Framsóknarflokkurinn á skilið meira en 11% fylgi á meðal landsmanna.
3.3.2015 | 21:02
Samkvæmt frétt á Mbl.is í gær mældust Píratar með 15,2 prósent fylgi í könnun Gallup, en þeir hlutu 5% fylgi í síðustu þingkosningum. Var fylgi Sjálfstæðisflokksins 26,1% en næst á eftir Samfylkingin 17,1%. Fylgi Framsóknarflokksins mældist lágt eða 11 prósent. Ég vil segja að fylgi Framsóknarflokksins getur vænkast fram að næstu Alþingiskosningum. Sigmundur Davíð er að mínu mati mjög traustvekjandi forsætisráðherra sem er verðugur fulltrúi þjóðar sinnar, hvort sem er inni á Alþingi þar sem hann berst fyrir baráttumálum sínum til hagsbóta fyrir landsmenn eða þar sem hann stígur fæti sínum á erlenda grund.
Eitt besta trompið sem hann hefur dregið fram er höfuðstólslækkun verðtryggðra lána. Það er kjarabót sem gagnast mörgum með áþreifanlega bættri afkomu og meiri afgangi í veskinu þegar nær líður mánaðarmótum. Bætt staða ríkissjóðs og aukinn kaupmáttur almennings síðasta ár er góðs viti og sýnir okkur að ekki er allt slæmt sem ríkisstjórnin er að gera. Framsóknarflokkurinn fær oft meira fylgi þegar kemur að kosningum en niðurstaða skoðanankannana hefur gefið til kynna. Mættum við öll velja rétt í næstu kosningum og kjósa þann flokk aftur inn í ríkisstjórn sem er besti samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins. En það er Framsóknarflokkurinn með dyggri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Píratar í stórsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.