Tillaga Amnesty International um lögleyðingu vændis hryggileg.

Þann 11. Ágúst sl. samþykktu Mannréttindasmtökin Amnesty International tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna í Dublin.  Hefur þetta eins og við má búast verið mikið reiðarslag fyrir marga utan og innan samtakanna.  En töluvert hefur borið á afsögn meðlima úr samtökunum eftir þetta.  Íslandsdeild Amnesty sat hjá við atkvæðagreiðsluna sem eru dapurleg tíðindi því réttast hefði verið að leggjast gegn slíkri tillögu.

Það er svo margt sem mælir gegn afglæpavæðingu á vændi að stuttur pistill nægir ekki til að útlista það allt.  En það eru bæði siðferðileg og heilsufarsleg rök svo og spurningin hvort afglæpavæðing vændis komi vændisfólki yfirleitt til góða.  Því tengt má nefna að í Hollandi þar sem afglæpavæðing vændis hefur verið innleidd, er þvingað vændi og mannsal enn þar til staðar í miklum mæli.

Eins og formaður Kvennréttindasamtaka Íslands sagði svo listavel þá er vændi nær þrælahaldi en atvinnugrein.  En fjöldamörg samtök á Íslandi hafa lýst yfir vanþóknun sinni á tillögunni þar á meðal: Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvennfélagadeild Íslands, Feministafélag Íslands.  Reynslan hefur sýnt að í þeim löndum í Evrópu þar sem kaup og sala vændis hefur verið lögleidd, er mannsal og þvingað vændi mikið vandamál en þar trónir einmitt Holland hæst á lista.  Hin löndin eru Þýskaland (þar sem vandmál við mannsal og þvingað vændi eru í öðru sæti), Tyrkland og Grikkland.  En ég hef lesið en get ekki staðfest það að af talið sé að 1000 manns starfi löglega við vændi en 20000 ólöglega.  

Það er mikill misskilningur að í lögleiðingu vændis felist einhverskonar kvennfrelsi eða mannréttindi, því rannsóknir hafa sýnt að yfirfnæfandi meirihluti vændiskvenna er í þvinguðu vændi og eiga hórumangarar og glæpasamtök þar oft hlut að máli með mannsali sem slíku fylgir.  Það er slæmt að nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir þess háttar lögleiðingu.  

Það er rangt gagnvart Kristinni trú að kaupa eða selja vændi.  Því vændi grefur undan heilagleika hjónabandsins. Því vændiskaup eiginmanns og eða föður getur eyðilagt hjónaband og hryggt viðkvæmar barnssálir, komist verknaðurinn upp.  Ritað stendur: "En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á meðal yðar.  Svo hæfir heilögum." Efesus 5,3

Það er alkunnugt að kynsjúkdómar eru mun algengari á meðal vændisfólks en annara.  Eiginmaður getur borið HIV. smit yfir úr vændiskonu í saklausa eiginkonu sína.  Og lífslíkur vændikvenna eru oft taldar lægri en annara kvenna.

Það ætti að vera hverjum manni augljóst að lögleiðing eða afglæpavæðing á sölu og kaupa á vændi er bæði óréttlát gagnvart vændisfólki sem er í ánauð glæpamann og skapar aukna smithættu og er skaðlegt fyrir kynheilbrigði fólks og siðferði og siðferðisímynd þjóðarinnar allrar.  Ég vil hvetja stjórn Amnesty á Íslandi til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á þessari samþykkt og Íslensk stjórnvöld og stjórnmálamenn til að standa í gegn afglæpavæðingu á sölu og kaupa á vændi.

 


mbl.is Leggja til afglæpavæðingu vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hmm... lögmál Poes á alltaf við, býst ég við...

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2015 kl. 14:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Beztu þakkir fyrir mjög góða grein, Steindór. smile

Tek heils hugar undir ályktanir þínar og áskoranir í lokin.

Jón Valur Jensson, 23.8.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband