Staðgöngumæðrun samræmist ekki kristnum sjónarmiðum.
18.11.2014 | 17:03
Samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram til umsagnar á Alþingi, verður staðgöngumæðrun leyfð hér á landi og hafa verið sett viss skilyrði og reglur þar að lútandi. Er það meðal annars; að greiða skuli staðgöngumóður útlagagðan kostnað en enga þóknun umfram það, að greina þurfi barni frá uppruna sínum þegar það nær aldri og þroska til og að ekki megi auglýsa þessa þjónustu og að staðgöngumæðrun skuli ekki vera framkvæmd í hagnaðarskyni heldur aðeins í velgjörðarskyni.
Ég verð að segja að leyfi til staðgöngumæðrunar gengur á móti öllu sem ég tel rétt og samkvæmt góðu siðferði. Ég tel að lög um þetta sem varða peningagreiðslur séu heldur losaralegar og það sé auðvelt fyrir fólk að ganga á bak þessara reglna. Þetta opnar að mínu mati dyrnar fyrir þann möguleika að efnað fólk geti nýtt sér fátækt kvenna. Óprúttið fólk geti hugsanlega notfært sér þetta og fengið konur í "þjónustu sína" og að aflokinni fæðingu grætt verulegar fjárhæðir. Staðgöngumæðrun er einnig vafasöm í ljósi þess að móðurtilfinning og ást móður til barns þróast venjulega á meðgöngu og ákvörðun sem var tekin til að hjálpa barnlausum foreldrum snýst þá upp í löngun til að halda barninu þegar það er fætt.
Ég vil hvetja háttvirtan Iðnaðar-og Viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur og fleiri flutningsmenn þingsályktunartillögu þessarar að falla frá frumvarpi sínu um staðgöngumæðrun. Mér finnst slík heimild ganga gegn kristinni hugsun, með velferð hugsanlegra staðgöngumæðra í huga og vegna þess að lög sem þessi opna gátt fyrir efnað fólk að nýta sér fátækt kvenna og hugsanlega að leynileg gróðastarfsemi spretti upp í tengslum við staðgöngumæðrun. Mér skilst að þingmaður Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir hafi sett sig á móti frumvarpinu. Á hún heiður skilið fyrir þá réttsýni og hugrekki sem hún sýndi.
Ber að segja barni frá staðgöngumæðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
MÆTTI mótmæla því að þetta fólk blandi ekki saman Iðnaði- og framleiðslu bara. VÆRI EKKI RÁÐ AÐ ÞAU SETJI BARA UPP KÚABÚ OG VINNI ÞAR SJÁLF!
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.11.2014 kl. 20:12
Þakka þér fyrir athugasemdina Erla.
Steindór Sigursteinsson, 18.11.2014 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.