Læknar samþykki tilboð ríkisstjórnarinnar um 10% launahækkun.

Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag söfnuðust rúmlega 200 læknanemar fyrir utan fjármálaráðuneytið og afhentu fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni um 200 undirskriftir. Nemarnir ætla ekki að sækja um stöður í heilbrigðisstofnunum fyrr en kjaradeila lækna verður leyst.  Bjarni tjáði sig í kjölfar mótmælanna að það væri óraunhæft að semja um 50% launahækkun við eina stétt án þess að það hafi áhrif á aðrar stéttir.

Í fréttatíma Stöðvar 2 nú í kvöld kom fram að læknum hafi verið boðin um 10% launahækkun.  Vil ég hvetja lækna til þess að taka þessu tilboði.  Því við erum öll, Íslendingar á sömu skútunni.  Það er ekki raunhæft að læknar krefjist hækkunar 30 til 50 prósent til að gera laun þeirra sambærileg við laun lækna í því landi í Evrópu sem hvað best borgar læknum. Það er alls ekki raunhæft gagnvart stöðu ríkissjóðs og heilbrigðiskerfisins og vegna þess að hafa ber í huga aðrar stéttir sem eiga eftir að semja.  Gríðarhá launhækkun til einnar stéttar mun sennilega valda ólgu og óánægju hjá öðrum launþegum og verkalýðsfélögum þeirra.  Það mundi ógna þeim stöðugleika sem náðst hefur og hafa ýmsar stéttir sætt sig við hóflegar hækkanir en launasamningar þeirra eru í uppnámi og stefnir allt í hörð átök um verulega hækkuð laun, ma. vegna góðra samninga sem grunn og framhaldskólakennarar og fleiri stéttir náðu við viðsemjendur sína nýverið.

Ég vil hvetja lækna til að hugsa um hag landsmanna allra í samningum sínum við ríkið.  Heilbrigðiskerfið er mikilvægt en það eru fleiri atriði sem skipta máli.  Ef læknar fá þá launahækkun sem þeir vilja en í staðinn raskist sá stöðugleiki sem samfélaginu er nauðsynlegur, þá er það slæmt mál.  Ég bið Guð að blessa land og þjóð og hvet landsmenn til hófsemi í kröfum sínum um veraldleg gæði.  Við erum hér fyrir hvert annað, enginn er eyland.

Kær kveðja.

 


mbl.is Vona að Bjarna gangi betur að hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband