Ekki er gott að Ríkisstjórnin fríhjóli í ESB málinu.

Yfirlýsingar Jean-Clau­de Junckers, verðandi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, um fimm ára hlé á stækk­un ESB hefur vakið upp margar spurningar hjá landsmönnum.  Hvað mun ríkisstjórnin gera varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB og verður tillaga að slitum aðildarviðræðna við ESB lögð fram á komandi Haustþingi.  Háttvirtur Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson tjáði sig í kjölfar ummæla Junkers;  „Menn þurfa að meta hvort það sé ein­hver þörf á að flytja slíka til­lögu, hvort þetta út­spil Junckers sé það svar sem við þurft­um. Sé tal­in þörf á því að leggja til­lög­una fyr­ir þingið er ég í sjálfu sér til­bú­inn að gera það."

Varðandi ummæli Gunnars Braga vil ég segja þetta; er nokkur spurning um hvort flytja eigi fram tillöguna að viðræðuslitunum á næsta haustþingi?  Mér finnst ríkisstjórnin hafi látið draga sig til og frá í máli því er snertir fyrirhugaða ákvörðun að slíta aðildarviðræðunum, þar sem hlustað hafi verið um of á úrtöluraddir og upphrópandir úr hópi ESB- aðildarsinna.  Gunnar sagði að meta þurfi hvort þörf sé á að  flytja tillöguna að viðræðuslitum.  Mér er spurn hvað veldur því að utanríkisráðherra er  tvístígandi í þessu máli. Er hann hræddur við mótmæli aðildarsinna og sumra ESB sinnaðra fjölmiðla?  Eða sér hann ekki mikilvægi þess að best sé fyrir land og þjóð að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB?  Þar sem fréttir hafa borist af auknum erfiðleikum í Evrusamstarfinu og viðvarandi atvinnuleysi hefur lengi verið vandamál í mörgum Evruríkjunum.  Er ríkisstjórnin ef til vill að gæla við þá hugmynd að best sé að fresta viðræðuslitum um óákveðinn tíma, jafnvel þangað til kjörtímabil hennar er á enda ?  Það er ekki gott að Ísland hafi stöðu aðildarríkis, þar sem það að mínu mati setur Ísland í óvissu varðandi samninga við önnur lönd og heimsálfur og getur snert gerð fiskveiðisamninga.

Ég vil segja að það kann ekki góðri lukku að stýra að fríhjóla í þessu máli.  Að Ríkisstjórnin láti dragast að taka afstöðu um hvort aðildarviðræðunum verði slitið.   Það er ekki gott að fríhjóla lengi í málum sem þessum sem snerta svo mjög hag þjóðarinnar, sem er sjálfstæði og afkoma undirstöðuatvinnuvega landsins.  Því þá geta veður og vindar borið menn af leið.

Háttvirt Ríkisstjórn; látið ekki áróður og ummæli ESB- sinna hræða ykkur frá því að taka rétta ákvörðun í ESB málinu.  Slítum ESB viðræðum strax á næsta haustþingi.


mbl.is Afturköllun til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband