Ríkisstjórn og Alþingi þurfa ekki að samþykkja þessar reglugerðir ESB.

Samkvæmt frétt á Mbl.is hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um breyt­ing­ar á lög­um um vist­hönn­un.  Felur það í sér að tilskipanir evrópusambandsins varðandi svonefndar orkutengdar vörur ganga í gildi hér á landi.  Felur það ma. í sér að sturtuhausar með takmarkaða vatnsnotkun verða lögleiddir , takmörk verði sett á afl ryksuga og hárblásara.

Finnst mér þetta vera með eindæmum fáránlegt.  Á Íslandi höfum við nóg að heitu vatni eða vatni hituðu upp af rafmagni og nóg er með rafmagni til að knýja ryksugur með nægan sogkraft og öfluga, góða hárblásara.  Finnst mér þetta vera eins og framhald af þeim fáránleika sem innleiðing sífellt fleiri evróputilskipana færa okkur.

Ég var svo fyrirhyggjusamur að ég keypti um 100 glóperur áður en bannið við sölu þeirra gekk í gildi (kostuðu frá 69 kr. stykkið).  Ég er með nokkur lokuð ljós sem ég nota þessar perur fyrir, því ég hef fundið út að sparperurnar endast ákaflega stutt í þessum ljósum.  Ef til vill er kælingin ekki nógu mikil.  Ég get ekki hugsað mér að fara í sturtu með sturtuhaus með takmörkuðu rennsli, slíkt veldur því aðeins að maður er lengur að þvo sér og að skola af sér sápuna.

Þessar evróputilskipanir eru í takt við það sem maður er orðinn vanur að heyra, sífellt strangari reglur sem hefta bæði líf fólks, viðskipti og atvinnulíf.  Við getum séð hvernig evrópureglur hafa farið með einkaflugið í landinu.  Þar sem fáránleg pappírsvinna og óhentugar reglur varðandi tegundarviðurkenningar á íhlutum sem settar eru í flugvélar, ollu á tímabili tímabundinni stöðvun á flugi margra einkaflugvéla á landinu.

Er ekki kominn tími til að segja: hingað og ekki lengra.  Hættum að innleiða ESB reglur, enda er það ekki ætlun Íslenskra stjórnvalda að ganga í ESB, né er það vilji almennings í landinu.  Sendum evrópuráðinu langt nef og höfnum öllum þvingandi og óhentugum reglugerðum.

Kær kveðja.


mbl.is Sturtur verða vatnsminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband