Þurfa Íslendingar frekari sannanir þess að Íslandi hentar ekki innganga í ESB?

Samkvæmt skoðanakönnun sem Evróðusambandið gerði sjálft á afstöðu þeirri sem ríkisborgar aðildarríkjanna bera til sambandsins kom eftirfarandi fram:  59% treysta ekki Evrópusambandinu en 32% segjast bera traust til sambandsins.  Það er að mínu mati að koma betur og betur í ljós að innganga í ESB hentar ekki Íslendingum.  Við inngöngu í ESB mundu Íslendingar missa sína 200 mílna fiskveiðilögsögu en halda aðeins eftir 12 mílna landhelgi, varla mikið meira.  Það er gert ráð fyrir að við innlimun í ESB taki umsóknarríki upp reglur sambandsins varðandi sjávarútveginn eins og fleiri málaflokka og það er mjög óraunhæft að gera ráð fyrir að hægt sé að fá undanþágur í því efni. 

Er þetta það sem Íslendingar vilja ?  Ég held ekki.  Sjávarútvegurinn er Íslendingum afar mikilvægur, því við getum séð að aðrar atvinnugreinir eins og td ferðaþjónustan getur verið mjög viðkvæm og lítið má út af bera til að fjöldi ferðamanna dragist saman, eins og verkfall flugmanna hjá Icelandair hefur sýnt fram á og Náttúruhamfarir eins og eldgos geta líka sett strik í reikninginn.

Höfum við fleiri vísbendinga við ?  Við Íslensk þjóð höfum ekkert við inngöngu í ESB að gera.  Okkur ber að sjálfsögðu að viðhalda góðum tengslum við nágranna okkar í Evrópu bæði hvað varðar viðskipti og hvað varðar menningarleg tengsl.  Ríkisstjórninni ber að standa við stjórnarsáttmála sinn að stöðva viðræður við ESB.  Það er það eina rökrétta sem hægt er að gera í þessu máli.  Og ekki er ráðlegt að bíða með slit á aðildarviðræðum eða að setja viðræður á Ís, því að ríkisstjórnin ber að minnast þeirra hluta landsmanna sem kusu flokka þá sem eru nú eru í ríkisstjórn einmitt vegna þeirra afstöðu þeirra að Íslandi sem best borgið utan ESB.


mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú áttar þig á því að landhelgi Ísland er FYRIR 12 sjómílur? Þú ert greinilega að rugla landhegli og efnahagslögsögu saman...

Hvernig væri svo að lesa svona kannanir áður en þú ferð að spekúlera meira í þeim?

Til dæmis kemur þarna fram að 68 prósent evrópubúa treysti ekki þjóðþingi sínu. Þér þykir það ekkert fréttnæmt? Já eða að 71% treysta ekki ríkisstjórn sinni?

Svo erum við með þessi fyrirmyndarríki ykkar evrópuhataranna eins og til dæmis Grikkland - sem er greinilega meira í nöp við eigin ríkisstjórn en evrópusambandinu, svo talsverðu munar.

Lestu svona kannnanir og gerðu það fyrir mig taktu upplýstar ákvarðanir um svona mál.

GæjinnSemKannarMálinÁðurEnHannMyndarSérAfstöðu (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 21:20

2 identicon

Rétt - það er óraunhæft að halda því fram að Ísland haldi rétti yfir 200 mílunum. Þau yfirráð færast til Brussel sem fer með sameiginlega fiskveiðistefnu allra Evrópusambandsríkjanna. Auk þess myndu íslendingar missa réttindi sín sem strandríkis og þau réttindi færast til Brussels.

Á ESB þingi myndu Íslendingar fá 6 af 750 þingmönnum sem myndu dreifast í ólíka flokka. Öllum ber þeim þó að vinna fyrir "Evrópumenn" í heild.

Í ráðherraráðinu ættu Íslendingar einn mann eins og öll hin ESB ríkin. Það atkvæði hefði ekkert að segja þar sem vægi atkvæðis færi eftir íbúafjölda (reglugerð sem tekur í gildi nóvember nk).

Hvað vill Evrópusambandið Íslendingum? Jú, það er augljóst. Það er að Ísland missi réttindi sín sem strandríkis sem færir Evrópusambandinu aukin völd við borðið í málefni norðurslóða.

Hvað missir Ísland? Sæti við það borð, auk þess að geta ekki lengur notið þeirra góðu fríverslunarsamninga og frelsis til þess að semja frekar um fríverslun.

Af hverju ríki geta ekki gengið úr Evrópusambandinu þrátt fyrir það að einungis helmings stuðningur sé við evruna og þrátt fyrir það að flestir íbúar aðildarríkja vantreysti ESB?

Það er einmitt það. Ekkert ríki getur staðið án fríverslunarsamninga.

Kveðja

Gæinn sem kannar málin áður en hann myndar sér afstöðu

gæinn (rétt skrifað) sem kannar málin (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 21:52

3 identicon

Ég er persónulega lítið fyrir samsæriskenningar og ætla því ekki að taka mark á skoðunum þínum um fyrirætlanir Evrópusambandsins, ég ætla í besta falli að flokka þær sem ótrúverðugar.

Það sem ég er orðinn þreyttur á er áróðursfréttaflutningur á borð við umrædda frétt á mbl.is þar sem einungis sá hluti sögunnar sem hentar málstaðnum er sagður.

Hvernig væri til dæmis að pæla aðeins í því að við sem EES ríki tökum við yfirgnæfandi meirihluta nýrra laga frá Brussel, án þess að fá nokkuð um þau að segja. Þetta fjallar ekki einungis um það að fá að kjósa (og þótt að það sem þú segir með atkvæðisvægi okkar kann að vera rétt), þá höfum við allavega tækifæri til að koma okkar sjónarmiðum að.

Hvað sjávarútveg varðar er engin leið fyrir þig að fullyrða hversu mikið veiðiheimildir íslenskra skipa myndu skerðast, enda er slíkt reiknað út til dæmis vegna sögulegs tilkall - Eitthvað sem bendir til þess að hræðsluáróður LÍÚ og félaga standist ekki, þar sem erfitt er að færa rök fyrir öðru en að Bretar séu líklega eina þjóðin sem á eitthvað sögulegt tilkall af viti og það get ég ekki ímyndað mér að verði stór biti. Á móti þessari skerðingu okkar í fiskinum, sem ómögulegt er fyrir þig að fullyrða hversu mikil yrði, kæmi réttur okkar til að taka upp alvöru gjaldmiðil og hafa eitthvað að segja um þau lög sem við fáum send hingað til Íslands, auk mikillar hagræðingar fyrir íslenska neytendur þegar hægt yrði að versla erlendar kjúklingabringur sem bera ekki 100% verndartolla.

Ég er ekki á því að við ættum að ganga í Evrópusambandið án alls fyrirvara en sú þöggun sem nei-vængurinn stundar er ekki til fyrirmyndar, þá sérstaklega fréttamiðlar eins og mbl.is sem taka 70 bls könnun og taka eina af þeim blaðsíðum út fyrir sviga án þess að setja það í nokkurt samhengi við allt hitt sem kemur þarna fram. Það er ekki alvöru blaðamennska og í raun og veru glötuð tilraun til þess að skerða möguleika almennings á að mynda sér hlutlausa afstöðu.

Heimsksýn (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 15:31

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll @1.  Ég gerði að sjálfsögðu þau mistök að ég skrifaði "landhelgi" en það átti að sjálfsögðu að vera "fiskveiðilögsaga" eða "efnahagslögsaga".  En það er samt sem áður staðreynd að Ísland mundi missa yfirráðin yfir sinni 200 mílna fiskveiðilögsögu.  En mundi aðeins halda yfirráðum yfir mjög lítilli "landhelgi" sem yrði að ég held aðeins 12 mílur.  Ég er ekki Evrópuhatari, ég er aðeins andvígur inngöngu Íslendinga í ESB vegna þess að það yrði ekki til bóta fyrir fólkið í landinu og ríkissjóð hvað efnahag varðar.

Steindór Sigursteinsson, 14.5.2014 kl. 21:21

5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég hef nú bætt aðeins orðalagið í þessu bloggi mínu þar sem það var nokkuð fljótfærnislega skrifað.  Og biðst ég afsökunar á því.

Steindór Sigursteinsson, 15.5.2014 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband