Engan má úrskurða sekan nema að sekt sé sönnuð.

Lekamálið svokallaða hefur hlotið afar mikla umfjöllun í fjölmiðlum upp á síðkastið.  Segja sumir að þetta mál hafi verið blásið upp af andstæðingum utanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til þess að koma henni út úr stjórnmálum.  Hún á sér líka marga fylgismenn sem styðja málstað hennar og trúa því að hún sé saklaus af þeim ásökunum sem bornar eru á ráðuneyti hennar.  En það er eins og kunnugt er að minnisblað er sagt hafa verið fært fjölmiðlum varðandi málefni viss innflytjanda.  Í frétt á mbl.is sagði Hanna Birna meðal annars að sú samantekt sem fjölmiðlar hafa greint frá að hafi verið á umræddu minnisblaði komi ekki heim og sama við þá samantekt sem ráðuneyti hannar hafi varðandi umræddan inflytjanda.  Vísar hún öllum ásökunum á bug að hún hafi látið umrætt minnisblað af hendi né hafi haft vitneskju um að einhver innan hennar ráðuneytis hafi látið það af hendi. 

Ég vil ekki leggja dóm á hvað fram fór varðandi þetta mál en ég vil segja að ég ber fullt traust til Hönnu Birnu, mér finnst hún virka sem mjög heiðarleg og samviskusöm manneskja.  Það er alveg ljóst að engin ástæða er til að leggja neinn áfellisdóm á háttvirtan innanríkisráðherra, því málið er í rannsókn og engann er hægt að dæma sekan nema að sekt sé sönnuð.  Þau orð Hönnu Birnu að 'sú samantekt sem birtist í fjölmiðlum sé ekki eins og sú samantekt sem innanríkisráðuneytið hafi undir höndum' skapar vissar spurningar.  Var það raunverulega minnisblað frá innanríkisráðuneytinu sem fært var fjölmiðlum?

Það að innanríkisráðherra hafi borist morðhótanir er mjög alvarlegt mál.  Mér finnst öll umræða um stjórnmálamenn hafa færst mjög til verri vegar síðustu ár, bæði á meðal almennings og fjölmiðla.  Þörf er á hugarfarsbreytingu hjá fólki hvað þetta varðar.  Við eigum að blessa fólk ekki að dæma eða tala illa um aðra. 

Ég vil hvetja Kristið fólk til að biðja fyrir landi og þjóð.  Í 2. tímóteusarbréfi stendur:  "Biðjum fyrir konungum og öllum þeim sem hátt eru settir til þess að við fáum lifað friðsamlega og rólegu lífi í Guðsótta og siðprýði.  Þetta er gott og þóknanlegt Guði, frelsara vorum, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum."  Biðjum fyrir Forseta, Ríkisstjórn, Alþingi, embættismönnum og starfsfólki ráðuneyta og stofnana ríkisins, borgar- og sveitastjórnum, dómstólum. lögreglu og Tollstjóraembættinu.  Biðjum um vernd og varðveislu yfir þau sem gegna þessum erfiðu og krefjandi störfum.  Biðjum um blessun fyrir fjölskyldur þeirra og heimili.  Biðjum Guð að stöðva neikvætt umtal um þau sem þurfa að koma fram í fjölmiðlum.  Tölum jákvætt og Blessum.

Kær kveðja.

 

 


mbl.is „Vantraust á ráðuneytið moldviðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er hárétt hjá þér enda kveða lögin á um slíkt. Og dómstólar eiga að kveða á um sekt eða sýknu- ekki dómstóll götunnar. En það er algengara en ekki að ráðamenn eru sendir í frí ef koma upp svona mál koma upp og annar taki við á meðan meðan rannsókn stendur yfir . Þetta er gert til þess að starfsmaðurinn geti ekki haft áhrif á rannsóknina.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.8.2014 kl. 11:33

2 identicon

Málið er ekki lengur í rannsókn og ákæruvaldið telur sig hafa nægar sannanir til að birta ákæru. Í augum ákæruvaldsins er sekt því sönnuð og lögum samkvæmt ber þeim að ákæra þá seku og krefjast refsingar.

Það er ekki svo að dómstólar einir taki ákvarðanir um sekt eða sýknu. Lögreglan kveður á um sekt eða sýknu eftir rannsókn. Ákæruvaldið fer yfir gögnin og tekur síðan einnig ákvörðun um sekt eða sýknu. Að lokum koma svo dómstólar og kveða á um sekt eða sýknu og refsingu ef við á.

Vagn (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband