Jesús dó og reis aftur upp frá dauðum.
21.4.2014 | 10:46
- "Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í.
- Fyrir það verðið þér og hólpnir ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið.
- Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum,
- að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum
- og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf.
- Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir.
- Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum."
Jesú Kristur reis upp frá dauðum á þriðja degi eftir dauða sinn. Samkvæmt ritningunum voru rúmlega 500 manns vottar að upprisu hans. Upprisan hefur gefið okkur kristnu fólki von í gegnum aldirnar, um að við fáum einnig að lifa og dvelja með Drottni Jesú á himnum eftir að lífi okkar hér á jörðu er lokið. Biblían segir í I Korintubréfi 15:14:
"En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar."
En Guði sé lof, Kristur er upprisinn og það gefur okkur kristnu fólki von og tilgang með lífinu, að líf okkar taki ekki enda við dauða okkar og þess vegna beri okkur að útbreiða boðskap trúarinnar til annarra svo þeir mættu verða hólpnir.
Kær kveðja.
Lífið er sterkara en dauðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.