Stjórnvöld ættu að setja saman vel skilyrt lög til að hindra okurlánastarfsemi.

Eins og kemur fram í Mbl.is lagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins starfsemi smálánafyrirtækja að jöfnu við glæpastarfsemi.  Það er að mínu mati hverju orði sannara að mínu mati, því miður.  Smálánafyrirtæki hafa náð að bjóða upp á lán með slíkum okurvöxtum og ýmiskonar kostnaði sem numið getur þúsundum prósenta, í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda.  Fólk er æði margt að falla fyrir tilboðum þessara okurfyrirtækja og hlekkjar sjálft sig oft í vítahring síendurtekinnar lántöku. 

Löggjafar er þörf að mínu mati til að koma í veg fyrir þessa miskunarlausu gróðastarfsemi sem beinist oftast að þeim sem minnstar hafa tekjurnar.  Stjórnvöld þurfa að fara vel yfir málið og setja saman lög sem koma í veg fyrir lánastarfsemi sem þessa og hindra slíka ofurálagningu smálánafyrirtækja.  Umrædd fyrirtæki virðast geta komist fram hjá lögum sem banna meiri álagningu en sem nemur 50 prósendtum, auk stýrivaxta Seðlabankans.  Gera þau það með því að telja kostnað sem getur numið þúsundir þrósenta sem "valkvæðan". 

Það þarf að setja saman lög sem sýna smálánafyrirtækjum sem stunda slíka starfsemi í tvo heimana, svo ekki verður um villst að slíkt leyfist ekki á Íslandi að hinir lægstu þegnar þjóðfélagsins og fleiri séu beittir slíkri fjárkúgun.  Það þarf að fylgja slíkum lögum vel eftir og hafa lögfræðikostnað gefins fyrir þá sem hafa verið leiknir illa í samskiptum sínum við þessi fyrirtæki og vilja leita réttar síns.

Kær kveðja.


mbl.is Sagði smálánafyrirtæki glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband