Veljum Íslenskt.

Það er skoðun mín að íslenskar matvörur séu í sérflokki hvað gæði og bragð snertir og á ég þá við sem breiðasta flóru matar bæði kjöts og bökunarvöru, sælgætis og drykkja.  Íslenska kjötið er í heimsmælikvarða hvað hreinleika varðar, engir hormónar eru notaðir við ræktun.  Íslenskt grænmeti er ekki erfðabætt eins og tíðkast víða erlendis.  Gosdrykkir framleiddir hér á landi eru þeir bestu í heimi þar sem notast er við hreint íslenskt vatn, og íslenskt sælgæti er með því besta sem til er í heiminum.  En sælgætið er það sem ég vil gera að umtalsefni mínu hér.

Ég fór fyrir nokkru síðan í eina af lágvöruverslunum sem eru á suðurlandsundirlendinu.  Þar fylgdist ég með hvar fólk var að byrgja sig upp af sælgæti fyrir helgina.  Sá ég þar að Íslenska sælgætið var þar oftast fyrir valinu.  Ég leit í eina körfuna og sá að viðkomandi kaupandi hafði valið sér kassa með íslenskum súkkulaðibitum, hvart það var Hraun eða Conga man ég ekki.  Ég leit í næstu körfu og þar var samskonar kassi ekki með því alveg sama en ein af gömlu góðu súkkulaðistykkjunum sem seld eru í 200 g öskjum.  Ég leit framar í röðina og mér til mikillar gleði sá ég að manneskjan þar hafði valið Góu rúsínur í 375 g öskju, eitt af Íslensku eðalsælgætistegundunum, ekkert innflutt erlent sælgæti þar.  Ég fór og tók út sælgætisúrvalið í verslun þessari og sá að sælgætisúrvalið var blómlegt einn langur rekki með ekkert nema sælgæti og það vakti aðdáun mína að aðeins lítill hluti af rekkanum var fyrir erlent sælgæti.  Gott mál það.  Mér finnst íslenskur sælgætis- iðnaður standa í miklum blóma þessa stundina.  Mikið er af tegundum og sælgæti yfirleitt ljúffengt, ég smakkaði td Pipp um daginn með karmellufyllingu og það var eins og besta konfekt, svona eins og maður borðar á Jólunum.  Sælgætisframleiðendurnir Íslensku Nói Síríus, Góa, Lindu og fleiri hafa aukið sælgætisúrval sitt með því að bjóða hið hefðbundna sælgæti sitt eins og súkkulaðistykkin í öskjum.  Eru súkkulaði- stykkin þar lítil og gott er að hafa kassa á borðinu og gæða sér á því á laugardagskvöldum við sjónvarpið.

Svo ég haldi áfram með þráðinn eins og frá var horfið, þá fór ég líka í aðra verslun  við hliðina.  Var þar stór bás fyrir bland í poka, Ég fór að básnum því ég gerði þar smá innkaup og sá ég þar það sem síst skyldi vera, en þar var mestmegnis erlent sælgæti, eins og súkkulaði, brjóstsykur, hlaup og lakkrís.  En um lakkrísinn vil ég segja að ég hef aldrei fundið erlendan lakkrís sem stenst þeim íslenska samanburð.  Er nánast alltaf um mikið þurrari vöru að ræða og bragðið beiskara en af þeim Íslenska.

Ég vil segja hvað höfum við með erlenda matvöru að gera?  Styðjum  Íslensk matvælafyrirtæki og Íslenska bændur.  


mbl.is Kafað ofan í Costco-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband