Nú er nóg komið - Innanríkisráðherra ætti nú að skerast í leikinn.
18.2.2015 | 21:59
Það hefur varla farið fram hjá neinum að meirihluti Borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í forystu hefur svikið samkomulag að ekki skuli hafnar bygginga eða vegaframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu án samþykkis Rögnunefndarinnar svo nefndu. Hér er á ferðinni stóralvarlegt mál sem varðar ekki aðeins hagsmuni Reykvíkinga og framboð af íbúðum, heldur er þetta mál sem snertir alla landsmenn því lokun neyðarflugbrautarinnar getur hindrað aðgengi sjúkraflugvéla og annara flugvéla þegar vindátt leyfir ekki að aðrar flugbrautir Reykjavíkurvallar séu notaðar. Þetta er algerlega óforkastanlegt að svona hafi verið staðið að málum, og sé ég þetta ekki á annan veg en svik hafi verið framin af vinstri meirihlutanum í borgarstjórn, svik gegn öllum landsmönnum því þetta er mál sem varðar okkur öll. Veðrið undanferið sem hefur verið bísna risjótt hefur sýnt okkur að neyðarflugbrautarinnar er þörf.
Ef fram fer sem horfir mun neyðarflugbrautin hverfa. Nema háttvirtur innanríkisráðherra Ólöf Nordal skerist í leikinn. Inngrip stjórnvalda er sá varnagli sem getur komið í veg fyrir þetta niðurrif á flugvelli allra landsmanna. Stjórnvöld nú ættuð þið að taka af skarið.
Kær kveðja.
Fordæmir ákvörðun meirihlutans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það mundi gleðja Dag ósegjanlega ef innanríkisráðherra gripi í taumana og gerði þar með ríkið bótaskylt. Reykjavík hefur engin efni á þeim skaðabótum sem stöðvun verksins kostar. Þá verður líka loksins hægt að tala um flugvöll allra landsmanna þegar skattborgarar þurfa að borga, þó það sé bara fyrir eina stutta óþarfa varabraut. Þá er bara spurning hvaða heilsugæslu eða skóla ríkið mun loka í staðinn.
Vagn (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 01:50
Komdu sæll Vagn. Það er í raun fáránlegt að Dagur B. og Borgarstjórnarmeirihlutinn geti náð sínu fram með því að bjóta það samkomulag sem gert var þessu viðvíkjandi. Ef ríkið þyrfti að bera allan þann kostnað sem hlýst af verkstöðvun af hendi ríkisins þá væri það að mínu mati óréttlátt. Reykjavíkurborg ætti að bera einhvern hluta skaðabótakrafnana vegna þess að hún hefur þjófstartað framkvæmdunum á Hlíðarendasvæðinu. Ég er þér ósammála að neyðarflugbrautin sé óþörf, hennar er þörf töluvert marga daga á ári þegar vindátt er óhagstæð fyrir hinar brautirnar.
Steindór Sigursteinsson, 19.2.2015 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.