Það er lágmarkskrafa að Reykjavíkurborg bíði eftir faglegu mati varðandi nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.

Samkvæmt frétt á Mbl.is kemur fram að flugmenn í Félagi Íslenskra atvinnuflugmanna geri þá kröfu að "óháður, viðurkenndur erlendur aðili verði fenginn til þess að vinna nýtt mat á notkunarstuðli Reykjavíkurflugvallar og að öllum framkvæmdum á Valssvæðinu verði frestað þar til Rögnunefndin hefur lokið störfum, og varanleg lausn er fundin."  Harma þeir vinnubrögð Reykjavíkurborgar, Isavia og annarra hlutaðeigandi aðila varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Kemur það fram í ályktun sem þeir sendu frá sér.

Það er lágmarkskrafa að Reykjavíkurborg virði samkomulag sem gert var á milli hlutaðeigandi aðila í þessu máli sem snertir framtíð Reykjavíkurflugvallar eða hluta hans.  En Rögnunefndin svokallaða átti eins og flestum er kunnugt að fullkanna hvort brotthvarf neyðarflugbrautar eða jafnvel Reykjavíkurflugvallar alls sé raunhæfur kostur og þá hvar sé heppilegur staður fyrir flugvöllinn.  Ef háttvirtur borgarstjóri og vinstri- meirihluti borgarstjórnar ætlar ekki að virða þetta samkomulag þá er það ályktun mín að ríkisvaldinu beri að koma í veg fyrir framkvæmdir á svæðinu, alla vega þangað til að ályktun Rögnunefndarinnar liggur fyrir eða annars faglegs aðila.  Það er að mínu mati mjög álitlegur kostur eins og Félag atvinnuflugmanna benda á að "erlendur, óháður, viðurkenndur aðili" verði látinn kanna málið, hversu mikilvæg neyðarflugbrautin sé.  Þetta er mál sem snertir okkur öll, landsmenn og lausn verður að finna sem fyrst á þessu máli.

Kær kveðja.


mbl.is Flugmenn ósáttir vegna Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband