Einkar ánægjulegt að Bjössi Bolla hafi snúið aftur.

Ég sá utan á blaði DV fyrir nokkru síðan mynd af Magnúsi Guðmundssyni leikara til hliðar við Bjössa Bollu sem er hann sjálfur snúinn aftur í gervi þessa landsþekktu og skemmtilegu persónu.  Fylgdi fyrirsögn þessari mynd sem var eitthvað á þá leið að Bjössi Bolla sé snúin aftur.  Á ég varla orð til að lýsa því hersu fyndin þessi mynd var af þeim Magnúsi og Bjössa.  Maggi stóð til hægri og benti með fingrinum á Bjössa sem sneri að Magnúsi, var hann í matrósafötunum eftirminnilegu og stóru rauðu húfunni, var eins og hann væri að ulla, eins og það heitir á gömlu íslensku máli að Magga.  Var eins og honum væri bumbult eða óglatt og var eins og ælan myndi þá þegar standa út úr honum.  Ég fór í DV.is til að fá þær fréttir á hreint að Bjössi hafi snúið aftur, því ég tímdi ekki að kaupa blaðið umrædda, og þar fékk ég staðfestingu á þessum góðu fréttum. 

Ég vil segja að það er mikið gleðiefni að Magnús hafi snúið aftur með Bjössi Bollu og sé farinn að skemmta með honum vítt um landið.  Sýnist mér eftir myndinni á DV blaðinu sem ég myntist á hér að ofan og í DV.is að Bjössi sé nú jafnvel fyndnari í útliti en áður.  Fannst mér myndin á forsíðu DV vera ein sú fyndnasta af Bjössa sem ég hef nokkru sinni séð, en ég hef verið mikill aðdáandi Bjössa alveg frá því hann kom fyrst fram fyrir ég veit ekki hvað löngu síðan.  Var bjössi með þann mesta eymdarsvip og með tunguna út úr sér á fyndnari hátt en ég hef nokkru sinni séð í myndum af honum.  Mynnist ég þess fyrir 20-25 árum að hann kom fram í þætti þar sem hann var á leið út á land þar sem einhver kona hugsanleg frænka hans tók á móti honum, og þegar hann kom niður landgöngubrúna, því hann fór á skipi, rak hann eins og út úr sér tunguna þegar konan kom til þess að taka á móti honum því hann hafði orðið sjóveikur í ferðinni.

Ég vona að Bjössi Bolla eigi ekki aðeins eftir að koma fram í ýmiskonar skemmtunum víða um landið heldur einnig í sjónvarpi og að hann gefi út stutta þætti á DVD.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband