því að aðrir mættu fá að heyra um Jesúm Krist og það sem hann gerði fyrir okkur.
Nú, viltu ekki fá sjónina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.