Stöndum með Ísrael

Í frétt á Ísraelska fréttavefnum  Jewish Press er sagt frá innkaupabanni Reykjavíkurborgar á Ísraelskum vörum.  En eins og mörgum er kunnugt samþykkti vinstri- meirihlutinn tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael.  Fullyrðir greinarhöfundur sem er sérfræðingur í alþjóðalögum að bannið sé brot á sáttmála Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.  

Mig langar til þess að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til varnar Ísrael.  Ísrael er lítið land þar sem nágrannalöndin hafa það að markmiði að eyða Ísrael og Gyðingum.  Ísrael hefur lengi verið bitbein margra þjóða, eftir að Gyðingar fengu landið sitt aftur 1948.  Ísraelsmenn hafa verið hernumdir oftar en einu sinni og hafa verið dreifðir um heimsbyggðina.  Reynt hefur verið að útrýma þeim, en Guð stendur með Gyðingum.  neikvæður fréttaflutningur og Gyðingahatur einkennir oft fréttaflutning af því sem er að gerast í Ísrael.  En Ísrael þarf oft og einatt að verja sig þegar gerðar eru árásir á landið af hryðjuverkamönnum sem fá vopn þar á meðal flugskeyti send í gegnum jarðgöng.

Það er hneykslanlegt að Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur látið neikvæðan fréttaflutning (ég vil ekki segja að allt sem Ísraelsmenn gera sé rétt) eða jafnvel gyðingahatur fá sig til þess að samþykkja slíka tillögu.  En viðskiptabann á Ísrael er ólöglegt gagnvart alþjóðaviðskiptalögum og það er ekki rétt gagnvart Plestínumönnum (og Gyðingum)sem kynnu að missa vinnuna sína sem starfa fyrir Ísraelsk fyrirtæki sem bannið nær til.  Það eru fleiri vörur framleiddar í Ísrael en margan grunar þar á meðal íhlutir í hátæknitæki enda Ísrael langt á veg komið á því sviði.  Reyndar mun bannið ekki hafa teljandi áhrif á Ísraelskan iðnað en það mun setja blett á orðspor Íslendinga í Ísrael (og víðar í heiminum) og spilla fyrir því góða samstarfi sem hefur verið á milli Íslands og Ísrael.

Ég vil hvetja Borgarstjóra Dag .B Eggertsson og vinstri meirihlutann í Borgarstjórn að endurskoða þess afstöðu sína gegn Ísrael þjóð Guðs og aflétta viðskiptabanni Reykjavíkurborgar á Ísraelskum vörum.    Að síðustu er hérna vers úr Bilíunni úr Sakaría 2,12:  "Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn".

Það er alltaf hægt að bæta sig - Stöndum með Ísrael.


mbl.is „Ósvífni sjálfumglaðra slettireka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar að styðja hernám,kugún,morð á saklaus börn og gamal menni, lóka 1,5 miljónir í Gaza og gera stanslausa árásir á þeim. Engin venjulegur islendingur mun gera það. Til hamingju reykjavik og ísland. Frjáls palestina

Salmann tamimi (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 04:04

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tek undir þetta með Salmann. Þetta beinist á engann hátt gegn gyðingum hvorki sem kynstofni né trúarhópi heldur Ísrael sem ríki. Þeir eiga að sjálfsögðu að fara eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna varðandi landamæri árásir á saklausa borgara eiga ekki að líðast.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2015 kl. 09:28

3 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Salmann.  Ég sagði í grein minni að ég sé ekki sammála öllu því sem Ísraelsmenn gera.  En ég er þó sammála því að þeir verji land sitt og borgara sína fyrir árásum hryðjuverkamanna og öðru hættulegu fólki.

Steindór Sigursteinsson, 18.9.2015 kl. 15:39

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Jósef; burtséð frá því hvort Ísraelsmenn eigi að virða landamæri sem eru samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna eða ekki þá er Reykjavíkurborg ekki heimilt að stofna til viðskiptabanns við önnur ríki.  Það er ekki í verksviði sveitarfélags að taka slíkar ákvarðanir.  Því sveitarfélag er bundið af þeim lögum sem Alþingi hefur sett.  Þetta er klárlega ólögleg ákvörðun hjá Borgarstjórninni því ALþingi verður að hafa samþykkt viðskiptabann á viðkomandi ríki til þess umrætt bann teljist löglegt.

Steindór Sigursteinsson, 18.9.2015 kl. 15:48

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það eru allir sammála því að ríki verji sig fyrir árásum en hernám á landi er það ekki. Þessi deila minnir á baráttu Norður Íra og Breta. Ég var á bandi N- Íra fyrir sjálfstæði á þeim tíma eins og ég styð Palestínumenn nú. En ég var að sjálfsögðu ekki samþykkur hryðjuverkum Norður Írska lýðveldahersins. En þetta hefur fylgifiskur sjálfstæðisbaráttu þegar leikar eru ójafnir.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2015 kl. 20:59

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"þá er Reykjavíkurborg ekki heimilt að stofna til viðskiptabanns við önnur ríki. " Það er rétt og ég var reyndar að benda á það sjálfur á minni síðu. En samkvæmt síðustu upplýsingum þá er einungis um ræða vörur sem framleiddar eru á hernumdu svæðunum. Og ég get ekki annað en verið sammála þeirri skilgreiningu. Hvað sem má segja um þessa deilu þá hljóta alþjóðalög að halda. 

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2015 kl. 21:18

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég ætla að bæta því við að ég stend með Palestínu en ekki Ísrael eins og þú. En það þýðir ekki að ég beri einhvern haturshug til Ísraelsmanna frekar en annarra þetta er allt saman fólk. Og ég styð það að þeir eigi rétt á sínu ríki. En stofnun Ísrelsríkis með þeim hætti sem hún var gerð voru mistök að mínu mati. Þetta var einhliða ákvörðun Sameinuðu þjóðanna þar sem Palestínumenn voru ekki hafðir með i ráðum. Það er ekki hægt að leiðrétta þau mistök en ég held að það sé hægt að koma á lausn. En þá verða Ísraelar að bakka út úr hernumdu svæðunum og halda sig við landamærin sem Sameinuðu þjóðirnar voru búnir að samþykka. Og koma verður á viðræðum milli allra aðila- líka Hamas, hvort sem ísrelum líkar það eða ekki. Friður á Norður Írlandi komst á með þáttöku Finn Sein, stjórnmálaarmi ÍRA.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2015 kl. 21:49

8 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

"Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru. Jafnvel Júda mun vera með í umsáttinni um Jerúsalem. Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni."
(Sak. 12:2,3)

Við nálgumst hratt þá daga sem nefndir eru í ofangreindu versi. Nærri því daglega heyrum við í fjölmiðlum eitthvað frá Jerúsalem. Það eru fáar fréttir sem vekja upp jafnmargar spurningar sem umræðan um framtíð Jerúsalem. Þeir sem heimsækja gamla borgarhlutann í Jerúsalem komast ekki hjá því að leiða hugann aftur í aldir til hinnar merku sögu, ekki aðeins hinnar Biblíulegu heldur einnig hinnar veraldlegu. Margar þjóðir hafa ráðið þar ríkjum, m.a, Babýloníumenn, Rómverjar, Grikkir, Egyptar, Tyrkir og Englendingar. 

Spámaðurinn Esekíel segir: "Svo segir Drottinn Guð: Þetta er Jerúsalem sem ég hef sett mitt á meðal þjóðanna."

 Drottinn nefnir Jerúsalem (Zíon) fjallið mitt helga. (Sálm. 2:6)
Hún er borg vors Guðs á sínu helga fjalli. (Sálm 48:2)
Því að Drottinn hefur útvalið Zíon, þráð hana sér til bústaðar. (Sálm. 132:13)
 Það er vegna þess að Drottinn elskar Jerúsalem og hefur útvalið hana á sérstakan hátt fyrir þjóð sína Ísrael, að þrátt fyrir útlegð Gyðinga um aldir hafa þeir aldrei gleymt Jerúsalem. Jerúsalem var í hjarta þeirra og von. Þeir báðu í áttina að Jerúsalem. Á sérhverri Páskahátíð heyrðist meðal þeirra, við lok hátíðarinnar: "Næsta ár Jerúsalem!"

Fætur Yeshua (Jesú) gengu um stræti þessarar borgar, þar sem Hann boðaði Guðs ríki meðal mannanna, læknaði sjúka og opinberaði kærleika Föðurins til allra sem hrópuðu á hjálp Hans. Á hæð fyrir utan borgarmúranna gaf Hann líf sitt og blóð. Frá þeim stað reis Hann upp frá dauða. Gröfin er tóm. Frá Olíufjallinu við Jerúsalem var Hann uppnuminn til himins. Þegar Hann kemur aftur munu fætur Hans stíga á Olíufjallið og stofna friðarríki á jörðu.

 Orð Guðs = Ritningarnar segja okkur berlega að markmið komu Hans eigi eftir að opinberast í þessari borg og gegnum þjóð Hans, Ísrael. Er það nokkuð undarlegt að óvinir Ísraels hrópi: “Sigrum þá og deyðum! Takið borgina frá Gyðingunum, hún tilheyrir þeim ekki!”? Því miður virðist Ísraels/Gyðinga hatur fara vaxandi í heiminum og jafnvel hér á Íslandi finnum við fyrir slíku.  

Finnst mönnum ekki skrítið,

 að 59% Evrópubúa skuli telja lýðræðis- og réttarríkið Ísrael vera mestu ógnunina við heimsfriðinn af öllum löndum jarðar?
Finnst mönnum ekkert undarlegt að margir fjölmiðlar heimsins skuli útmála Ísraela sem yfirgangsseggi gagnvart Palestínuaröbum, þegar þeir sömu arabar beita sjálfir morðum og ógnarverkum gegn saklausu fólki til að koma sér upp ríki inni á fornu heimalandi Gyðinga? Er ekki framkoma Palestínuaraba einmitt skólabókardæmi um miskunnarlausan yfirgang og frekju?  Fasista-áróðurstækni eða þjóðernisraus getur ekki falið þá staðreynd að þeir hafa aldrei átt sjálfstætt ríki á Palestínusvæðinu, heldur eru landakröfur þeirra aðeins og eingöngu hluti af yfirgangs- og útþenslustefnu arabaþjóðanna!
Finnst mönnum ekkert skrítið að arabar skuli í fjölmiðlum geta útmálað sig sem fórnarlömb ímyndaðrar útþenslustefnu Ísraels, þótt sagan segi okkur að arabaríkin sjálf, eða leiðtogar þeirra,hafa efnt til allra stríðsátaka, sem þau hafa átt í við Ísrael frá stofnun þess og alltaf í þeim tilgangi að leggja svæði Ísraels undir sig í útþenslustefnu arabanna sjálfra? 
Finnst engum það skrítið að arabaríkin skuli aldrei vera dregin til ábyrgðar fyrir sína sök á flóttamannavanda Palestínuaraba? Það var árásar- og útþenslustríð þeirra sjálfra á Ísrael 1948, sem skapaði vandann!
Finnst engum það stórskrítið að allar tillögur um lausn á flóttamannavanda Palestínuaraba skuli miða að því að þeir fái hluta úr hinu forna Ísrael undir sjálfstætt ríki sitt, fremur en að þeir fái hluta af risastórum löndum arabaríkjanna, sem eiga þó alla sök á vandanum?

 

Steindór Sigursteinsson, 20.9.2015 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband