Hvað er fólk að hugsa? Vilja Reykvíkingar ekki hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni ?

Samkvæmt skoðanakönnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík mældist samanlagt fylgi Samfylkingar og BF 53,5%.  Fylgi Framsóknarfokks og flugvallarvina mældist 5,3%, heldur hærra en í fyrri könnun en þá mældist fylgið 4,6%, fylgi Sjálfstæðisflokks sem hefur lýst yfir vilja sínum að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrini mælist með 21,1% fylgi. 

Eftir að hafa lesið þessa frétt á mbl.is er mér næst skapi að spyrja;  hvað er fólk að hugsa sem vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni ?  Er fólki ekki meira annt um Reykjavíkurflugvöll en þetta að það vill kjósa yfir sig svipaða Borgarstjórn og verið hefur, sem hefur það að markmiði að flugvöllurinn fara smátt og smátt undir íbúðabyggð næstu árin.  Og er ætlun núverandi Borgarstjórnar að hefja strax í haust framkvæmdir við einn brautarenda neyðarflugbrautarinnar og hefja niðurrif Fluggarða á næsta ári, eftir því sem ég best veit. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 71,2% Reykvíkinga og 80,% landsmanna að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýrinni.

Ég vil hvetja Reykvíkinga til að kjósa X-D eða X-B í komandi kosningum  Þessir flokkar hafa það ekki aðeins á stefnuskrá sinni að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera áfram á sínum stað heldur stendur vilji þeirra ekki til að fækka bílastæðum, bílskúrum og þrengja götur.  Sem er stefna núverandi Borgarstjórnar.

  http://xdreykjavik.is/uploads/Borgarstjrnarkosningar-2014-XD-stefna-02.pdf

 


mbl.is Samfylking og BF með 53,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er greinilegt að Reykvíkingar vilja flugvöllin burt og styðja nýja skipulagið þeirra BF og XS.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2014 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband