Ekki ætti að samþykkja lagafrumvarp um staðgöngumæðrun.

Í þættinum "Ísland í dag" á Stöð 2 í gærkvöldi var greint frá því að tveir sam­kyn­hneigðir karlmenn, "hjón" bú­sett hér á landi, hafi eignast barn með hjálp erlendrar konu- staðgöngumóður í eld­hús­inu heima hjá sér í íbúð hér á landi.  Kom fram að menn­irn­ir hafi farið tvisvar út til henn­ar þar sem þeir gerðu til­raun til að gera hana ófríska, en það tókst í fyrstu til­raun í bæði skipti en hún missti fóst­ur eft­ir fyrra skiptið.  Í dag er ann­ar maður­inn með for­ræði yfir drengn­um og ætla "hjón­in" að sækja um stjúpætt­leiðingu þannig að þeir verði báðir for­eldr­ar barns­ins.

Ég verð að segja að mér finnst staðgöngumæðrun vera röng og stangast á við Kristin viðhorf, það sem Kristin trú mín hefur innrætt mér frá barnæsku. Orð Guðs segir: "Þú skalt ekki drýgja hór". Það má segja að það að koma fyrir sæði í legi konu með einhverjum tækjum eða ég tali ekki um með náttúrulegu leiðinni sé hórdómur í skilningi Bibliunnar, þar sem ekki sé um hjón að ræða. Að nota líkama konu til að láta hana ala barn er að mínu mati siðlaust.  Þetta leiðir hættuna heim á því að þetta lagaákvæði verði misnotað af glæpa/gróðraöflum.  Því að þótt ætlunin sé að búa til lagaramma um þetta mál þar sem bannað verði að einstaklingar fari erlendis og láta konu ala fyrir sig barn, þá verður farið á bak við þessi lög, að mínu mati.  Og einnig verði hægðarleikur að græða á fátækum konum hér á landi þar sem auðvelt er að halda greiðslu til staðgöngumóður og jafnvel hugsanlegs milliliðs, leyndri.  Glæpastarfsemi þessu tengt erlendis er æði umfangsmikil og veltir miklum fjármunum.

Ég vil hvetja háttvirt Alþingi og ekki síst háttvirtan Iðnaðar og Viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur að samþykkja ekki lög sem heimila staðgöngumæðrun.  Samkvæmt því sem Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar lét hafa eftir sér þá hafa "bæði systurþjóðir okkar og systurkirkjur á Norðurlöndunum ekki séð ástæðu til þess að leyfa staðgöngumæðrun.  Reglugerðir eru ekki alveg samhljóma en afgerandi þegar kemur að staðgöngumæðrun".

Kær kveðja.


mbl.is Notuðu staðgöngumóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband