Þú verður að eignast frið við Guð.

Alla tíð síðan maðurinn varð syndari, hefur það verið hans brýnasta þörf að fá persónulega gert upp við Guð.  Þetta er eðlilegt; því vegna syndarinnar slitnaði sambandið milli Guðs og manna.  Syndin slökkti ljós hins andlega lífs í sálu mannsins og gjörði hann algjörlega óhæfan fyrir himininn.

Þú ert syndari.  Það er í raun og veru ekki neitt fagurmæli, að gefa mönnunum þetta viðurnefni.  En sannleikurinn smjaðrar ekki.  Og þetta er sá einasti titill, sem er fullkomlega viðeigandi fyrir alla byggjendur jarðarinnar.  Í Guðs Orði er þannig sagt: "Því allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð."(Róm. 3,23) - Þú ert einn af þessum "öllum" og þess vegna þarftu að frelsast.

Þú þarft að frelsast, af því að án Krists ert þú andlega dauður.  Guðs orð segir það. "Sá sem ekki hefir Guðs Son hefir ekki lífið." Og Páll skrifar: "Þér voruð dauðir, en Guð hefir gjört yður lifandi með Kristi."  Hann telur sjálfan sig þar með og segir: "En meðal þeirra höfum vér líka allir eitt sinn lifað í holdlegum girndum vorum." (Efesus. 2,1-5)  Þegar maðurinn féll í synd dó hann hinum andlega dauða.  Frá þeim tíma eru öll Adams börn í sjálfu sér andlega dauð.  Það þýðir að í eigin mætti vantar manninn það sem gjörir hann að Guðs barni.  Þess vegna sagði Jesús: "Enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist."  Þú getur verið siðferðisgóður, vandaður í allri hegðun, meðaumkunarsamur og hjálpfús gagnvart nauðstöddum, en þó ekki átt lífið í Guði.  Þess vegna þarfnast þú, að Guð gripi inn í líf þitt.

Þú þarft að frelsast, af því að annars varir reiði Guðs yfir þér.  Reiði Guðs?--- Getur kærleikans Guð orðið reiður?  Var það ekki Hann, sem elskaði svo mikið hinn fallna heim, að Hann gaf Son sinn eingetinn til þess að vera frelsara hans?  Er það ekki Hann, sem leitar þeirra glötuðu þangað til Hann finnur þá, og tekur á móti þeim opnum örmum, sem snúa sér til Hans?  Hefir Hann ekki það hjarta, sem er fullt af meðaumkun og miskunnsemi?  Jú, það hefir Hann.  Það er eilífur sannleikur, að Guð elskar syndarann, en það er einnig sannleikur, að Hann hatar syndina.  Guð hatar syndina, en elskar syndarann, þess vegna vill Hann aðskilja þetta tvennt hvort frá öðru.  Hann vill leysa manninn úr járngreipum syndarinnar og gjöra hann að sigurvegara yfir hinu vonda.  Þú stendur í móti þessum aðskilnaði.  Þú tekur afstöðu með syndinni, þótt reiði Guðs og bölvun hvíli yfir henni.  Þú gjörir sjálfan þig  eitt með syndinni, og svo lengi sem þú gjörir það, varir reiði Guðs yfir þér.

Guð hefur fyrirbúið þér frelsun.  Hann hefur reiðubúið frelsi fyrir alla menn í sínum eingetna Syni Jesú Kristi.  Og hann hefur gjört það svo fullkomið, að engu þarf að bæta við það - aðeins að taka á móti. - Án Jesú Krists er afstaða þín gagnvart eilífðinni vonlaus.  Mannlegur máttur eða ráðsnilli getur ekki hjálpað þér eða eitthvað annað á himni eða jörðu fá ekki frelsað þína glötuðu sál.  En Jesús getur það.  Skaparinn sjálfur steig niður af himnum og íklæddist mynd hins skapaða.  Jesús Guðs Sonur, gjörðist maður.  Og Hann kom ekki einungis til þess að lifa hreinna og heilagara lífi en allir aðrir, heldur:

Hann kom til þess að deyja fyrir þig.  Hann sagði sjálfur: "Mannsonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga."  Golgata var hans augnarmið, þá strax er Hann yfirgaf hásæti sitt á himnum.  "Því svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."  Það var Guð, sem í elsku sinni hafði þannig fyrirhugað þessa dásamlegu tilhögun frelsisins.  Og sú ráðstöfun Hans var fullgjörð, áður en syndafall mannsins átti sér stað.

Mörgum öldum áður en Jesús fæddist fékk spámaðurinn Jesaja að sjá Hann sem "harmkvælamanninn", og hann lýsti því þannig: "Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem þér höfðum til unnið, kom niður á Honum svo að vér fengjum frið, og fyrir Hans benjar urðum vér heilbrigðir.  Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á Honum." (Jes. 53,5-6)  Það er sannleikur, að "Kristur er dáinn fyrir oss meðan vér enn vorum í syndum vorum." (Róm. 5,8)  Hann gerði það, sem enginn annar gat gjört.  Hann tók á sig syndir vorar með öllum þeim sársauka, kvöl og bölvan sem  syndinni er samfara. "Hann var gjörður að synd vor vegna til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í Honum."

Hann er einnig upprisinn frá dauðum.  Gröfin og dauðraríkið gátu ekki haldið hinum heilaga.  Höfðingi dauðans var ráðvilltur og magnlaus gagnvart Honum.  Fangelsið braut Hann niður og lyklana tók Hann með sér.  Ég var dauður, en sjá , lifandi er ég um aldir alda; og ég hefi lykla dauðans og heljar." (Op. 1,18)  Frelsari þinn hefur þannig unnið fullkominn sigur yfir öllum óvinum sínum.  Syndina og hið holdlega hugarfar sigraði Hann algjörlega.  Heimsandinn og Djöfullinn höfðu ekkert vald yfir Honum.  Og að síðustu "afmáði Hann dauðan, en leiddi í ljós lífið og ódauðleikann."  Og sigurinn hefur Hann unnið til þess að göra þig einnig að sigurvegara.  "Hann, sem vegna misgjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn." (Róm.4,25)

Gef líf þitt honum sem dó fyrir þig og greiddi gjaldið fyrir syndir þínar.

 

 


mbl.is Mótmæla „hatursorðræðu Útvarps Sögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband