Mikið gleðiefni fyrir mig og aðra greiðendur verðtryggðra íbúðalána.

Það voru góðar fréttir sem ég las hérna á Mbl.is í morgun að Alþingi hefði samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu höfuðstóls íbúðalána.  Greiðendur verðtryggðra lána hafa margir hverjir verið orðnir langþreyttir á að greiða af lánum sínum, og hafa verið að vonast eftir þessu síðustu 5 árin en ekkert hefur verið gert í málinu fyrr en nú í tíð núverandi ríkisstjórnar.  Þessi höfuðstóls- niðurfærsla mun koma sér mjög vel fyrir mig, sem og aðra sem hafa töluverða greiðslubyrði af ibúðalánum sínum og ekkert of háar tekjur.  Vil ég segja að ég er mjög þakklátur Sigmundi Davíð og fleiri úr ríkisstjórninni að hafa með fádæma hugrekki og þrjósku komið þessu máli í gegn.

Kær kveðja.


mbl.is „Leiðréttingin“ samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kallarðu það hugrekki að taka hænuskref í stað þess að ganga alla leið?

Er það hugrekki að láta almannasamtökum eftir að ná fram réttindum fólks með ærnum tilkostnaði gegnum dómskerfið, í stað þess að stjórnvöld standi undir þeirri skyldu sinni að framfylgja gildandi lögum um neytendalán?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2014 kl. 17:56

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Já út frá mínu sjónarhorni hefur Sigmundur sýnt hugrekki í þessu máli.  Í fyrsta  lagi að gefa þetta kosningaloforð varðandi niðurfærslu lána og í öðru lagi að koma þessum áformum sínum í framkvæmd.  Það krafðist hugrekkis því margir töldu þetta óframkvæmanlegt og of dýrt fyrir ríkissjóð.  Og á tíma núverandi ríkisstjórnar kom það enn betur í ljós að aðhalds væri þörf í ríkisfjármálunum og margir vildu letja Sigmund og Bjarna að fara í þessa skuldaniðurfærslu.  Ég tel að ríkisstjórnin hafi stigið hægt til jarðar í þessu máli en örugglega því aðgátar var þörf í þessu máli.  Ég veit ekki hvað þú átt við að ríkisstjórnin hefði átt að "framfylgja gildandi lögum um neytendalán".  Var það varðandi gengistryggðu lánin ?

Steindór Sigursteinsson, 17.5.2014 kl. 19:46

3 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Sæll Guðmundur, ég veit núna hvað þú áttir við.  En það er að skuldarar sem eru að missa íbúðir sínar þurfi að fá frest á nauðungarsölum fram yfir 1 sept þegar leiðréttingar taka gildi.  Það hefði berið best ef hægt hefði verið að ganga frá þessum málum fyrir þinglok.  En ég vil árétta að ég er mjög ánægður með núverandi ríkisstjórn.  Það var líka mikið af nauðungarsölum í tíð fyrverandi stjórnar.

Steindór Sigursteinsson, 17.5.2014 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband