Biðjum fyrir París

Í stuttu fréttaskoti og mynd frá Hollywood Life kemur fram að aðdáendur UNLV fótboltaliðsins þeir Dayton Harris og Lexi Silow lúta höfði þegar Jordan Castro heldur uppi tákni á sama tíma og þögn er til þess að heiðra fórnarlömb árásanna í París, áður en UNLV spilaði á móti Cal Poly Mustangs á Thomas & Mack Center í Nóvember 13, 2015 í Las Vegas, Nevada.  Myndin er eftir Ethan Miller/Getty Images)

Á myndinni sést einn aðdáenda liðsins halda uppi skilti þar sem stendur "Pray for Paris", sem þýðir "Biðjið fyrir París".

Þetta er sorgarstund fyrir Evrópu, þar sem lítur út fyrir að menn sem eru andstæðingar friðar og þeirrar menningar sem við eigum að venjast, hafi látið til skarar skríða og framið hryðjuverk sem er svo stór í sniðum að heimsbyggðin stendur á öndinni.  

Á þessari dapurlegu stundu þar sem margir Frakkar og eflaust fólk annarsstaðar að á um bágt að binda vegna missi ættingja sinna og vina og vegna eigin meiðsla sem fjöldamargir hlutu vegna árásana, vil ég stinga upp á að við skulum biðja fyrir París.  Fyrir fólkinu sem þar býr og á um sárt að binda.  Að Guð sem allt vald hefur á himni og jörðu huggi þá sem syrgja og biðja hann að hjálpa þeim og styrkja sem misstu ástvini og gefi að særðir hljóti sem fyrst lækning meina sinna.


mbl.is Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband